Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 19. nóv-
ember 1951. Hún
lést á Droplaugar-
stöðum í Reykjavik
22. ágúst 2019.
Foreldrar hennar
voru Kristín Sigurð-
ardóttir, f. 10. októ-
ber 1921, d. 6. febr-
úar 1986, og Ólafur
Frímannsson, f. 13.
maí 1921, d. 5. apríl 1987. Systk-
ini Guðrúnar voru Birgir Ólafs-
son, f. 8. nóvember 1942, Sig-
urður Ólafsson, f. 20. maí 1944, d.
4. september 2010, og Einar
Ólafsson, f. 6. febrúar 1954.
Guðrún giftist Kristjáni Jens
Kristjánssyni, f. 4. april 1950.
Börn þeirra eru Ólafur, f. 14.
desember 1970, Matthías, f. 9.
mars 1972, kvæntur Þórunni Sig-
urðardóttur, f. 12. febrúar 1970,
og Ásdís, f. 7. ágúst 1973, gift
Ragnari Arelius Sveinssyni, f. 27.
mars 1973. Börn Matthíasar eru
Arndís Ýr, f. 12. febrúar 1999, og
Helga Dís, f. 10.
ágúst 2005. Dóttir
Þórunnar er Guðný
Stefánsdóttir, f. 4.
júlí 1986. Börn Ás-
dísar eru Hrafn-
hildur, f. 3. október
1999, Halldór, f. 23.
febrúar 2003, og
Guðrún, f. 19. júlí
2010.
Guðrún skildi við
fyrri mann sinn árið
1990.
Árið 2000 giftist Guðrún
seinni manni sínum, Kristjáni
Ingvarssyni, f. 18. mars 1947.
Börn hans eru Trausti Þór, f.
1970, Arnar Helgi, f. 1972, og
Berglind Sólveig, f. 1983.
Guðrún vann lengstum á St.
Jósefsspítalanum í Hafnarfirði,
fyrst sem sjúkralíði, síðar sem
hjúkrunarfræðingur, svo á
bráðamóttöku Borgarspítalans í
nokkur ár.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
3. september 2019, klukkan 13.
Í dag kveðjum við mömmu.
Hún var ekki bara mamma mín
heldur líka besta vinkona.
Við vorum alltaf nánar, alveg
sama þótt við byggjum ekki á
sama landinu í 21 ár. Fyrstu árin
sem mamma bjó í Orlando héld-
um við sambandi með faxsending-
um. Kannski var hringt einu sinni
til tvisvar í mánuði því það var svo
dýrt. Síðan tóku við tölvupóstar,
Skype-samtöl og að síðustu sam-
töl í mynd með FaceTime. Með
tækninni fengum við þann lúxus
að geta talað saman á hverjum
degi. Þannig gátum við enn betur
tekið þátt í lífi hvor annarrar. Það
besta var auðvitað að þá var svo
auðvelt að taka þátt í lífi barna-
barnanna.
Hvað get ég sagt um mömmu.
Hún var hlý, mátti ekkert illt sjá
og var alltaf tilbúin að hjálpa.
Enda átti hún stóran hóp vina og
fjölskyldu sem stóðu þétt með
henni í gegnum veikindin. Hún
var ein óeigingjarnasta mann-
eskja sem ég þekki. Alltaf gengu
fjölskylda og vinir fyrir hennar
þörfum. Í veikindunum kvartaði
hún aldrei. Ég get ekki ímyndað
mér hversu erfitt það var fyrir
hana að missa málið og hreyfiget-
una smám saman. Hún tók öllu
með æðruleysi sem ég hef aldrei
áður séð.
Missirinn er ekki bara minn.
Raggi eiginmaður minn missir
tengdamóður sem tók honum
strax sem hluta af fjölskyldunni.
Hún tók honum sem eigin syni.
Börnin okkar missa ömmu sem
alltaf var til staðar og hafði ein-
lægan áhuga á lífi þeirra. Yngsta
dóttir okkar lýsir sínum missi svo
vel: mér finnst ósanngjarnt að ég
fékk bara að Mekka ömmu í níu
ár.
Síðasta samtal okkar mömmu,
nokkrum dögum fyrir andlátið,
lýsir henni líka vel. Ég var að
kveðja hana eftir heimsókn á
Droplaugarstaði. Eftir kossa og
knús sagði ég við hana að ég kæmi
fljótlega aftur í heimsókn. Hún
svaraði: Það er eins gott. Já, húm-
orinn fylgdi henni fram á síðasta
dag. Það var svo gott að hlæja
með henni.
Fyrir nokkrum mánuðum
rakst ég á texta Ómars Ragnars-
sonar við lag Billy Joel, Íslenska
konan. Mér finnst hann lýsa svo
vel ást móður minnar á börnum
sínum.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
þér helgar sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma, hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að
þakka vor þjóð.
(Ómar Ragnarsson)
Hvíl í friði, elsku mamma. Við
söknum þín en við vitum að það
verður vel tekið á móti þér hinum
megin. Amma Didda og afi Óli
hugsa vel um þig þegar þið hittist
á ný.
Við munum ávallt elska þig.
Ásdís, Ragnar, Hrafnhildur,
Halldór og Guðrún.
Elsku amma okkar.
Það var alltaf fjör í kringum
ömmu Orlando. Hún var ung í
anda og hún gat verið með okkur
barnabörnunum tímunum saman
þar sem hún skemmti sér sem
allra best. Nei var ekki til í hennar
orðaforða og maður gat platað
hana í hvað sem er, hvenær sem
er.
Fermingarferðin sem við
frænkurnar fórum í til ömmu í Or-
lando er ógleymanleg og er alltaf
ofarlega í huga okkar. Amma Or-
lando fór með okkur stelpurnar í
Universal Studios þar sem hún
amma dró okkur með sér í alla
rússíbanana og virtist hún
skemmta sér betur en við. Mikið
var hlegið og haft gaman þessa
ferðina og það kom ekki einn dag-
ur þar sem amma gat slappað af.
Amma Orlando var mikil
skvísa, hún var alltaf í litríkum
kjólum og geislaði af henni hvar
sem hún var.
Hún eignaðist marga góða vini
í gegnum ævina sem henni þótti
afar vænt um. Það var sjaldan ró-
legt heima hjá ömmu í Glaumbæ.
Gestagangurinn var mjög mikill
og mættu bæði boðnir sem og
óboðnir gestir í veislu til þeirra
sem höfðu getið sér gott orð með-
al almennings og tók hún öllum
opnum örmum, sem lýsir henni
svo vel.
Amma Orlando kenndi okkur
margt um lífið, meðal annars að
trúa og treysta á okkur sjálf og
sjá það góða í öðrum.
Elsku amma Orlando, nú hefur
þú fært veisluna úr Glaumbæ upp
í Skýjabæ.
Elsku amma Orlando, við mun-
um ávallt minnast þín og þú verð-
ur ávallt í hjarta okkar.
Þér kæra sendi kveðju með
kvöldstjörnunni blá,
það hjarta sem þú átt, en sem er svo
langt þér frá,
þar mætast okkar augu þó ei oftar
sjáumst hér,
ó, guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi
aldrei þér,
ó, guð minn ávallt gæti þín ég gleymi
aldrei þér.
(Bjarni Þorsteinsson)
Þín barnabörn,
Guðný, Arndís og Helga Dís.
Það er með mikilli sorg í hjarta
sem við setjumst niður og minn-
umst yndislegrar systur og mág-
konu. Strax á æskuárum mynd-
uðust sterk tengsl milli okkar
systkinanna sem héldust alla tíð.
Við studdum hvort annað gegnum
æskuárin og ekki síður eftir að við
eignuðumst bæði fjölskyldur.
Margs er að minnast. Sveitardvöl
Guðrúnar í Klauf í V-Landeyjum
og bróðirinn í sveit í A-Landeyj-
um, sveitaböll og íþrótta- og
hestamannamót. Aðeins 19 ára
gömul stofnaði Guðrún heimili og
fjölskyldan stækkaði hratt.
Vinna, barnauppeldi og síðan
sjúkraliðanám og þá hjúkrunar-
nám. Það var ekki slegið slöku við
hjá ungri konu. Mikið var ég stolt-
ur af systur minni og auðvitað var
reynt að hlaupa undir bagga eins
og hægt var. Ævistarfið var við
umönnun og hjúkrun og var hún
afskaplega vel liðin af skjólstæð-
ingum og ekki síður vinnufélögum
enda nærgætin og samviskusöm
svo af bar. Í þeim eignaðist hún
marga góða vini. Guðrún var
yndisleg frænka barnanna okkar.
Alltaf spennandi að fá gjafir frá
Gunnu frænku, ekki síst eftir að
hún flutti erlendis. Það voru ófáar
heimsóknir til hennar til USA og
naut fjölskylda okkar ríkulegrar
gestrisni hennar og Kristjáns.
Þegar Guðrún kom til Íslands
dvaldi hún oft hjá okkur enda eitt
herbergið nefnt Gunnuherbergi.
Eftir annasaman tíma fyrri part
ævi sinnar naut hún þess svo
sannarlega að ferðast vítt og
breytt um heiminn með Kristjáni.
Það átti hún svo sannarlega skilið.
Fyrir rúmum tveimur árum
dundi áfallið yfir. Guðrún greind-
ist með mein sem ekki varð við
ráðið. Enn kom í ljós æðruleysi
hennar og innri styrkur. Aldrei
kvartað, ávallt þakklát öllum sem
hana önnuðust og reyndi að hug-
hreysta aðra sjúklinga. Guðrún
naut góðrar aðstoðar heima-
hlynningar en síðustu vikur
dvaldi hún á Landspítalanum og
Droplaugarstöðum. Rétt er að
þakka öllu því góða fólki sem ann-
aðist hana í erfiðum veikindum.
Ómetanlegt var að sjá hvað henn-
ar góði vinahópur reyndist henni
einstaklega vel á erfiðum tímum.
Elsku Guðrún, við þökkum ein-
staka samfylgd í gegnum lífið.
Hittumst í blómabrekkunni.
Við vottum Kristjáni, Óla,
Matta, Ásdísi og fjölskyldum
dýpstu samúð.
Einar og Inga.
Það er sárt að sitja hér nú og
skrifa minningargrein um góða
vinkonu okkar, Guðrúnu Ólafs-
dóttir, sem í marga mánuði er bú-
in að berjast hetjulegri baráttu
fyrir lífi sínu en dugði ekki til.
Þetta er búinn að vera langur
og erfiður tími fyrir alla að sjá
hana svona veika en hún átti góða
að og Kristján og fjölskylda hafa
hjálpast að við að létta vinkonu
okkar lífið sem mest og best þau
gátu.
Það er fátt betra en að eiga
góða vinkonu og Guðrún var okk-
ur það alla tíð frá fyrstu kynnum.
Guðrún og Kristján voru ein-
staklega samhent hjón og getur
verið erfitt að fjalla um Guðrúnu
hér án þess að Kristján komi þar
víð sögu líka, þannig voru þau
bara.
Hún var gestrisin og tók öllum
fagnandi inn á heimili þeirra í
Flórída og með árunum varð það
svo að þau Guðrún og Kristján
voru hjónin sem allir þekktu og
Íslendingar á ferðalagi gátu leitað
til þegar þeir komu til Ventura,
það var alltaf pláss fyrir extra
disk eða dýnu og engum var út-
hýst, vinátta og hjartahlýja fylgdi
líka með.
Þessi ljúfmennska við alla var
henni eðlileg og fengu allir hennar
notið.
Það var alltaf glatt í kringum
hana og heimili þeirra opið fyrir
Íslendinga sem vildu koma til að
spjalla og hitta mann og annan
eða fá aðstoð við eitthvað. Oftar
en ekki var komið hlaðborð af mat
sem hún töfraði fram á sinn ein-
staka hátt og þá setið fram eftir
kvöldi með góðum gestum.
Ár eftir ár taldi Guðrún ekki
eftir sér að að halda íslendingum á
Ventura-svæðinu stórveislu,
hvort sem var hrekkjavaka,
Thanksgiving eða þorrinn eða
bara eitthvað annað tilefni eða
ekkert tilefni, þannig voru þau
bara. Tók Kristján þá gjarnan gít-
arinn og spilaði lög sem allir
kunnu og tóku hressilega undir,
þetta voru yndislegar stundir
saman og ógleymanlegar.
Fyrir þetta og svo ótal margt
annað sem hún og þau hjónin
saman lögðu að mörkum til hins
góða samfélagi Íslendinga í Vent-
ura í Flórída viljum við þakka
þeim fyrir.
Nú kveðjum við góða vinkonu
en fallegar minningar um allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman munu lifa með okkur ætíð.
Gull og perlur að safna sér
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vinátta er
verðmætust allra steina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Elsku Kristján og fjölskylda,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Ragnhildur (Ransý)
og Guðmundur.
Í októbermánuði 2002 vorum
við í fríi í Orlando í Flórída með
Erni syni okkar og fjölskyldu
hans. Við fjölskyldan höfðum þá
eignast athvarf á Ventura-svæð-
inu og vorum að njóta orlofsdval-
ar þar í fyrsta sinn.
Við vissum að nokkuð væri um
Íslendinga á svæðinu en þekktum
fáa. Atvikin höguðu því þannig að
fyrir utan húsið á móti okkur
heyrðum við talaða íslensku og
röltum við yfir götuna til að heilsa
nágrönnunum. Var okkur afar vel
fagnað og við drifin inn. Húsráð-
endur voru hjónin dr. Kristján
Ingvarsson og Guðrún Ólafsdóttir
og í heimsókn hjá þeim voru Ein-
ar bróðir Guðrúnar og Inga kona
hans með börn sín.
Barnabörn okkar og börn Ingu
og Einars fundu strax taktinn og
sama gilti um okkur eldri kyn-
slóðir. Þetta var upphafið að inni-
legri og náinni vináttu. Guðrún og
Einar bróðir hennar eru úr Hafn-
arfirði og var ekki lengi verið að
tengja saman, fara í ættfræðina
og segja frá atburðum í hafnfirska
mannlifinu.
Foreldrar Kristjáns, Ingvar
Emilsson og Ása Guðmundsdótt-
ir, höfðu líka verið syni okkar
Steinari innan handar þegar hann
var skiptinemi í Mexíkó 1993-94.
Þannig voru tengingarnar strax
sterkar.
Guðrún og Kristján voru ein-
staklega gestrisin og meira en
það. Þau voru ávallt til staðar til
að liðsinna löndum sínum sem
dvöldu á Ventura-svæðinu sem og
öðrum sem til þeirra leituðu. Þau
voru okkur miklar hjálparhellur,
m.a. þar sem þau voru fastbúandi
í Orlando og öllum hnútum kunn-
ug þar. Kristján hefur rekið fyrir-
tæki sitt Ocala Instruments Inc.
um áratuga skeið á Flórída.
Það var alltaf fyrsta verk okkar
við komu til Orlando að heilsa upp
á þau heiðurshjón og oftar en ekki
sótti Guðrún okkur á flugvöllinn
og var búin að kaupa inn matar-
forða fyrir okkur til næsta dags.
En við vorum ekki ein um að
njóta þessarar miklu greiðasemi
og væntumþykju. Guðrún og
Kristján voru alltaf tilbúin að lið-
sinna og veita Íslendingum sem til
þeirra leituðu upplýsingar og
nauðsynlega aðstoð enda fór svo
að Kristján var gerður að kjör-
ræðismanni Íslands í Orlando.
Guðrún stóð þétt við bakið á hon-
um í því starfi eins og öðru
Það var mikið högg þegar Guð-
rún greindist með illvígan sjúk-
dóm fyrir um tveimur og hálfu ári.
Fór svo að þau hjónin fluttu til Ís-
lands til meðferðar við sjúkdómi
Guðrúnar og var Kristján ein-
staklega natinn við að hugsa um
hana heima eins lengi og mögu-
legt var.
Við söknum Guðrúnar sárt en
minningin um ljúfan og traustan
vin lifir með okkur. Við þökkum
henni samfylgdina og vottum
Kristjáni og börnum Guðrúnar og
fjölskyldum þeirra innilega
samúð.
Anna Björk
og Almar Grímsson.
Góð vinkona er fallin frá eftir
baráttu við illvígan sjúkdóm sem
hafði betur að lokum. Óneitanlega
er margs að minnast við þessi
tímamót og minningar hrannast
upp. Kynni okkar Guðrúnar hóf-
ust í Flensborg árið 1966 þegar
við urðum bekkjarsystur. Bekk-
urinn samanstóð af 18 hressum
stelpum og fimm strákum, sem
áttu áreiðanlega ekki sjö dagana
sæla með þessum fyrirferðar-
miklu stelpum. Guðrún var ein-
staklega vel gerð, hvers manns
hugljúfi, hjálpsöm, klár og
skemmtileg. Fljótlega eftir skóla-
árin í Flensborg kynntist hún
fyrri eiginmanni sínum, Kristjáni,
og eignaðist sitt fyrsta barn. Tæp-
lega 22ja ára gömul var hún orðin
þriggja barna móðir, í vinnu og að
koma þaki yfir höfuðið. Þarna
komu hæfileikar Guðrúnar vel í
ljós, þar sem hún leysti öll þessi
verkefni af stakri snilld. Í ofaná-
lag byrjaði hún nokkrum árum
seinna að mennta sig umfram
gagnfræðaprófið. Meðan börnin
voru enn ung fór hún í sjúkralið-
anám og í kjölfarið dreif hún sig í
hjúkrunarfræði og útskrifaðist
sem hjúkrunarfræðingur árið
1986. Þessi ár og mörg fleiri starf-
aði Guðrún á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Hún var sannarlega
á heimavelli í hjúkruninni, vel
metin og þótti einstaklega natin
og fær hjúkrunarfræðingur. Guð-
rún starfaði á fleiri stöðum við
hjúkrun og síðustu starfsárin
vann hún á Slysavarðstofunni.
Ég minnist Guðrúnar þegar við
vorum ungar skólasystur í Flens-
borg, báðar lífsglaðar, feimnar og
biðum spenntar eftir framtíðinni
sem beið okkar. Eftir Flensborg-
arárin stofnaði stór hluti skóla-
systranna saumaklúbb. Við vor-
um óþreytandi að hittast á
veturna í saumaklúbbum og partí-
um og yfir sumartímann í sum-
arbústað með eiginmenn og börn
þar sem farið var í endalausa leiki
og mikið fjör með barnaskarann.
Eftir skilnað Guðrúnar og
Kristjáns kynntist hún öðrum
Kristjáni, núna Ingvarssyni, og
flutti með honum til Orlando. Hún
starfaði ekki utan heimilis í Or-
lando en það var í nógu að snúast
hjá henni því það var mikill gesta-
gangur á heimilinu og einnig mik-
ið leitað til hennar með alls kyns
heilsufarsvandamál Íslendinga
sem dvöldu í Ventura þar sem þau
bjuggu.
Alltaf var gott að leita til henn-
ar og af sömu alúð og fyrr leysti
hún úr hvers manns vanda. Og
ekki má gleyma endalausu stór-
veislunum sem þau hjónin héldu í
húsi sínu, sem þau reyndar
nefndu Glaumbæ.
Ég naut gestrisni þeirra mörg-
um sinnum í Orlando og tóku þau
ávallt vel á móti mér, voru iðulega
búin að plana eitthvert skemmti-
legt ferðalag, veislur og síðast en
ekki síst búðarferðir okkar Guð-
rúnar.
Fyrir tveimur og hálfu ári
greindist Guðrún með krabba-
meinsæxli í höfði. Það var mikið
áfall fyrir hana, Kristján og börn-
in hennar. Mjög fljótlega hafði
æxlið þau áhrif að hún átti erfitt
með tal og síðan í kjölfarið hreyfi-
getu.
Það var aðdáunarvert að verða
vitni að því af hve miklu æðruleysi
hún tókst á við sjúkdóminn og
fylgikvillana sem honum fylgdu.
Ég vil votta Kristjáni, Óla,
Matta, Ásdísi og fjölskyldum mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur um
leið og ég kveð Guðrúnu með virð-
ingu og þakklæti fyrir allar yndis-
legu samverustundirnar.
Bryndís Eysteinsdóttir.
Sól og ylur hafa einkennt þetta
sumar. Þannig mun ég ávallt
minnast vinkonu minnar Guðrún-
ar Ólafsdóttur, sem konu með sól í
sinni og konu sem ávallt fylgdi yl-
ur og hlýja hvar sem hún fór. Það
gerist ekki oft á lífsleiðinni að ég
verði svo dolfallin yfir fólki að það
sé ekkert brýnna en að gera við-
komandi að vini sínum. Þannig
var mér farið þegar ég hitti Guð-
rúnu fyrst. Sem betur fer gekk
ósk mín eftir og við urðum vinkon-
ur fyrir lífstíð. Í tæp fimmtíu ár
hefur ekki fallið skuggi á vináttu
okkar. Við áttum samleið sem
ungar mæður með lítil börn. Það
var margt brallað þá og svo
seinna þegar krakkarnir voru
komnir af höndum. Það hafði ver-
ið draumur Guðrúnar að verða
hjúkka, eftir langa dvöl á Vífils-
stöðum sem lítil telpa. Hún bretti
upp ermar og skellti sér í sjúkra-
liðanám, vann næturvaktir, pass-
aði börn og bú á daginn, skólinn á
kvöldin! Svo bætti hún í og lauk
hjúkrunarfræðinámi. Á þeim
vettvangi nutu hennar góðu hæfi-
leikar sín vel. Nærgætin, hjálp-
söm og alúðleg. Rúmlega fertug
eltir Guðrún ástina sína til Am-
eríku. Kristján Ingvarsson og
Guðrún urðu kunn fyrir gestrisni
og hjálpsemi. Húsið þeirra í Vent-
ura stóð ávallt opið og þar nutu
margir samvista við þau. Ekki að
ástæðulausu að húsið fékk nafnið
Glaumbær. Þau hjón ferðuðust
um allan heim og upplifðu ólíkar
heimsálfur. Vágesturinn sem
seinna rændi Guðrúnu orku og
máli bankaði uppá fyrir tveim og
hálfu ári. Kristján annaðist Guð-
rúnu af mikilli natni þann tíma
sem hún var veik og þá sáum við
hversu sterkt og innilegt sam-
band þeirra var. Núna er komið
að leiðarlokum og ég get ekki ann-
að en verið þakklát fyrir vináttu
þína og allar góðu stundirnar okk-
ar saman. Við sem söknum, tök-
um fram minningarnar og yljum
okkur við þær svo margar og svo
góðar.
Ása Björk.
Nú hafa leiðir okkar Guðrúnar,
elskulegrar frænku og vinkonu,
skilið um tíma. Það má segja að
okkar nána samband hafi byrjað
þegar systkinin Guðrún og Einar
komu á kvöldin á Austurgötuna til
að horfa á Kanasjónvarpið. Þá var
ekkert mál að ganga á milli
hverfa. Ávallt fylgdum við hvor
annarri að læknum, hvort sem við
komum frá Austurgötu eða Sel-
vogsgötu. Mikill samgangur og
vinátta var á milli okkar systkina
og frændsystkinanna á þessum
tveimur heimilum. Á unglingsár-
unum gengum við í Flensborgar-
skólann og á sumrin lá leið Guð-
rúnar að Klauf í V-Landeyjum og
ég var á sama tíma í Sigluvík í
sömu sveit. Þar var skottast á
milli bæja, hoppað yfir skurði og
hlaupið yfir þúfur. Þetta var
skemmtilegur tími. Vorið 1970
fórum við í Hjúkrunarskóla Ís-
lands til að hitta skólastjórann
með meðmæli frá systrunum á St.
Jósefsspítala þar sem við höfðum
báðar unnið. Ætlunin var að byrja
í hjúkrun um haustið. Guðrún
frestaði náminu og eignaðist sín
yndislegu börn, Ólaf, Matthías og
Ásdísi, sem nú sakna móður sinn-
ar. Guðrún hélt samt sínu striki,
lærði fyrst til sjúkraliða og lauk
síðan námi frá Hjúkrunarskóla
Íslands 1986. Eftir útskrift hóf
Guðrún störf á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði, þar sem hún hafði áð-
ur unnið sem starfsstúlka og
sjúkraliði. Þar vann hún síðan í 10
ár sem hjúkrunarfræðingur. Hún
sinnti sjúklingum sínum af alúð
og var markviss í vinnubrögðum.
Árið 1996 hóf hún störf á slysa-
deild LSH og starfaði þar þangað
til hún og Kristján Ingvarsson
hófu sambúð. Árið 2000 giftu þau
sig, voru þá búin að koma upp fal-
legu heimili í Orlando þar sem
gleði, hlýja og gestrisni var í fyr-
irrúmi. Það var yndislegt að
sækja þau hjón heim. Ógleyman-
leg er heimsóknin til þeirra á
fimmtugsafmæli Hilmars. Í tví-
Guðrún Ólafsdóttir