Morgunblaðið - 03.09.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.09.2019, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 ✝ Lilja Guð-mundsdóttir fæddist á Selfossi 8. desember 1961. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands 23. ágúst 2019. Lilja var dóttir Þuríðar Guðmundu Magnúsdóttur, f. 8.4.1936, d. 9.11. 2015, og Guð- mundar Gottskálkssonar, f. 16.4.1931, d. 23.2.2011. Lilja var önnur í röð fimm systkina. Elstur er Magnús, f. 20.9. 1959, þriðja er Gróa, f. 1.8. 1963, fjórði er Gottskálk, f. 3.12. 1965, og yngst er Jóna Guð- björg, f. 22.4. 1969. tvö börn, Lilju, f. 12.2. 2016, og Sögu, f. 12.2. 2016; Guðmund, f. 23.6. 1984, giftan Elínu Mjöll Lárusdóttur, f. 16.12. 1984, og eiga þau þrjú börn, Gabríel, f. 3.12. 2009, Mána, f. 10.1. 2016, og Birtu, f. 3.8. 2018; og Þuríði Elvu, f. 1.7. 1994, maki Michael Popovic, f. 6.10. 1990, og eiga þau eitt barn, Adrian Noel, f. 1.12. 2017, og eiga von á öðru í nóvember. Lilja ólst upp á Kvíarhóli í Ölfusi en fluttist síðar á Selfoss, þar sem hún og Eggert stofnuðu heimili árið 1980. Lilja útskrif- aðist frá Fjölbrautaskóla Suður- lands árið 1990 og stofnaði síðar og rak verslanirnar Í tilefni dagsins og DoReMí á Selfossi. Árið 2010 byrjaði Lilja í djákn- anámi við Háskóla Íslands og til- einkaði mikið af tíma sínum því að hjálpa öðrum, m.a. gegnum líknar- og vinafélagið Bergmál. Útförin fer fram frá Selfoss- kirkju í dag, 3. september 2019, klukkan 14. Þann 30.1. 1983 giftist Lilja Eggerti Guðmundssyni, f. 2.4. 1959. Eggert er annað barn hjón- anna Guðmundar Eggertssonar, f. 29.1. 1929, d. 16.10. 2017, og Ídu Elvíru Óskarsdóttur, f. f. 4.7.1932, d. 26.4. 2001. Lilja og Eggert eignuðust fjögur börn, þau Kol- brúnu Dögg, f. 5.10. 1980, gift Carmine Impagliazzo, f. 6.10. 1979 og eiga þau tvö börn, Katiu Líf, f. 2.5. 2010 og Antonio, f. 23.4. 2014; Sólrúnu Tinnu, f. 20.11. 1982, maki Mathias War- necke, f. 3.5. 1979, og eiga þau Þá kom að kveðjustundinni, ástin mín, sem hafði vofað yfir frá því þú greindist með sjúkdóminn fyrir 17 árum síðan. Takk fyrir ár- in og baráttuna. Hetjan mín og fyrirmynd, stoð og stólpi. Núna þegar ég kveð þig á ég endalaust góðar minningar sem ég ber í brjósti mínu það sem eftir er. Líf okkar var ekki alltaf dans á rósum, Lilja mín, en allur mótbyr styrkti okkur. Við fengum ekki allan þann tíma sem við vildum, en þann tíma sem við fengum nýttum við vel. Fjögur yndisleg börn, átta barnabörn og eitt á leiðinni. Allt sólargeislar í lífi okkar hvert með sinn persónuleika. Öll á góðum stað í lífinu og öllum líður vel. Við unnum hörðum höndum að því að koma okkur á góðan stað í lífinu, og loks þegar þú áttir að njóta ávaxtanna með mér, varstu tekin frá mér. Alltaf hafðirðu gaman af því að ferðast með mér, frá því að við byrjuðum með börnin í botn- lausa tjaldinu okkar og ferðuð- umst landið þvert og endilangt, sofið úti í guðsgrænni náttúrunni með allt það sem fylgdi stórum barnahóp. Alla tíð og fram á síð- asta dag ferðuðumst við mikið og síðasta ferðin þín sem þú þráðir heitast að komast í, á þann stað sem okkur þótti vænst um, Sæból í Haukadalnum okkar í Dýrafirði, var farin í júlí. Eftir að hafa und- irbúið fyrir ferðina var fyrsta stopp tekið fyrir utan á, á verk- stæðinu í Hellismýri í hálftíma lúr að safna orku. Smá kaffisopi, lagt af stað og komumst við að Hval- fjarðargöngum áður en næsti lúr var tekinn til að safna orku. Svo var það Borgarnes í næsta stopp. Ferðin tók tvo sólarhringa en áfangastað var náð. Þetta var hún Lilja mín. Aldrei nein uppgjöf. Eins og hún sagði oft: „Ég get ekki kvartað, það er einhver sem hefur það verra en ég“. Sorgin er gjald kærleikans, og því er svo mjög sárt að kveðja þig. Við Lilja bjuggum við mikil for- réttindi að búa í þessu samfélagi hér á Selfossi með öllu því góða fólki sem hefur stutt okkur í veik- indum hennar. Vil ég þá sérstak- lega þakka okkar góðu vinum ásamt starfsfólki Sjúkrahúss Suð- urlands sem gerir þá stofnun ein- staka. Takk, Lilja mín, fyrir allt og allt. Eggert Guðmundsson. Erla, góða Erla, ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð. Æskan geymir elda og ævintýraþrótt. Tekur mig með töfrum hin tunglskinsbjarta nótt. Ertu sofnuð, Erla? Þú andar létt og rótt. Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig. Kvöldið er svo koldimmt ég kenni’ í brjósti’ um mig. Dýrlega þig dreymi og Drottinn blessi þig. (Stefán frá Hvítadal) Sofðu rótt, elsku mamma. Sakna þín svo sárt. Þín, Sólrún Tinna Eggertsdóttir. Elsku mamma. Manstu þegar að við vorum í Portúgal og ég hafði orð á því að ég gæti hugsað mér að búa á sól- ríkum stað með líflegri menningu í framtíðinni? Þá horfðir þú bros- andi til mín og sagðir: „Já, ég sé þig einmitt búa á svona stað í framtíðinni, ert svo mikið þú.“ Og þú hafðir rétt fyrir sér eins og svo oft áður af því að þú þekktir mig svo vel, enda varstu mjög ung þegar þú eignaðist mig. Samband okkar einkenndist oft meira af vináttu en mæðrasambandi enda vorum við oft spurðar að því hvort við værum systur. Þú lagðir mikla áherslu á að við öll systkinin menntuðum okkur, ferðuðumst um heiminn og fynd- um það sem við hefðum ástríðu fyrir í lífinu. Þegar ég ákvað að flytja út til Ítalíu hafði ég smá áhyggjur af því hvernig þú tækir því að ég færi svona langt í burtu frá þér. En þú varst svo ánægð og spennt fyrir mína hönd og lofaðir að koma oft að heimsækja mig. Sem þú svo sannarlega gerðir og naust þín til fullnustu á fallegu eyjunni minni. Þó að við værum hvor í sínu landinu og langt ferða- lag aðskildi okkur léstu þig aldrei vanta á mikilvægum stundum eins og þegar við giftum okkur, þegar barnabörnin þín tvö fæddust eða okkur vantaði aðstoð við að flytja inn í nýja húsið okkar. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig í einu og öllu. Þú talaðir oft um það hvað þú hlakkaðir til í ellinni að kaupa þér lítið hús úti hjá mér og eyða stórum hluta ársins að njóta í hit- anum með pabba. Því miður, mamma, á sá draumur ekki eftir að rætast að hafa þig nær mér en ég veit að þú verður með mér í anda í öllu því sem ég tek mér fyr- ir hendur og vakir yfir barnabörn- unum þínum. Elsku mamma, þú ert fyrir- myndin mín og kenndir mér að taka Pollýönnuhugsunarháttinn á lífið; vera alltaf jákvæð og þakklát fyrir lífið og lifa einn dag í einu. Á síðustu árum veikinda þinna flaug hugur þinn alltaf hærra en líkami þinn leyfði og viljinn fyrir að lifa og njóta barnabarnanna var sterkari en allt. Ég er og verð ávallt stolt að því vera dóttir þín. Hugurinn fer hærra, höndin er styrk sem stjórnar mér, Um himingeiminn heim með þér. Hugurinn fer með þér, er lífið eins og leikur. Það líf sem vekur hjá mér þrá. Og þú, ert það sem ég vil. Og þú, átt birtu og yl. Meðan myrkrið er kalt, mun ég gefa þér allt sem ég á. Þín Kolbrún. Elsku mamma, Nú ertu frjáls frá veikindunum, frjáls frá öllum sársauka og komin á betri stað. Þú barðist meir og lengur en nokkurn grunaði, barð- ist með jákvæðni og bjartsýni að vopni – allt fyrir fólkið þitt. Þú tókst þínum veikindum af æðru- leysi og hafðir alltaf tíma til að hjálpa öðrum. Ég mun minnast þín fyrir alla ástina sem þú gafst okkur. Ég mun minnast þín fyrir skilyrðislausu ástina milli þín og pabba. Ég mun minnast þín og hvað þú ert falleg. Ég elska þig. Guðmundur Eggertsson. Elsku yndislega Lilja mín. Það er erfitt að kveðja þá sem maður elskar. Þú ert mér svo mikilvæg, mamma eiginmannsins míns, amma barnanna minna og góð vinkona. Ég er þér svo þakklát fyrir það að frá fyrsta degi hafið þið Eggert tekið mér opnum örm- um og komið fram við mig eins og ykkar eigin dóttur. Þótt þú sért farin frá okkur þá mun minning þín lifa með okkur. Í hvert sinn sem að við kaupum blóm, bökum vöfflur eða málum mynd með bláum lit þá munum við minnast þín með bros á vör. Þú verður alltaf hjá okkur. Jákvæðni þína, góðmennsku og bjartsýni ætti hver maður að taka sér til fyrirmyndar og við Gabríel erum sammála um að þú ert al- gjör ofuramma. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Elska þig. Elín Mjöll Lárusdóttir Elsku besta systir mín. Með sorg í hjarta og með mikl- um söknuði skrifa ég þér nokkur orð. Þú verður alltaf hetjan mín og fyrirmynd. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og betri systur hefði ég ekki getað óskað mér. Þú kenndir mér svo ótal margt með hugarfari þínu, sama hvað bjátaði á. Svo jákvæð, kvartaðir aldrei og talaðir aldrei illa um einn né neinn. Margs er að minnast og dýr- mætu minningarnar varðveiti ég í hjarta mér. Þú ert og verður alltaf hjá mér og ég veit að mamma tekur vel á móti þér. Hvíldu í friði, elsku systir, þangað til að við hittumst á ný. Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! (Þorsteinn Gíslason) Þín systir Gróa. Það er svo stutt síðan við sát- um, nokkur saman, og vorum að ræða húsnæðisvanda Bergmáls. Það var orlofsvika og við vorum í borðstofu Brekkukots á Sólheim- um. Sigurður Bragason hafði sungið fyrir okkur á kvöldvöku, og eftir kvöldkaffið varpaði hann fram þessari spurningu „af hverju byggið þið ekki hús fyrir starf- semi ykkar?“ Það var fátt um svör enda kosta hús engar smáupp- hæðir. Lilja mín sat á móti mér. Hún brosi sínu fallega brosi og svaraði „ég á smið sem ég skal lána þér Kolla mín, ég veit að hann myndi vilja hjálpa“. Sá veld- ur miklu sem upphafinu veldur og þarna fæddist hugmyndin að húsi, orlofsdvalarstað fyrir langveika, sem reis eftir tveggja ára vinnu og sem Bergmál átti skuldlaust fyrir kraftaverk og kærleiksverk fjölda fólks. Þar var Eggert eiginmaður Lilju, yfirsmiður og ófáar stund- irnar vann hann við Bergheima- húsið launalaust, ásamt öðrum einstökum sjálfboðaliðum, sem með dugnaði og ósérhlífni gerði drauminn um Bergmálshús að veruleika. Elsku Lilja bar Bergmál ætíð fyrir brjósti og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hlúa að starfi okkar. Hún var einstök vin- kona, gleðigjafi, traust og ótrú- lega dugleg. Hún þekkti ekki hug- takið að gefast upp. Í átján ár barðist hún við krabbamein, aldr- ei kvartaði hún. Hún hafði alltaf eitthvað gott og jákvætt til málana að leggja. Hún sagðist líka vera heppnasta kona í heimi. Hún ætti einstakan mann, dásamleg börn og hreint ótrúlega einstök barnabörn. Auk þess tengdabörn og vinahóp sem hún gæti ekki óskað sér betri. Við sem hún tengdist vinaböndum getum líka sagt um hana. Hún var einstök, góð, falleg og kærleiksrík. Hún mun aldrei gleymast. Ég og Berg- málsfélagar þökkum henni margra ára samfylgd sem aldrei bara skugga á. Elsku Eggerti, börnunum þeirra og öllum ástvin- um sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Kolbrún Karlsdóttir. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk - en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason) Minning um yndislega vinkonu lifir í hugum okkar um ókomna tíð. Elsku Eggert og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur, Hulda, Ásdís, Erlín, Sigurlína og fjölskyldur. Elsku Lilja mín, eftir að þú hef- ur kvatt okkur er mjög erfitt að skrifa þessi minningarorð um þig. Þegar ég lít til baka á ég ekkert nema góðar minningar um sam- veru okkar í gegnum tíðina. Það er mér falleg minning þegar þið Eggert buðuð mér í sumarbústað- inn vestur í Haukadal þar sem Guðmundur Eggertsson, tengda- faðir þinn, fór á kostum í fróðleik þar sem við fórum um alla Vest- firði, Látrabjarg, Rauðasand og Patreksfjörð. Þá nefni ég brúð- kaup Kolbrúnar á Ítalíu sem þið buðuð mér í og 50 ára afmælum ykkar hjóna þar sem þið gerðuð svo flottar veislur. Hvað svo sem bjátaði á í veikindum þínum varst þú alltaf svo jákvæð og bjartsýn. Allt gekk svo vel og þú ætlaðir að komast í gegnum þetta. Þú varst algjör hetja og fyrir- mynd fyrir aðra, elsku Lilja mín. Þrátt fyrir ótal aðgerðir, lyfja- og geislameðferðir varst þú alltaf svo jákvæð og hress. Spurð um líðan þína svaraðir þú ætíð að allt væri fínt og allt gengi vel og þú værir skárri. Ég leit alltaf upp til þín og var svo stolt af þér. Þú, svo sann- arlega, skilur eftir stórt skarð í til- verunni og verður sárt saknað. Eggerti, börnum, tengdabörnum og barnabörnum færi ég og Þor- grímur Óli innilegar samúðar- kveðjur. Ég kveð þig með ljóði sem mér finnst eiga svo vel við þig. Hvíl í friði, elsku vinkona. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Marianne Ósk B. Nielsen. Lilja er dáin, sorgarfrétt fyrir okkur öll sem þekktum hana, hún var dásamleg manneskja í alla staði. Ég man glöggt eftir því þeg- ar ég sá Lilju fyrst. Það var í maí 1979 og lokaball Iðnskólans á Sel- fossi fram undan. Eggert bróðir hafði beðið mig um að aka sér og vini hans frá Stokkseyri á ballið og þar sem hann flaggaði Dodge Dart, átta strokka kagga, þá var erfitt að segja nei. Þegar á Selfoss var komið bað Eggert mig um að renna við á einum stað því hann þurfi að sækja einn farþega til við- bótar. Við renndum upp að húsinu og Eggert fór inn og kom út með geislandi fallega stúlku með sér, hana Lilju. Bros hennar og nær- vera fyllti ameríska kaggann strax af gleði og mátti skynja að þarna væri komin ung kona sem varið væri í, og ég hugsaði, Egg- ert seigur. Svo var farið á lokaballið, sem reyndist hið skemmtilegasta, ég náði að dansa töluvert við Lilju þetta kvöld og spjalla við hana á meðan Eggert var upptekinn að ræða við útskriftarfélaga um hvernig ætti að sigra heiminn. Eftir ballið vildi Eggert ekki skila Lilju heim strax heldur reyna að ganga betur í augu henn- ar með því að sýna henni kon- ungsríkið í sveitinni, Tungu. Því var ekið um sveitina eftir að hafa skilað vininum heim til Stokkseyr- ar og leit ég út eins og einkabíl- stjóri með farþegana aftur í. Ég man glöggt eftir hlátri, skríkjum, upphrópunum og samræðum frá aftursætinu þegar turtildúfurnar voru að ræða saman um lífið og til- veruna. Greinilegt var að mikil hrifning var í loftinu og reyndi ég að haga akstri mínum eins vel og hægt væri á holóttum veginum til að trufla ekki ástandið í aftursæt- inu. Sveitin leið hjá og bað Eggert mig um að stoppa við rófu- og gul- rótargarðana sem á þessum árum virtust risastórir. Lilja spurði með hrifningu: „Er allt þetta hjá ykkur?“ Leiðin lá svo aftur á Selfoss og Lilju var skilað heim, ennþá bros- andi og jafnvel örlítið meira geisl- andi en fyrir ballið. Áframhaldið vita allir, Eggert sleppti ekki taki sínu á Lilju né Lilja á honum og þau byggðu upp sitt bú og eignuðust stóra og sterka fjölskyldu. Stuttu seinna kynntist ég minni konu og saman höfum við bræð- urnir ferðast um lífið með okkar fjölskyldur, og hefur það ferðalag einkennst af nánd, góðum sam- skiptum, hjálpsemi og kærleik. Við Lísbet minnumst Lilju með ást og kærleik í huga. Við kveðj- um mikla baráttukonu með þakk- læti fyrir yndisleg kynni. Við sendum okkar innilegustu samúð- arkveðjur til Eggerts, Kolbrúnar Daggar, Sólrúnar Tinnu, Guð- mundar, Þuríðar Elvu og fjöl- skyldna þeirra, ásamt systkinum Lilju og fjölskyldum þeirra. Pétur og Elísabet (Lísbet). Lilja Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, en ekki í greinunum. Minningargreinar FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.