Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 30

Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 NÝTT! FERSKARA BROS MEÐ JORDAN Elskaðu tennurnar þínar Ferskleiki í allt að 12 tíma Kemur í veg fyrir andremmu Fer vel með glerunginn 40 ára Elísabet Þórðardóttir er Reyk- víkingur og er píanó- kennari við Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar og organisti Laugarnes- kirkju. Maki: Kári Allansson, f. 1982, laganemi og tónlistarmaður. Börn: Steinunn María Matthíasdóttir, f. 2010, og Allan Magnús Kárason, f. 2019. Börn Kára eru Emil Björn, f. 2009, og María Karítas, f. 2012. Foreldrar: Þórður Árnason, f. 1952, gítarleikari, kona hans er Vilborg Odds- dóttir, bús. í Reykjavík, og Steinunn Þor- valdsdóttir, f. 1953, vinnur við textagerð, þýðingu og ráðgjöf, maður hennar er Finnur Geirsson, bús. í Reykjavík. Elísabet Þórðardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er sjálfsagt að gleðjast yfir góðu verki og njóta ávaxta erfiðis síns. Gleymdu ekki að gefa þínum nánustu tíma og umhyggju. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki áhyggjur af framvindu mála á vinnustað sliga þig því þótt syrti í álinn birtir öll él um síðir. Láttu ekkert trufla áætlun þína. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þér sækist meginverkefni þitt seint skaltu hvergi láta deigan síga. Hlutirnir kunna oft að virðast flóknari en þeir eru. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eltu rómantíkina bara uppi ef þér finnst að það séu straumar milli þín og ótilgreindrar manneskju. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú kemur meiru í verk ef þeir sem eru í kringum þig hvetja þig áfram. Best væri ef þú gætir gefið þér klukkustund til að ná í skottið á sjálfri/sjálfum þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila svo réttu fram höndina. Taktu hlutunum bara með ró og láttu neikvæðn- ina ekki ná tökum á þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Deilur rísa um eignarrétt og þú verður að hafa þig allan við til þess að standa á rétti þínum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur úr mörgu að velja í viðskiptum og þarft að vera vel vakandi svo ekkert fari úrskeiðis. Leyfðu öðrum að njóta sannmælis. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Eitthvert verkefni veldur þér hugarangri en til þess er engin ástæða. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinur færir þér fréttir sem koma þér úr jafnvægi í dag. Mundu að við erum öll mannleg og reyndu að dæma ekki aðra harðar en þú dæmir sjálfan þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Horfstu í augu við staðreyndir og viðurkenndu mistök þín. Taktu það ekki nærri þér þótt einhverjir felli um þig þunga dóma. 19. feb. - 20. mars Fiskar Oft er það svo að lausn erfiðra mála er sáraeinföld og eftir á finnst manni hún liggja í augum uppi. ferðalög tengd henni eru stór hluti af samveru okkar eins og gefur að skilja, þar sem við erum bæði stjórn- endur Vinnslustöðvarinnar. Ég er dálítið að fikta við hestamennsku, en við eigum jörð á Suðurlandi með hestum sem ætlunin er að sinna vel í framtíðinni. Ég stunda einnig blak nýtekin við sem formaður sóknar- nefndar Landakirkju. Helsta áhugamál Andreu er sam- vera með fjölskyldunni og uppá- haldsfríin eru ferðalög um Ísland með fjölskyldunni. „Einnig er mjög vinsælt að heimsækja skiptinema- fjölskylduna í Kaliforníu. Vinna og A ndrea Elín Atladóttir er fædd 3. september 1969 á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum. „Ég ólst upp í Vestmannaeyjum fyrir utan stutt stopp í Reykjavík í gosinu 1973 og þrjú ár í Árbænum á meðan faðir minn var við nám í Há- skólanum.“ Andrea gekk í Árbæjarskóla 1976-1978 og svo í Barnaskóla Vest- mannaeyja. Hún varð stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum, hún var skiptinemi í Kali- forníu í tæpt ár 1986-1987 og bjó þar einnig í hálft ár í fæðingarorlofi með fjölskylduna á árinu 2006. Hún er viðskiptafræðingur (cand. oecono- mics) frá Háskóla Íslands 1997. Sem unglingur vann Andrea við fiskvinnslu og afgreiðslustörf. Hún var ráðin til útibús Íslandsbanka í Vestmannaeyjum meðan á háskóla- námi stóð og hóf þar störf strax eftir útskrift og vann þar til ársins 2001 þegar hún var ráðin fjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. „Það geng- ur vel hjá Vinnslustöðinni,“ segir Andrea aðspurð. „Við höfum verið í mikilli uppbyggingu á síðastliðnum árum, í skipum, húsnæði og tækjum og tólum, sem farin er að skila sér vel inn í reksturinn. Það er í miklu að snúast í sölustarfsemi félagsins, en Vinnslustöðin rekur fimm erlend sölufélög ásamt því að hafa nýverið fest kaup á saltfiskvinnslufyrirtæki í Portúgal og hlut í japönsku fram- leiðslufyrirtæki.“ Frá níu ára aldri til rúmlega þrí- tugs var lífið hjá Andreu helgað að mestu haldbolta, hún spilaði nær all- an ferilinn með ÍBV fyrir utan tvö ár með Víkingi og eitt með Haukum og varð hún Íslandsmeistari og bikar- meistari með öllum liðunum. Andrea spilaði með landsliðum Íslands í 10 ár, var valin Íþróttamaður Vest- mannaeyja 1994 og besti leikmaður Íslandsmótsins 1995 og nokkrum sinnum besti sóknarmaður eða markahæsti leikmaður. Andrea hefur tvisvar verið í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vest- mannaeyjum og komið að nefndar- störfum fyrir bæinn. Hún hefur verið stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Vestmannaeyja síðan árið 2009 og er og keppi í því með skemmtilegum konum ásamt því að vera í sauma- klúbbi sem saumar ekki, en í bóka- klúbbi sem les hins vegar samvisku- samlega.“ Fjölskylda Maki Andreu er Sigurgeir Brynj- ar Kristgeirsson, f. 3.12. 1960, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Foreldrar hans voru hjónin Kristgeir Kristinsson, f. 4.7. 1926, d. 5.11. 2013, sjómaður og bóndi að Felli á Arnarstapa og síðar sjómað- ur á Akranesi, og Björg Jónsdóttir, f. 23.9. 1928, d. 27.3. 2019, húsfreyja og verkakona að Felli á Arnarstapa og síðar á Akranesi. Fyrri maki Andreu er Stefán Þór Lúðvíksson, f. 26.1. 1968, blikksmiður og eigandi Eyjablikks. Börn Andreu og Stefáns eru 1) Agnes Stefánsdóttir, f. 17.4. 1999, nemi, bús. í Kópavogi; 2) Bríet Stef- ánsdóttir, f. 17.4. 1999, nemi, bús. í Reykjavík. Í sambúð með Brynjari Inga Óðinssyni nema; 3) Jason Stefánsson, f. 23.1. 2006, nemi í Andrea Elín Atladóttir, fjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. – 50 ára Fjölskyldan Brynjar, Andrea og börn stödd um borð í nýju skipi Vinnslustöðvarinnar í fyrra, Breka VE. Vestmannaeyingur í húð og hár Meistarar Fyrsti Íslandsmeistaratitill ÍBV í handbolta í höfn, árið 2000. 30 ára Kirill fæddist í Krasnodar við Svarta- hafið í Rússlandi en kom til Íslands með foreldrum sínum þegar hann var 12 ára og hefur alltaf búið í Kópavogi. Kirill út- skrifaðist frá Varmárskóla í Mosfellsbæ og síðan frá Menntaskólanum í Kópa- vogi. Nú vinnur Kirill sem yfirmat- reiðslumaður á Fiskmarkaðnum. Árið 2018 var hann matreiðslumaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á HM í Rúss- landi. Foreldrar: Grigory Ter-Martirosov, f. 1967, múrari, og Oxana Ter-Martirosova, f. 1969, hjúkrunarfræðingur á Grund. Þau eru búsett í Kópavogi. Kirill Ter-Martirosov Til hamingju með daginn Reykjavík Allan Magnús Kárason fæddist 17. janúar 2019. Hann vó 3.842 g og var 51,5 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Elísabet Þórðardóttir og Kári Allansson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.