Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 32

Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 32
19. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Úrslitaleikur milli Breiðabliks og KR í lokaumferð Íslandsmótsins í fót- bolta er vissulega enn möguleiki. Blikar voru reyndar ótrúlega nærri því að framkvæma íslenskt „hara- kiri“ þegar þeir voru stangarskoti frá því að missa niður fjögurra marka forskot gegn Fylki í fyrra- kvöld. Til að forðast að þurfa að spila um Íslandsbikarinn á Kópavogsvelli 28. september geta KR-ingar tryggt sér 27. Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Val á Hlíðarenda 16. septem- ber, eða með sigri gegn FH á Meistaravöllum 22. september. Og Blikar geta reyndar fært þeim titil- inn endanlega með því að tapa fyrir Stjörnunni á Kópavogsvelli 16. september. Nú, eða í Eyjum 22. september. Deildin er komin í tveggja vikna hlé vegna landsleikjanna en 15. september hefst lokaspretturinn í deildinni og þrjár síðustu umferðirnar eru leiknar á síðustu fjórtán dögum mánaðarins. Til tíðinda getur dregið í fyrstu leikj- um 20. umferðar, sunnudaginn 15. september, en þá gætu Grindvíkingar fallið ef þeir tapa á Akranesi og KA fær stig gegn HK. Sólarhring síðar gætu KR-ingar mögulega fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH 14. september hefur talsverð áhrif á baráttuna um Evrópusæti. Vinni FH- ingar mun væntanlega liðið í 4. sæti komast í Evrópukeppni. Það myndi galopna baráttuna í deildinni fyrir lokaumferðirnar því segja má að tíu lið af tólf ættu þá enn möguleika á að ná Evrópusætinu, meira að segja KA sem er með 24 stig. Morten hrökk í gang  Danski framherjinn Morten Beck Guldsmed var besti leikmaður 19. umferðar að mati Morgunblaðs- ins, en hann skoraði þrennu á aðeins rúmum 20 mínútum í seinni hálfleik í 3:1 sigri FH á Stjörnunni í Garðabæ. Óhætt er að segja að Morten Beck hafi stimplað sig rækilega inn í deild- ina á ný með þessari frammistöðu. Hann var áður búinn að skora gegn Val, í þriðja leik sínum með FH, og fá rauða spjaldið gegn Fylki og tók því út leikbann í næsta leik á undan Stjörnuleiknum. Morten Beck, sem er 31 árs gamall og hefur bæði leikið með Silkeborg og Hobro í dönsku úrvalsdeildinni, lék síðast með Viborg frá sumrinu 2017 en hafði misst mikið úr vegna meiðsla, var m.a. frá keppni í átta mánuði á þeim tíma, og var leystur undan samningi hjá félaginu í sumar. Honum hafði þó tekist að skora 7 mörk í 27 leikjum í dönsku B- deildinni. Morten lék áður með KR tímabilið 2016 (bar þá eftirnafnið Andersen), og hrökk þá í gang á miðju sumri. Eftir ellefu markalausa mótsleiki frá maí og fram í júlí skoraði Morten sex mörk í seinni umferð úrvalsdeildar- innar og fjögur mörk í fjórum Evrópuleikjum KR-inga. Hann sneri aftur til Danmerkur eftir tímabilið, lék fyrri hluta ársins 2017 með Fredericia í B-deildinni og fór þaðan til Viborg. Þórsarinn góður með KA  KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var besti ungi leikmaður 19. umferðar að mati Morgunblaðsins. Nökkvi nýtti tímann vel því hann kom inn á sem varamaður gegn Grindavík á 71. mínútu, krækti í víta- spyrnu á fyrstu mínútu uppbótartíma og skoraði svo seinna markið í blá- lokin eftir góðan sprett. Hann var því maðurinn á bakvið bæði mörk KA í hinum mikilvæga 2:0 útisigri. Nökkvi, sem varð tvítugur í ágúst, hefur gert tvö mörk í 14 leikjum KA í sumar. Hann kom til félagsins frá Dalvík/Reyni þar sem hann gerði 10 mörk og varð 3. deildarmeistari með liðinu í fyrra ásamt tvíburabróður sínum Þorra Mar en þeir ólust upp hjá Þór og höfðu síðan verið í tvö ár í Þýskalandi. Þorri kom einnig við sögu hjá KA fyrr í sumar en er nú í láni hjá Keflavík. Þeir eru synir Þóris Áskelssonar, sem lék um árabil með Þór á Akureyri. Félagsmet Óskars og Elfars Þetta var umferð félagsmeta því Óskar Örn Hauksson sló 48 ára gam- alt markamet Ellerts B. Schram hjá KR í efstu deild með því að skora 63. mark sitt í deildinni í 2:0 sigrinum á ÍA. Elfar Árni Aðalsteinsson sló 16 ára gamalt markamet Þorvalds Ör- lygssonar hjá KA í efstu deild þegar hann gerði fyrra markið í 2:0 sigr- inum í Grindavík. Það var 23. mark Elfars fyrir KA í deildinni en Þor- valdur gerði 22 mörk.  Geoffrey Castillion skoraði fyrstu þrennu sína í deildinni þegar hann gerði öll mörk Fylkis í tap- leiknum ótrúlega gegn Breiðabliki, 4:3. Hann er fyrsti Hollendingurinn sem skorar þrennu í deildinni.  Gary Martin sendi Val skýr skilaboð með mörkunum í 2:1 sigri ÍBV á sunnudaginn. Fyrra markið var hans 50. í efstu deild hér á landi og hann er fimmti erlendi leik- maðurinn sem nær þeim markafjölda í deildinni. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Kristinn Jónsson, KR 16 Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK 15 Óskar Örn Hauksson, KR 15 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 14 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi R. 13 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 13 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 12 Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik 11 Birkir Valur Jónsson, HK 11 Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylki 10 Ásgeir Marteinsson, HK 10 Marcus Johansson, ÍA 10 Brandur Olsen, FH 10 Guðmundur Kristjánsson, FH 10 Einar Logi Einarsson, ÍA 10 Helgi Valur Daníelsson, Fylki 10 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 12 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 11 Geoffrey Castillion, Fylki 9 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 9 Gary Martin, ÍBV/Val 8 Steven Lennon, FH 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8 Patrick Pedersen, Val 7 Óskar Örn Hauksson, KR 7 Markahæstir KR 103 HK 98 Breiðablik 95 Stjarnan 89 Víkingur R.89 Fylkir 89 FH 85 ÍA 84 Valur 82 KA 81 Grindavík 73 ÍBV 54 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 19. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki 10 Elias Tamburini, Grindavík 10 4-3-3 Vladan Djogatovic Grindavík Gary Martin ÍBV Morten Beck Guldsmed FH Geoffrey Castillion Fylki Andri Rafn Yeoman Breiðabliki Kristinn Jónsson KR Nökkvi Þeyr Þórisson KA Óskar Örn Hauksson KR Guðmundur Kristjánsson FH Alfons Sampsted Breiðabliki Kári Árnason Víkingi 5 2 3 3 52 33 Fagnar KR á Hlíðarenda?  Gæti orðið meistari 16. september  Morten Beck Guldsmed var besti leikmaður 19. umferðar og Nökkvi Þeyr Þórisson besti ungi leikmaðurinn Morgunblaðið/Eggert Bestur Morten Beck Guldsmed skoraði þrennu fyrir FH. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Efnilegur Nökkvi Þeyr Þórisson gerði gæfumuninn fyrir KA. 32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan GÆÐA BAKKAMATUR Sjá heimasíðu www.veislulist.is Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins, bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskaran matreiðslu. Hádegismatur d MisMUnAndi RéTTiR AllA dAGA viKUnnAR EldUM EinniG fyRiR MöTUnEyTi KNATTSPYRNA 3. deild karla: Fagrilundur: Augnablik – Vængir J........ 19 4. deild karla, 8-liða úrslit, seinni leikir: Blönduós: Kormákur/Hvöt – Hamar.. 17.15 Þorlákshöfn: Ægir – Ýmir ................... 17.15 Grindavíkurvöllur: GG – Elliði ............ 17.15 Fjölnisvöllur: Björninn – Hvíti ridd ... 17.15 HANDKNATTLEIKUR Meistarakeppni kvenna: Origo-höllin: Valur – Fram.................. 19.30 Í KVÖLD! Lokakeppni HM karla Leikið í Kína: A-RIÐILL: Venesúela – Fílabeinsströndin............ 87:71 Kína – Pólland.............................. (frl.) 76:79  Pólland 4, Kína 3, Venesúela 3, Fílabeins- ströndin 2. B-RIÐILL: Nígería – Argentína ............................. 81:94 Suður-Kórea – Rússland ..................... 73:87  Argentína 4, Rússland 4, Nígería 2, Suður-Kórea 2. C-RIÐILL: Túnis – Íran........................................... 79:67 Púertóríkó – Spánn .............................. 63:73  Spánn 4, Púertóríkó 3, Túnis 3, Íran 2. D-RIÐILL: Ítalía – Angóla ...................................... 92:61 Serbía – Filippseyjar ......................... 126:67  Serbía 4, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 2. E-RIÐILL: Tékkland – Bandaríkin ........................ 67:88 Tyrkland – Japan ................................. 86:67  Bandaríkin 2, Tyrkland 2, Japan 1, Tékk- land 1. F-RIÐILL: Nýja-Sjáland – Brasilía ..................... 94:102 Grikkland – Svartfjallaland................. 85:60  Grikkland 2, Brasilía 2, Nýja-Sjáland 1, Svartfjallaland 1. G-RIÐILL: Dóminíska lýðveldið – Jórdanía.......... 80:76 Frakkland – Þýskaland ....................... 78:74  Dóminíska lýðveldið 2, Frakkland 2, Þýskaland 1, Jórdanía 1. H-RIÐILL: Kanada – Ástralía............................... 92:108 Senegal – Litháen............................... 47:101  Litháen 2, Ástralía 2, Kanada 1, Senegal 1.  Á alþjóðlegum mótum í körfubolta eru gefin 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir tap.  Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í milliriðla þar sem saman leika liðin úr A/B- riðlum, C/D-riðlum, E/F-riðlum og G/H- riðlum. Þar verður leikið um sæti í átta liða úrslitum.  Tvö neðstu liðin í hverjum riðli fara í samskonar keppni um sæti 17-32.  Úrslitaleikir um 1. og 3. sæti fara fram sunnudaginn 15. september. KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.