Morgunblaðið - 03.09.2019, Síða 37

Morgunblaðið - 03.09.2019, Síða 37
AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Um hvað hugsarðu þegar þú fróar þér? Þannig hljómaði ein hinna mörgu spurninga sem ástralski texta- og lagasmiðurinn Nick Cave fékk á spjalltónleikum sínum í Eldborg á laugardag. Kjánahrollurinn hríslaðist um mig þegar þessi skelfilega spurn- ing var borin upp og hann gerði það nokkrum sinnum þetta bráðskemmti- lega kvöld. Cave svaraði þó eins og ekkert væri og sagði, auðvitað, „eigin- konu mína“. Cave hefur verið á flakki um heiminn og hleypt aðdáendum og gestum nær sér en nokkru sinni fyrr. Syrpan nefnist Conversations with Nick Cave, þ.e. Samræður við Nick Cave og er bókstaflega allt opið og leyfilegt. Cave kallar þetta æfingu í að tengjast og má spyrja hann að hverju sem er. Það eina sem gestir þurfa að gera er að rétta upp hönd og biðja um hljóðnema. Kom mér á óvart hversu hugaðir gestir Eldborgar voru, alltaf voru nokkrir sem biðu eftir að fá orðið. Sumir hverjir vel í glasi, til dæm- is maðurinn á fremsta bekk sem viður- kenndi fyrir Cave að hann væri ofur- ölvi. Þótti Cave það spaugilegt, líkt og öðrum viðstöddum. Eðlilega átti mað- urinn erfitt með að bera upp spurn- ingu sína og var ekki einn um það þetta kvöld. Sumir virtust hafa beðið um orðið af þeirri ástæðu einni að geta ávarpað átrúnaðargoð sitt og höfðu einskis að spyrja. Þurftu bara að láta Cave vita af því hversu mikil áhrif hann hefði haft á þá og hversu frábært væri að fá að tala við hann. Sumir og þá bæði karlar og konur vildu líka fá að faðma hann, þ.e. þeir sem voru nógu nálægt honum. Jú, jú, Cave var alveg til í það og fékk líka blóm. Hann bað gesti um að sýna tillitsemi því erf- itt væri að standa frammi fyrir slíkum mannfjölda með hljóðnema og bera upp spurningu. Spaugilega hliðin Hjalti á fremsta bekk trúði full- setnum Eldborgarsal fyrir því að hann Allt og ekkert með Nick Cave Ljósmynd/Daniel Boud Opinn Myndatökur voru ekki leyfðar á spjalltónleikum Cave í Eldborg en hér má sjá hann á sambærilegum tón- leikum í óperuhúsinu í Sydney í Ástralíu fyrir ekki svo löngu. Cave er einkar opinskár og heiðarlegur í svörum. og unnusta hans myndu brátt ganga í hjónaband og ætluðu þá að leika „Into my Arms“. Átti það erindi við viðstadda? Varla, en skemmtigildið var ótvírætt og fleiri lögðu sín lóð á vogarskálarnar hvað það varðar og þau oft býsna þung. Þó sjaldnast vilj- andi. Kona ein sagði Cave t.d. frá því að hún hefði verið í sértrúarsöfnuði þar sem illska og kynlíf komu mjög við sögu. Cave hefur nú marga fjör- una sopið en virtist nokkuð hissa á þessari játningu. Önnur kona spurði hvort hann gæti bjargað mannkyni sem stendur ógn af loftslagsbreyt- ingum. Nei, Cave sagðist nú ekki geta það, hann væri ekki bjargvættur heimsins en reyndi sitt besta í að vera bjargvættur sálna. Miðað við sumar spurninganna þetta kvöld virðast margir líta á Cave sem einhvers konar vitring, mann sem kunni svör við öllum heimsins spurningum. Og hann kunni þau mörg þó að spurningarnar væru margar hverjar óskiljanlegar, var alltaf kurteisin uppmáluð, algjör séntilmaður og auðvitað í jakkafötum og fleginni skyrtu. Cave á ekki galla- buxur og stuttermabol, hefur aldrei spilað rúgbí og hefur ekki gaman af rúgbíi eða öðrum boltaíþróttum. Hann hleypur ekki og hjólar ekki. Þetta kom allt fram í svörum kvölds- ins. Efast um eigin getu Ekki ber þó svo að skilja að allar spurningar kvöldsins hafi verið inni- haldsrýrar og undarlegar, alls ekki. Cave var m.a. spurður um sköpunar- ferlið, tuttugu ára glímu sína við heróín, sorgina og ýmislegt fleira áhugavert. Sagði hann að þvert á það sem margir héldu dvínaði sköpunar- gáfan ekki með því að verða edrú. Hann hefði aldrei verið eins frjór og afkastamikill og eftir að hann losnaði við vímuefnadjöfulinn. Ein áhuga- verðasta spurningin var sú sem sneri að svokölluðu blekkingarheilkenni sem virðist hrjá ótrúlega marga og felst í því að fólk trúir ekki eða við- urkennir eigin getu og hæfileika. Sagðist Cave vissulega hafa fundið fyrir því og gerði enn. Þætti sem hann væri alls enginn tónlistarmaður og stundum utangarðs þegar hann væri innan um slíka. Bíddu nú hægur, Nick Cave með blekkingarheilkenni?! Hvernig í ósköpunum má það vera að þessi mikli meistari og orðsins mað- ur, sem á ógrynni frábærra laga í sarpi sínum, efist um sjálfan sig? Er það ekki okkar meðal-Jónanna og lúseranna að bera slíka byrði? Nei, greinilega ekki. Þessi merkilegi lista- maður, með sínar milljónir aðdáenda sem líta jafnvel á hann sem hálfguð og andlegan leiðtoga, efast líka um sjálfan sig og eigin getu. Cave er bara venjulegur maður eftir allt saman, þrátt fyrir að líta út eins og kölski sjálfur í sparifötunum. Eða kannski óhefðbundin útgáfa af frelsaranum? Inn á milli hugvekjandi svara við spurningum um allt og ekkert lék Cave á flygil mörg af sínum bestu lögum sem og önnur minna þekkt. Var það dásemdin ein, hljómburður- inn fullkominn í Eldborg og barítón- röddin ögn hrjúf en falleg sem fyrr. Cave fékk góða spurningu henni að lútandi, hvernig hann upplifði söng- röddina þegar hann hlustaði á upp- tökur af lögunum sínum. Líkt og við hin upplifir hann hana með allt öðr- um hætti inni í höfðinu en utan þess. Röddin hljómar frábærlega inni í höfðinu mér, upplýsti Cave og glotti við tönn, en ekki eins vel á hinn veg- inn. Lýsti svo þeim vonbrigðum sín- um á yngri árum að vera ekki með rokkrödd og að hafa verið líkt við krúnera. Með opið hjarta Cave missti son sinn, Arthur, fyrir fjórum árum. Arthur var 15 ára og undir áhrifum LSD þegar hann féll fram af kletti og dó. Í Eldborg fjallaði Cave opinskátt um andlátið og lamandi sorgina og það var sér- stök stund. Sorgin jafnar allt út, sagði Cave, gerir alla menn að jafn- ingjum. Hans sorg hefði verið mikil en jafnaðist þó ekki á við sorg móður sem misst hefði barn sitt. Ekki man ég til þess að hafa séð listamann opna sig með þessum hætti fyrir ókunnug- um. Þessi tilraun Cave, að leyfa tón- leikagestum að spyrja hann að hverju sem er, er áhugaverð og býð- ur auðvitað upp á kjánahroll, spaugi- legar uppákomur, áhugaverða innsýn í huga listamanns, miklar játningar og jafnvel geðhreinsun. Eitt sinn kaldhæðinn rokkari með úfið hár í rifnum bol, nú vel greiddur sextugur maður í jakkafötum að ná sér eftir mesta áfall lífs síns. Hvernig ætli spurningarnar hafi verið í öðrum borgum? Var fulli karlinn þar líka á fremsta bekk eða Hjalti að fara að gifta sig? Konan sem slapp frá djöful- legum sértrúarsöfnuði? Maður spyr sig. Að lokum vil ég geta þess að Cave svarar völdum spurningum skriflega á vefnum The Red Hand Files, á slóðinni theredhandfiles.com. Eru þær að sjálfsögðu misgáfulegar, líkt og spurningarnar í Eldborg. »Hvernig í ósköp-unum má það vera að þessi mikli meistari og orðsins maður, sem á ógrynni frábærra laga í sarpi sínum, efist um sjálfan sig? MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Ertu klár fyrir veturinn? Við hreinsum úlpur, dúnúlpur, kápur og frakka » Kvikmyndin Joker íleikstjórn Todds Phil- lips var um helgina frum- sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Í aðalhlut- verkum eru Joaquin Phoe- nix, Zazie Beetz og Robert De Niro, en tónlistina samdi Hildur Guðnadóttir. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar myndin um helsta óvin Leðurblöku- mannsins og sýnir hvernig Jókerinn varð að illmenni. Joker frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum Áritun Joaquin Phoenix gaf sér tíma til að árita plakat fyrir gesti. Litrík Zazie Beetz í litríkum kjól á rauða dreglinum. Gleði Vel fór á með leikurunum Zazie Beetz og Joaquin Phoenix og leikstjóranum Todd Phillips í Feneyjum. Leikarinn Kevin Hart var um helgina fluttur á sjúkrahús alvarlega slasaður á baki eftir bílveltu í Los Angeles. Samkvæmt frétt BBC var Hart farþegi í bíl sem Jared Black ók. Black mun hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. Black og unnusta hans, Rebecca Broxterman, sluppu án meiðsla. Broxterman er líkamsræktarþjálfari Eniko Parrish, eiginkonu Hart. Lögreglan hefur staðfest að Black var ekki undir áhrifum áfengis þegar slysið átti sér stað. Bif- reiðin, sem er af gerðinni Plymouth Barracuda frá 1970 og Hart gaf sjálfum sér í fertugsafmælisgjöf fyrr í sum- ar, mun vera gjöreyðilögð. Aðeins örfáum klukkutímum fyrir slysið birti Hart myndband á Instagram þar sem hann leikur sér að því að reykspóla. Myndbandið hefur nú verið fjarlægt. Alvarlega slasaður eftir bílslys Kevin Hart AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.