Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 1
Tónlistarmaðurinn Megas tróð upp með þeim Daníel Böðv-
arssyni og Davíð Þór Jónssyni á Kex hosteli í gærkvöld. Stað-
urinn var þétt setinn og gestir tóku þeim vel. Tónleikarnir
voru hluti af menningarhátíð á vegum Geðhjálpar er kallast
Klikkuð menning. Einnig komu fram Ragnheiður Gröndal og
Guðmundur Pétursson auk Ellenar Kristjáns.
Morgunblaðið/Hari
Meistari Megas
á klikkuðum
tónleikum
Aðstoðin leiði ekki
til dýrara húsnæðis
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Guðmundur Sigfinnsson, hagfræð-
ingur hjá Íbúðalánasjóði, segir unnið
að því að meta umfang og áhrif hlut-
deildarlána, öðru nafni eiginfjárlána,
á fasteignamarkaðinn á Íslandi.
Ásmundur Einar Daðason félags-
málaráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að stefnt væri að
því að úrræðin tækju gildi 2020.
Rætt er um að ríkið láni 15-30% af
kaupverði íbúða til að aðstoða ungt
fólk og tekjulága við kaupin.
„Stórar aðgerðir geta alltaf haft
áhrif á verðþróun á markaði. Það er
unnið að því að meta áhrifin með það
að markmiði að þau hafi ekki teljandi
áhrif til hækkunar á fasteignaverði.“
Elvar Orri Hreinsson, sérfræðing-
ur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir
það almenna reglu að aðgerðir sem
hjálpa fólki að eignast íbúð leiði að
óbreyttu til þess að íbúðaverð hækki.
Þá sé sama úr hvaða átt hjálpin kem-
ur eða á hvaða formi stuðningurinn
er. Mögulega geti aðgerðin því unnið
gegn markmiði sínu.
Býður upp á misnotkun
Kjartan Hallgeirsson, formaður
Félags fasteignasala, segist hafa
bundið vonir við „almennari útfærslu
sem mundi henta öllum fyrstu kaup-
endum betur“. Sértækar reglur fyrir
sérstaka hópa bjóði því miður alltaf
upp á misnotkun.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir ýmis vandamál hafa komið
upp við úthlutun íbúða hjá Bjargi
íbúðafélagi. Reynt verði að sporna
við misnotkun á fyrirhugaðri aðstoð
við íbúðakaup.
Íbúðalánasjóður metur áhrif eiginfjárlána á íbúðamarkað
MHafi ekki áhrif til … »10
Morgunblaðið/Eggert
Uppbygging Byggt á Hlíðarenda.
F Ö S T U D A G U R 2 0. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 221. tölublað 107. árgangur
MERKT INN-
LEGG Í SÖGU
ÞJÓÐARINNAR FULLT AF LITLU FÓLKI
NÝTIR NÁTTÚRUNA
Á HEIMASLÓÐUM
Í KENNSLU
SÝNINGAROPNUN Í GERÐARSAFNI 36 JÓN STEFÁNSSON 11VEGLEG SKJALAGJÖF 4
Kílómetrastaða
verði skráð í mið-
læga þjónustubók
Bílaleiga Misferli Procar-bílaleigunnar er
ástæðan fyrir umræðu um breytingar.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB) og Bílgreinasambandið
hvetja til þess að tekið verði upp
kerfi hér til þess að draga úr hætt-
unni á að svindlað sé á kílómetra-
stöðu bíla. Ein hugmyndin er að
koma upp miðlægri þjónustubók
þar sem kílómetrastaðan verði
færð inn við allar heimsóknir til
verkstæða og í þjónustuskoðanir,
auk hinnar opinberu öryggisskoð-
unar. Slík kerfi eru rekin í Hollandi
og Belgíu og hafa að sögn reynst
svo vel að önnur ríki Evrópu líta
þangað við endurskoðun á reglum
til að draga úr kílómetrasvindli. »6
Tæki og tól
til að greina
matarsvindl
eru orðin mun
fullkomnari
en áður og
auðveldara er
að tryggja að
neytendur fái
rétta tegund
fisks og kjöts
eða greina
hvort viðbætt efni séu í vörum.
Mörg dæmi eru um að langa eða
eldisfiskurinn pangasius séu seld
sem þorskur eða að hrossakjöt sé
selt sem úrvalsnautakjöt.
Jónas Viðarsson, fagstjóri hjá
Matís, segir að athyglin á þessum
málaflokki hafi aukist síðustu ár.
Fyrir tveimur árum gerði Matís
rannsókn með heimsókn á nokkur
veitingahús þar sem fisktegundir
voru greindar. Í ljós kom að um
fimmtungur sýna hafði verið
ranglega merktur, oft var ódýrari
tegund á boðstólum sem dýrari
tegund. Í einu tilviki hafði til
dæmis keila verið seld sem skötu-
selur. »16
Betur fylgst með
matvælasvindli
Skötuselur Eða
eitthvað allt annað?