Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 ✝ LúðvíkGizurarson fæddist í Reykjavík 6. mars 1932. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 29. ágúst 2019. Foreldrar hans voru Dagmar Lúð- víksdóttir, f. 26.12. 1905, d. 14.9. 1997, húsmóðir og Gizur Bergsteinsson, f. 18.4. 1902, d. 26.3. 1997, hæsta- réttardómari. Systkini Lúðvíks eru Bergsteinn, f. 29.11. 1936, d. 9.7. 2008, verkfræðingur og fv. brunamálastjóri, Sigurður, f. 2.3. 1939, hæstaréttarlögmaður og fv. sýslumaður, og Sigríður, f. 2.9. 1942, d. 29.10. 2006, líf- eindafræðingur. Blóðfaðir Lúð- víks var Hermann Jónasson, f. 25.12. 1896, d. 22.1. 1976, fv. for- sætisráðherra. Hinn 11.6. 1954 kvæntist Lúð- vík Valgerði Guðrúnu Einars- dóttur, f. 17.9. 1935, d. 18.6. 2008, húsmóður og skrifstofu- verandi sambýliskona Einars er Gina Christie. Lúðvík varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1958. Ritstjóri Úlfljóts 1954-55 og tók virkan þátt í stjórnmálum á námsárum sínum í HÍ. Héraðsdómslögmaður 13.12. 1958 og hæstaréttarlög- maður 26.6. 1962. Rak síðan lögfræðistofu í Reykjavík. Hann starfaði sem lögfræðingur í ut- anríkisráðuneytinu og var for- maður varnarmálanefndar og síðan lögfræðingur í viðskipta- ráðuneytinu um árabil. Lúðvík rak fasteignasöluna Hús og eignir þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Lúðvík var mikill náttúruunnandi og hafði alla tíð brennandi áhuga á laxarækt og skógrækt og hóf tilraunir með seiðasleppingar í Eystri-Rangá. Lúðvík var annt um þessi áhugamál sín til hinstu stundar og fylgdist vel með. Lúðvík lét sig þjóðmál og mannréttindamál varða og skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit. Útför Lúðvíks fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 20. september 2019, klukkan 13. manni. Foreldrar hennar voru Einar Þorsteinsson, f. 20.12. 1906, d. 31.12. 1971, fv. skrifstofustjóri hjá Olíuverslun Íslands, og Dóra Halldórs- dóttir, f. 14.7. 1906, d. 28.10. 1989, hús- móðir. Börn Lúð- víks og Valgerðar Guðrúnar eru: 1) Dagmar Sigríður, f. 29.4. 1957, lífeindafræðingur, maki Trausti Pétursson, lyfjafræðingur. Dótt- ir þeirra er Valgerður Dóra, f. 7.4. 1986, læknir. 2) Dóra, f. 9.5. 1962, lungna- og ofnæmis- læknir, maki Einar Gunnarsson, skógfræðingur. Dóttir þeirra er Dagmar Helga, f. 29.3. 1995, laganemi. 3) Einar, f. 14.8. 1963, framkvæmdastjóri Veiðifélags Eystri-Rangár. Dætur Einars eru Valgerður Saskia, f. 4.3. 2003, menntaskólanemi og Lilja Sigríður, f. 19.10. 2007, grunn- skólanemi. Barnsmóðir og fyrr- Pabbi fæddist í Reykjavík á ólgutímum í miðri kreppu. Móðir hans Dagmar Lúðvíksdóttir, ættuð frá Norðfirði, var sjöunda í röð ellefu systkina og var pabbi fyrsta barn hennar og Gizurar afa. Amma og afi bjuggu pabba gott heimili á Öldugötunni. Sem barn dvaldi hann líka á sumrin hjá móðurafa sínum Lúðvík Sig- urðssyni, útgerðarmanni og kaupmanni á Norðfirði, og móð- urömmu sinni Ingibjörgu Þor- láksdóttur og fékk hann þar einnig dýrmætt veganesti. Í Lúðvíkshúsi, sem enn stend- ur á Norðfirði, var líf og fjör og spilaði Lúðvík afi gjarnan á harmonikku. Hann hafði létta lund en var líka hygginn stjórn- andi og sagt var að „hver sá, sem til hans leitaði ráða eða hjálpar, fór eigi bónleiður til búðar“. Amma Ingibjörg var líka dugn- aðarforkur og var sagt að hún ynni á við þrjá. Öll fengu systk- inin tækifæri til að mennta sig, eins og hugur þeirra stóð til, sem hlýtur að teljast einstakt, fyrir svo stóran hóp. Pabbi erfði marga góða eiginleika úr móð- urættinni og var hann atorku- samur og skapandi í hugsun alla tíð. Móðursystkinin voru honum og síðar okkur systkinunum, fyr- irmyndir ásamt ömmu og afa, hvert á sinn hátt og gildin úr Lúðvíkshúsi urðu einnig gildin okkar. Lögmennskan og síðar rekst- ur fasteignasölunnar Hús og eignir hentuðu pabba vel og naut hann þess að hafa mömmu, þar sér við hlið. Pabbi átti auðvelt með að koma fyrir sig orði og var kurteis og einstaklega varkár. Hann var náttúrubarn og unni landinu sínu en þó fyrst og fremst fólkinu sínu sem hann fylgdist svo vel með. Mesta gæfa pabba var að kynnast mömmu og þau voru stóra ástin í lífi beggja, en hann var einnig vakandi yfir velferð barna sinna og afastelpn- anna alla tíð. Sérstakan sess skipuðu Ár- gilsstaðir í Hvolhreppi þar sem Ólafur Bergsteinsson föðurbróð- ir hans bjó og var afar kært með þeim alla tíð. Þangað var farið í tjaldferðir og 1967 var byggt sumarhús og hafin skógrækt. Oft var pabbi á undan sinni samtíð og þannig var það einnig þegar hann hóf seiðasleppingar í Eystri-Rangá. Þetta var byrjun- in á laxaævintýrinu í Eystri- Rangá. Seinustu árin naut hann þess að sitja á pallinum í sum- arbústaðnum og horfa yfir ána og skógi vaxið landið, hlusta á fuglana syngja og leggja á ráðin um nýjar framkvæmdir. Sein- asta ferðin okkar pabba var farin á sólbjörtum degi um hvítasunn- una. Líf okkar pabba hefur verið samofið í meira en hálfa öld. Við deildum mörgum áhugamálum og nutum ávallt samvistanna hvort við annað. Líf hans var við- burðaríkt og oft skáldsagna- kennt og hann veitti mörgum innblástur. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem með margvíslegum hætti studdu hann í að staðfesta faðerni sitt og gerðu honum kleift að ná sátt. Mál hans ruddi brautina fyrir þá, sem á eftir komu. Að kveðja föður sinn er að segja skilið við hluta af sjálfum sér. Ég þakka fyrir samfylgdina og allar góðu minningarnar. Hann lifir áfram í afkomendum sínum. Megi minningin um ein- stakan mann lifa. Dóra Lúðvíksdóttir. Ég vildi ég fengi flutt þig skógur, heim í fjallahlíð og dala rann, svo klæða mættir mold á stöðvum þeim, er mest ég ann. Þannig orti Hannes Hafstein skáld og Íslandsmálaráðherra, ein af fyrirmyndum Lúðvíks, til heimahaganna frá höfuðborg Ís- lands, Kaupmannahöfn. Ljóðið er Vor, upphaf nýs lífs. Ég var nýkominn heim frá námi í Nor- egi þegar fundum okkar Lúðvíks bar saman. Áhugamál og tengsl okkar við sveitina hafa eflaust stuðlað að því hve gott samband myndaðist á milli okkar. Lúðvík og fjölskylda voru með mikla skóg- og laxarækt á mótum Fiskár og Eystri-Rangár og þó var ævintýrið rétt að byrja. Lúð- vík hafði lengi haft efsta svæði Eystri-Rangár ásamt Fiská á leigu og hafði gaman af að bjóða vinum og kunningjum að veiða og segja til við veiðarnar. Ekki hafði hann mikla trú á veiðiað- ferðum sem tengdasonurinn hafði lært á bökkum Hofsár svo kenna þurfti stráknum að veiða. Við kölluðum það að veiða með lúðvísku aðferðinni. Oftar en ekki reyndist hún vel. Sem barn var Lúðvík í sveit hjá föðurbróður sínum Ólafi Bergsteinssyni bónda á Árgils- stöðum, skógræktar- og hug- sjónamanni af hinni merku og dugandi aldamótakynslóð. Þegar tími gafst frá bústörfum var veitt í Fiská sem þá var full af sjóbirt- ingi og urriða auk þess sem eitt- hvað var um bleikju og lax. Svo kom Heklugosið 1948. Skóglaust landið varð varnarlaust þegar Hekluvikurinn og askan tók að fjúka til og frá. Vatnavistin varð ekki síður fyrir þessari muln- ingsvél en veikburða búsetu- landslagið. Það þurfti stórhuga mann, þor og kænsku til að tak- ast á við það að rækta skóg og lax við þessar aðstæður. Þar nutu hæfileikar Lúðvíks sín hvað best. Lögmennska var honum þó í blóð borin og nýttist mörgum vel. Enginn skortur var þó á ráðgjöfum er lögfræði bar á góma. Man ég ljóslifandi stund- ina þegar Lúðvík hafði tapað í annað sinn máli fyrir Hæstarétti. Flestir töldu að hér skyldi staðar numið, nú væri þetta endanleg niðurstaða. „Ætlið þið nú að fara að kenna mér lögfræði.“ Svo var farið í að handskrifa nýja stefnu. Niðurstaðan er mörgum kunn og ruddi braut fyrir marga sem áttu svipuð sár á sálinni. Nei, Lúðvík lét ekki segja sér fyrir verkum og fór gjarnan sínar eigin leiðir. Þannig eru brautryðjendur. Við áttum einnig fjölmargar ánægjustundir með Dagmar Helgu litlu á bökkum Fyrisár í Uppsölum. Oft minntist Lúðvík Uppsalaáranna með eftirsjá. En umfram allt elskaði Lúðvík fólkið sitt og landið sem hann taldi að mætti gera svo mikið betra með ræktun og uppbyggingu frá auðn og örbirgð fyrri alda. Afastelp- urnar veittu honum trú á fram- tíðina og fátt gladdi hann meira en að frétta af góðum áföngum í lífi þeirra. Til hinsta dags var hugurinn til staðar og Lúðvík fylgdist með og sagði fyrir um hvernig hann vildi bæta landið í höll sumar- landsins. Fegin vildi ég fósturjörð, fært þér geta hlut af slíkum gæðum. Sé ég í hug þín háu fjöll hjúpuð þessum dökku skógum, undir hreinni hnjúka mjöll hlíðar frjóvar, vaxnar blómum nógum. Með þessum ljóðlínum Hann- esar Hafstein kveð ég tengda- föður minn með þakklæti og trega. Einar Gunnarsson. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson) Það tekur mig sárt að kveðja afa Lúlla, því í rauninni fannst mér eins og hann myndi lifa að eilífu. Það var sama á hverju gekk, alltaf stóð hann eins og klettur og kvartaði aldrei. Þegar ég var lítil og bjó í Upp- sölum í Svíþjóð kom afi stundum í heimsókn til okkar. Þá gengum við oft saman niður í bæ, skoð- uðum hunda á leiðinni, fórum á kaffihús og gáfum öndunum brauð. Best var þó þegar við áttum notalegar stundir heima og ég Lúðvík Gizurarson ✝ Elsa Þórisdótt-ir fæddist í Reykjavík 12. nóv- ember 1963. Hún lést á Landspít- alanum 11. sept- ember 2019. Hún var dóttir hjón- anna Valsteins Þóris Björnssonar, f. 30. júní 1941, d. 1. febrúar 2013, og Kristbjargar Böðv- arsdóttur, f. 18. júlí 1942. Systkini Elsu eru: Dröfn, f. 21. ágúst 1965, gift Bjarka Unn- arssyni, f. 1. nóvember 1966. Dætur: Kristbjörg og Ásta Sól; Böðvar, f. 9. nóvember 1968, maki Petrína Freyja Sigurðar- dóttir, f. 27. janúar 1963. Börn f. 31. maí 1951. Dætur Elsu og Jóns Björns eru: 1) Kristín, f. 26. apríl 1992, maki Arnar Guðnason, f. 10. ágúst 1987, hann á eina dóttur, Krist- björgu. 2) Vala, f. 8. ágúst 1996, maki Fannar Jónsson, f. 28. júlí 1983, hann á þrjú börn; Hörð Loga, Viktoríu Von og Hrafntinnu Líf. Elsa og Jón Björn bjuggu alla sína tíð á Eskifirði eða þar til Elsa veiktist haustið 2017. Elsa var með stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum við Ár- múla, BS-gráðu í viðskipta- fræði frá Háskólanum á Akur- eyri og MBA-gráðu frá Háskól- anum í Reykjavík. Hún starfaði lengi í Landsbankanum á Eski- firði en frá 2006 vann hún hjá Fjarðaáli. Útför Elsu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 20. sept- ember 2019, klukkan 15. hennar eru Sig- urður og Kristín; Þórey Kristín, f. 14. desember 1980, gift Geir Ágústs- syni, f. 4. desem- ber 1978. Börn: Rökkvi Þór, Reg- inn Þór og Karen Pia. Hinn 23. júní 1983 gekk Elsa í hjónaband með Jóni Birni Hlöðverssyni Thor- oddsen, f. 12. mars 1962. For- eldrar hans voru Hlöðver Jóns- son, f. 25. júlí 1935, d. 16. apríl 1997, og Kristín Thoroddsen, f. 2. september 1940, d. 18. sept- ember 2013, seinni eiginmaður Kristínar er Karl Gunnarsson, Elsa systir er farin yfir í Sum- arlandið, hún er örugglega byrjuð að koma skikki á allt þar íklædd camo-buxum og bleikum bol. Ég er þakklát fyrir tímann sem ég fékk með Elsu þótt stuttur væri. Það eru forréttindi að eiga eldri systur sem leiðir mann í gegnum uppvaxtarárin, kennir manni allt það helsta í samkvæmislífi ung- lingsins og ekki síst hvernig mað- ur átti að klæða sig til að vera töff, en Elsa var svo sannarlega alltaf töff. Ég get líka þakkað Elsu fyrir götin í eyrun sem hún ákvað að væru alveg málið og litla sys skyldi sko fá göt, þótt hún þyrfti að gera þau sjálf með klaka og nál að vopni. Ég skarta þeim enn og þakka fyrir að göt í nefið voru ekki í tísku á þessum árum. Óneit- anlega leit maður upp til stóru systur og það var þægilegt að feta í fótspor hennar. Hún fór í Alþýðuskólann á Eið- um og að sjálfsögðu fór ég þangað líka. Ármúlaskóli var næstur í röðinni og þangað lá leið mín líka, hún ruddi brautina fyrir mig og lagði mér lífsreglurnar í leiðinni. Elsa var litríkur persónuleiki, mikill húmoristi og einstaklega hlý. Stundum dálítíð auðtrúa, það var allavega alltaf auðvelt að stríða henni sem ég gerði óspart. Hún var mikill höfðingi heim að sækja, var á algjörum heimavelli í eldhúsinu, mikill listakokkur sem margir nutu góðs af. Hún elskaði að fá fólk í mat og það var rekinn fimm stjörnu veitingastaður í Ár- dalnum, ekki bara í mat og drykk heldur líka í afburðaþjónustu. Sælla er að gefa en þiggja átti svo sannarlega við um Elsu og nutu allir í hennar nærumhverfi góðs af elsku hennar. Ekki síst dætur hennar en hún var enn að föndra pakkadagatal í desember handa þeim þótt þær séu komnar vel á legg. Dætur mínar fóru heldur ekki varhluta af gjafmildi frænku sinn- ar, sem þær kynntust mjög vel þegar hún bjó hjá okkur meðan hún var í MBA-náminu. „Þú ert engin smá tútta“ heyrðist oft þeg- ar Elsu fannst þær sérstaklega flott klæddar. Það var gott að vera í innsta hring hjá Elsu. Þú gast ekki gert neitt rangt ef þú varst svo heppin að vera þar og að sama skapi var ekki miklu púðri eytt í þá sem ekki náðu þangað. Við Elsa vorum miklar vinkon- ur og töluðum saman á næstum hverjum degi áður en hún veikt- ist. Það var skrítið og tómlegt að hætta okkar daglega spjalli um allt og ekkert. Elsa skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt er að fylla, en það er huggun harmi gegn að sjá röggsemina, skopskynið og töffaraskapinn í Elsu koma fram í dætrum hennar Kristínu og Völu. Andi hennar lifir áfram í þeim og brjóstum okkar sem elskuðum hana. Hvíl í friði Elsa mín – elska þig! Þín systir, Dröfn. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum elskulega frænku, Elsu Þórisdóttur, sem kvödd var úr þessu lífi allt of snemma Elsa var atorkumikil kona, létt í lund og hláturmild. Hún var ákaflega félagslynd og gestrisin með afbrigðum sem við nutum góðs af í hvert sinn sem við sótt- um hana og fjölskyldu heim á leið okkar austur á land. Það var mikið högg fyrir svona lífsglaða og duglega konu að vera öðrum háð um öll verk eftir að hún veiktist alvarlega fyrir tveim- ur árum. Elsku Elsa, þín verður sárt saknað af svo mörgum, heimurinn hefur misst mikið við fráfall þitt. Jón, Kristín, Vala, Krilla, Dröfn, Böddi og Þórey, við vott- um ykkur öllum okkar dýpstu samúð og vonum að Guð gefi ykk- ur styrk á þessum erfiðu tímum. Það líf var okkur lán, en henni sómi. Hún leyndist nærri, og var þó stéttar prýði, og það, sem mörgum sóttist seint í stríði, það sigraði’ hún með brosi og hlýjum rómi. (Þorsteinn Erlingsson) Helena, Vala og Valtýr Björn. Kallið er komið, liðin er stund þín í hérvist á jörð, kæra Elsa. Við minnumst þín í auðmýkt og kærleika sem manneskju sem blómstraði eins og blómstrið eina frá morgni til kvölds, alltaf tilbúin að rétta hönd og styðja við sína minnstu bræður. Allra kvenna mest kunnir þú að höndla með mat og kruðerí; eins og þegar Elsa hóf störf hjá Fjarðaráli kom að sjálfsögðu upp í hugann að hún væri orðin yfirmatseljan á staðn- um. Hæfileikar Elsu lágu víða, allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af stakri alúð. Við höfum verið svo lánsöm að hafa átt ára- löng kynni af þeim hjónum Jóni og Elsu sem leiddi okkur m.a. í ógleymanlegt ferðalag til Helgu systur Brynju, sem býr í himna- ríki þeirra Bæverja, Berchtega- ten. Alla heillaði Elsa með bros- andi alúð og kurteisi og voru þau hjón af staðarhaldara vinsamleg- ast beðin um að koma fljótt aftur. Ástin, elskan og minningin um Elsu er einhvern veginn svo um- vafin þessari yndislegu persónu að þegar við lítum í sjóð minning- anna drúpum við höfði í minning- unni. Megi sól ætíð skína yfir ævi þína, elsku Elsa. Vottum eigin- manni börnum og aðstandendum öllum innilega hluttekningu. Atli og Brynja. Elsa var alltaf einlæg en þó al- gjör nagli sem lét ekkert stoppa sig og elskaði af öllu hjarta. Mér verður alltaf minnisstæð- ust ástin sem hún bar til Jóns síns og dætra. Þau voru hluti af flestum okkar umræðum og hversdagslegu spjalli og því fannst mér ég hafa þekkt þau alla ævi þegar ég hitti þau fyrst. Án elsku Elsu minnar verður lífið tómlegra, ég verð ævinlega þakklát fyrir okkar samleið og auðmjúk yfir minningum sem eiga eftir að hlýja, hvetja og bæta alla ævi. Elsku Jón, Vala, Kristín og fjölskyldur, megi styrkurinn sem hún bjó yfir veita ykkur aukinn mátt á sorgartímum, núna og allt- af. Bára. Leiðir okkar Elsu lágu fyrst saman fyrir austan. Ég var að búa til og manna innkaupadeild Fjarðaáls og það hafði gengið á ýmsu í þeirri vinnu. Ráðningar- teymið hafði stillt upp fundi í lok dags í enda langrar viku. Ég var mjög þreyttur á leið í flug og lang- aði helst að fresta þessu viðtali en í öllu falli þá að þetta tæki snöggt af. Þar sem ég sat og beið í viðtals- herberginu í gamla Landsbanka- húsinu á Reyðarfirði óraði mig ekki fyrir hvað væri í vændum. Ég var stressaður yfir því að hún myndi mæta seint. En Elsa mætti aldrei seint og kom að þessu sinni korteri fyrr en til stóð. Allt í einu spratt hurðin upp og í gættinni stóð geislandi og brosandi kona, í pels – horfði hvasst á mig og spurði ákveðið: ert þú Óskar? Ég játti því og þá svaraði hún að bragði: „Já, sko, ég veit allt um þig!“ Elsa eins og henni var einni lagið óð á súðum í viðtalinu, leiftr- aði af lífsgleði og það var alveg sama hvort hún var að tala um keppnisskapið sem hún beitti til að vera afkstamest í síldarpökkun eða við innslátt á gögnum í bank- anum. Þegar tíminn sem ætlaður í viðtalið var við það að klárast og ég hafði tæplega komið að orði þá spurði ég hvort hún vildi vita eitt- hvað um starfið og um leið velti ég því fyrir mér hver væri eiginlega að taka viðtal við hvern. Þetta viðal leiddi til þess að við urðum nánir samstarfsfélagar næstu ár og vináttu sem var í senn ósvikin og skemmtileg. Við elskuðum að bjóða hvort Elsa Þórisdóttir Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.