Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enn eru eigendur bíla sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar að lenda í vandræðum. Dæmi eru um að bílaumboð neiti að taka bíla sem Procar hefur átt upp í nýja bíla, jafnvel þótt verið sé að kaupa bíl sömu gerðar. Viðmælendur blaðsins gagnrýna að ekki hafi verið brugðist nógu hart við svikum fyrirtækisins. Nú eru til umræðu nokkrar hug- myndir um úrbætur til að draga úr hættunni á að slík mál komi aftur upp. Nokkrir bíleigendur sem urðu fyrir barðinu á svikum Procar kærðu fyrirtækið til lögreglunnar, meðal annars með aðstoð Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Mál- ið er nú til meðferðar hjá héraðs- saksóknara. Rannsókn er ekki lokið og ekki hefur verið ákveðið hvort ákæra verður gefin út. Miðlæg þjónustubók Eftir að kílómetrasvindlið kom upp snemma á þessu ári, eftir um- fjöllun í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu, fóru fulltrúar FÍB og fleiri samtaka á fund í atvinnuvegaráðuneytinu til að ræða viðbrögð. FÍB lagði til að skoðuð yrði leið sem farin hefur verið í Belgíu og Hollandi um að útbúa miðlæga þjón- ustubók þar sem kílómetrafjöldi er ávallt skráður þegar bílar eru færð- ir til skoðunar, í viðgerð, smurningu eða dekkjaskipti. Þannig verði auð- veldara að sýna fram á að ekki hafi verið átt við ökumæli bílsins. Til að tryggja persónuvernd getur aðeins eigandi bílsins aflað gagnanna. Áhrifin eru þau að erfitt er að selja bíla í þessum löndum nema slíkt yf- irlit sé lagt fram þegar bílar eru settir á sölu. Frumvarp verður lagt fram Eins og sést á þessu er það alls ekki séríslenskt vandamál að kíló- metrastaða bíla sé færð niður. Í raun og veru virðist það ekki stang- ast á við lög, það er að segja ef ekki eru gefnar rangar upplýsingar við sölu bílsins. Á þingmálaskrá ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra er boðað að í nóvember verði lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um bílaleigur þar sem lagt verður til að heimilaðar verði stjórn- valdssektir á bílaleigu ef kílómetra- stöðu bíls er breytt. Tilgangurinn er að auka umferðaröryggi og neyt- endavernd. María Jóna Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, telur hollenska fyrirkomulagið áhugavert og vill skoða hvort það henti hér. Þjónustubókin var í eigu hollensku bílgreinasambandanna en er nú komin til ríkisins. María var að koma af fundi evrópsku bíl- greinasambandanna og segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hol- lenska kerfið. Það hafi reynst vel. Heyrist henni að mörg lönd Evrópu horfi nú til þess. Segir María órætt hver eigi að standa að stofnun slíks kerfis en bendir á að einkaaðilar hafi verið byrjaðir á undirbúningi. Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda telur að stjórnvöld verði að koma að málinu með einhverjum hætti. Geta tengst bílaleigum Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, bendir á, þegar hugmyndin um miðlæga þjónustu- bók er borin undir hann, að bílaleig- ur sæki ýmsa þjónustu til fyrirtækja sem þau eiga aðild að eða eru tengd þeim. Enginn ætti að hafa eftirlit með sjálfum sér. Því þurfi að tryggja að aðeins óháðir aðilar færi kílómetrastöðu inn í kerfið. Breki rifjar upp að Neytendasam- tökin hafi frá upphafi lagt áherslu á að bílaleigur verði skyldaðar til að færa bílana til skoðunar árlega og kílómetrastaðan verði þá skráð. Þá verði erfiðara að svindla. Hann við- urkennir að þetta sé íþyngjandi að- gerð en þegar eitt fyrirtæki verði uppvíst að jafn umfangsmiklu svindli og hér um ræðir þá gjaldi önnur fyrirtæki því miður fyrir það. Þetta snúist um öryggi sem sé ein af grunnkröfum í neytendavernd. Eitt af baráttumálum samtaka evrópska neytendasamtaka er að þrýsta á um að settur verði varnagli í stýrikerfi bíla þannig að ekki verði hægt að skrúfa kílómetrastöðuna niður eða í það minnsta sé hægt að sjá að kílómetrastöðu hafi verið breytt. Breki segir að frumvarp um þetta hafi legið fyrir Evrópuþinginu í þrjú ár og Evrópusamtökin haldi áfram að þrýsta á að það nái fram að ganga. Hugað að forvörnum  Procar-málið enn til rannsóknar  Hugmyndir uppi um miðlæga þjónustubók þar sem kílómetrastaða yrði skráð á verkstæðum  Krafist verði árlegrar skoðunar Procar Bíleigendur eru enn að verða fyrir tjóni eða óþægindum vegna málsins sem kom upp í febrúar. Yfirvöld vinna enn að rannsókn þess. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 Bílaleigan Procar er enn starfandi á hörðum samkeppnismarkaði bíla- leiga. Það fer ekki vel í aðrar bílaleigur sem telja að svikin hafi áhrif á alla sem starfa í greininni. Var fyrirtækinu vísað úr Samtökum ferða- þjónustunnar. Samgöngustofa tók í vor til athugunar að svipta bílaleig- una starfsleyfi en taldi sig ekki hafa lagaheimild til þess þar sem brotin sneru meira að endursölu bíla en útleigu. „Þetta voru víðtæk svik. Enginn hefur þurft að axla ábyrgð á þeim. Mér finnst magnað að fyrirtækið fái að starfa áfram óáreitt, eins og það hafi aðeins fengið kusk á hvítflibbann,“ segir Breki Karlsson. Enginn þurft að axla ábyrgð NEYTENDASAMTÖKIN Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Undanfarna fimm mánuði hafa um 20 fundir verið haldnir í kjaradeilu Bandalags háskólamanna, BHM, við ríki og sveitarfélög en á þeim hefur ekkert efnislegt samtal um laun átt sér stað. Þetta segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir „hægagang“ hafa einkennt framgöngu viðsemjenda félagsins. Kjarasamningar 22 aðildarfélaga BHM runnu út 31. mars síðastliðinn. Síðan þá hafa verið haldnir um 20 fundir samninganefnda félagsins og viðsemjendanna sem eru íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfé- laga og Reykjavíkurborg og það er mat sögn Þórunnar að þeir hafi lítinn sem engan árangur borið. Allt að fara í sama farið Krafa aðildarfélaganna er að há- skólamenntun skili ávinningi, að launaþróun félagsmanna verði já- kvæð og haldi í við kaupmátt og að gerðir verði lífskjarasamningar við stéttir innan BHM líkt og gert var við stéttir innan ASÍ. Af öðrum kröf- um má nefna aukin framlög í sjúkra- sjóð hins opinbera, um styttingu vinnuvikunnar í 35 tíma án kjara- skerðingar og um betra starfsum- hverfi. Í vor hafnaði samninganefnd BHM alfarið flatri krónutölu- hækkun launa á þeim forsendum að það samrýmd- ist ekki kröfum félaganna og að það gæti falið í sér kjararýrnun. – Hvað hafið þið verið að ræða á þessum 20 fundum, ef ekki laun? Er það ekki yfirleitt inntak kjaravið- ræðna? „Við höfum ekki fengið sam- tal um launahækkanir til handa okk- ar fólki nema hugmyndir ríkisins um krónutöluhækkanir.“ – Samningar hafa verið lausir í næstum því hálft ár. Hversu lengi getur þetta haldið svona áfram? „Það er ekki gott að segja,“ svarar Þórunn sem segir að nokkur gangur hafi komist í viðræður að sumarfríi loknu, en „nú sé allt að fara í sama farið“. Hún segir að næsti fundur sé fyrirhugaður í lok næstu viku. – Eruð þið farin að huga að að- gerðum? „Nei.“ 20 fundir og lítið rætt um launin  BHM ekki farið að huga að aðgerðum Þórunn Sveinbjarnardóttir Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is Loftpressur af öllum stærðum og gerðum SKRÚFUPRESSUR Mikð úrval af aukahlutum „Við bindum vonir við að þessi ráðstefna verði til þess að við- halda slagkrafti #metoo-hreyfing- arinnar, bæði hér heima og al- þjóðlega,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við lok alþjóðlegrar ráðstefnu um áhrif #metoo-bylgjunnar sem lauk í Hörpu í gær. Ráðstefnunni lauk með umfjöll- un um Norðurlöndin og framtíð hreyfingarinnar. Tæplega 20 kon- ur stigu á svið og deildu stuttum hugleiðingum um framhald #metoo. Í kjölfarið kom hljóm- sveitin Reykjavíkurdætur fram og ráðstefnunni var slitið formlega. Um áttatíu fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni og gestir voru alls tæplega 800 talsins. Þetta er ein viðamesta ráðstefna um áhrif #metoo sem haldin hefur verið, að því er segir í tilkynningu frá for- sætisráðuneytinu. Ljósmynd/BIG Ráðstefna Um 80 fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni og gestir voru um 800. Vonar að ráðstefnan viðhaldi kraftinum Tíundi hver Íslendingur telur að þjóðin standi sig vel í að hlúa að ungmennum sem hafa orðið háð vímuefnum. Þar af telja 1,5% að við stöndum okkur mjög vel. Ríflega helmingur telur okkur standa okk- ur illa. Þetta eru niðurstöður könn- unar um þekkingu og viðhorf al- mennings til vímuefnaneyslu ungmenna sem Maskína fram- kvæmdi fyrir Foreldrahús. 70% svarenda segjast hafa miklar áhyggjur af vímuefnaneyslu ungs fólks, en 7% hafa litlar áhyggjur. Þá telur svipað hlutfall, 7 til 8%, að vímuefnaneysla ungmenna hafi ekki aukist, en næstum 72% telja svo vera. Telja vímuefna- neyslu hafa aukist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.