Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019
Borgarfulltrúi Miðflokksinslagði fram tillögu í borgar-
stjórn í vikunni um að undirbúin
yrði „uppsögn samnings Vegagerð-
arinnar og Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu um til-
raunaverk-
efni til efl-
ingar
almennings-
samgöngum á
höfuðborgar-
svæðinu til 10
ára sem gerð-
ur var í maí
2012. Sam-
hliða skuli brýnum úrbótum á
helstu samgönguæðum borg-
arinnar, sem frestað var vegna
samningsins, framhaldið.“
Vinstri flokkarnir í meirihlut-anum, Samfylkingin, Viðreisn,
Píratar og Vinstri grænir, ásamt
Sósíalistaflokknum, felldu þessa til-
lögu, en auk Miðflokksins studdi
Sjálfstæðisflokkurinn hana.
Vinstri flokkarnir börðu hausn-um við steininn í bókun vegna
tillögunnar þar sem þeir viður-
kenndu að markmiðið um að auka
hlutdeild almenningssamgangna
hefði „ekki náðst ennþá en um 4%
fara sinna ferða í strætó“. En þó að
ekkert hafi gengið telja þessir
flokkar ekki enn fullreynt!
Í bókun Sjálfstæðisflokks og Mið-flokks er bent á að markmiðið
hafi verið skýrt um að hlutdeild al-
menningssamgangna skyldi a.m.k.
tvöfaldast á tímabilinu. Hlutfallið
hefði ekkert breyst, en milljörðum
verið varið af vegafé í verkefnið.
Í bókuninni segir ennfremur aðfyrirhugað sé að fara í „sérstakt
átak í vegamálum á höfuðborgar-
svæðinu og því rímar framkvæmda-
stopp á sömu framkvæmdunum
ekki við þær fyrirætlanir“.
Það er vægt til orða tekið.
Ekki náðst ennþá
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Vegagerðin hefur gripið til aðhalds-
aðgerða vegna uppsafnaðs halla á
vetrar- og sumarþjónustu á vegum á
síðustu árum. Þá hefur stofnunin
lagt til við samgönguráðherra að
þjónustustig verði lækkað, af sömu
ástæðu. Um 970 milljóna króna upp-
safnaður halli var á vetrar- og sum-
arþjónustu Vegagerðarinnar í byrj-
un ársins. G. Pétur Matthíasson
upplýsingafulltrúi segir að árin 2017
og 2018 hafi verið erfið og kostnaðar-
söm. Nefnir hann til viðbótar að
þjónustustigið hafi verið hækkað í
byrjun árs 2018 með því að auka
þjónustu á vegum sem ferðamenn
nota á veturna. Þá hafi umferð aukist
og við það aukist kostnaður við þjón-
ustu, bæði sumar og vetur.
Vegagerðin fær liðlega 5,3 millj-
arða króna til vetrar- og sumarþjón-
ustu í ár. Ekki er gert ráð fyrir því í
fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár að
þessum halla verði mætt. G. Pétur
tekur fram að markmið Vegagerð-
arinnar sé að ná þessum halla niður.
Þá hafi stofnunin ekki fengið synjun
við óskum um að fá þetta bætt.
Hann segir að lagðar hafi verið
fyrir ráðuneytið tillögur um lægra
þjónustustig. Þær séu nú til athug-
unar þar. Þá segir hann að Vega-
gerðin sjálf hafi gripið til aðhalds-
aðgerða. helgi@mbl.is
Þurfa að draga úr þjónustu á vegum
Mikill uppsafnaður halli af vegaþjón-
ustu er í reikningum Vegagerðarinnar
Morgunblaðið/Hari
Reykjanesbraut Snjómokstur og
hálkuvörn á umferðarþungum vegi.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Allt tal um að stéttarfélögin séu að
taka sér tíma til að fara yfir tilboðið er
óskiljanlegt. Við höfnum algjörlega
fullyrðingum um
að bandalagið hafi
ekki komið af heil-
um hug í þessa
vinnu, enda hefur
stytting vinnuvik-
unnar verið eitt
helsta baráttumál
BSRB árum sam-
an og stærsta
krafa bandalags-
ins í yfirstandandi
kjarasamnings-
viðræðum.“ Þetta sagði Sonja Ýr Þor-
bergsdóttir, formaður BSRB, í sam-
tali við mbl.is í gær um viðtal
Morgunblaðsins við Hörpu Ólafsdótt-
ur, skrifstofustjóra skrifstofu kjara-
mála hjá Reykjavíkurborg, í gær.
Í viðræðum BSRB og Reykjavík-
urborgar hefur stytting vinnuviku
verið helsta deiluefnið og sagði Harpa
m.a. í gær að Reykjavíkurborg hefði
lagt fram tilboð sem fæli í sér stytt-
ingu vinnuviku um þrjár klukku-
stundir. Eðlilegt væri að stéttarfélög
tækju tíma í að meta tilboðið. Eins og
áður segir þótti Sonju þessi ummæli
undarleg, enda hefði BSRB hafnað
tilboðinu strax í vor.
Þá sagði Sonja að fullyrðingar
Hörpu um að í niðurstöðu tilrauna-
verkefnis BSRB og Reykjavíkur-
borgar um styttingu vinnuviku hefði
komið fram að ekki hefði verið hægt
að halda því verkefni áfram nema
með viðbótarmönnun og viðbótarfjár-
magni væru beinlínis rangar. „Niður-
stöðurnar fjalla alls ekki um þetta.
Niðurstöðurnar fjölluðu einmitt um
að þetta væri hægt, bæði á dagvinnu-
stöðum og vaktavinnustöðum án þess
að þeir fengju viðbótarfjármagn.
Hins vegar er ljóst að sumir vinnu-
staðir sem eru með sólarhringsvaktir
gætu þurft viðbótarfjármagn, en það
hefur legið fyrir frá upphafi,“ sagði
hún.
Þá nefndi Sonja síðustu ummæli
Hörpu um að tilraunaverkefnið hefði
bara náð til mjög afmarkaðs hóps.
Það hefði einnig verið rangt því verk-
efnið hefði náð til um fjórðungs allra
starfsmanna Reykjavíkurborgar, um
2.200 af þeim 8.500 starfsmönnum
sem starfa hjá borginni.
Ummæli Hörpu
óskiljanleg
BSRB hafnaði tilboðinu strax í vor
Sonja Ýr
Þorbergsdóttir
ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK