Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019
hann verður forsætisráðherra, og
þar er lýst nokkuð aðdragandanum
að þeirri embættisskipan,“ segir
Svanhildur, en þær dagbækur eru
aðgengilegar á vefnum.
Að auki má geta þess að Þórður
varðveitti mjög margt af því sem
honum áskotnaðist á lífsleiðinni, en
auk handritsins færði Guðfinna
safninu í gær matseðla úr ýmsum
opinberum kvöldverðum sem hún og
maður hennar sóttu vegna embættis
hans, en ekki er sjálfgefið að slíkar
heimildir séu varðveittar. Þá var
Þórður mikill áhugamaður um lýs-
ingar útlendinga á landinu, og varð-
veitir safnið því meðal annars bóka-
safn Þórðar með Íslandslýsingum,
sem og gömul Íslandskort.
Svanhildur segir að í þeim mun-
um sem Guðfinna gaf leynist mikill
fjársjóður fyrir sagnfræðinga fram-
tíðarinnar. „Já, það var allt geymt,“
segir Guðfinna að lokum.
og gerðar aðgengilegar á vef safns-
ins, almenningi og sagnfræðingum
til hagsbóta.
Matseðlar og Íslandsmyndir
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Guðfinna afhendir Borgarskjala-
safninu gögn úr fórum sínum, en
fyrsta afhendingin á skjölum þeirra
Björns og Þórðar fór fram árið 1998,
og skjalagjöfin í gær var hin tutt-
ugusta. Guðfinna hefur því á rúm-
lega tuttugu árum gefið skjalasafn-
inu um eina skjalagjöf á ári.
Svanhildur segir ekki algengt að
safninu berist svo stór skjalasöfn yf-
ir svo langan tíma, en auk skjala
þeirra feðga varðveitir safnið einnig
gögn Bjarna Benediktssonar eldri
og Ólafs Thors, formanna Sjálfstæð-
isflokksins, en þau bárust í einu lagi.
„Á meðal þess sem Guðfinna hef-
ur gefið okkur eru dagbækur Björns
Þórðarsonar frá árunum áður en
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Borgarskjalasafni Reykjavíkur
barst í gær merkileg gjöf, þegar
Guðfinna Guðmundsdóttir, ekkja
Þórðar Björnssonar ríkissaksókn-
ara, færði safninu handrit Þórðar að
sögu utanþingsstjórnarinnar 1942-
1944. Faðir Þórðar, Björn Þórð-
arson, var forsætisráðherra stjórn-
arinnar, og varðveitti Þórður skjöl
hans að honum gengnum. Uppkast
Þórðar er um 700 blaðsíður og er
geymt í tíu möppum.
„Hann skrifaði þetta allt og aflaði
sér upplýsinga og setti saman,“ seg-
ir Guðfinna, en Þórði entist ekki ald-
ur til þess að gefa handrit sitt út á
bók, líkt og hugur hans stóð til.
Hún segir að eitt af því sem hafi
hvatt Þórð til verksins hafi verið
vilji hans til þess að leiðrétta ýmsar
rangfærslur sem uppi hafa verið um
utanþingsstjórnina og störf föður
síns í henni. „Eitt af því sem sagt
hefur verið er að Björn hafi verið
lögskilnaðarmaður í sjálfstæðismál-
inu,“ segir Guðfinna. „En hið rétta
er að hann vildi fylgja því sem þjóð-
in kaus.“ Hún bætir við að Björn
hafi náð að sannfæra Svein Björns-
son, ríkisstjóra og síðar fyrsta for-
seta lýðveldisins, um að rétt væri að
slíta tengslin við Dani þegar árið
1944, frekar en að bíða fram yfir
stríðslok.
Svanhildur Bogadóttir borgar-
skjalavörður segir að safnið hafi
ekki tök á að gefa handrit Þórðar út
á bók, en að vilji standi til að allar
möppurnar tíu verði ljósmyndaðar
Morgunblaðið/Eggert
Skjalagjöfin Guðfinna Guðmundsdóttir, ekkja Þórðar Björnssonar ríkissaksóknara, afhendir hér Svanhildi Boga-
dóttur borgarskjalaverði handrit Þórðar að sögu utanþingsstjórnarinnar. Skjalasafn Þórðar er nú varðveitt þar.
Tuttugu skjalagjafir
á tuttugu og einu ári
Skjöl Björns og Þórðar varðveitt á Borgarskjalasafninu
Póstkort Þórður fékk þetta póstkort sent í tilefni lýðveldisstofnunarinnar.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Framkvæmdir við gamla kvenna-
klefann í Sundhöll Reykjavíkur eru
í undirbúningi að sögn Agnars
Guðlaugssonar, deildarstjóra
byggingardeildar Reykjavíkur-
borgar, en konur hafa þurft að
nota nýjan og tímabundinn
kvennaklefa frá því nýbygging
Sundhallarinnar var opnuð 3. des-
ember 2017.
Agnar segir að verið sé að
undirbúa pöntun nýrra flísa í
kvennaklefann og að hönnun hans
sé langt komin. Býst hann við að
framkvæmdir hefjist að fullu á
næsta ári.
Karlaklefinn hefur þegar verið
lagfærður og er í notkun en fram-
kvæmdum við hann lauk í vor.
Agnar segir að leki í gólfi karla-
klefans, sem er staðsettur beint
fyrir ofan gamla kvennaklefann, sé
ástæðan fyrir því að karlaklefinn
var kláraður fyrr. Segir hann að
nauðsynlegt hafi verið að lagfæra
gólfið í karlaklefanum áður en far-
ið var í að lagfæra kvennaklefann.
Þurfa að ganga utandyra
Nokkurrar óánægju hefur gætt
meðal kvenna sem hafa þurft að
nota nýjan, tímabundinn kvenna-
klefa í nýbyggingu Sundhall-
arinnar sunnan við útilaugina á
meðan gamli klefinn hefur verið
ónothæfur. Í grein eftir Eddu
Ólafsdóttur sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær, segir hún nýju
kvennaklefana hvorki sambærilega
við gömlu kvennaklefana né stand-
ist þær kröfur sem gera megi til
búnings- og baðklefa á nýjum
sundstað. Lýsir Edda þar yfir
óánægju sinni yfir að þurfa að
ganga nokkurn spöl utandyra,
þvert yfir útilaugasvæði Sundhall-
arinnar til að komast í gömlu inni-
laugina.
Ekki er boðið upp á einkaklefa í
nýju kvennaklefunum en slíkir
einkaklefar voru eitt af sérkennum
gamla kvennaklefans. Sigurður
Víðisson, forstöðumaður Sundhall-
arinnar, staðfestir við Morgun-
blaðið að margar konur sakni
þeirra. Hann segist þó vita til þess
að skiptar skoðanir séu á því
hvernig fólki líki breytingin og að
mörgum þyki nýi kvennaklefinn
jafnvel betri en sá gamli. Þó séu
margir sem vilji fá „gömlu Sund-
höllina sína“ aftur og eru ósáttir
við aðstöðuna og þá segist Sig-
urður skilja vel.
Framkvæmdir við
klefann í bígerð
Lagfæringar hefjast á næsta ári
Morgunblaðið/Hari
Sundhöllin Nýr kvennaklefi hefur
verið í notkun frá árslokum 2017.
Opinn fundur
— hlökkum til að sjá þig!
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir opn-
um fundi á Kjarvalsstöðum kl. 11:00. Á fundinum verður
farið yfir þau mál sem eru í brennidepli, samgöngumál sem og
önnur.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík,
fer yfir málin og svarar spurningum fundargesta. Að því loknu
gefst gestum tækifæri að ræða við borgarfulltrúana.
Sigríður Ásthildur Andersen, alþingismaður, stýrir fundinum.
Allir velkomnir!
Áætla má að kostnaður við að leggja
nýjan veg með bundnu slitlagi um
Vatnsnes kosti um 3,5 milljarða
króna. Vegurinn kemst reglulega í
fréttir vegna þess hversu illa hann
fer í rigningum og veldur heima-
mönnum og ferðafólki erfiðleikum.
Bundið slitlag liggur frá hringvegi
að Hvammstanga og fimm kílómetr-
um betur. Þá eru eftir 70 kílómetrar
fyrir nesið, að hringveginum á aust-
anverðu nesinu. Vegurinn er mjór
malarvegur, með útskotum til að
bílar geti mæst.
Gunnar H. Guðmundsson, svæðis-
stjóri Vegagerðarinnar á Akureyri,
segir að tekist hafi á undanförnum
árum að hafa gott malarslitlag á veg-
inum. Ekki verði þó við náttúruöflin
ráðið. Umferð sé þung og ómögulegt
að halda honum við í rigningatíð.
Um 400 bílar fara um Vatnsnes á
sólarhring á sumrin og er þetta með
umferðarþyngstu malarvegum á
landinu.
Ekki hægt að takmarka umferð
Vegagerðin telur ekki fært að tak-
marka umferð um veginn. Þá þyrfti
að velja hverjir fengju að aka um
hann og hverjum ætti að snúa frá.
Segir Gunnar að eina varanlega
lausnin sé að byggja veginn upp og
leggja á tvöfalt slitlag. Þurfi að
styrkja veginn, breikka í 6,5 metra,
rétta úr hlykkjum og jafna hæðir og
lægðir. Gróf kostnaðaráætlun bend-
ir til að heildarkostnaður gæti orðið
um 3,5 milljarðar króna.
Framkvæmdin er ekki á sam-
gönguáætlun ríkisins. Heimamenn
eru að þrýsta á um að hann komi inn
við endurskoðun áætlunarinnar sem
lögð verður fyrir Alþingi nú í haust.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hamarsrétt Ferðafólk eykur mjög álagið á Vatnsnesvegi.
Leggja þarf nýjan veg um Vatnsnes
70 kílómetra malarvegur Gæti kostað 3,5 milljarða Fjármögnun ekki á samgönguáætlun