Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mamma þínog pabbielska þig örugglega ekki,“ sagði í einum skila- boðunum. Önnur hvöttu viðtakandann til að taka eigið líf. Þessar ógeðfelldu orð- sendingar voru ætlaðar tíu ára gamalli stúlku og birtust á sam- félagsmiðli, sem ber nafnið Tik- Tok. Netið á sér margar skugga- hliðar og líkist iðulega rotþró þar sem birtist hatur, fyrir- litning og mannvonska. Það verður iðulega vettvangur ein- eltis og tilfellið hér að ofan, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, er dæmi um það. Á félags- vefnum hafði verið stofnuð sér- stök síða til að ofsækja stúlk- una. Í fréttinni kemur fram að á miðlinum TikTok deili fólk myndskeiðum og hann sé sér- lega vinsæll hjá börnum á grunnskólaaldri. Hver sem er geti skoðað hann og búið sér til nafnlausan aðgang. Segir að al- gengt sé að einelti fari þannig fram að stofnuð sé síða með nafni sem hefst á „hötum“ og endar á nafni viðkomandi. Síðan er hægt að tengja eineltissíðuna fórnarlambinu. Í fréttinni er rætt við móður stúlkunnar, Guðmundu Áróru Pálsdóttur. Hún segist hafa sett færslu um eineltið á félags- vefinn Facebook og þar hafi fjöldinn allur af ungmennum sett sig í samband við hana og lýst svip- aðri reynslu. „Dótt- ir mín er ekki sú eina sem er að ganga í gegnum þetta. Hún er bara dropi í hafið af börnum sem eru að lenda í neteinelti. Þetta á ekki að líð- ast,“ segir hún. Guðmunda segir dóttur sína áður hafa lent í einelti, en þá hafi verið hægt að takast á við það, ræða við foreldra og vinna úr vandanum því að það hafi ekki verið í gegnum netið, en nú sé það ekki hægt. „Það er ekk- ert hægt að gera og maður er orðinn voðalega berskjaldaður gagnvart þessu,“ segir hún. „Krakkar eru berskjaldaðir gagnvart netinu og gera sér ekki grein fyrir því hvað þetta er alvarlegt.“ Vefurinn TikTok hefur vaxið gríðarlega hratt. Misnotkun á honum er þekkt fyrirbæri og dæmin um einelti og kynferðis- lega áreitni mýmörg. Þótt fólk virðist vera tilbúið að láta ým- islegt flakka undir nafni á net- inu er eins og allar hömlur hverfi þegar nafnleysi veitir skjól. Eineltið á TikTok sýnir hvað það getur verið varasamt að bjóða upp á nafnleysi á net- inu. Það sýnir einnig að for- eldrar þurfa að halda vöku sinni og fylgjast með því sem börnin þeirra aðhafast á netinu. Nafnleysi á netinu býður upp á misnotkun} Berskjölduð börn Flestir muna hví-líkt áfall morð- ið á Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, var. Þau hjónin höfðu brugð- ið sér í kvikmyndahús og ósk- uðu ekki eftir fylgd öryggis- varða. En áfallið var ekki eingöngu vegna þess hver átti í hlut heldur hitt að slíkt gerðist í einu friðsælasta ríki veraldar, „vöggustofunni“ Svíþjóð. Við bættist að morðið upplýstist ekki þótt framið væri á fjölförn- um stað og milljörðum varið til rannsóknar þess. En nú er spurt hvers vegna ástandið í Svíþjóð er orðið eins og sést m.a. af lýsingu Gústafs A. Skúlasonar? „Í skotárás í Nacka nýverið gátu árásarmenn varla haldið á hríðskotabyssunum, þannig að kúlurnar „úðuðust“ um allt með þeim afleiðingum að nemandi í tónlistarskóla sem bjó mörgum hæðum frá jörðu missti sjónina á öðru auga, því hann var óvart heima, þegar árásarmennirnir komu við. Þá fékk saklaus leigu- bílstjóri „óvart“ kúlu í sig. Ekki er langt síðan að 18 ára stúlka í norðurhluta Stokkhólms var „óvart“ drepin því hún var heima þegar „heils- að“ var upp á þar sem hún bjó. Það sem slegið hefur Svía óhug er hrottaleg aftaka á ungri hjúkrunarkonu nýlega sem hélt á tveggja mánaða gömlu barni sínu í fanginu þeg- ar morðinginn skaut hana í höf- uðið á miðri götu um hábjartan dag í Malmö. Þá hafa spreng- ingar „óvart“ drepið og sært saklausa íbúa og vegfarendur sem voru á vitlausum stað á vit- lausum tíma. Lögreglan varar fólk við víða um land að vera á ferð eftir að rökkva tekur og biður fólk að vera vökult ef það sér grun- samlega „pakka“. Nú hefur lög- reglan í Stokkhólmi fengið að- stoð frá Bandaríkjunum í baráttunni við ofbeldið og fv. lögreglustjóri Rick Fuentas er (henni) innan handar. Í viðtali við Expressen segir Fuentes að lögreglan í Bandaríkjunum mæti ekki jafn miklu ofbeldi í formi sprengjuárása og gerist í Svíþjóð: „Ég sé ekki hand- sprengjuárásir, það hefur ekki gerst.““ Og hvers vegna er ekki sagt frá slíku í fréttum hér? Sárafáar fréttir berast af skelfilegri þróun í Svíþjóð} Vísvitandi þöggun? S jávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra tókst hið ómögulega í ræðu sinni við stefnuræðu forsætisráð- herra; að minnast hvorki á land- búnað né sjávarútveg. Ekki eitt orð um tvær af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar. Hvernig má það vera að ráðherra þessara atvinnugreina sjái ekki ástæðu til þess að fjalla um þær og þá framtíðarsýn sem hann hefur um þessar greinar? Hvernig er starfsumhverfi þeirra? Skattlagning? Sóknarfæri? Hættur og hindranir? Hversu umhverfisvænar eru þær? Ekkert af þessu rataði í ræðu ráðherra. Það er því afar freistandi að hugsa sem svo að ráð- herrann hafi litla eða enga framtíðarsýn fyrir landbúnað og sjávarútveg. Ef ráðherranum er ekki kunnugt um að hann er ekki búinn að uppfylla lagaskyldu sína þá er hon- um bent á það hér með. Samkvæmt lögum átti hann að vera búinn að skipa í verðlagsnefnd búvara 1. júlí sl. Hvers vegna hefur það ekki verið gert? Gerir ráðherrann sér ekki grein fyrir því hve mikilvægt það er fyrir land- búnaðinn að þessi nefnd virki? Við hljótum að kalla eftir skýringum á því hvers vegna það hefur ekki verið gert. Landbúnaður skiptir okkur höfuðmáli því áætlað er að íslenskur landbúnaður sjái Íslendingum fyrir helmingi þeirrar orku sem við neytum. Hann er umhverfisvænn og skilar okkur hollum gæðavörum. Það eru sóknarfæri í landbúnaði ef starfsumhverfið er bætt og ýtt enn frekar undir nýsköpun og samstarf innan greinarinnar. Land- búnaðurinn er ekki bara fyrir landsbyggðina því neyt- endur um allt land vilja góðar og hollar vörur en eðlisins vegna fer framleiðslan að mestu fram utan höfuðborgarsvæðisins. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu ger- um hins vegar ekki minni kröfur um gæði, hollustu og umhverfismál en íbúar lands- byggðarinnar. Því er mikilvægt að miðla til neytenda hvaðan varan kemur, hvert kolefn- isspor hennar er, hvaða lyf eru notuð við fram- leiðsluna o.s.frv. Árið 2017 var undirritaður fyrsti flutnings- maður frumvarps sem m.a. gerði ráð fyrir að fyrirtækjum í kjötiðnaði yrði heimilt að starfa saman líkt og heimilt er í mjólkuriðnaðinum. Aðrir þingmenn hafa síðan tekið málið upp, sem er fagnaðarefni. Íslenskur landbúnaður er í raun engum lík- ur m.a. vegna smæðar sinnar og fjarlægðar frá markaði sem gerir það að verkum að margs konar kostnaður er hlutfallslega hærri en í öðrum löndum. En á sama tíma er hann umhverfisvænn og framleiðslan heilsusamlegri en víða annars staðar. Samkeppnin við innfluttar verksmiðjuframleiddar landbúnaðarvörur er því skökk og við því þarf að bregðast. Ein leiðin er að heimila samstarf sem þýðir hagkvæmari iðnað sem ætti að skila bændum aukinni hlutdeild í verðlagningunni og neytendum um land allt áfram hollum og góðum mat- vælum ásamt stöðugleika í framboði. Veljum íslenskt. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Ekki orð um landbúnað eða sjávarútveg Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ekki er endilega víst aðmatvælasvindl hafi auk-ist á síðustu árum, enhins vegar hefur mála- flokkurinn fengið aukna athygli neytenda og eftirlitsaðila. Þá eru tæki og tól til að greina hugsanlegt svindl mun fullkomnari en áður, m.a til að greina hvort neytendur fái rétta tegund fisks eða kjöts afhenta eða hvort viðbætt efni séu í vörunni. Mörg dæmi eru um að langa eða eld- istegundin pangasius séu seld sem þorskur eða að hrossakjöt sé selt sem úrvals nautakjöt. Í næstu viku standa Matvæla- stofnun og Matís fyrir fræðslufundi um matvælasvindl. Fundurinn er hluti af þriggja ára norrænu verk- efni, sem styrkt er af norrænu ráð- herranefndinni. Sérstaklega eru boðaðir á fundinn fulltrúar mat- vælaeftirlits heilbrigðieftirlitsins, starfsmenn Matvælastofnunar, starfmenn Matís, ásamt fulltrúum frá Tollstjóraembættinu og Ríkis- lögreglu. Allar Norðurlandaþjóð- irnar, að Finnlandi undanskildu, koma að verkefninu og er mark- miðið að skilgreina sameiginlega túlkun á matvælasvindli og koma á samvinnu Norðurlanda í baráttunni við matvælasvindl, þvert á landa- mæri. 100 manna sérsveit Breta Jónas Viðarsson, fagstjóri hjá Matís, segir að athyglin á þessum málaflokki hafi aukist mjög í kjölfar hneykslis sem greint var árið 2013 þegar hrossakjöt var selt sem nautakjöt í Evrópu. Hann segir að Bandaríkjamenn séu komnir býsna langt í þessum efnum, en Bretar standi fremst og hafi m.a. sett á laggirnar 100 manna sérsveit sem fylgist með þessu vandamáli. Þar sé hart tekið á brotum og geti þau varðað sektum eða fangelsi. Mála- flokkurinn hafi verið skilgreindur sem sakamál í Bretlandi. Jónas rifjar upp að Matís hafi fyrir tveimur árum gert litla rann- sókn og farið á nokkur veitingahús og greint fisktegundir. Komið hafi í ljós að um fimmtungur sýna hafi verið ranglega merktur, oft hafi ódýrari tegund verið á boðstólum sem dýrari tegund. Í einu tilviki hafi til dæmis keila verið seld sem skötu- selur. Miklir hagsmunir Íslendinga felist í útflutningi á fiski og það geti hæglega haft miklar afleiðingar ef keppinautar erlendis kynni ódýrar eða óæðri fisktegundir sem verð- mætan þorsk. Neytendur geti orðið fráhverfir neyslu á fiski. Svindlað með sjávarfang Matís tók þátt í Evrópuverkefni um matvælasvindl, sem lauk á síð- asta ári. Á heimasíðu Matís segir m.a. um það verkefni: „Vörusvik í viðskiptum með matvæli eru stórt alþjóðlegt vandamál og eru sjávar- afurðir meðal þeirra matvæla sem mest er svindlað með. Rannsóknir benda meðal annars til þess að teg- undasvik eigi sér stað með um þriðj- ung sjávarafurða sem seld eru í mörgum af okkar helstu viðskipta- löndum. Það er því ljóst að hér er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir ís- lenska framleiðendur þar sem ís- lenskt sjávarfang á í samkeppni við „svikin matvæli“, auk þess sem „svikin matvæli“ eru hugsanlega seld sem íslensk framleiðsla.“ Þar kemur fram að það teljist einnig til matvælasvika þegar fiskur sé seldur undir fölsku flaggi, þar með talið afli frá sjóræningjaveið- um, ef nauðungarvinna er stund- uð við framleiðsluna og þar sem hreinlætiskrafna/matvæla- öryggis er ekki gætt. Betri tæki og aukin athygli á matarsvindl Jónas segir að matvælasvindl hafi lengi verið þekkt í ákveðn- um greinum. Hann nefnir í því sambandi framleiðslu og sölu á áfengi. Einnig hafi lengi verið svindl í gangi með sölu á olíum þar sem ódýrara hráefni hafi gjarnan verið selt sem ólífuolía. Einnig megi nefna að ákveðnir úrvalsbitar af nautakjöti standi stundum alls ekki undir nafni. „Eitt furðulegasta dæmi sem ég hef heyrt er frá Svíþjóð,“ segir Jónas. „Þar var svínakjöt selt sem nautakjöt og hafði lit- arefni verið sett í svínakjötið, sem var þar með orðið rautt á litinn. Ég hefði haldið að fólk áttaði sig á því hvort það borðaði naut eða svín, en þetta sýnir að margt er gert til að blekkja neytendur.“ Svínakjöt selt sem nautakjöt MARGT GERT TIL AÐ BLEKKJA NEYTENDUR Jónas Viðarsson Morgunblaðið/SÆ Fiskur og fiskur Dæmi eru um að ódýrari tegundir hafi siglt undir fölsku flaggi í verslunum og veitingahúsum. Miklir hagsmunir geta verið í húfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.