Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 33
HAUKAR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Karen Helga Díönudóttir, leikmaður
Hauka í handknattleik, vonast til
þess að gott undirbúningstímabil
liðsins muni skila sér inn í tímabilið.
Haukar hafa æft afar vel í sumar,
þar með talin Karen Helga, en liðið
endaði í fjórða sæti úrvalsdeild-
arinnar á síðustu leiktíð og féll úr
leik í undanúrslitum Íslandsmótsins
eftir tap gegn Val. Haukum er spáð
fimmta sæti af fyrirliðum og þjálf-
urum deildarinnar.
„Við erum gríðlega spenntar fyrir
komandi tímabili og þetta leggst
mjög vel í okkur. Árni Stefán þjálf-
ari hefur komið mjög vel inn í þetta
og sömu sögu er að segja um þær
Hörpu og Díönu aðstoðarþjálfara.
Við höfum unnið mjög vel saman í
allt sumar og lagt gríðarlega mikið á
okkur á þessu undirbúningstímabili.
Ég hef trú á því að það muni skila
okkur góðum árangri þegar líða fer
á tímabilið. Við fórum ekkert sér-
staklega vel af stað gegn Stjörnunni
en að sama skapi snýst þetta ekki
um að toppa í september. Við erum á
réttri leið og munum halda áfram að
vinna í okkar málum. Það má alveg
spá okkur fimmta sæti deildarinnar
en við ætlum okkur ekki að vera þar
og markmiðið er að fara hærra en
það.“
Leikstíll liðsins breyst
Nokkrar breytingar hafa orðið á
leikmannahópi Hauka í sumar og er
markahæsti leikmaður liðsins frá
síðustu leiktíð, Maria Ines, horfin á
braut.
„Það er mikill missir að þeim leik-
mönnum sem eru farnir frá okkur en
brotthvarf þeirra hefur gert það að
verkum að leikstíll liðsins hefur
breyst. Við erum bæði fljótari og ag-
aðri í sóknarleiknum en á síðustu
leiktíð. Þeir leikmenn sem við höfum
fengið inn líta mjög vel út og við er-
um með mjög spennandi leik-
mannahóp að mínu mati. Við erum
ekki alveg fullmannaðar þessa
stundina þar sem það eru tvær að
stíga upp úr meiðslum og við eigum
eftir að fá leikmann til okkar frá Sví-
þjóð. Það verður hins vegar gaman
að sjá hvað við getum gert þegar við
verðum komnar með fullmannað
lið.“
Haukar urðu síðast Íslandsmeist-
arar árið 2005 og því komin nítján ár
síðan liðið vann síðast þann stóra.
„Við höfum aðeins verið í sama
farinu, undanfarin ár, og ég tel að nú
sé tímabært fyrir okkur að taka
næsta skref. Umgjörðin er alltaf
geggjuð í Hafnarfirðinum og það er
mikil fjölskyldustemning á Ásvöll-
um. Allir sem standa í kringum fé-
lagið hafa staðið sig frábærlega und-
anfarin ár og krafan er alltaf sú
sama og það er að ná einhverjum al-
vöru árangri. Það er ekkert nema
gott um það að segja því þannig við
viljum við hafa þetta. Við ætlum
okkur stóra hluti á komandi tímabili
og við erum á mjög góðum stað í
dag.“
Markmið Hafnfirðinga fyrir tíma-
bilið eru skýr og liðið ætlar sér að
berjast í efri hluta deildarinnar.
„Ég á von á því að þetta verði
ágætis pakki og að deildin verði
mjög jöfn. Fram og Valur standa
kannski öðrum liðum framar eins og
staðan er í dag og hin liðin þurfa að
gefa aðeins í til þess að ná þeim.
Heilt á litið á ég von á því að þetta
verði hörð barátta og þá sérstaklega
um sæti í úrslitakeppninni. Tapið
gegn Val í undanúrslitum Íslands-
mótsins á síðustu leiktíð var mjög
sárt. Við settum í raun bara í fimmta
gír eftir þann leik og vonandi fáum
við annað tækifæri gegn þeim á
þessari leiktíð. Markmið númer eitt
tvö og þrjú er að fara í úrslitakeppn-
ina og við tökum svo stöðuna aftur
eftir það, þegar það markmið hefur
náðst,“ sagði Karen Helga.
Kröfurnar á
Ásvöllum að
ná árangri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Atkvæðamikil Hin 19 ára gamla Berta Rut Harðardóttir fór mikinn í liði
Hauka á síðustu leiktíð og var markahæst með 107 mörk í 21 leik.
Karen Helga telur að nú sé tíminn
fyrir Haukastúlkur að taka næsta skref
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019
Rjóminnaf ísnum
MARKVERÐIR:
Ástríður Glódís G. Huldudóttir
Saga Sif Gísladóttir
HORNAMENN:
Birta Lind Jóhannssdóttir
Helena Ósk Kristjánsdóttir
Margrét Björg Castillo
Ragnheiður Ragnarsdóttir
LÍNUMENN:
Alexandra Líf Arnarsdóttir
Ragnheiður Sveinsdóttir
Rakel Sigurðardóttir
ÚTISPILARAR:
Berglind Benediktsdóttir
Berta Rut Harðardóttir
Guðrún Erla Bjarnadóttir
Hekla Rún Ámundadóttir
Karen Helga Díönudóttir
Rósa Kristín Kemp
Sara Odden
Þórhildur Braga Þórðardóttir
Þjálfari: Árni Stefán Guðjónsson
Aðstoðarþjálfarar: Díana Guð-
jónsdóttir og Harpa Melsteð.
Árangur 2018-19: 4. sæti og und-
anúrslit.
Íslandsmeistarar: 1945, 1946,
1996, 1997, 2001, 2002, 2005.
Bikarmeistarar: 1997, 2003, 2006,
2007
Haukar töpuðu fyrir Stjörnunni
á heimavelli, 25:22, í 1. umferð
deildarinnar og mæta HK á úti-
velli á laugardag klukkan 16.
Lið Hauka 2019-20
KOMNAR
Berglind Benediktsdóttir frá Fram (lán)
Helena Ósk Kristjánsdóttir frá HK
Ragnheiður Ragnarsdóttir frá HK
Sara Odden frá Tyresö (Svíþjóð)
FARNAR
Maria Ines Da Silva Pereira í þýskt félag
Ramune Pekarskyte hætt
Vilborg Pétursdóttir í nám
Breytingar á liði Hauka
Haukar eru reynslunni ríkari eftir síðasta vetur.
Stelpur sem hafa spilað lengi saman og þekkja
hver aðra mjög vel.
Geta strítt öllum liðum á góðum degi, sér-
staklega ef markmennirnir ná sér á strik.
Áhugavert: Hvort Sara Odden nær að fylla skarð
Mariu, bæði sóknar- og varnarlega.
Guðríður Guðjónsdóttir
um Hauka
Ég var svo heppinn að vera
við störf þegar Víkingur R.
tryggði sér bikarmeistaratitil
karla í fótbolta um síðustu helgi
og þegar KR varð Íslandsmeist-
ari í vikunni.
Spjallaði ég við leikmenn í
algjörri sigurvímu eftir leikina
og var ekki annað hægt en að
samgleðjast þeim. Halldór
Smári Sigurðsson er einn þeirra
sem ég ræddi við eftir sigur
Víkings í bikarúrslitum. Halldór
er einn mesti Víkingur landsins
og fáir sem eiga jafn mikið skil-
ið að vinna titil með einu félagi
eins og Halldór með Víkingi.
Hann hefur gengið í gegnum
súrt og sætt.
Þriðjungur þeirra leikja
sem Halldór hefur spilað með
Víkingi hefur verið í 1. deildinni
og því ekki alltaf raunhæfur
möguleiki á titli. Þrátt fyrir það
hefur hann alla tíð haldið tryggð
við uppeldisfélagið.
Halldóri líkar greinilega vel
við bikarkeppnina því öll þrjú
mörk hans á ferlinum hafa kom-
ið í bikarkeppninni. Hann á enn
eftir að skora í deildarkeppni.
Vonandi tekst það áður en Hall-
dór kemst á sama aldur og Kári
Árnason og Sölvi Geir Ottesen.
Að sjá Rúnar Kristinsson
með tárin í augunum eftir að
KR tryggði sér Íslandsmeist-
aratitilinn var líka svakalegt.
Gleðin var ósvikin og tilfinning-
arnar tóku yfir. Það sýndi
hversu mikilvægur titillinn er
fyrir Rúnar og KR-inga, enda lið-
inu ekki endilega spáð svo góðu
gengi fyrir leiktíðina.
Það verður mjög áhugavert
að sjá hvað Rúnar gerir á næstu
mánuðum. Verður hann enn hjá
KR, eða leitar hugur hans út?
Ég held að Rúnar hafi alla burði
til að ná árangri í þjálfun er-
lendis.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is