Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019
✝ Einar Krist-insson fæddist
á Eyvindarstöðum í
Vopnafirði 17. mars
1932. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á
Sauðárkróki 3.
september 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Björg
Sigríður Einars-
dóttir, f. 9. júní
1901, d. 17. apríl 1981, og Krist-
inn Daníelsson, f. 9. október
1889, d. 13. október 1969.
Einar var næstyngstur af sjö
systkinum sem öll eru nú látin.
Þau eru Guðrún, f. 1920, d.
2013, Bergljót, f. 1921, d. 1996,
Margrét, f. 1922, d. 2010, Sig-
rún, f. 1924, d. 2004, Hallbjörn,
f. 1927, d. 2012, og yngstur var
Haukur, f. 1937, d. 1978.
Eiginkona Einars var Sigrún
Hróbjartsdóttir frá Hamri í
Hegranesi en leiðir þeirra lágu
fyrst saman er hann var við nám
í Bændaskólanum á Hólum í
Hjaltadal þar sem hún vann sem
ráðskona.
Sigrún fæddist 23. maí 1927
eiga þau Hafþór Breka og Sæ-
dísi Ebbu. Halldór, kvæntur
Jónínu Pálmarsdóttur og eiga
þau fjögur börn; Brynjar Snæ,
Sunnevu Dís, Karenu Sif og
Kristófer Orra. Svandís Ósk, í
sambúð með Jóhanni Þórði Ás-
mundssyni, sonur hennar er
Heiðar Leó. Yngst er Heiðrún
Helga. 3) Sævar, f. 11. júlí 1962,
kvæntur Unni Sævarsdóttur.
Börn þeirra eru Kristinn í sam-
búð með Ásdísi Helgu Arn-
ardóttur, börn þeirra eru Eyþór
Smári og Ingunn Ósk. Eyrún,
hennar sambýlismaður er Jón
Dagur Gunnlaugsson, dóttir
þeirra er María Sjöfn, fyrir átti
Unnur synina Gunnar Helga og
Ragnar Smára. Gunnar er
kvæntur Sigurlínu Hrönn Ein-
arsdóttur og eiga þau börnin
Einar Örn, Unni Maríu og Helgu
Hrönn. Kona Ragnars er Kol-
brún Stella Indriðadóttir, börn
þeirra eru Rakel Gígja og Indr-
iði Rökkvi. 4) Ragnar Þór, f. 25.
ágúst 1969, kvæntur Margréti
B. Arnardóttur. Dætur þeirra
eru Rebekka Dröfn og Tanja
Kristín, fyrir átti Ragnar synina
Kristþór og Gísla Felix. Samtals
eru barnabarnabörnin nítján.
Útför Einars fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 20.
september 2019, klukkan 14.
og lést 16. október
2015. Foreldrar
hennar voru Vil-
helmína Helgadótt-
ir, f. 1894, d. 1986,
og Hróbjartur Jón-
asson, f. 1893, d.
1979.
Einar og Sigrún
gengu í hjónaband
26. desember 1954
og voru þau bænd-
ur á Hamri allan
sinn starfsaldur, síðustu tvö ævi-
árin dvaldi Einar á dvalarheim-
ili aldraðra á Sauðárkróki.
Börn þeirra eru: 1) Björg
Kristín, f. 30. júní 1957, gift Ósk-
ari F. Halldórssyni. Börn þeirra
eru Sigrún Svanhvít, gift Ön-
undi Hafsteini Pálssyni, og eiga
þau dæturnar Magneu Björgu
og Védísi Ósk. Einar Haukur
kvæntur Guðrúnu Þuríði Hösk-
uldsdóttur, þeirra dætur eru
Sigríður Sóllilja og Helga Mar-
grét. Ingvi Þór, sambýliskona
hans er Rakel Ýr Jakobsdóttir.
2) Ásdís, f. 27. febrúar 1959, gift
Svanlaugi H. Halldórssyni. Börn
þeirra eru Einar, hans sambýlis-
kona er Bylgja Ösp Pedersen og
Þegar ég nú kveð föður minn
hinstu kveðju er mér efst í
huga þakklæti.
Þakklæti fyrir allt sem for-
eldrar mínir voru mér alla tíð.
Þakklæti fyrir að fá að alast
upp við öryggi og eiga góðar
minningar um hamingjuríka
bernskudaga. Það eru viss for-
réttindi að fá að alast upp í
sveit og eru margar minningar
tengdar því umhverfi.
Pabbi var mikill náttúruunn-
andi og dýravinur, kindurnar
voru alltaf í mestu uppáhaldi og
voru þær mjög gæfar og hænd-
ar að honum og þekkti hann
þær allar með nafni.
Pabbi var fæddur og uppal-
inn á Eyvindarstöðum í Vopna-
firði og talaði hann oft um dal-
inn sinn fyrir austan og sagði
okkur sögur frá uppvaxtarárum
sínum, þar sem veðrið var alltaf
svo gott. Það vakti því undrun
okkar krakkanna þegar við fór-
um í fyrsta skiptið í heimsókn
til Vopnafjarðar að það skyldi
rigna allan tímann sem við
stoppuðum. En þær hlýju mót-
tökur sem við fengum hjá afa
og ömmu á Eyvindarstöðum
gleymast ekki og öll vorum við
leyst út með nýjum lopapeys-
um.
Þegar börnin mín voru að
alast upp áttu þau því láni að
fagna að fá að vera af og til í
sveitinni hjá ömmu og afa, það
var þeim dýrmætur tími að fá
að stússa í útiverkunum með
afa og fara með ömmu í gróð-
urhúsið og tína jarðarber og
taka upp gómsætar gulrætur
og ekki má gleyma öllum sög-
unum og ævintýrunum sem
amma kunni svo vel að segja,
það var eins og hún hefði alltaf
tíma.
Þegar halla tók undan fæti
hjá pabba fyrir tveimur árum
fékk hann pláss á dvalarheimili
aldraðra hér á Sauðárkróki.
Það reyndist honum erfitt í
fyrstu að flytja úr sveitinni sem
var honum svo kær og vildi
hann alltaf fá að fylgjast með
og spurði mig oft að því hvað
„þeir“ væru nú að gera og átti
þá við þá bændur á Hamri,
Sævar og Kristin. Langafa-
börnin voru hænd að honum
eins og barnabörnin og voru
það hans bestu stundir þegar
litla fólkið kom að heimsækja
hann á dvalarheimilið. Ég vil
þakka öllu því ágæta fólki sem
þar vinnur fyrir góða umönnun
og hlýhug í hans garð. Ég trúi
því að nú séu þau pabbi og
mamma saman á ný og hafi það
fínt í Sumarlandinu.
Með hjartans þökk fyrir allt.
Björg Kristín.
Afi var stór faðmur og hlýtt
bros, hafragrautur í morgun-
mat, pípulykt í Gamla rauð, sér-
stakt jafnaðargeð og væntum-
þykja á dýrum, hákarl og
bismarkmolar, spjall um veðrið
og sprettu á grasi, bíltúrar án
þess að hann léti vita af sér og
súkkulaðiskúffa handa langafa-
börnunum.
Við sjáum þig á tröppunum á
Hamri og þú veifar okkur bless.
Takk fyrir okkur.
Einar Haukur og fjölskylda.
Það er mér minnisstætt að
vakna á sólríkum sumardegi,
stökkva fram úr rúminu og gá
hvort rauði pallbíllinn Einars
afa standi ekki enn á hlaðinu.
Það átti nefnilega að fara að
vitja um í vötnunum og kannski
fengi ég að stýra bílnum þegar
við keyrðum niðureftir. Silungs-
aflinn var oftast drjúgur enda
var afi glöggur á hvar væri best
að draga fyrir, soðinn silungur
og nýuppteknar kartöflur voru
svo borin á borð af ömmu í há-
deginu.
Já þær eru sko ófáar minn-
ingarnar sem skjóta upp koll-
inum þegar hugsað er til baka
enda voru afi og amma dugleg
að leyfa okkur systkinunum á
Hamri að taka þátt í hinum
daglegu störfum í sveitinni. Það
eru forréttindi að hafa fengið
að alast upp í skjóli ömmu og
afa, þau kenndu okkur svo
margt nytsamlegt og voru dug-
leg að fræða okkur um gamla
tímann.
Afa þótti sérstaklega vænt
um gömlu sveitina sína, Ey-
vindarstaði í Vopnafirði, og
sagði hann okkur gjarnan sögur
af búskapnum fyrir austan.
Hugurinn leitaði oft heim en
þrátt fyrir það sagðist hann
hvergi annars staðar vilja búa
en á Hamri, þar sem hann
byggði upp sitt bú með ömmu
og bjó bróðurpart ævinnar.
Sigrún amma og Einar afi
voru einstaklega samrýnd hjón
og þegar amma kvaddi var líkt
og hluti af afa hefði kvatt sömu-
leiðis. Róðurinn þyngdist hjá
gamla manninum og þótt við
fjölskyldan gerðum okkar besta
til að aðstoða og vera til staðar
fyrir hann var enginn sem gat
fyllt það stóra skarð sem amma
skildi eftir.
Elsku afi, vinátta okkar var
sterk og þú passaðir alla tíð vel
upp á stelpuna þína. Þú varst
alltaf tilbúinn að rétta hjálp-
arhönd og er ég þér innilega
þakklát fyrir allt sem við höfum
brallað saman í gegnum tíðina.
Það er sárt að kveðja, en ég
veit að nú eruð þið amma sam-
einuð á ný.
Elsku afi „það þarf fólk eins
og þig fyrir fólk eins og mig“.
Þín
Eyrún Sævarsdóttir.
Einar bóndi Kristinsson á
Hamri í Hegranesi er fallinn í
valinn. Síðustu mánuðina hefur
hann verið á Dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki, þar sem
honum leið eins vel og kostur
var miðað við hans heilsufar.
Einar var kvæntur Sigrúnu
Hróbjartsdóttur frá Hamri, og
bjuggu þau allan sinn búskap
þar á bæ, fyrst í félagsskap við
foreldra Sigrúnar og bræður
hennar, en þau tóku síðar alfar-
ið við öllum búrekstri en undir
það síðasta sem þau voru við
búskap voru þau í félagi við son
sinn Sævar og konu hans og
þeirra afkomendur.
Sigrún lést árið 2015 og það
var öllum ljóst að Einari fannst
lífið ansi litlaust eftir að hennar
naut ekki lengur við, enda hafði
hjónaband þeirra verið einstak-
lega farsælt og traust.
Einar var með hæstu mönn-
um vexti, fríður sýnum og karl-
mannlegur, frekar fámáll og
hafði sig lítt í frammi í fjöl-
menni, en gat verið ræðinn og
skemmtilegur í einkasamtölum.
Öll hans búsumsvif og athafnir
allar einkenndust af stakri
reglusemi, vinnusemi og snyrti-
mennsku svo af bar, enda er
búið á Hamri með þeim snyrti-
legustu og glæsilegustu sem sjá
má í Skagafirði.
Því merki hafa núverandi
bændur, Sævar sonur Einars
og Sigrúnar ásamt Unni konu
sinni og síðustu árin í félagi við
son sinn og tengdadóttur, hald-
ið dyggilega á lofti, ræktað
jörðina og byggt m.a. nýtt og
glæsilegt fjós með öllum nýj-
asta búnaði.
Einar var afskaplega vand-
aður og áreiðanlegur maður í
öllum samskiptum og voru orð
hans ekki síðri en skjalfestir
samningar hjá öðrum. Hjálp-
samur var hann og greiðvikinn
og til hans var gott að leita
þegar þörf krafði. Þeir eigin-
leikar hafa svo vissulega erfst
hjá afkomendum þeirra hjóna.
Einar Kristinsson er kvadd-
ur að leiðarlokum með virðingu
og þökk fyrir vináttu og góða
viðkynningu, um leið og fjöl-
skyldunni er vottuð innileg
samúð.
Guðbrandur Þ.
Guðbrandsson.
Ég kynntist Einari á Hamri
vorið 1974, þegar ég var 10 ára
gamall.
Leikfélagi úr blokkinni í
Reykjavík hafði verið í sveit á
öðrum bæ í Hegranesi og ég
nauðað í foreldrum mínum þar
til fundin hafði verið vist fyrir
mig á Hamri. Þetta þætti jafn-
vel einkennileg ráðstöfun í dag,
því mín fjölskylda þekkti ekk-
ert til á svæðinu eða til þess
fólks sem ég átti að dvelja hjá
og hafði engin tengsl þangað.
Mér er minnisstætt þegar
Einar tók á móti mér með sínu
hlýlega og brosmilda viðmóti,
þegar ég kom einn með flugi til
Sauðárkróks. Ég bar strax
traust til þessa hávaxna og
hraustlega manns, sem sjálfur
var þá ekki nema liðlega fer-
tugur.
Er skemmst frá því að segja
að það var mikil gæfa fyrir mig
að fá að dvelja næstu sumur hjá
því einstaka sómafólki sem þau
voru, hjónin Sigrún Hróbjarts-
dóttir, sem lést 2015, og Einar
Kristinsson. Mynduðust tengsl
við heimilið og annað gott fólk á
svæðinu sem hafa haldist æ síð-
an.
Einar var framúrskarandi
bóndi og það var ávallt vel búið
á Hamri og af miklum hygg-
indum. Góður bragur á öllu og
snyrtimennska í hávegum höfð.
Einar var laghentur og vel bú-
inn tækjum til viðhalds, meðal
annars á öllum vélakosti. Var
hann ávallt tilbúinn að liðsinna
öðrum í þeim efnum eins og
fleirum.
Fannst mér reyndar
skemmtilegt að sjá í heimsókn
fyrir fáum árum hvað tækja-
áhuginn var víðtækur, þegar
Einar bóndi sat spenntastur
allra yfir formúlukappakstrin-
um í sjónvarpinu.
Ég hef verið svo heppinn á
lífsleiðinni, ekki síst á mótunar-
árum, að kynnast, auk foreldra
minna, góðu fólki sem ég gat
litið upp til og reynt að taka
mér til fyrirmyndar. Í þeim
hópi hefur Einar á Hamri alltaf
verið mér ofarlega í huga.
Hann var mjög góður maður.
Því miður get ég ekki verið
við jarðarför Einars vegna
ferðalags erlendis.
Fjölskyldu Einars og öðrum
ástvinum votta ég mína dýpstu
samúð.
Ari Edwald.
Einar Kristinsson
✝ Viðar Garðars-son fæddist 24.
október 1939 á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri. Hann lést
á Landspítalanum 4.
september 2019.
Foreldrar Viðars
voru hjónin Garðar
Guðjónsson, f. 7.4.
1912, d. 15.12. 1995,
bifreiðastjóri, og
Freyja Eiríksdóttir,
f. 27.8. 1915, d. 23.1. 2000, verka-
kona.
Systir Viðars: Ása Bryndís
Garðarsdóttir, f. 28.4. 1949;
skrifstofumaður, búsett í Reykja-
vík.
Viðar kvæntist Sonju Olsen
Garðarsson, f. 12.8. 1941 í Nor-
egi, húsfreyju, árið 1962. Börn
Viðars og Sonju eru 1) Jón Garð-
ar, f. 12.8. 1962, hótelstarfs-
maður, búsettur í Reykjavík; 2)
Viðar Freyr, f. 16.12. 1963, versl-
unarmaður, búsettur á Akureyri.
Maki Jaruek Intharat, f. 31.3.
1973. Börn: Viðar Tiger, f. 10.6.
2008, og Natalie Freyja, f. 12.9.
2014; 3) Signe, f. 12.5 1966, versl-
unareigandi, búsett í Kópavogi.
Maki: Heiðar Ingi Ágústsson, f.
10.6. 1968. Börn: Íris Kara, f.
tækið Skíðaþjónustuna á Akur-
eyri sem hóf sölu á skíðabúnaði,
hjólum og tengdum vörum og
þjónustu. Fyrirtækið byrjaði
smátt í bílskúrnum heima við í
Kambagerðinu en stækkaði fljótt
og fluttist árið 1983 í eigið hús-
næði á Fjölnisgötu þar sem versl-
unin hefur verið starfrækt æ
síðan.
Skíði, skíðabúnaður og að-
stæður til skíðaiðkunar áttu hug
Viðars alla tíð, hann stundaði
skíðaíþróttina af miklu kappi og
var m.a. Íslandsmeistari í flokka-
svigi. Viðar var frumkvöðull í
skíðaíþróttinni og tók þátt í upp-
setningu á fyrstu skíðalyftu
Akureyringa, toglyftu í Hlíðar-
fjalli, sem var knúin áfram með
gömlum mótor úr Mjólkur-
samlagi KEA. Viðar átti einnig
farsælan feril sem skíðaþjálfari
til margra ára. Viðar var sæmd-
ur gullmerki Skíðasambands Ís-
lands fyrir óeigingjarnt starf í
þágu skíðaíþróttarinnar. Hann
hlaut einnig viðurkenningu
Íþróttaráðs Akureyrar fyrir
störf að félags-, íþrótta- og æsku-
lýðsmálum og athafna- og ný-
sköpunarverðlaun Akureyrar
2011 fyrir framúrskarandi þjón-
ustu, þrautseigju og góðan rekst-
ur fyrirtækis.
Útförin fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 20. september
2019, klukkan 13.30.
25.7. 1989; Sunna
Rún, f. 14.7. 1995,
og Bryndís Eva, f.
20.12. 1997. Lang-
afabörn, börn Ír-
isar og Magnúsar
Þórs Magnússonar,
Karí, f. 2.6. 2015,
og Sara, f. 1.6 2017.
4) Bryndís, f. 11.12.
1970, verslunar-
maður, búsett á
Akureyri. Maki:
Aðalsteinn Helgason, f. 8.11
1971. Börn: Elmar Þór, f. 16.2.
1995; Viðar Óli, f. 24.8. 1998, og
Sonja Marín, f. 18.7. 2004; 5)
Margrét Sonja, f. 17.5. 1974,
viðskiptafræðingur, búsett á
Akureyri. Maki: Árni Kristinn
Skaftason, f. 27.2. 1979. Börn:
Kara Margrét, f. 18.1. 2009;
Maron Már, f. 5.5. 2012, og
Lovísa Mía, f. 8.1. 2014.
Viðar gekk í Barnaskóla
Akureyrar og Gagnfræðaskóla
Akureyrar. Hann lauk prófi sem
mjólkurfræðingur frá Statens
Meieriskole í Þrándheimi í Nor-
egi árið 1962. Viðar vann sem
mjólkurfræðingur í ostagerð hjá
Mjólkursamlagi KEA frá ár-
unum eftir nám til ársins 1982.
Árið 1980 stofnaði Viðar fyrir-
Einstakur vinur okkar, Viddi
Garðars, er fallinn frá. Vidda
kynntumst við þegar hann var
skíðaþjálfari okkar hjá Skíða-
ráði Akureyrar þar sem hann
var aðalþjálfari til margra ára.
Sem þjálfari var hann þolin-
móður og hvetjandi og hafði
alltaf tíma fyrir okkur unga
fólkið. Hann náði miklum ár-
angri með sitt fólk og lagði
grunninn að eftirtektarverðum
árangri akureyrskra skíða-
manna á árunum 1970-1980. Ár-
angurinn sem hann náði með
sínu fólki á Skíðalandsmóti Ís-
lands á Siglufirði árið 1973
verður sennilega aldrei endur-
tekinn en þá hreppti félagið öll
verðlaun sem í boði voru í alpa-
greinum. Viðar var hlédrægur
en á þessu móti brosti hann alla
daga og var stoltur af sínu fólki.
Viddi hélt úti æfingum í öll-
um veðrum og sagði að við
myndum bara herðast við það.
Við byggjum á Íslandi og þyrft-
um að geta tekist á við snjó-
komur og storma. Hann þýddi
yfir á íslensku norsk hefti um
skíðaþjálfun og það gerði hann
til að gera okkur að betri skíða-
mönnum. Þegar skíðakeppni
var fram undan byrjaði hann
viku áður að undirbúa okkur
fyrir keppnisdagana. Við áttum
að hugsa um keppnisbrekkurn-
ar, fá upp keppnisákafann og
vera andlega tilbúin þegar að
starti kæmi. Hann var líka okk-
ar sálfræðingur.
Viddi lagði áherslu á sam-
veru okkar iðkenda og í lok æf-
inga var ósjaldan legið í skíða-
brekkunum, horft á fallegan
stjörnubjartan himininn eða
norðurljósin. Þessar stundir eru
okkur ógleymanlegar.
Þegar þjálfunarferlinum lauk
setti Viddi á stofn Skíðaþjón-
ustuna sem hann rak allar göt-
ur síðan.
Þarna var gott að koma og
eiga fjöldamargar fjölskyldur
hér á Akureyri og á landinu öllu
honum mikið að þakka. Þarna
var hægt að koma með eldri út-
búnað, skíði eða hjól, og skipta
út fyrir stærra eða nýrra.
Oft á tíðum borguðu menn
eftir efnum og aðstæðum og
ósjaldan borgaði hann með sín-
um viðskiptamönnum.
Viddi gat verið svolítið þver
og var ekki mikið að nýta sér
nýjustu tækni. Hann var með
borðsíma og svaraði ekkert of
oft í hann, viðskiptavinirnir
gátu bara komið á staðinn, og
það gerðu þeir líka. Hann
geymdi nótur og reikninga í
rassvasanum og okkur er sagt
að hann hafi ávallt vitað hvaða
vörur hann fékk og hversu mik-
ið, þótt skráningin væri ekki
nema í hausnum á honum.
Hann borgaði alla reikninga á
réttum tíma og vissi nákvæm-
lega hvað hann skuldaði. Tölvur
nýtti hann sér ekki, treysti á
minnið. Viddi var nýtinn og
nægjusamur og getum við sem
erum honum yngri margt af
honum lært.
Viddi flutti allar sínar vörur
um bæinn á hvítum gömlum
Volvo-bíl. Þegar þessi bíll var á
götum bæjarins var eins og
hann væri bílstjóralaus, en
Viddi sat nú samt undir stýri,
sást bara voðalega lítið.
Nú hefur þessi bíll lokið sínu
hlutverki, hann komst ekki í
gegnum síðustu skoðun, og það
hefur kær vinur okkar líka
gert. Þeirra lífsgöngu lauk á
svipuðum tíma.
Kæri vinur, við þökkum þér
samfylgdina og allt sem þú
kenndir okkur.
Sonju og allri fjölskyldunni
vottum við samúð okkar.
Margrét Baldvinsdóttir,
Tómas Leifsson.
Það var mikil blessun fyrir
mig þegar leiðir okkar Vidda
lágu saman í Hlíðarfjalli, ég þá
15 ára unglingur sem hafði ný-
verið eignast þrjár vinkonur
sem allar hétu Margrét og voru
þær mjög góðar á skíðum, sjálf
kunni ég nánast ekkert fyrir
mér í þeirri íþrótt. Skíðafólkið í
Hlíðarfjalli tók einstaklega vel
á móti mér sem nýliða í hóp
þeirra og þar var Viddi fremst-
ur í flokki með sitt ljúfa og
hlýja viðmót sem einkenndi
hann alla tíð. Hann kenndi mér
á skíði, kenndi mér að njóta
lífsins í Hlíðarfjalli með þeim
góðu félögum og vinum sem
vöndu komur sínar þangað bæði
seint og snemma í hvaða verðri
sem var. Þarna eignaðist ég
góða vini og hafði þessi tími
mótandi áhrif á líf mitt. Vin-
áttubönd mín við Vidda rofnuðu
aldrei, hann fylgdist af áhuga
og einlægni með lífshlaupi
mínu, barna minna og barna-
barna og sýndi okkur öllum ein-
stakt traust og virðingu, fyrir
það hef ég ætið verið honum
þakklát.
Blessuð sé minning Viðars
Garðarssonar. Votta ég Sonju
og afkomendum þeirra hjóna
samúð mína og megi þau öll
eiga farsælt líf.
Guðrún Frímannsdóttir.
Viðar Garðarsson