Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 20. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Baráttunni, ef baráttu skyldi kalla, um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu árið 2019 er lokið. KR er Íslandsmeistari í 27. sinn en þetta varð ljóst eftir 1:0-sigur liðs- ins gegn Val á Hlíðarenda á mánu- daginn síðasta. Breiðablik var eina liðið sem gat náð KR að stigum fyrir 20. umferð deildarinnar. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, gerði hins vegar út um Íslandsmeistaravonir Breiðabliks þegar hann ákvað að taka Brynjólf Darra Willumsson af velli á 86. mínútu gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli og setja Guðmund Böðvar Guðjónsson inn á í stöðunni 1:1 en það urðu lokatölur leiksins. Vesturbæingar eru vel að sigr- inum komnir en liðið fagnaði síðast Íslandsmeistaratitli árið 2013, þá einmitt undir stjórn Rúnars Krist- inssonar. Rúnar hefur nú fjórum sinnum landað þeim stóra, einu sinni sem leikmaður Vesturbæjar- liðsins, og þrívegis sem þjálfari liðs- ins. Það voru einhverjir KR-ingar sem stungu upp á því eftir að úrslit Íslandsmótsins lágu fyrir á mánu- daginn að verðlaunaféð yrði notað til þess að reisa gullstyttu af Rúnari fyrir utan Meistaravelli, heimavöll KR-inga. Frábær hugmynd sem á fyllilega rétt á sér. Misgáfulegar hlaðvarpsveitur töluðu um Íslands- meistarana sem „Elliheimilið Grund“ fyrir mót sökum hás með- alaldurs KR-liðsins. Það heyrist lítið úr þeim galtómu tunnum í dag. Stöðugleiki er orð sem ekkert lið í efstu deild karla getur státað af í sumar, nema KR. Að ná upp stöð- ugleika innan leikmannahópsins og liðsins er í verkahring þjálfarans. Varnarleikurinn hefur verið í fyr- irrúmi en það er oftast lykillinn að stöðugleika. Liðið hefur haldið marki sínu hreinu í átta leikja sinna í deildinni í sumar og þótt það séu lið í deildinni sem hafa skorað fleiri mörk en KR skiptir það engu máli þegar allt kemur til alls. Rúnar Kristinsson er maðurinn, Vesturbærinn er staðurinn og önn- ur lið þurfa að gjöra svo vel og mæta til leiks næsta sumar ef titill- inn á að yfirgefa Meistaravelli. Markasjúki Eyjamaðurinn  Enski framherjinn Gary Mart- in var besti leikmaður 20. umferðar að mati Morgunblaðsins. Martin gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir ÍBV í 6:4-tapi gegn FH á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði en afrekið er sérstakt að mörgu leyti. Eyjamenn fóru í þriggja tíma lúx- ussiglingu frá Eyjum til Þorláks- hafnar fyrir leik. Martin var að skora mörk númer sjö, átta og níu í sumar fyrir Eyjamenn í 10 leikjum en alls hefur hann skoraði 11 mörk í deildinni í sumar í 13 leikjum fyrir bæði ÍBV og Val. Af þeim 20 mörkum sem ÍBV hef- ur skorað í deildinni í sumar hefur enski framherjinn því skorað 45% þeirra. Að skora níu mörk fyrir hvaða lið sem er er vel af sér vikið en að gera það fyrir fallið ÍBV-lið sem hefur ekkert getað í sumar er annað. Þá má alveg nefna það sér- staklega að Keflavík, sem féll úr deildinni síðasta sumar með fjögur stig, skoraði 11 mörk. Gary er næst- markahæsti leikmaður deildarinnar með 11 mörk, einu marki minna en Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, en tölfræði framherj- ans á Íslandi er ótrúleg. Hann á að baki 106 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 54 mörk. Hafnfirðingurinn fljúgandi  FH-ingurinn Jónatan Ingi Jónsson var besti ungi leikmaður 20. umferðar að mati Morgunblaðs- ins. Kantmaðurinn öflugi átti mjög góðan leik þegar FH vann 6:4-sigur gegn ÍBV í markaleik á Kapla- krikavelli. Jónatan Ingi lagði upp þrjú mörk í leiknum en hann lék all- an tímann á hægri kantinum hjá Hafnfirðingum. Jónatan Ingi gekk til liðs við FH í apríl 2018 eftir þrjú ár í atvinnu- mennsku með AZ Alkmaar í Hol- landi en hann er tvítugur. Hann skrifaði undir nýjan eins árs samn- ing við fimleikafélagið í byrjun júní á þessu ári en hann hefur komið við sögu í 19 leikjum með FH í deildinni í sumar þar sem hann hefur skorað eitt mark. Þá á hann að baki 33 leiki í efstu deild fyrir FH þar sem hann hefur skorað þrjú mörk. Jónatan Ingi hefur verið fasta- maður í U21 árs landsliði Íslands að undanförnu en hann á að baki sjö leiki fyrir liðið þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Á eftir Andra og Hemma Daninn Morten Beck Guldsmed gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir FH gegn ÍBV. Morten Beck skoraði einnig þrennu fyrir FH gegn Stjörnunni í þar síðustu umferð. Sá síðasti til að leika þenn- an leik var Andri Sigþórsson árið 1997. Þar á undan var það Hermann Gunnarsson heitinn árið 1973. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Kristinn Jónsson, KR 17 Óskar Örn Hauksson, KR 16 Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK 15 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 15 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi R. 14 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 14 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik 13 Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 12 Marcus Johansson, ÍA 11 Ásgeir Marteinsson, HK 11 Einar Logi Einarsson, ÍA 11 Helgi Valur Daníelsson, Fylki 11 Birkir Valur Jónsson, HK 11 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki 11 Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylki 10 Steven Lennon, FH 10 Daði Ólafsson, Fylki 10 Brandur Olsen, FH 10 Guðmundur Kristjánsson, FH 10 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 12 Gary Martin, ÍBV/Val 11 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 11 Steven Lennon, FH 9 Geoffrey Castillion, Fylki 9 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 9 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8 Patrick Pedersen, Val 7 Óskar Örn Hauksson, KR 7 Pálmi Rafn Pálmason, KR 7 Markahæstir KR 111 HK 102 Breiðablik101 Fylkir 94 FH 93 Stjarnan 93 Víkingur R. 93 ÍA 88 KA 85 Valur 84 Grindavík 76 ÍBV 59 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 20. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 10 Björn Daníel Sverrisson, FH 10 Elias Tamburini, Grindavík 10 Ágúst Eðvald Hlynsson, Víkingi 10 3-5-2 Arnar Freyr Ólafsson HK Gary Martin ÍBV Finnur Tómas Pálmason KR Ólafur Ingi Skúlason Fylki Brynjar Gauti Guðjónsson Stjörnunni Morten Beck Guldsmed FH Tryggvi Hrafn Haraldsson ÍA Jónatan Ingi Jónsson FH Helgi Valur Daníelsson Fylki Höskuldur Gunnlaugsson Breiðabliki Pablo Punyed KR 23 22 4 3 2 2 5 5 3 Stöðugleiki KR einsdæmi  Vesturbæingar verðugir Íslandsmeistarar  Kjarklausir Blikar gáfust upp  Hafnfirðingar nálgast Evrópu  Grindvíkingar þurfa kraftaverk Ljósmynd/Sigfús Gunnar Bestur Gary Martin skoraði þrennu fyrir ÍBV gegn FH í Kaplakrika. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Efnilegur Jónatan Ingi Jónsson lagði upp þrjú mörk gegn ÍBV. HANDBOLTI Þýskaland Bergischer – Kiel................................. 29:34  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer og Ragnar Jóhannsson 3.  Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 1 mark fyrir Kiel. Balingen – Wetzlar.............................. 33:34  Oddur Gretarsson skoraði ekki fyrir Balingen. Stuttgart – Hannover-Burgdorf........ 23:28  Elvar Ásgeirsson skoraði 3 mörk fyrir Stuttgart. Danmörk Bikarkeppni, 8-liða úrslit: Esbjerg – Herning-Ikast..................... 25:26  Rut Jóns skoraði ekki fyrir Esbjerg. Svíþjóð Skuru – Västerås ................................. 31:17  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Skuru. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Kórinn: HK/Víkingur – Þór/KA ..........19:00 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍA.............19:15 Ásvellir: Haukar – ÍR ...........................19:15 Kópavogsvöllur: Augnablik – Fjölnir..19:15 Varmárvöllur: Afturelding – FH .........19:15 Eimskipsvöllur: Þróttur – Grindavík ..19:15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Grill 66-deildin: Fylkishöll: Fylkir – HKU..........................19 Víkin: Víkingur – Selfoss ......................19:30 1. deild karla: Grill 66-deildin: Laugardalshöll: Þróttur – Fjölnir U ...19:30 Kaplakriki: FH U – Þór ............................20 TM Höllin: Stjarnan U – Valur U.............20 Ásvellir: Haukar U – Grótta......................20 KA-heimilið: KA U – Víkingur.............20:30 Í KVÖLD! Spánn B-deild: Real Oviedo – Extremadura ...................1:1  Diego Jóhannesson lék allan leikinn með Real Oviedo. Katar Al-Arabi – Al Shahaniya..........................2:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið sem er efst í deildinni. Danmörk B-deild: Vejle – Roskilde ....................................... 2:0  Kjartan Henry Finnbogason lék fyrstu 86 mínúturnar með Vejle. Viborg – Vendsyssel................................ 1:1  Ingvar Jónsson var varamarkvörðurVi- borg í leiknum. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.