Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Dánartíðni barna undir fimm ára aldri og kvenna af barnsförum hef- ur lækkað verulega á síðustu tveimur áratugum, samkvæmt tveimur nýjum skýrslum frá Sam- einuðu þjóðunum. Er það einkum rakið til aukins aðgangs að góðri heilsugæsluþjónustu á viðráðanlegu verði, að sögn Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO). Í skýrslunum kemur þó fram að mis- vel hefur gengið eftir heimshlutum að fækka dauðsföllunum. Í annarri skýrslunni kemur fram að 5,3 milljónir barna undir fimm ára aldri dóu á síðasta ári, nær helmingi færri en árið 2000. Tæpur helmingur þessara barna dó við fæðingu eða innan mánaðar eftir hana. Að jafnaði dóu 7.000 nýburar dag hvern í heiminum á síðasta ári. Í hinni skýrslunni kemur fram að dauðsföllum kvenna vegna fylgi- kvilla meðgöngu eða fæðingar fækkaði um rúman þriðjung frá síðustu aldamótum. 295.000 konur dóu af þessum sökum árið 2017 en 451.000 árið 2000. Þótt dauðsföll- unum hafi fækkað dóu að meðaltali um 800 konur á dag af völdum fylgikvilla meðgöngu eða fæðingar, að sögn skýrsluhöfundanna. Talið er að á ári hverju deyi alls 2,8 milljónir nýbura og kvenna af barnsförum í heiminum og í flest- um tilfellum ætti að vera hægt að koma í veg fyrir dauðsföllin, að því er fréttaveitan AFP hefur eftir Henriettu Fore, framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. „Vel heppnuð barnsfæð- ing gefur alls staðar tilefni til að gleðjast en samt verður fæðing að fjölskylduharmleik á ellefu sek- úndna fresti í heiminum að meðal- tali,“ sagði Fore. Hún bætti við að í mörgum tilfellum væri hægt að koma í veg fyrir dauða nýbura og kvenna af barnsförum með því að sjá þeim fyrir góðri fæðingarþjón- ustu, hreinu vatni, nægri næringu, lyfjum og bóluefnum. Dánartíðnin 50 sinnum hærri í Afríku sunnan Sahara Í skýrslunum kemur fram að að- gangurinn að slíkri þjónustu er minnstur í Afríku sunnan Sahara. Þar er dánartíðni kvenna af barns- förum nær 50 sinnum hærri og dánartíðni ungbarna 10 sinnum hærri en í auðugum ríkjum heims. Á síðasta ári dó eitt af hverjum þrettán börnum í Afríku sunnan Sahara undir fimm ára aldri, en að- eins eitt af hverjum 196 í Evr- ópulöndum. Ein af hverjum 37 konum í Afríkulöndunum deyr af barns- förum, en Evrópu er meðalhlut- fallið ein á hverja 6.500. Þótt dauðsföllunum hafi fækkað víðast hvar í heiminum frá síðustu aldamótum hefur dauðsföllum kvenna af barnsförum fjölgað í þrettán löndum. Í flestum tilvikum er fjölgunin rakin til átaka eða mikilla efnahagsþrenginga, meðal annars í Sýrlandi og Venesúela. Fjölgunin var þó mest í Bandaríkj- unum þar sem dánartíðni kvenna af barnsförum hækkaði um 58% frá árinu 2000. Dánartíðnin var þar um 19 konur á hverjar 100.000 barns- fæðingar árið 2017. 78 börn í Afríku – tvö á Íslandi Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að í heiminum deyja að meðaltali 39 börn undir fimm ára aldri á hver þúsund fædd börn. Í Afríku sunnan Sahara er hlut- fallið 78 börn að meðaltali og í Evr- ópu fimm börn. Á Íslandi dóu tvö börn undir fimm ára aldri á hver 1.000 fædd börn á síðasta ári, en átján árum áður var hlutfallið fjög- ur börn, að því er fram kemur á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Stefnt hefur verið að því að dánartíðni barna undir fimm ára aldri verði ekki hærri en 25 á hver þúsund fædd börn árið 2030 og mörg lönd hafa þegar náð því markmiði. Rúmlega 50 lönd eiga þó enn langt í land með það. 5,3 milljónir barna undir fimm ára aldri dóu á síðasta ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna Lungnabólga 3 Nýburar (á fyrsta mánuði) 47% dauðsfallanna Eins mánaðar til 5 ára 53% Blóðeitrun 7 Meðfæddir sjúkdómar 5 Annað 5 Fylgikvillar fæðingar 27% Fylgikvillar fæðingar 3 Lungnabólga 12 Meiðsli 6 Malaría 5 Annað 24 Bráð niðurgangssýki 8 Dánartíðni barna undir fimm ára aldri Meðaltal í heiminum 39 Ástralía og Nýja- Sjáland 4 Orsakir dauðsfallanna Rómanska Ameríka & Karíbahafseyjar 16 SA-Asía 25 Suður-Asía Kenía 41 Búrma 46 Afganistan 62 Tansanía 53 Nígería 120Gínea 101 Síerra Leóne 105 Sómalía 122 3 Svíþjóð Spánn Singapúr Suður-Kórea 5 Evrópa 6 Norður-Ameríka 8 A-Asía 23 Mið-Asía 30 N-Afríka 69 Pakistan 65 Haítí 88 Austur- Kongó 99 Suður-Súdan 116 Mið-Afríku- lýðveldið 119 Tsjad 48 Papúa Nýja- Gínea 55 Eþíópía Ísland, Japan 2 á hver þúsund fædd börn, árið 2018 í prósentum Nokkur svæði og löndUngbarnadauði í heiminum Heimild: Skýrsla Sameinuðu þjóðanna, „IGME – Levels and Trends in Child Mortality“ Afríka sunnan Sahara 78 Fílabeinsströndin 81 Dauðsföllum ung- barna stórfækkaði  Færri konur deyja af barnsförum í heiminum AFP Gleðigjöfum fjölgar Dregið hefur úr dánartíðni nýbura í heiminum. Fjölmiðlar í Kanada birtu í gær gamalt myndskeið þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra sést skopstæla hörundsdökkt fólk með því að vera með svartan andlits- farða. Myndskeiðið var tekið snemma á síðasta áratug aldarinnar sem leið. Trudeau baðst afsökunar í fyrradag vegna ljósmyndar sem tímaritið Time birti þar sem hann sést skopstæla þeldökkt fólk með því að nota dökkbrúnan andlitsfarða í veislu fyrir 18 árum. Hann viður- kenndi að hann hefði verið með svip- aðan andlitsfarða þegar hann söng lag Harrys Belafonte frá árinu 1956, „Banana Boat Song (Day-O)“, í hæfi- leikakeppni framhaldsskóla þegar hann var unglingur. „Ég get sagt að mér urðu á mistök þegar ég var yngri og ég vildi að ég hefði ekki gert það. Ég vildi að ég hefði vitað betur þá en ég gerði það ekki og mér þykir það mjög miður. Ég veit núna að það er eitthvað rasískt við að gera þetta,“ sagði Trudeau. Hann hefur átt undir högg að sækja fyrir þingkosningar sem verða 21. októ- ber, m.a. vegna nýlegs úrskurðar eftirlitsmanns þings Kanada sem komst að þeirri niðurstöðu að for- sætisráðherrann hefði brotið lög með því að beita sér gegn saksókn á hendur kanadísku stórfyrirtæki. Skopstældi hör- undsdökkt fólk  Justin Trudeau biðst afsökunar Mynd Time af Trudeau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.