Morgunblaðið - 23.09.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019
lega á svæðinu. Það er svolítið sér-
stakt, svona langur tími af þessari
einu vindátt,“ segir Sævar, sem seg-
ir norðaustanáttina hafa verið
ríkjandi framan af veiðitímabilinu.
Segir hann að mest hafi genginn
kílómetrafjöldi farið yfir 30 kíló-
metra á einum degi en veiðiferð-
irnar voru mislangar, allt frá tveim-
ur klukkutímum og upp í sólarhring.
„Það fer bara eftir því hvar dýrin
eru og hvernig gengur að veiða og
hvernig gengur að komast að dýr-
unum,“ segir Sævar.
Andhverfan við tarfana
Sjálfur léttist Sævar um níu kíló á
tímabilinu sem hann segir að sé van-
inn á sumrin.
„Ég er andhverfan við tarfana.
Þeir fitna á sumrin og horast á vet-
urna en ég fitna á veturna og horast
á sumrin,“ segir Sævar og hlær.
Sævar segir að veiðimennskan
hafi almennt gengið vel og það sé
eftirtektarvert hversu vel undir-
búnir menn hafi verið á tímabilinu.
„Maður er náttúrlega að fá sömu
mennina ár eftir ár og þá svona læra
menn þetta. Menn kunna þetta orð-
ið betur. Svo byggist ákveðið traust
upp á milli leiðsögumanna og veiði-
manna,“ segir hann og bætir við að
skotprófin hjálpi að auki verulega.
Ekki mikið um feilskot
„Það er ekki mikið um feilskot og
vandamál sem getur auðvitað alltaf
gerst. En þá er ég alltaf til staðar til
að fella dýrið,“ segir hann.
Sævar segist hafa tekið eftir því
að dýrin hafi heilt yfir verið nokkru
léttari en oft áður.
„Það er eins og þessi veðrátta hafi
ekki hentað þeim mjög vel. Gróður-
inn var ekkert voðalega öflugur,“
segir hann.
Sævar segir ánægjulegt hversu
góð samvinnan hafi verið á milli leið-
sögumanna og Umhverfisstofnunar.
„Traust er að aukast milli manna
og það hjálpar öllum. Það verður
allt auðveldara og skemmtilegra
þegar menn vinna saman,“ segir
hann.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Sævar Guðjónsson, leiðsögumaður
og eigandi ferðaþjónustunnar á
Mjóeyri, leiðsagði 101 veiðimanni á
hreindýraveiðum á svæðum 5, 6 og
2 á hreindýraveiðitímabilinu sem
lauk formlega 20. september sl.
Hann staðfestir í samtali við
Morgunblaðið að þetta sé metfjöldi
veiðimanna sem hann hefur farið
með á veiðar en hann hefur mest
farið með 80-90 veiðimenn áður.
Segist Sævar ekki vita hver ástæð-
an fyrir fjölguninni er en giskar á
að sú staðreynd að kvótinn á þeim
svæðum sem hann vinnur á sé mik-
ill hafi þar sitt að segja en bendir
einnig á að leiðsögumenn á svæðinu
séu farnir að eldast og fækki með
hverju árinu.
Sævar fór í yfir 50 veiðiferðir á
tímabilinu og gekk að eigin sögn yf-
ir 900 kílómetra. Mestum tíma eyddi
hann með veiðimönnum á svæði 5
þar sem mest veiddist, það er í
Fjarðabyggð; Eskifirði, Norðfirði
og Reyðarfirði, en einnig veiddust
dýr á svæði 6, Stöðvarfirði og Fá-
skrúðsfirði. Segist Sævar sömuleiðis
hafa farið einn túr á svæði 2 í Fljóts-
dalshreppi og hluta Fljótsdalshér-
aðs.
Norðaustanáttin verst til veiða
Veiðitímabilið var að sögn Sævars
sérstakt að mörgu leyti. Þá segir
hann að veðrið hafi ekki verið sem
best. Norðanáttir hafi verið ríkjandi
sem hafi valdið því að dýrin héldu
sig á óvanalegum stöðum.
Verst segir hann að norðaustan-
áttin hafi verið en með henni komi
gjarnan þoka sem geri veiðimönnum
erfiðara fyrir að finna hreindýrin.
„Svo bíta þau alltaf upp í vindinn
svo þau voru komin mjög norðar-
Ljósmynd/Sævar Guðjónsson
Veiðimaður Gunnar Örn Arnarsson, einn veiðimannanna sem Sævar leiðsagði, ánægður með feng sinn í Vöðlavík.
Gekk 900 km
með 101 hrein-
dýraveiðimann
Aldrei farið með fleiri á veiðar áður
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veiðileiðsögumaður Sævar Guðjónsson hefur mikla reynslu af veiðum.
Deilur hafa verið milli starfsmanna
og stjórnar Eflingar en tveir starfs-
menn félagsins, Kristjana Valgeirs-
dóttir fjármálastjóri og Elín Hanna
Kjartansdóttir bókari, sendu frá sér
yfirlýsingu vegna ummæla Viðars
Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra
Eflingar, í fréttum Stöðvar 2 í fyrra-
dag. Sagði hann þar að ásakanir sem
birst hefðu í fjölmiðlum væru til þess
fallnar að þvinga Eflingu til að „gera
óeðlilega samninga sem eru langt
umfram réttindi samkvæmt ráðning-
arsamningi og kjarasamningi við
sig“. Þetta þvertaka þær fyrir og
segja Viðar og Sólveigu Önnu Jóns-
dóttur, formann Eflingar, fara með
ósannindi.
Telja að brotið hafi verið á sér
Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar
2 á föstudag að tveir fyrrverandi
starfsmenn Eflingar teldu að brotið
hefði verið á réttindum sínum og
hefðu leitað til lögmannsins Láru V.
Júlíusdóttur.
Kristjana og Elín Hanna, sem
báðar eru starfsmenn Eflingar, hafa
einnig leitað til Láru með sömu
kröfu en þær fóru í veikindaleyfi síð-
asta haust. Þær sögðust þá hafa
hrökklast úr starfi vegna framkomu
nýrrar forystu félagsins og vildu að
samið yrði um starfslok við þær.
Í yfirlýsingu Eflingar sem birtist á
vefsíðu stéttarfélagsins á föstudags-
kvöld í kjölfar fréttaflutnings Stöðv-
ar 2 segir m.a. að öll réttindi starfs-
manna Eflingar sem varin eru í
ráðningarsamningum, kjarasamn-
ingum og lögum hafi verið virt í einu
og öllu. „Á það bæði við um fyrrver-
andi starfsmenn sem og núverandi
starfsmenn í veikindaleyfi. Ásakanir
um annað eru tilhæfulausar,“ segir í
yfirlýsingunni.
Viðar Þorsteinsson sagði jafn-
framt í fréttum Stöðvar tvö í fyrra-
dag að í kröfum fyrrverandi stjórn-
enda Eflingar væri farið fram á
starfslokasamning sem jafngilti 40-
50 milljónum króna.
Í yfirlýsingu Kristjönu og Elínar
Hönnu segir Kristjana að Viðar Þor-
steinsson og Sólveig Anna Jónsdótt-
ir hafi neytt sig í veikindaleyfi og
reynt að bola sér úr starfi. Segir hún
að Viðar gleymi því vísvitandi að at-
hugasemdir hennar og Elínar
Hönnu vegna ósamþykktra fjárút-
láta til vildarvina hans og formanns
félagsins hafi leitt til þess að þeim
hafi verið gert ókleift að starfa og
hafi hrökklast í veikindaleyfi. Krist-
jana fullyrðir einnig að þeim hafi
verið gefin upp kröfugerð sem aldrei
hafi komið fram.
„Staðreyndin er sú að þau Sólveig
Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteins-
son hafa aldrei léð máls á neinum
samningum við okkur starfsmenn.
Þau tala eingöngu við okkur í gegn-
um lögfræðinga sína og hafa aldrei, á
undanförnum mánuðum, fallist á
samningaviðræður. Tugmilljóna-
kröfur er því ekkert annað en áróð-
ur,“ segir Kristjana í yfirlýsingunni.
Í yfirlýsingu Elínar Hönnu segir hún
frá því að veikindi hennar séu rakin
til framkomu og atburða af hálfu
stjórnenda félagsins.
„Ég á ekki nógu sterk orð yfir það
virðingarleysi sem formaður og
framkvæmdastjóri Eflingar hafa
sýnt okkur starfsmönnum og fé-
lagsmönnum með þessum málflutn-
ingi,“ segir hún í yfirlýsingunni.
Víki frá reglum um starfslok
Í samtali við mbl.is í fyrradag
sagði Lára V. Júlíusdóttir hæsta-
réttarlögmaður að hún gæfi lítið fyr-
ir útskýringar Eflingar og segir
stéttafélagið víkja algjörlega frá
þeim sjónarmiðum og reglum sem
hafa gilt um starfslok um að það eigi
að fara eftir bestu samningum sem
Efling geri að hverju sinni.
„Þeir líta algjörlega framhjá því
og segja að það sé ekki verið að
brjóta neina kjarasamninga. Með því
er Efling ekki að virða þær sam-
þykktir sem hafa verið gerðar í
stjórn Eflingar og gilt hingað til
varðandi starfslok starfsmanna,“
segir hún vil mbl.is.
Þvertaka fyrir yfirlýsingar Eflingar
Tveir starfsmenn Eflingar sem telja að brotið hafi verið á sér segja stéttarfélagið fara með ósannindi í
yfirlýsingu Forsvarsmenn Eflingar segja að öll réttindi starfsmanna hafi verið virt í einu og öllu
Ljósmynd/Efling
Efling Miklar deilur hafa verið milli
starfsmanna og stjórnar Eflingar.
27 hreindýr, fimm tarfar og 22
kýr, af 1.451 dýrs kvóta, voru
óveidd þegar hefðbundnu veiði-
tímabili hreindýra lauk 20. sept-
ember sl. samkvæmt upplýs-
ingum frá Umhverfisstofnun.
Tarfaveiðarnar hófust 15. júlí og
stóðu til 15. september en haust-
veiði á hreinkúm var heimiluð frá
1. ágúst til enda tímabilsins.
Alls samanstóð kvótinn af 408
törfum og 1.043 kúm. Felld voru
alls 1.326 dýr, 923 kýr og 403
tarfar. Haustkvóti kúa var í ár
945. Kvóti kúa fyrir seinna veiði-
tímabil hreinkúa á svæði 8 og 9
er því 98 dýr. Í nóvember verður
heimilt að fella 34 kýr á svæði 8
og 64 á svæði 9.
Aðeins veiddist allur kvótinn af
bæði törfum og kúm á einu
svæði, svæði 7, en allur kvóti
tarfa veiddist á fjórum svæðum:
2, 5, 6 og 9.
27 dýr gengu af kvótanum
ALLUR KVÓTINN VEIDDIST Á SVÆÐI 7
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
e
st
án
fyr
irv
ar
a. Sardinía
slí
ku
.A
th.
a
vee
etu
rb
re
10. október í 7 nætur
Verð frá kr.
159.995
Eyjan fagra
Flug frá kr.
89.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri