Morgunblaðið - 23.09.2019, Page 6

Morgunblaðið - 23.09.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Við fögnum 20 ára afmæli Pappelinu með 20% afslætti af öllummottum* *gildir til 30. september 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Of mikill matur, óheppilegt val á næringu, hreyfingarleysi, tóbak og áfengi eru sterkir áhrifaþættir heilsu á Vesturlöndum. Áhrif þess- ara lífshátta á algenga sjúkdóma, til að mynda sykursýki 2, stoð- kerfisvanda af ýmsum toga, of- þyngd og háþrýsting, eru umtals- verð. Því er mikilvægt að fólk með slík vandamál fái meðferð sem snýr að þessum lífsháttum en ekki eingöngu meðferð með lyfjum,“ segir Jón Steinar Jónsson, yfir- læknir á Þróunarmiðstöð íslenskr- ar heilsugæslu (ÞÍH). Gæðaþróun, kennsla og vísindi Starfsemi ÞÍH var sett á lagg- irnar fyrir einu ári og í síðustu viku voru verkefni og áherslumál stöðvarinnar kynnt fjölmiðlum og fleirum. ÞÍH á sér fyrirrennara í þróunarsviði Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins og þar áður starfi Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. „Hlutverk þróunarmið- stöðvarinnar er í stórum dráttum að leiða gæðaþróun, kennslu og vísindi á sviði heilsugæslu á öllu landinu,“ segir Jón Steinar „Eitt þeirra fjölmörgu mála sem við vinnum að ber yfirskriftina Skyn- samleg ávísun sýklalyfja. Á Íslandi er ávísað meira af slíkum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það á sér- staklega við um breiðvirk sýklalyf. Oft er sagt að tilkoma sýklalyfja sé mikilvægasta framförin í fram- þróun læknisfræðinnar, en við get- um fórnað áhrifamætti þeirra með óskynsamlegri notkun. Sýkla- lyfjaónæmi er vaxandi vandamál og alvarleg heilbrigðisógn á heimsvísu og mikil notkun lyfja er einn áhrifaþáttur í þróun ónæm- is,“ segir Jón Steinar. Mikilvægt að bregðast við Á undanförnum árum hefur mælst þróun á minnkuðu næmi fyrir sumum sýklalyfjum hjá til- teknum algengum bakteríum, sem valda sýkingum í öndunarfærum. Það ýtir undir mikilvægi þess að bregðast markvisst við. Sú vinna hófst fyrir tveimur árum í heilsu- gæslunni í samvinnu við sóttvarna- lækni og sýklafræðideild Land- spítalans. „Markmiðið er að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja hérlendis. Á þessum tíma hefur ávísunum á tiltekin tvö breiðvirk sýklalyf fækkað um 40% hjá heilsugæslulæknum á höfuð- borgarsvæðinu. Með þessa reynslu að leiðarljósi munum við í þróunarmiðstöðinni nú hefja sömu vinnu á heilbrigðisstofnunum ann- ars staðar á landinu.“ Eitt af fjölmörgum öðrum verkefnum sem eru á dagskrá hjá ÞÍH er að takast á við mikla notk- un sterkra verkjalyfja. Notkun þeirra er talsvert meiri hér er ger- ist til dæmis á Norðurlöndum. „Lyf eru ekki alltaf lausn á vanda skjólstæðinga okkar,“ segir Jón Steinar. „Að hjálpa fólki sem er með langvinna verki og jafnvel háð verkjalyfjum er oft mjög flók- ið. Það er mikilvægt að byggja upp úrræði, sérstaklega með teymis- vinnu lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, fé- lagsráðgjafa og í sumum tilvikum fleiri fagstétta. Með tilkomu fleiri fagstétta í heilsugæslunni skapast forsendur til að takast á við flókin, margþætt viðfangsefni með mark- vissari hætti.“ Mikilvægt að vel takist til Áskoranir heilbrigðisþjónust- unnar og þróun hennar ráðast af mörgum þáttum, meðal annars að- stæðum í samfélaginu hverju sinni. Breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar kallar til dæmis á að heilsugæslan og heilbrigðisþjón- ustan öll búi sig undir verkefni sem tengjast þeim breytingum. „Hjá þróunarmiðstöðinni eru brýn verkefni á dagskrá sem tengjast bæði hækkandi meðal- aldri landsmanna, heilsuvernd barna, mæðravernd, kennslu nema í grunn- og framhaldsnámi, tannvernd, hreyfiseðlum, lyfja- málum, sálfræðiþjónustu og gæðaþróun heilsugæslunnar í víð- ustu mynd. Allt eru þetta verkefni sem er áhugavert að vinna að. Að vel takist til er samfélaginu mikil- vægt.“ Heilsugæsluþjónustan er í stöðugri þróun og margar nýjungar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Læknir Mikilvægt er að fólk fái meðferð sem snýr að lífsháttum þess, segir Jón Steinar Jónsson hér í viðtalinu. Lyf ekki alltaf lausn  Jón Steinar Jónsson er fæddur árið 1957 og lauk kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1983. Fór síðan til Svíþjóðar í framhalds- nám í Svíþjóð. Var heilsu- gæslulæknir í Garðabæ um langt árabil.  Er í dag yfirlæknir Þróunar- miðstöðvar íslenskrar heilsu- gæslu og dósent við Háskóla Íslands og sinnir læknis- störfum við heilsugæslustöð- ina í Efstaleiti í Reykjavík. Hver er hann? Ekki er unnt að leggja Hólasands- línu 3 miðað við þá valkosti sem kynntir eru í matsskýrslu Landsnets án þess að raska svæðum sem njóta verndar skv. sérlögum, sem njóta verndar vegna votlendis, jarð- myndana og vatnsverndar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum háspennulínunn- ar sem leggja á frá tengivirki við Rangárvelli á Akureyri að tengivirki á Hólasandi í Skútustaðahreppi. Er markmiðið að bæta orkunýtingu, auka flutningsgetu og tryggja stöð- ugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Fram kemur að aðalvalkosturinn sem Landsnet hefur sett fram muni hafa í för með sér skerðingu á vot- lendi víðs vegar á línuleiðinni, þó einkum á Fljótsheiði og Laxárdals- heiði, votlendi sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndar- lögum og forðast beri að raska nema brýna nauðsyn beri til. „Valkostir munu einnig valda skerðingu á nú- tímahraunum í Bárðardal og jarð- strengskostir kunna að raska hrauni í Laxárdal á afmörkuðu svæði en nú- tímahraun njóta einnig sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndar- lögum og ber að forðast að raska þeim nema brýna nauðsyn beri til,“ segir m.a. í niðurstöðukafla Skipu- lagsstofnunar. Draga úr neikvæðum áhrifum með því að leggja línuna í jörð Bent er á að lagning Hólasands- línu 3 muni einnig hafa mikil áhrif á landslag og mögulega einnig á ferða- þjónustu og útivist. „Draga má veru- lega úr neikvæðum áhrifum fram- kvæmdarinnar hvað þessa þætti varðar með því að leggja línuna í jörð. Ekki eru settir fram kostir um að setja Hólasandslínu í jörð nema á um 10 km kafla í Eyjafirði vegna ná- lægðar við Akureyrarflugvöll og um 2 km kafla í Laxárdal þar sem línu- leiðin fer um svæði sem er verndað skv. sérlögum og býr yfir ríkulegu fuglalífi. Loftlína mun mögulega hafa talsverð áhrif á fugla vegna áflugs á línuna og samlegðaráhrif með Kröflulínu 1 hvað það varðar. Óvissa er þó um umfang þeirra áhrifa,“ segir þar. Einnig telur stofnunin að það ætti að vera forgangsatriði Landsnets að rífa hina gömlu byggðalínu þ.e.a.s. núverandi flutningslínu á milli Akur- eyrar og Kröflu eða leggja hana í jörðu á sem lengstum köflum. Rask á vernd- arsvæðum  Álitsgerð lokið vegna Hólasandslínu 3 Ljósmynd/Landsnet Mastur Í matsskýrslu Landsnets eru ýmsir valkostir um línuleiðina. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aðeins var lítil þunn ísskella eftir af skaflinum í Gunnlaugsskarði í Esju þegar hópur vísindmanna af Veður- stofu Íslands og fleiri fóru þangað í könnunarleiðangur nú á laugardag- inn. Margir í Reykjavík fylgjast vel með þessari eftirtektarverðu fönn sem er efst í hlíðum borgarfjallsins, en staða hennar hverju sinni þykir gefa ágætar vísbendingar um veðr- áttuna í stóru samhengi og nú um stundir hver áhrif loftslagsbreytinga séu. Áhugasömum fannst því rétt að skoða stöðuna nánar, en svo virtist á dögunum sem öll ummerki í fjallinu væru horfin. „Skaflinn hefur gefið hratt eftir síðustu daga. Félagi okkar var þarna á göngu fyrir um tíu dögum og segir allt hafa gjörbreyst,“ segir Halldór Björnsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt veðurspá má búast við hlýindum og stundum rigningu á höfuðborgar- svæðinu næstu daga. Við slíkar að- stæður gæti gengið á ísinn, flöt sem er um það bil fjórir metrar á lengd, einn metri á breidd og um 10 sentí- metrar á þykkt. Er þetta í um 800 metra hæð í fjallinu. „Ég þori ekki að segja til um hvort klakinn hverfur eða lifir sum- arið af. Þetta verður að minnsta kosti mjög tæpt, núna þegar haust- veðrin fara að skella á,“ sagði Hall- dór. Um síðustu helgi gerði raunar hret svo hvítt var í efstu brúnum Esjunnar. Sá snjór er nú nánast all- ur horfinn. Aðeins þunn ísskella lifir í Esjunni  Gefur hratt eftir í Gunnlaugsskarði  Skaflinn er orðinn að klaka  Gæti horfið endanlega í hlýindum sem spáð er Ljósmynd/Tómas Jóhannesson Gunnlaugsskarð Lítið er eftir af skaflinum sem borgarbúar fylgjast vel með, en staða hans þykir gefa vísbendingar um veðráttuna almennt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.