Morgunblaðið - 23.09.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.09.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 Það er lýsandi fyrir stjórnleysiðog sóunina í Reykjavík að í þeirri samgönguáætlun á höfuð- borgarsvæðinu sem nú er rædd á bak við luktar dyr leggur borgar- stjóri sérstaka áherslu á að Mikla- brautin verði lögð í stokk.    Þettakemur svo sem ekki á óvart því að þessi hugmynd hefur oft verið rædd og Samfylk- ingin hefur talað um þetta áður, en það sem er stórfurðulegt við þetta er að meirihlutinn í borginni er nýbúinn að standa fyrir breytingum á Miklubrautinni við Klambratún fyrir mörg hundruð milljónir króna.    Getur verið að hluti af nýrri áætlun sé að rífa upp þessar nýframkvæmdir eða verður að sleppa stokknum þarna til að bjarga þessum framkvæmdum?    Þá þarf að skoða hvaða áhrif skipulag borgarinnar og nýleg- ar lóðaúthlutanir við Elliðavog hafa á kostnað við vegaframkvæmdir í fyrirhugaðri áætlun fyrir höfuð- borgarsvæðið, ekki síst á Sunda- braut, og hver á að bera þann kostnað.    Loks þarf að fara yfir kröfu borgarinnar um svokallaða borgarlínu og hvaða viðbótar- kostnað sú ofvaxna hugmynd hefur í för með sér umfram hefðbundið al- menningsvagnakerfi.    Og það þarf að útskýra fyrir skattgreiðendum hvað lendir á þeim vegna mistaka og delluhug- mynda á borð við þær sem hér eru nefndar. Því má ekki lauma með leynd inn í leynipakkann. Skattgreiðendur þarf að upplýsa STAKSTEINAR Innköllun hlutabréfa vegna rafrænnar skráningar Neðanskráðir eigendur hlutabréfa í HS Orku hf., kt. 680475-0169, Orkubraut 3, 241 Grindavík, hafa farið þess á leit við stjórn félagsins, að neðangreind hlutabréf sem skráð eru á nafn viðkomandi verði ógilt og að ný hlutabréf verði gefin út rafrænt. F. h. stjórnar HS Orku hf., Svanhildur A. Magnúsdóttir lögmaður, ADVEL lögmenn slf. Með vísan til 2. mgr. 27. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, sbr. 4. gr., í samþykktum félagsins, stefnist hér með handhafa ofangreindra hlutabréfa til að gefa sig fram við stjórn félagsins innan þriggja mánaða frá síðari birtingu áskorunar þessarar í Lögbirtingablaði og lýsa rétti sínum yfir hlutabréfunum. Gefi enginn sig fram áður en frestur er liðinn falla niður öll réttindi á hendur félaginu samkvæmt hlutabréfunum og verða gefin út ný hlutabréf handa hinum skráða eiganda. Hin rafræna skráning hlutabréfanna tekur gildi þann 27. desember 2019 kl. 09:00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast því hin áþreifanlegu bréf í félaginu í samræmi við ákvæði laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, með síðari breytingum og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð, með síðari breytingum. Eigandi hlutabréfs: Jarðvarmi slhf. Magma Energy Sweden AB Heimili: Sundagörðum 2, 104 Reykjavík. c/o Roschier / PO Box 7358 Brunkebergstorg 2 / 103 90 STOCKHOLM Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Framkvæmdum við minningarreit um Holdsveikraspítalann í Laugar- nesi er lokið og í gær afhenti Odd- fellowreglan á Íslandi Reykjavík- urborg hann að gjöf í tilefni 200 ára stofnafmælis Reglunnar á heims- vísu. Danskir Oddfellowar gáfu ís- lensku þjóðinni Holdsveikraspítal- ann 1898 og skipaði hann stóran sess í þróun læknavísinda á Íslandi. Þar var miðstöð rannsókna í holds- veiki og fyrsti hjúkrunarskóli á Ís- landi. Breska setuliðið hertók spít- alann um miðjan júlí 1940 og fluttist starfsemin þá í Kópavog. Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi brann síðan til kaldra kola 7. apríl 1943. Athöfnin í gær var við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi. Guðmundur Eiríksson, stórsír Odd- fellowreglunnar á Íslandi, afhenti Degi B. Eggertssyni borgarstjóra minningarreitinn formlega og munu borgaryfirvöld taka að sér alla umsjón og umhirðu minningar- reitsins til frambúðar. Ljósmynd/Hreinn Magnússon Gjöf Dagur Eggertsson, Guðmundur Eiríksson, Magnús Sædal og Guð- mundur Þórhallsson við nýjan minningarreit um Holdsveikraspítalann. Oddfellowar gefa borginni minningarreit Lenda þurfti flugvél frá Americ- an Airlines á Keflavíkurflugvelli í sl. viku vegna veikinda farþega. Vélin var á leið frá Chicago til Feneyja á Ítalíu. Viðkomandi var fluttur á sjúkrahús í Reykja- nesbæ. Þá var verðmætum stolið úr ferðatösku sem varð viðskila við eiganda sinn í flugi frá Manchest- er. Vegna mistaka fór taskan til München í stað Keflavíkur. Hún skilaði sér að lokum og þá höfðu meðal annars verið tekin úr henni brúðargjafir og spariföt. Veikur í flugi og sparifötum stolið Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.