Morgunblaðið - 23.09.2019, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019
Snæbjarnarson, formaður RSÍ.
Hann bendir á að innan vébanda
sambandsins séu um 5.500 manns á
um 2.000 vinnustöðum. Margir vinni í
stóriðju og í orkuverum, aðrir í
lagnavinnu við nýbyggingar, enn
aðrir sinni forritun og hönnun og svo
framvegis. Í þessari fjölbreytni þurfi
að finna mismunandi leiðir.
Skv. kjarasamningunum frá í vor
er miðað við að vinnuvikan verði
stytt úr 40 í 36 klst. á viku, eða um
fjórar klst. Inni í þeirri breytingu er
að kaffitímum sem eru samanlagt
2.55 klst. á viku verður sleppt þannig
að raunstyttingin er 1.05 klst. Út frá
þessum forsendum verður samið við
stjórnendur fyrirtækja um styttingu
og til þess er tími til ársins 2022. Hafi
útfærslur ekki verið fundnar fyrir
þann tíma hefur launafólk heimild til
að ákveða einhliða að það stytti
vinnutíma sinn.
Fjölskyldumál vega þungt
„Engin breyting verður sjálfkrafa
á skipulögðum kaffitímum nema þá
að starfsmenn ákveði slíka breytingu
og stytti vinnudaginn. Verði það
niðurstaða starfsmanna að fella út
kaffitíma mun það ekki breyta því að
fólk getur áfram fengið sér tíu dropa
eða tekið tal saman í pásum,“ segir
Kristján Þórður. „Vissulega munar
um fjóra tíma á viku í viðveru á
vinnustað, sem ég veit að á sumum
vinnustöðum verða teknir út þannig
að vinnu verði hætt um hádegi á
föstudögum eða bara unninn annar
hver föstudagur. Aðrir vinnustaðir
nýta sér þetta til að fólk komist fyrr
heim úr vinnu til að sækja börn á
leikskóla eða slíkt. Fjölskylduskuld-
bindingin vegur sterkt í svona mál-
um.“ sbs@mbl.is
Misjafnar aðstæður milli vinnustaða
kalla á ólíkar útfærslur við styttingu
vinnutímans, sem voru meðal lykil-
atriða í kjarasamningum sem gerðir
voru á almennum vinnumarkaði í
vor. Á vettvangi Rafiðnaðarsam-
bands Íslands eiga fulltrúar sam-
bandsins og trúnaðarmenn í fyrir-
tækjum nú í viðræðum um hvað best
henti á hverjum stað. Í kjarasamn-
ingunum var fjallað um með hvaða
hætti væri mögulegt að stytta vinnu-
vikuna og þar með stytta viðveru á
vinnustað. Samningarnir gera ráð
fyrir fjölbreytileika á vinnumarkaði
og því er ekki ein
ákveðin leið farin.
„Útfærslan á
þessari breytingu
verður ekki gerð
einhliða, þetta
þarf að gera í
samtali og samn-
ingum á hverjum
vinnustað þar sem
trúnaðarmenn og
fulltrúar fyrir-
tækjanna finna heppilega leið fyrir
vinnustaðinn sem endar á gerð sam-
komulags,“ segir Kristján Þórður
Margar útfærslur á styttingu vinnutímans
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Viðræður við stjórnendur fyrirtækja Sumir hætta um hádegi á föstudögum Fjölbreytileiki ræður
Katrín Jakobs-
dóttir forsætis-
ráðherra sækir
leiðtogafund um
loftslagsmál á 74.
allsherjarþingi
Sameinuðu þjóð-
ana sem fer fram
í New York þessa
dagana, að því er
fram kemur í
fréttatilkynningu
Stjórnarráðs Íslands. Er loftslags-
fundurinn haldinn að frumkvæði
aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, Antonios Guterres, og á
að hvetja ríki og leiðtoga þeirra til að
grípa til róttækra aðgerða til að
forðast verstu afleiðingar loftslags-
várinnar og draga úr losun gróður-
húsalofttegunda.
Náttúruverndarsamtök Íslands
sendu bréf til forsætisráðherra í til-
efni fundarins þar sem skorað er á
hana að lýsa yfir stuðningi við mark-
mið forseta framkvæmdastjórnar
ESB um að stefna að samdrætti í
losun gróðurhúsalofttegunda um
55% í öllum geirum.
Forsætisráðherra mun einnig
sækja leiðtogafund um heimsmark-
mið Sameinuðu þjóðanna. Þar verð-
ur sérstök yfirlýsting samþykkt þar
sem áréttaðar eru þær skuldbind-
ingar sem ríki hafa samþykkt með
heimsmarkmiðunum, sem eru m.a.
að engir einstaklingar eða hópar
verði skildir eftir, fátækt og hungri
verði útrýmt, komið verði á jafnrétti
kynjanna, gæði menntunar verði
aukin og ríki virði skuldbindingar í
loftslagsmálum.
Á fundinum mun forsætisráð-
herra stjórna einum af sex pall-
borðsumræðum leiðtoga, ásamt for-
seta Kostaríku.
Forsætisráðherra mun að auki
eiga tvíhliða fundi með þjóðarleið-
togum og taka þátt í ýmsum hliðar-
viðburðum um jafnréttis- og lofts-
lagmál í tengslum við allsherjar-
þingið á næstu dögum. rosa@mbl.is
Hvetja ríki
og leiðtoga
til aðgerða
Katrín
Jakobsdóttir
Forsætisráðherra
á loftslagsfundi SÞ
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hafði afskipti af nokkrum mönnum í
húsi í Hafnarfirði á laugardags-
kvöld og lagði hald á bæði áfengi og
peninga, sem taldir eru vera til-
komnir af ólöglegri sölu áfengis.
Þegar lögreglan kom stóð yfir sam-
kvæmi á vegum vélhjólaklúbbs, en
sá hefur tengingu við erlend samtök
af sama meiði, sem hafa verið skil-
greind sem brotahópur. Enginn var
handtekinn í þessum aðgerðum,
sem voru liður í aðgerðum og eftir-
liti lögreglu með skipulagðri brota-
starfsemi.
Haldlagt í vél-
hjólaklúbbi