Morgunblaðið - 23.09.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.09.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Möguleikar til hagræðingar og samlegðaráhrif eru meðal ástæðna þess að eigendur sjávarútvegsfyrir- tækjanna Þorbjörns hf. og Vísis hf. í Grindavík stefna nú að samein- ingu fyrirtækjanna. Viðræður og önnur vinna vegna málsins er kom- in vel af stað og gangi allt eftir tek- ur sameiningin gildi um næstu ára- mót. „Við ætlum að gefa okkur nokkuð rúman tíma í sameining- arvinnunni. Margir eiga hagsmuna að gæta og því mikilvægt að ná niðurstöðu sem starfsfólk og sam- félagið hér í Grindavík getur verið sátt við,“ segir Gunnar Tómasson, forstjóri Þorbjörns, í samtali við Morgunblaðið. 16 milljarðar kr. í veltu Sameinað fyrirtæki myndi hafa yfir að ráða um 44 þúsund tonna þorskígildiskvóta, um það bil 16 milljarða króna veltu og vel yfir 600 manns í vinnu. Í dag hefur Þor- björn yfir að ráða 5,51% af heildar- kvóta í aflamarkskerfinu og Vísir 4,21%. Samanlagt aflamark fyrir- tækjanna beggja yrði því 9,77% af pottinum öllum svo úr yrði það kvótamesta á landinu. Þar bætast svo við heimildir sem Þorbjörn hef- ur í makríl og Vísir á minni bátum. Bæði fyrirtækin gera út línubáta og eru með landvinnslu, meðal ann- ars saltfiskverkun. Þá gerir Þor- björn út þrjá frystitogara þar sem aflinn er frystur um borð. Í mark- aðsmálum hafa fyrirtækin haft með sér margvíslega samvinnu, svo sem á Grikklandsmarkaði og reka sam- eiginlegt sölufyrirtæki þar í landi. Eigendur áfram hluthafar „Nei, það er ekki hægt að segja að annar hvor aðilinn hafi átt frum- kvæði að sameiningarviðræðum. Þetta er hugmynd sem spratt af samtali fólks og svo hefur þetta mál þróast stig af stigi. Ég tel allar lík- ur á að dæmið gangi upp,“ segir Gunnar Tómasson. Markmið eigenda félaganna, sem allir verða áfram hluthafar, er að búa til kröftugt fyrirtæki sem með- al annars getur fylgt eftir tækni- nýjungum og svarað aukinni kröfu markaðanna. Einnig mun fyrir- tækið tryggja bolfiskvinnslu og styrkja samfélagið í Grindavík enn frekar, segir í fréttatilkynningu um sameiningaráformin. Þar segir að samruninn geti tekið þrjú ár. Ekki er reiknað með uppsögnum, þó gera megi ráð fyrir ýmsum breyt- ingum á útgerðarháttum og til- færslum á störfum miðað við nú- verandi fyrirkomulag. „Bæði fyrirtækin standa ágæt- lega. Sameining væri þó hagur beggja, enda gætum við þannig öðl- ast meiri styrk til að nýta tækifær- in og verkefnin sem eru fram und- an í starfseminni,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis hf. Það sé fyrirsjáanlegt að fara þurfi á næstunni í ýmsar fjárfestingar í tæknibúnaði og þær kosti sitt. Sömuleiðis verði samein- að fyrirtæki í betri færum en ann- ars að mæta kröfum viðskiptavina til dæmis um fjölbreytni og afhendingaröryggi afurða á mark- aði erlendis. Er þess nú til dæmis vænst og krafist að tiltekið magn af fiski í vissum stærðum sé í ákveðnum verslunum á tilteknum tíma og þá verður hver hlekkur í keðjunni að haldast. Blasir við „Vísir og Þorbjörn eru með starf- semi sína hér á sömu slóðum við höfnina í Grindavík, fyrirtækin hafa haft samvinnu um ýmis mál og milli okkar sem hjá þeim störfum eru góð tengsl og vinátta. Þetta blasir við,“ segir Pétur. Sameining væri hagur beggja  Þorbjörn og Vísir í Grindavík stefna að sameiningu  Yrðu með 9,77% af afla- markinu  Allar líkur á að dæmið gangi upp  Styrkur til að nýta tækifærin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fyrirtæki Höfuðstöðvar Vísis hf., fiskvinnsla og skrifstofur, eru niðri við höfnina í Grindavík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skip Þorbjörn gerir út þrjá togara, þar á meðal Gnúp GK sem hér sést sigla úr höfn. Skipin eru úti nokkrar vikur í senn og afurðirnar frystar um borð. Gunnar Tómasson Pétur Hafsteinn Pálsson „Við horfum bjartsýn til fram- tíðar í þessu máli; að samein- ing styrki rekstur nýs fyrirtæksins og þessa bæjar- félags,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, spurð- ur um boðaða sameiningu Vísis og Þorbjarnarins. „Stjórnendur fyrirtækisins segja að tryggja eigi bolfiskvinnslu í Grindavík og styrkja samfélagið enn frekar með því móti. Þeir menn sem í dag stýra fyrirtækj- unum sem hér um ræðir hafa áður sýnt að þeir bera hag þessa byggðarlags fyrir brjósti og slíkt þykir okkur auðvitað vænt um. Þetta verður líka það fyrirtæki á landinu sem mun hafa mestar fisk- veiðiheimildir, fer talsvert upp fyr- ir það sem í dag hefur úr mestum kvóta að spila. Ég tek fram að bæjarráð eða bæjarstjórn hefur enn ekkert fjallað eða ályktað um þetta mál en sjálfum sýnist mér að hér sé verið að skapa sterkt fyrir- tæki eins og þörf er á þegar rekst- ur og samkeppni eru háð í fjölþjóð- legu umhverfi.“ Bera hag byggðar fyrir brjósti STYRKI SAMFÉLAGIÐ Í GRINDAVÍK Fannar Jónasson Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) telur að innheimta vegtolla á höfuðborgarsvæðinu kalli á mynda- tökuvélar á 160 gatnamótum stofn- brauta ef gjaldtakan eigi að verða sanngjörn og skilvirk skv. lauslegum útreikningum. Í frétt á vefsíðu FÍB segir að rætt hafi verið að bíleigendur borgi veg- tolla í samræmi við akstur á stofn- brautunum. Vegna hinna fjölmörgu akstursleiða inn á stofnbrautirnar sé ekki um annað að ræða en hafa veg- tollamyndavélar við öll gatnamótin. Að öðrum kosti sé hætt við að veru- legt ójafnvægi verði í greiðslum veg- farenda, allt eftir því hvar þeir koma inn á stofnbrautirnar og fara út af þeim. Reisa þyrfti slár „Á gatnamótunum þurfa að vera minnst tvær vegtollamyndavélar til að ná umferð í báðar áttir. Á gatna- mótum með margar akreinar þurfa að vera fleiri myndavélar. Alls má því gera ráð fyrir að minnst 380 myndavélar þurfi til að greina ferðir fyrir innheimtu vegtollanna. Á mörgum stöðum þyrfti að reisa slár yfir stofnbrautirnar til að koma myndavélunum fyrir þannig að þær geti lesið á bílnúmerin,“ segir í um- fjölluninni á vefsíðu FÍB. Tugmilljarða kostnaður í nokkrum stórborgum Einnig veltir félagið fyrir sér mögulegum kostnaði af uppsetningu og rekstri vegtollakerfis af þessari stærðargráðu en segir að upplýs- ingar um það liggi ekki fyrir. Ef litið sé til kostnaðar við uppsetningu og rekstur slíkra kerfa í Stokkhólmi, Gautaborg og London þar sem veg- tollar hafa verið lagðir á akstur inn í miðborgirnar komi m.a. í ljós að fjár- festingar- og rekstrarkostnaður vegtollakerfisins í kringum kjarna Stokkhólms fyrsta árið (2007-2008) í rekstri var um 200 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna. „Árið 2013 var rekstrarkostnaður þrengslaskattkerfanna í Stokkhólmi og Gautaborg 24 milljónir evra eða ríflega 3,2 milljarðar íslenskra króna.“ Morgunblaðið/Hari Umferð Mikil umræða er um hug- myndir um að taka upp vegtolla. Telur þörf á 380 mynda- vélum  Telur vegtolla kalla á 160 myndatökustaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.