Morgunblaðið - 23.09.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
Ráðandi öfl í Íran halda því fram að
erlend ríki ógni öryggi á Persaflóa-
svæðinu. Hafa Íranar varað vestræn
ríki við að senda herafla inn á svæðið,
eins og Bandaríkjamenn segjast vera
að gera.
Hassan Rouhani forseti sagði í gær
að erlendar hersveitir hefðu alltaf
haft í för með sér „þjáningar og
eymd“ og ætti ekki að nota þær í
„vopnakapphlaupi“.
Bandaríkjamenn hafa verið að
fjölga í hersveitum sínum í Sádi-Ar-
abíu í framhaldi af árás á olíumann-
virki þar í landi. Aðallega verða það
sveitir sem sinna munu loft- og eld-
flaugavörnum. Einnig verður ráð-
gerðum vopnasendingum hraðað.
Bæði Sádar og Bandaríkjamenn
hafa skellt skuldinni af árásinni á olíu-
mannvirkin í Abqaiq og Khurais á Ír-
an. Var drónum og flugskeytum skot-
ið á þau hinn 14. september sl.
Hútauppreisnarmenn í Jemen,
sem njóta forsjár Írana, hafa tekið
árásina á sig. Bæði Bandaríkjamenn
og Sádar gefa lítið fyrir það og segja
Írana hafa staðið á bak við aðgerðina.
Því neita yfirvöld í Teheran harðlega.
Keppa þau um völd og áhrif á Flóa-
svæðinu við stjórnvöld í Riyadh í
Sádi-Arabíu.
Rouhani sagðist myndu leggja
fram nýja friðaráætlun fyrir Flóa-
svæðið fyrir Sameinuðu þjóðirnar á
næstu dögum. Spenna hefur farið
vaxandi í samskiptum Bandaríkjanna
og Írans í framhaldi af því að Donald
Trump Bandaríkjaforseti vék til hlið-
ar samkomulagi sem ætlað var að
takmarka kjarnorkuvinnslu Írana í
skiptum fyrir afnám refsiaðgerða
gegn klerkastjórninni í Teheran.
Bandaríkjamenn hafa sömuleiðis
kennt Írönum um árásir á tvö risa-
olíuskip í Flóanum í júní og júlí.
Erlendar sveitir
haldi sig fjarri
AFP
Íranar Stríðsins við Írak 1980-88
minnst með hersýningum í Teheran.
Íranar sýna
klærnar með hersýn-
ingum víða um land
Vísbendingar eru fyrir hendi um auk-
inn hraða hlýnunar lofthjúpsins, að
því er fram kemur í nýjum vísinda-
legum niðurstöðum sem birtar hafa
verið í aðdraganda loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem hefst í
New York í dag, mánudag.
Gögnunum hefur alþjóðaveður-
farsstofnunin (WMO) safnað saman
en hún segir árabilið 2014 til 2019
hlýjasta fimm ára skeið sögunnar. Á
þessum árum hafi hraði hækkunar
yfirborðs sjávar aukist verulega og
met verið sett í losun gróðurhúsa-
lofts.
WMO segir að gera þurfi gangskör
að því að draga úr losun kolefna en
gas sem losað hafi verið út í andrúms-
loftið hafi aukist um 20% 2015 til 2019
frá næsta fimm ára tímabili þar á
undan.
Stofnunin segir að hækkun yfir-
borðs sjávar sé ef til vill kvíðvænleg-
ust. Að meðaltali hafi það hækkað um
3,2 millimetra á ári frá 1993. Á tíma-
bilinu maí 2014 til 2019 hafi hækk-
unin mælst fimm millimetrar á ári og
tímabilið 2007 til 2016 hafi meðaltals-
hækkunin verið fjórir millimetrar.
Í skýrslu WMO er áhersla lögð á
þær ógnir sem heimshöfin standi
frammi fyrir. Meira en 90% umfram-
hitans af völdum hlýnunar jarðar
endi í höfunum. Að sögn stofnunar-
innar hefur sjávarhiti aldrei mælst
eins hár og árið 2018.
Fulltrúar 60 ríkja munu flytja ræð-
ur á ráðstefnunni á mánudag og
greina frá því til hvaða aðgerða
þeirra ríki séu að grípa til að draga úr
útblæstri gróðurhúsalofttegunda og
hvernig reynt sé að bregðast við flóð-
um, ofsaveðri og öðrum áhrifum
hlýnunar jarðar.
Trump í næsta sal
Um sextíu þjóðarleiðtogar munu
ávarpa ráðstefnuna. Búist er við að
þeir tilkynni nýjar aðgerðir gegn
hlýnun lofthjúpsins. Meðal þeirra eru
leiðtogar Kína, Indlands, Frakk-
lands, Þýskalands og Bretlands en
þar er ekkert pláss fyrir Japan og
Ástralíu vegna aukinnar framleiðslu
þeirra á raforku með kolum. Önnur
ríki sem ekki taka þátt eru Brasilía,
Sádi-Arabía og Bandaríkin.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
sækir ekki loftslagsráðstefnuna en
mun sitja fund um trúfrelsi í næsta
sal í höfuðstöðvum SÞ á sama tíma.
agas@mbl.is
Hlýnunin að herða á sér
Nýjar vísindalegar niðurstöður birtar í aðdraganda loftslagsráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna Hraði hækkunar yfirborðs sjávar jókst verulega frá árinu 2014
AFP
Lagnaðarís Ljósmynd úr geimnum af ís í Bellingshausenhafi á Suðurskauts-
landinu. Aukinn hraði hlýnunar sjávar veldur vísindamönnum áhyggjum.
Breiðgatan Champs-Elysées í Par-
ís, Ódáinsvellir, var óvenjuleg yfir
að líta í gær. Í stað bílamergðar
réðu gangandi vegfarendur ríkjum.
Ástæðan var að bílaumferð var
bönnuð í París í gær, innan hring-
vegarins um borgina. Frá klukkan
11 til 18 máttu einungis sjúkra- og
slökkviliðsbílar fara þar um auk
strætisvagna. Mátti þó ekki aka
strætó hraðar en 30 km/klst. Raf-
bílar voru einnig bannaðir og þeir
sem gerðust brotlegir við sam-
þykktir áttu yfir höfði sér 135 evru
sekt. Gríðarleg mengun hefur verið
viðvarandi í París en þar hafði ekki
rignt í rúman mánuð. Vildi svo
kaldhæðnislega til að þar var spáð
rigningu eftir hádegi í gær.
agas@mbl.is
Reiðhjólafólk, rúlluskautamenn og gangandi vegfarendur réðu ferðinni á Champs-Elysées
Bílarnir viku
í París
AFP
Íranskar konur
hafa verið útlæg-
ar frá knatt-
spyrnuleikjum
eftir íslömsku
byltinguna þar í
landi 1979, en á
því er að verða
breyting.
Að sögn forseta
alþjóðafótboltasambandsins (FIFA)
verður írönskum konum heimilt að
sækja knattspyrnuleiki frá og með
upphafi undankeppni HM í fótbolta
í lok mánaðarins.
Árla í september beið áhugakona
um fótbolta, Sahar Khodayari, eftir
að vera handtekin við tilraun til að
lauma sér inn á leikvang dulbúin
sem karl. Manna á meðal gekk hún
undir heitinu „bláa stúlkan“ eftir
fánalitum uppáhaldsliðs hennar,
Esteqlal. Hún óttaðist að sér yrði
varpað í fangelsi og kveikti í sér við
dómshús. Lést hún viku seinna af
sárum sínum. Dauði hennar vakti
mikla reiði og sorg innan Írans sem
utan. agas@mbl.is
ÍRAN
Mega horfa á fótbolta
Sahar Khodayari
Tugþúsundir
manna gengu
um götur Par-
ísar um helgina
og mótmæltu
ýmsum átaka-
efnum, svo sem
loftslagsbreyt-
ingum, áform-
uðum breyt-
ingum á lífeyris-
kerfinu og bar-
áttumálum svonefndra gulvestunga.
Mótmælin bar upp á dag þjóðar-
arfs Frakka og sögðu aðstandendur
þeirra um 50.000 manns hafa tekið
þátt í þeim. Ekki bar þeim saman við
borgaryfirvöld sem sögðu 16.000
manns hafa mótmælt hlýnun loft-
hjúpsins og 6.000 sýnt andúð sína á
ráðgerðum breytingum á lífeyris-
kerfinu.
Mótmælin fóru fram á nokkrum
stöðum í París, svo sem við Sigur-
bogann, Lúxemborgargarðinn, fjár-
málaráðuneytið í Bercy og á breið-
götunni Champs-Elysées þótt þar
gilti bann við samsöfnun fólks.
agas@mbl.is
FRAKKLAND
Kona andspænis
sérsveitarmönnum.
Mótmæltu í París