Morgunblaðið - 23.09.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 23.09.2019, Síða 17
Helgi lét sig þjóðmálin einnig máli skipta og skrifaði greinar í blöðin til að vekja athygli á því sem honum þótti miður fara eða gott væri gert. Þegar ég og Anna hófum okkar búskap bjuggum við fyrstu tvö árin með Arnlaugi afa mínum, sem þá var orðinn ekkjumaður í annað sinn, á Öldugötu 25. Sam- búðin var yndisleg og á þessum tíma kynntumst við afa betur en barnabörn hafa alla jafnan tæki- færi til. Hann hafði það fyrir sið að hringja í „börnin“ sín nokkuð reglulega til að heyra af þeim. Þegar Helgi hringdi minnti hann mig mikið á afa, sama hlýja rödd- in og umhyggjan fyrir líðan ann- arra. Fyrir nokkrum dögum reyndi ég að ná sambandi við Helga en nú svaraði hann ekki símanum svo ég sendi honum smáskilaboð um að halda ætti ráðstefnu, Forn vinnubrögð í tré og járn, til heið- urs systursyni hans, Gunnari Bjarnasyni, sem orðið hefði 70 ára í ágúst sl. Helgi var þá kominn inn á líknardeild en ég gat ekki ímyndað mér að þessi glað- væri og heilsuhrausti maður ætti svo stutt eftir sem raun varð á. Blessuð veri minning Helga Arnlaugssonar. Fjölskylda mín vottar Ernu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Arnlaugur Guðmundsson. Að lifa góðu og heilbrigðu lífi fram á tíræðisaldur eru mikil for- réttindi. Í dag kveðjum við góðan vin og félaga Helga Arnlaugsson sem fyrir nokkrum mánuðum sat þingveislu hjá Samiðn hress og kátur og steig dansinn af ekki minni mætti en hálfri öld yngri menn. Það er gott að eiga slíka minningu af góðum samferða- manni. Við sameiningu Sambands byggingamanna (SMB) og Málm- og skipasmiðasambands Íslands (MSÍ) og úr varð Samiðn sam- band iðnfélaga gerðist Helgi starfsmaður hins nýja sambands, en hann hafði áður verið starfs- maður MSÍ um langt árabil. Það voru forréttindi að eiga þess kost að starfa með Helga, ekki síst að fá tækifæri til að kynnast honum sem einstaklingi. Þrátt fyrir að liðinn sé aldarfjórðungur síðan Helgi lét af störfum hefur hann haldið sambandi og fylgst með ekki síst málefnum lífeyrissjóða en þau voru honum mjög hug- leikin. Helgi var einstaklega þægileg- ur í allri umgengni, nákvæmur, stutt í brosið og alltaf með fé- lagsmanninn í forgangi. Hann lagði áherslu á að hafa reglu á hlutunum hvort sem það sneri að starfinu eða einkalífinu. Hann kunni að segja skemmtilega frá því sem á daga hans hafði drifið en gætti þess að gera það ekki á kostnað annarra. Það hefur ekki síður verið áhugavert að fylgjast með Helga eftir að hann lét af störfum hjá Samiðn sjötugur að aldri. Hann spilaði golf og ferðaðist til fjar- lægra landa, aldurinn var enginn farartálmi og naut hann lífsins til hins síðasta. Förunautur Helga síðustu ár- tugina var Arna Hannesdóttir og einhvern veginn voru þau eins og sniðin hvort fyrir annað og bættu hvort annað upp. Öll samskipti þeirra einkenndust af djúpri virð- ingu og umhyggju. Helgi kvaddi sáttur við lífið eft- ir langt og farsælt ævistarf en við sem kynntumst honum og störf- uðum með honum hugsum til hans með hlýhug og þakklæti. Við erum líka þakklát fyrir að hann skyldi fá að halda fullri reisn fram á síðustu stundu, brosmildur og hlýr. Um leið og ég þakka fyrir að hafa átt tækifæri á að eiga Helga að vini sendi ég Örnu mínar kveðjur því ég veit að missirinn er mikill. Þorbjörn Guðmundsson, Samiðn. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 ✝ Jóhanna Mál-fríður Jóa- kimsdóttir, Nanna, var fædd í Hnífs- dal 7. mars 1943. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 14. september 2019. Foreldrar Jó- hönnu voru Gabrí- ela Jóhannesdóttir húsmóðir frá Hlíð í Álftafirði, f. 1916, d. 1975, og Jóakim Pálsson útgerðar- maður úr Hnífsdal, f. 1915, d. 1996. Systkini Jóhönnu voru Gunnar Páll, f. 1936, d. 1997, Helga, f. 1940, Kristján tví- burabróðir, f. 1943, d. 2000, Aðalbjörn, f. 1949, og Hrafn- hildur, f. 1955. Jóhanna var gift Ásgeiri Kristjáni Karlssyni skipstjóra, f. 29. október 1941, d. 22. des- ember 1966. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Hjartar- dóttir húsmóðir, f. 1918, d. 2014, og Karl Sigurðsson skip- stjóri, f. 1918. Börn þeirra Jóhönnu og Ás- geirs eru Agnes, f. 5. mars 1962, maki Snorri G. Bogason og eiga þau fimm börn, Krist- jönu Millu, Bergsvein, Ingu Sigríði, Ásgeir Þór og Jóakim, barnabörnin eru átta talsins. Karl Kristján, f. 2. júlí 1964, Guðrúnu, barnabörn þeirra eru þrjú. Haraldur Arnar, f. 1966, barnsmóðir Járngerður Grétarsdóttir, börn þeirra eru Dagur Viljar, Einar Grétar og Hrannar. Sólveig Björk, f. 1967, barnsfaðir Ólafur P. Ragnarsson og eiga þau Ástu Karen, barnsfaðir Ragnar Stefánsson og eiga þau soninn Arnór. Harpa Ósk, f. 1972. Jóhanna, eða Nanna eins og hún var jafnan kölluð, var fædd og uppalin í Hnífsdal. Hún gekk í barnaskólann þar og var því eitt „fokbarnanna“ svokölluðu sem lentu í því að skólinn fauk ofan af þeim i ofsaveðri árið 1953. Nanna lauk gagnfræðaprófi frá Hér- aðsskólanum í Reykjanesi. Hún útskrifaðist með sjúkraliða- próf frá Landakotsspítala árið 1969. Í æsku vann hún hin ýmsu störf, var meðal annars í sveit í Sútarabúðum í Grunna- vík, fór á síld með föður sínum á Páli Pálssyni auk þess sem hún vann í Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal. Að loknu sjúkra- liðanámi vann Jóhanna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísa- firði, elliheimilinu við Mána- götu á Ísafirði og síðar á Land- spítalanum til ársins 1998. Í sumarfríum vann hún bæði sem kokkur á skuttogaranum Páli Pálssyni og sem háseti á rækjutogaranum Hafþóri. Síð- ustu árin bjó hún ásamt Einari sambýlismanni sínum í Hvera- gerði. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 23. september 2019, klukkan 13. maki Guðlaug Jónsdóttir og eiga þau tvo syni Þóri og Ásgeir Kristján. Jóhanna giftist Guðmundi Vest- mann, f. 25. desember 1942, d. 29. janúar 2018. Þau skildu. For- eldrar hans voru hjónin Guðlaug J. Vestmann kaupmaður, f. 1920, d. 2003, og Einar G. Vestmann járnsmiður, f. 1918, d. 1971. Sonur Jóhönnu og Guð- mundar er Ásgeir Kristján, f. 23. mars 1970, maki Sædís Kr. Gígja, og eiga þau þrjú börn, Guðrúnu Jónínu, Aron Karl og Jóhann Karl, barna- börnin eru þrjú. Jóhanna giftist Ólafi Ei- ríkssyni tæknifræðingi, f. 1933, d. 1998. Þau skildu. Börn Ólafs eru fimm talsins, Sölvi, Elísabet, Ingveldur, Elsa María og Rakel Rós. Barnabörnin eru þrettán. Sambýlismaður Jóhönnu síðustu 25 árin var Einar Magnússon vélstjóri, f. 1939. Börn Einars eru fimm. Sunna Jakobína, f. 1962, maki Hall- dór Höskuldsson og eiga þau börnin Jón Eðvald og Önnu Nanna tengdamóðir mín var stór kona – kannski ekki svo mjög í hinni eiginlegu merkingu, en við andlát hennar myndast risastórt tóm í hjörtum margra. Nú þurf- um við fólkið hennar að fylla þetta tóm með því að draga fram og varðveita góðar minningar um hana, og af nógu er að taka í þeim efnum. Nanna hafði einstaka útgeisl- un. Það var ekki aðeins glaðværð- in og elskan sem hún átti svo mik- ið af heldur ekki síður þessi einstaki hæfileiki til að tala við fólk – við hvern sem var í hvaða aðstæðum sem var. Þannig var Nanna. Feimni var ekki til í henn- ar orðabók og átakalaust gat hún haldið uppi samræðum, spurt spurninga og fengið fram svör frá viðmælandanum. Þessi list, þessi guðsgjöf hennar, varð til þess að hún laðaði að sér fólk hvar sem hún kom. Um leið var hún ákaf- lega ræktarsöm við vini og ætt- ingja. Símtöl, heimsóknir, gjafir – engum mátti gleyma. Fólk sem getur og kann að gefa af sér, eins og hún Nanna gerði alla tíð, hefur oft sterka sjálfs- mynd, trú á eigin getu. Nanna hafði slíka trú. Ég gleymi aldrei einu af fyrstu skiptunum sem ég kom inn á heimili tilvonandi tengdamóður minnar. Þá var ég rúmlega tvítug og glímdi við skort á sjálfstrausti. Það var kjötsúpa í matinn, mjög góð, enda komst ég fljótt að því að Nanna var lista- kokkur. Mér fannst því ákaflega undarlegt þegar húsmóðirin varð fyrst allra til þess að hafa orð á gæðum matarins. „Svakalega er kjötsúpan vel heppnuð,“ sagði hún, eins og ekkert væri eðlilegra. Þessi yfirlýsing kom mér í opna skjöldu, ég var svo vön því að þurfa að hlusta á afsakanir móður minnar í aðstæðum sem þessum. Með árunum hefur mér þó tekist nokkuð vel að taka Nönnu mér til fyrirmyndar að þessu leyti, enda hef ég fundið að það er ósköp hollt fyrir sálartetrið að bera sig vel og vera ánægður með verk sín. Örlögin færðu Nönnu allt of stóran skammt af veikindum og áföllum. Nú, þegar hún er farin og litið er yfir æviskeið hennar setur mann hljóðan. Hvernig tókst henni að rísa alltaf aftur á fætur? Hvernig gat hún alltaf haldið ótrauð áfram? Jú, dugnaðurinn, krafturinn, eldmóðurinn og síðast en ekki síst þrautseigjan fleytti henni í gegnum alla þessa ólgu- sjói, þótt vissulega hafi þeir sett sitt mark á allt hennar líf. Þegar Nanna lá banaleguna var hún umkringd sínu nánasta fólki. Þar var hann Einar, maður- inn hennar og sálufélagi, alltaf jafn traustur og trúr. Þar voru börnin hennar og öll stórfjöl- skyldan og margir fleiri komu við til að kveðja. Það var grátið og það var hlegið. Hún gaf okkur þann tíma sem við þurftum – tíma sem var sár og erfiður en um leið svo fullur af kærleika og ást. Blessuð sé minning elsku Nönnu. Guðlaug Jónsdóttir. Elsku amma Nanna. Nú kemur að þessari erfiðu stund að kveðja þig. Minningarn- ar eru endalausar. Þegar ég hugsa til baka þá kemur alltaf fyrst í huga mér þegar þú og Ein- ar afi bjugguð á Sæbólsbrautinni, ég fékk í hönd gamlar tréklippur og það verkefni að snyrta aðeins stóra tréð fyrir framan hús, þú hoppaðir inn í smástund og þegar þú komst til baka þá var ég búinn að klippa nánast allar greinar inn að stofni og stóð þetta feikna- stóra tré eftir eins og hrísla, þú varst ekki beint hrifin af verkinu enda hélstu mikið upp á þetta tré, en viti menn, tréð tók við sér að nýju og hafði aldrei blómstrað eins mikið áður. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þig því þú tókst alltaf svo vel á móti manni. Við eigum eftir að sakna þín gríðarlega mikið. Hvíldu í friði, elsku amma Nanna. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Aron Karl og fjölskylda. Elsku amma Jóhanna. Við erum þakklátar fyrir ást- ina sem þú gafst okkur, öryggið sem þú veittir okkur og hamingj- una sem við upplifðum með þér. Hvíl í friði, elsku amma Jó- hanna, og takk fyrir allt. Takk fyrir að pakka okkur inn í sæng- ina, takk fyrir spila við okkur veiðimann, takk fyrir að faðma okkur alltaf fast og takk fyrir að hafa verið amma okkar. Við elskum þig. Dagmar, Margrét og Theódóra. Sólin er sest í lífi Nönnu systur. „Mamma mín, núna er sólar- lagið svo fallegt,“ sagði Agnes dóttir Nönnu þar sem við sátum og nutum síðustu samfunda með henni. Það gerðist margt hratt í lífi systur okkar og svo var einnig um endalokin sem skilja okkur að, samt trúum við því eins og stendur í ljóði Jónasar Hall- grímssonar: „en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið.“ Nanna bar sólina í hjarta sínu og gaf takmarkalaust af kærleika sínum og ást. Hún var óhrædd við að treysta og elska, hafði kjark og þor til að opna hjarta sitt fyrir líf- inu og samferðafólkinu. Hennar góðu kostir drógu fólk að henni því í eðli sínu var hún óspör á vináttu sína og var alltaf reiðubúin að hjálpa og hjúkra. Það lá því í hlutarins eðli að hún legði fyrir sig hjúkrun og gerði sjúkraliðastarfið að ævistarfi sínu. Í gegnum starf sitt og veik- indi hennar sjálfrar ekki síst á yngri árum hafði hún djúpan skilning á þjáningunni. Hún myndaði auðveldlega vináttu- tengsl og ræktaði þau alla ævi. Lífið færði Nönnu okkar mörg verkefni að takast á við. Stærsti skugginn í hennar lífi var þegar hún sem ung móðir missti eigin- mann sinn, Ásgeir, í sjóslysi frá tveimur ungum börnum. Þessi at- burður markaði líf elsku systur okkar allt hennar líf. En hún hafði kjark og þor til að takast á við lífið og gerði það af krafti. Heimili hennar stóð alltaf opið og var oft glatt á hjalla. Við systk- inin eigum sannarlega góðar minningar frá þeim stundum. Gleðin og hlátrasköllin hljóma í eyrum okkar þegar við minnumst þessara góðu stunda. Við erum innilega þakklát fyrir lífið hennar Nönnu, sem færði okkur ómælda gleði. Nanna naut gæfu í einkalífinu, eins og börnin hennar Agnes, Kalli og Ásgeir bera fagurt vitni um, og einnig var samband henn- ar og Einars mjög gæfuríkt, hann stóð við hlið hennar eins og klett- ur alla tíð. Við vottum öllum aðstandend- um innilega samúð. Helga, Aðalbjörn og Hrafnhildur Jóakimsbörn. Nú er hún Nanna mín dáin, fréttin um alvarlegt ástand í síð- ustu viku sló mig og kallaði fram urmul af yndislegum minningum. Svo margs er að minnast frá ár- unum sem Nanna og pabbi voruð gift og líka síðar. Ég man svo vel þegar ég kom reglulega um helg- ar, gisti helgina í Kjarrhólman- um, fékk kótelettur í raspi eða slátur, spjallaði í eldhúsinu á með- an pabbi þvoði bílinn úti, bíl- túrana í Hveragerði þar sem keyptar voru gúrkur og tómatar og borðað á leiðinni heim, ísbílt- úrar og svo ótal margt fleira. Hún Nanna var yndisleg manneskja, svo hlý og svo góð. Hún var einstaklega gjafmild, áhugasöm um líf okkar og aðdá- unarvert hversu sterk hún alltaf var þrátt fyrir ólgusjó og áföll í líf- inu. Sambandið hefði getað slitnað, bæði þegar ég flutti til útlanda og þegar þau ákváðu að skilja, en sem betur fer náðum við að halda góðu samandi. Hún Nanna hélt áfram alltaf góðu sambandi við alla fjölskylduna hans pabba. Við heyrðumst alltaf í kringum jólin og yfirleitt eitthvað þess á milli og við náðum stundum að hittast. Ég var svo heppin að fá að heimsækja Nönnu og Einar, bæði í Kópavog- inn og í Hveragerði, það var gam- an að leyfa börnunum að kynnast Nönnu, stóru stelpurnar okkar Maurizio minnast hennar með hlýju, bæði frá heimsóknum okk- ar en einnig hafa þær séð hversu mikilvæg Nanna var mér. Nanna á alveg sérstakan stað í hjarta mínu. Samband okkar undanfarið hefði án efa mátt vera meira, en væntumþykjan var alltaf til stað- ar á milli okkar, það veit ég. Því miður næ ég ekki að kveðja í dag þar sem ég er stödd erlend- is, en er virkilega þakklát fyrir að hafa fengið að gera það í síðustu viku, það gaf mér mikið. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég til Einars, Agnesar, Kalla og Ásgeirs, til systkinanna og allra ástvina Rakel Rós Ólafsdóttir. Í dag er til hinstu hvílu borin Jóhanna Jóakimsdóttir. Hún og faðir okkar, Ólafur Eiríksson, fet- uðu saman lífsgönguna um tíma. Það var þá sem amma Jóhanna kom inn í líf okkar systkina. Hún var okkur mikill happafengur. Hennar stóra hjarta og heimilið var okkur systkinum og afkom- endum alltaf opið. Og þar var ekki í kot vísað. Hún reyndist okkur alla tíð ótrúlega vel og sérstak- lega þegar mest á reyndi. Þá var gott að eiga hana að og í hennar skjól að sækja. Ástæðurnar fyrir því að það var gott að vera í návist Nönnu voru m.a. að hún var bæði lífsglöð og félagslynd, en líka ósérhlífin og dugleg. Ég held að þetta komi úr vatninu fyrir vestan, því stoltur Vestfirðingur var hún. Það fann maður í öllum samskiptum við hana. Og öllu því besta sem í henni bjó hefur hún komið áfram til af- komenda sinna. Það er veisla í lífsfarangrinum að hafa fengið að kynnast þeim Agnesi, Kalla og Ásgeiri, og reyndar fleirum af hennar góða fólki. Já, gjafir Nönnu voru margs konar. Fyrir þær viljum við nú þakka. Við vottum þeim Einari, Agnesi, Kalla, Ásgeiri og aðstand- endum öllum okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Við eigum góðs að minnast. Blessuð sé minning Jóhönnu Jóakimsdóttur. Sölvi Ólafsson og systkini. Nanna mín kær, hjartahlýrri manneskju finnur maður varla en þig. Þú varst öllum góð og þú gafst af þér skilyrðislaust. Þessi hlýja var smitandi og hjá þér leið manni vel. Ég vil þakka þér og Einari að taka mér opnum örm- um í Hnífsdal fyrir meira en 20 árum, unglingnum nýútskrifuð- um úr grunnskóla kominn vestur í dalinn til að vinna. Þú varst mér svo góð, þú lést mér líða eins og ég ætti hjá ykkur heima, þú lagðir það á þig með alls kyns smá- atriðum að láta mér líða vel, þú tókst eftir hvaða matur mér líkaði best og gerðir í því að gera vel við mig, þú sýndir mér athygli. Ég hef alltaf hugsað til þess tíma með bros á vör og hlýju í hjarta, svona góðvild er ekki sjálfgefin. Líf þitt hefur ekki verið dans á rósum og þú hefur þurft að ganga í gegnum ómældar sorgir og áföll en samt er það brosið þitt og smit- andi hlátur þinn sem kemur manni fyrst í huga. Hjá þér var alltaf stutt í grínið, þú gast hlegið að öllu. Þessi lífsgleði er mikill kostur, sérstaklega þegar lífið hefur ekki alltaf brosað til baka. Ég sé þig fyrir mér núna með afa Jóa, Stjána og öllum sem þú sakn- aðir. Þið eruð öll hlæjandi í kór, augun pírð og glottið ykkar dásamlega svo hressandi. Ég bið að heilsa og hlakka til að sjá ykk- ur hvenær og hvernig sem verð- ur. Á svona tímamótum verðum við að reyna að vera fyrst og fremst þakklát fyrir allt gott sem lífið færði, þitt var stormasamt og þú barðist hetjulega. Þakka þér Nanna mín fyrir þig og örlæti þitt á bros, hlátur, hlýju og sýnda væntumþykju, ég elska þig. Þín Helga Gvuðrún Friðriksdóttir. Jóhanna Málfríður Jóakimsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA EYJÓLFS GUÐLEIFSSONAR náttúrufræðings, Hamratúni 1, Akureyri, áður Möðruvöllum í Hörgárdal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyfjadeildar Sjúkarhússins á Akureyri og Kristnesspítala fyrir góða umönnun og hlýju í garð okkar allra. Pálína Sigríður Jóhannesdóttir Brynhildur Bjarnadóttir Sigurður Ingi Friðleifsson Brynjólfur Bjarnason Sigurborg Bjarnadóttir Jónatan Þór Magnússon Sigríður Bjarnadóttir Brynjar Þór Hreinsson og afabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.