Morgunblaðið - 23.09.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 23.09.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 ✝ Ólöf Elín fædd-ist á Siglufirði 6. ágúst 1930. Hún lést 11. september 2019. Foreldrar Ólafar voru hjónin Krist- jana Margrét Árna- dóttir, f. 22. janúar 1908, d. 1970, og Davíð Guðjónsson húsasmíðameistari, f. 16. september 1902, d. 12. maí 1984. Móðursystir Ólafar var Pála Sigríður Árnadóttir, f. 7. febrúar 1912, d. 7. janúar 1995. Eiginmaður Ólafar var Egill Skúli Ingibergsson, f. 23. mars 1926, verkfræðingur og síðar borgarstjóri. Börn þeirra eru: 1) Kristjana, f. 27. júní 1955, maki Þórólfur Óskarsson. Börn: Egill Skúli, Elín, maki Guðjón Ágústs- on, Margrét og Bryndís. 2) Val- eru Ásdís Sigurðardóttir og Ás- geir Sigurðsson. Alls eru barna- barnabörnin orðin 18. Eftir fæðingu Ólafar lá leiðin til Reykjavíkur í Skerjafjörðinn. Ólöf gekk í skóla þar, fór svo í gagnfræðaskóla og í Húsmæðra- skóla. 1952 giftist Ólöf manni sín- um Agli Skúla og fluttist til Dan- merkur með honum þar sem þau dvöldu meðan hann var í verk- fræðinámi. Eftir komuna heim settust þau að í Skerjafirðinum með tvö yngstu börnin. Frá 1960- 78 fluttist fjölskyldan reglulega frá Mjólkárvirkjun til Flateyrar og svo til Búrfells- og Sigöldu- virkjana og börnunum fjölgaði í fjögur. Enn urðu breytingar 1978 þegar Egill Skúli var ráðinn borgarstjóri Reykjavíkur. Með því kom meira álag og ábyrgð bæði heima fyrir og opinberlega. Ólöf var alltaf félagslynd og vin- föst og vinmörg. Hún vann sjálf- boðaliðastörf með Rauða kross- inum og Hringnum og vann um skeið í verslun. Útförin fer fram frá Neskirkju í dag, 23. september 2019, klukk- an 15. gerður, f. 30. júní 1956, maki Gunnar Helgi Sigurðsson. Börn: Hildur Pála, maki Guðjón Guð- jónsson, Inga Rán, maki Theodór Jóns- son, Atli Freyr, maki Lára Hjörleifsdóttir, og Illugi Þór, maki Valgerður Fjóla Ein- arsdóttir. 3) Inga Margrét, f. 12. desem- ber 1960, maki Ólafur Björnsson. Börn: Ólöf Sif, maki Kristófer Ari Te Mai Haroa, Andri Björn, Ágústa Margrét, maki Guðjón Örn Sigurðsson, og Skúli Geir, maki Bertha María Arnarsdóttir. 4) Davíð, f. 22. janúar 1964, fv. kona var Shannon M. Sears. Börn þeirra Sóley Alexandra og Soffía Elín. Maki er Fanney Dóra Hrafnkelsdóttir og hennar börn Elsku mamma. Kveðja til þín og þakklæti fyrir að vera þú. Hrein og bein og alltaf tilbúin að hjálpa. Þú sem varst einkabarn foreldra þinna og Pálu ert nú orð- in stolt ættmóðir 14 barnabarna og 17 bráðum 18 langömmubarna. Þú varst með alla afmælisdaga á hreinu, elskaðir að gefa gjafir og fylgjast með okkur vaxa og dafna og voru fjölskylduveislurnar ófáar og margar hefðir sem þú komst á. Við áttum það sameiginlegt að hafa gaman af fötum og að hafa fínt í kringum okkur – og varst þú alltaf flott og vel tilhöfð. Elsku mamma, þín verður sárt saknað af okkur öllum. Saknaðarkveðja, Valgerður (Gerða). Það að mamma sé farin er eig- inlega óskiljanlegt. Hún hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur öll í fjölskyldunni. Það er vægast sagt risastórt skarð höggvið í hóp- inn. Þó að hægst hafi á henni hin síðari ár var hún alltaf jákvæð og hafði gaman af lífinu. Hennar yndi var að sjálfsögðu alltaf að fá fólk í heimsókn. Það fór enginn svangari úr Kringlunni en hann kom. Þar var alltaf til kaffi á könnunni, eða te eða kók eða hvað sem hver og einn vildi. Og alltaf var til eitthvert góðgæti í ísskápn- um eða inni í skáp sem birtist svo töfrum líkast bara á augnabliki. Nú eða það var skellt í pönnukök- ur eða vöfflur til að gleðja þá sem komu. Það voru góðar ástæður fyrir því að það var alltaf góð hug- mynd að stoppa við hjá ömmu. Öll börnin, barnabörnin og meira að segja barnabarnabörnin vissu að það var gott að komast til ömmu. En það var ekki bara maturinn sem heillaði, heldur var það hlýj- an og þessi góða tilfinning sem maður fær þegar maður er virki- lega og hjartanlega velkominn. Mamma, eða Olla eins og hún var alltaf kölluð, var ákveðin í sín- um skoðunum og ekkert feimin að setja þær fram. Nú bjó ég í mörg ár í Bandaríkjunum og í hvert sinn sem ég hringdi heim eða kom heim þá fékk maður alltaf spurn- inguna: „Er nú ekki komið nóg af þessu? Viltu nú ekki bara hætta þessari vitleysu og koma heim?“ Svo maður tali nú ekki um ef eitt- hvert óveður var að skella á eða einhver skotárásin var í fréttum. Þá kom símtalið og maður fékk pistilinn um klikkuðu Kanana. Það tók hana 30 ár, en að lokum fékk hún vilja sínum framgengt og ég flutti aftur heim. Litli strák- urinn hennar mömmu (þá orðinn rúmlega fimmtugur) kominn heim. Og svona eftir á að hyggja gæti ég ekki verið ánægðari með þá ákvörðun. Ég náði um það bil fjórum góðum árum með mömmu sem verða mér ævinlega afar kær. Þessa litlu, skemmtilegu, fallegu og hressu konu var sko gott að eiga að. Hún var alltaf tilbúin að styðja við mann þegar á þurfti að halda. Og það held ég að allir viti sem til hennar þekkja því hún gerði það ekki bara fyrir mig heldur fyrir alla vini og alla fjöl- skylduna hvenær sem þess var þörf. Hún gat verið hvöss og hörð þegar þess þurfti með en það var aldrei spurning um að hún meinti vel. Elsku mamma, þín verður sárt saknað af svo mörgum og minn- ingarnar sem hafa verið að hrúg- ast upp í huganum að undanförnu eru svo margar og margvíslegar að þær gætu fyllt heilu bækurnar. En það sem ég mun alltaf hafa frá þér er að njóta lífsins og þess sem það býður upp á á hverjum tíma. Megi Guð geyma þig elsku mamma. (Þetta sagðir þú svo oft við mig.) Davíð. Elskuleg tengdamóðir mín, Ólöf Elín Davíðsdóttir, Olla, lést á Landspítalanum hinn 11. septem- ber síðastliðinn á áttugasta og ní- unda aldursári. Hún hlaut hægt andlát í faðmi fjölskyldunnar. Það er svo einkennilegt að þó að dauðans sé vænst kemur hann alltaf á óvart og söknuður læðist að okkur og upp rifjast svo ótal minningar. Meðal þeirra minninga sem fyrst koma upp í hugann er hve vel var tekið á móti og vel hugsað um okkur þegar við Gerða flutt- um inn á tengdaforeldra mína í Kringluna með börnin okkar fjög- ur. Ekki man ég eftir öðru en skilningi og umburðarlyndi þó svo börnin væru hoppandi og skopp- andi upp um húsgögn og veggi. Það þrátt fyrir að Olla legði mik- inn metnað í að halda heimilinu hreinu og snyrtilegu. En það var eitt af hennar áhugamálum að eiga glæsilegt en jafnframt nota- legt heimili þar sem alltaf var gott að koma og öllum leið vel. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Ég kveð Ollu með miklum söknuði en er um leið svo þakk- látur fyrir allt sem ég og mín fjöl- skylda áttum með henni. Gunnar Helgi Sigurðsson. Eftir sólríkt sumar er komið haust. Á dimmum haustdegi kvaddi tengdamóðir mín Ólöf Elín Davíðsdóttir þetta jarðlíf, en hún lést 11. september síðastliðinn á 90. aldursári. Kynni okkar hófust árið 1985 er ég kynntist dóttur hennar, Ingu Margréti. Sveita- strákur úr Biskupstungum kveið fyrir að hitta þau Ólöfu og Skúla í fyrsta sinn, en það var ástæðu- laust, mér var strax vel tekið. Við Inga hófum fljótlega búskap í þeirra skjóli. Það var góður tími og börnin áttu athvarf hjá ömmu þegar foreldarnir brugðu sér af bæ. Ólöf var fædd 1930 og bjó í Skerjafirði í Reykjavík mestalla ævi, þar sem foreldar hennar Davíð Guðjónsson trésmíðameist- ari og Kristjana Árnadóttir bjuggu. Við Fáfnisnes 8 reistu þau Skúli sér svo hús árið 1960 ásamt foreldrum Ólafar. Ólöf var mikil fjölskyldumann- eskja, ung kynntist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum sínum, Agli Skúla Ingibergssyni verk- fræðingi, og saman fóru þau til náms til Danmerkur. Heim komin 1954 tók að fjölga í fjölskyldunni og á 10 árum fæddust þeim fjögur börn; Kristjana, Valgerður, Inga Margrét og Davíð. Ólöf sá um heimilið á þessum árum, en Skúli vann þá oft langt að heiman, enda staðarverkfræðingur við margar stórvirkjanir hér á landi. Raunar var Ólöf þá einnig oft með honum úti á landi og sá um margvísleg störf í kringum uppbyggingu virkjananna, t.d. í Mjólkárvirkjun á Vestfjörðum, þar sem þau voru með marga menn í vinnu. Þá bjuggu þau mörg sumur á Búrfelli þegar verið var að byggja Búr- fellsvirkjun. Seinna tóku við önn- ur verkefni, m.a. að standa við hlið eiginmanns síns er hann var borgarstjóri í Reykjavík árin 1978 til 1982, en því starfi fylgdi nokk- ur erill og ferðalög er Ólöf sinnti með prýði eins og öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir að börnin voru farin að heiman hóf hún verslunarstörf í fataverslun- um, eða allt þar til hún fór á eftir- laun. Áttu þau störf vel við hana enda mannblendin smekkmann- eskja. Síðustu 25 árin bjuggu þau í Kringlunni 43, þar sem þau Skúli undu hag sínum vel og sinntu fjöl- skyldunni, en afkomendur þeirra eru nú 33. Ólöf hafði gaman af ferðalög- um. Var afar gott að vera með Ólöfu í slíkum ferðum, enda jafn- an glatt á hjalla. Einnig fórum við í einstaka veiðiferðir saman, en Ólöf og Skúli stunduðu laxveiði með góðum vinum, einkum Pálínu frænku sinni og Andrési hennar manni. Voru það góðar stundir, enda var hún lunkinn veiðimaður og hafði gaman af því að skáka öðrum á þessu sviði sem töldu sig mikla veiðimenn. Fjölskyldan fór einnig saman til veiða í Laxá í Hrútafirði um árabil. Eftir að við Inga fluttum á Sel- foss áttum við jafnan athvarf hjá þeim Ólöfu og Skúla. Alltaf var gaman að koma til Ollu, eins og hún var jafnan kölluð af fjölskyld- unni, og vel tekið á móti manni með góðum veitingum. Spjallað var um heima og geima og kom maður aldrei að tómum kofunum hjá henni, hún var víðlesin og fylgdist vel með öllu og öllum, ekki síst fjölskyldunni. Ég þakka Ólöfu fyrir samfylgdina öll þessi ár og fyrir okkar góðu vináttu sem aldrei bar skugga á. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ólafur Björnsson. Meira: mbl.is/minningar Elsku besta amma mín, hjart- ans þakkir fyrir hátt í hálfa öld af endalausri ást og gleði. Hafandi haft þig ekki lengra frá en hinum megin við götuna framan af, og svo ekki nema ögn lengra frá við flutning ykkar í Kringluna um aldamótin, þá er hægt að telja til ótalmargar stundir saman og er ekki síst þér að þakka hversu óhemju samheldin þessi stóra fjölskylda þín hefur alla tíð verið. Fyrstu minningar mínar eru frá heimsóknum ykkar afa til okk- ar í Horsens og svo jólum og ára- mótum sem við nutum hjá ykkur í Skerjó með allri fjölskyldunni þegar við komum hingað í frí þau dönsku ár. Eftir að við urðum svo aftur grannar er mér afar minnis- stæður áhugi þinn á „góðum“ bíó- myndum sem ég var óhemju ánægður með að geta deilt með þér á bestu árum vídeóleigunnar, alltaf tvær á kvöldi, og svo að sjálfsögðu allt íþróttagláp og sá íþróttaáhugi sem hefur alltaf ver- ið til staðar og hefur heldur betur skilað sér til afkomenda ykkar afa. Ég man bara ekki eftir þér öðruvísi en í góðu skapi með ynd- islega og afslappaða nærveru sem gott var að sækja í hvort sem það var til að láta troða í sig heljar veislumat, „fáðu þér meira“ eru orð sem öll fjölskyldan kannast við með einstakri hlýju, nú eða þá bara til að kíkja í eins og einn kaffi, og að sjálfsögðu eitthvað með því, og geta svo setið að spjalli um hin ýmsu málefni í þó nokkrar drykklangar stundir. Þín verður sárt saknað, elsku amma. Þinn Egill Skúli (yngri). Elsku amma, það er svo margt sem ég hugsa hlýlega til þegar ég lít til baka á allt það sem við höf- um gert saman sem fjölskylda í gegnum tíðina. Það voru forrétt- indi að fá að alast upp og hafa ykkur afa hinum megin við göt- una alveg þar til þið fluttuð í Kringluna en þá var ég orðin fimmtán ára. Yndislegt að geta hvenær sem er kíkt á ömmu og afa og alltaf þegar ég kom í heim- sókn þá var hlýlegt spjall og gott að borða, en þú varst alla tíð svo dugleg að gera góðan mat, kökur og prufa nýjar uppskriftir. Nokk- uð sem flestir í fjölskyldunni hafa tekið sér til fyrirmyndar og er því alltaf gott að borða þegar við hitt- umst. Í húsinu ykkar var líka fín- Ólöf Elín Davíðsdóttir Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, KARITAS JENSDÓTTIR bókasafnsfræðingur, sem lést 16. september, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 24. september klukkan 13. Axel Viðar Egilsson Katherine Anne Brenner Pétur Már Egilsson Guðrún Helga Guðmundsd. Ingólfur Ari Pétursson Gréta Sól Pétursdóttir Heiða Ósk Pétursdóttir Jón Valur Jensson Kolbrún Jensdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNATAN ÓLAFSSON, Lindasíðu 2, Akureyri, lést sunnudaginn 15. september. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 24. september klukkan 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar- sjóð Björns Rúnarssonar: Banki 0354-13-200686, kt. 141251-3259. Sigrún Halldórsdóttir Rögnvaldur Jónatansson Ásdís R. Jónsdóttir Ólafía Jónatansdóttir Haukur Konráðsson Sigurdríf Jónatansdóttir Björn J. Sighvatz Brynjar Bragason Anna Þ. Ingólfsdóttir Kristján Hálfdánarson Jóhanna S. Hansen Rúnar Hálfdánarson Inga Helga Björnsdóttir Daði Hálfdánsson Ráðhildur Stefánsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓSKARS JÓHANNESSONAR Sóleyjarima 19, Reykjavík Bergþóra Sigurbjörnsdóttir Björg Óskarsdóttir Jóhannes Óskarsson Kristín Óskarsdóttir Einar Birgir Hauksson Guðrún Jóhannesdóttir Skúli Þór Magnússon og afabörn Yndislega dóttir okkar og systir, BIRTA HRUND INGADÓTTIR lést á Landspítalanum þann 17. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. september kl. 15. Áslaug María Gunnarsdóttir Sigurður Ingi Sigurðsson Iða Brá Ingadóttir Ann Sigurðsson Harpa Lind Ingadóttir Hrólfur Sigurðsson Nora Sigurðsson Einar Sigurðsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÓNASDÓTTIR Hlíf 1, áður Urðarvegi 11, Ísafirði, lést á hjúkurnarheimilinu Eyri, Ísafirði, mánudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. september kl. 11.00. Guðfinnur E. Jakobsson Svanberg K. Jakobsson Ásta Baldursdóttir Guðrún K. Sveinbjörnsdóttir Guðmundur J. Svanbergsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRAUSTI PÁLSSON frá Laufskálum, Hásæti 11a, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 20. september. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 4. október kl. 14. Linda Traustadóttir Hjalti Vésteinsson Edda Traustadóttir Björn Jóhann Björnsson Páll Rúnar Traustason Aron Trausti, Tinna Birna, Erna og Atli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.