Morgunblaðið - 23.09.2019, Side 19

Morgunblaðið - 23.09.2019, Side 19
asti leikvöllur á neðri hæðinni og hægt að undirbúa flottar fimleika- sýningar eða leiksýningar með öllum barnabörnunum til að sýna ykkur fullorðna fólkinu. Þú varst alltaf svo dugleg að halda veislur og hafa alla stórfjölskylduna sam- an við fjölda tækifæra og við bú- um öll að því og sækjum mikið hvert í annað. Það að við systkinin ólumst upp í sama húsi og þú ólst upp í og heyra sögurnar af húsinu og umhverfinu eins og það var þá er svo skemmtilegt og fyrir vikið þykir mér enn vænna um upp- eldisheimilið. Ekki má gleyma sérstaklega góðum minningum úr öllum veiði- og bústaðaferðunum þegar við vorum yngri, útlanda- ferðunum sem öll stórfjölskyldan fór saman í, til Portúgals í sum- arfrí og svo til Danmerkur á af- mælinu hans afa. Þetta er svo góður og skemmtilegur hópur sem þið afi hafið alið af ykkur. Síð- ustu árin hafa börnin okkar Gauja notið þess að vera mikið með ykk- ur og þykir vænt um að eiga lang- ömmu og langafa sem setjast með þeim, spjalla, leika og dekra þau með sætindum og gjöfum. Saknaðarkveðja, Elín, Gaui, Bryndís, Bergur og Breki. Elskuleg amma mín og nafna hefur nú kvatt þennan heim. Orð fá því varla lýst hversu mikið ég sakna hennar og mun gera um ókomna tíð. Þegar ég var unglingur var ég svo heppin að fá að búa um tíma heima hjá ömmu og afa í Kringl- unni. Þá fékk ég alltaf eitthvað hollt og gott að borða, en amma var snillingur í matargerð og þá voru fiskibollur með kartöflum í sérlegu uppáhaldi hjá mér. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að búa með þeim því það mynduðust sterk tengsl milli mín og ömmu. Tengsl sem verða ekki rofin. Amma var með svo hlýja nærveru og við áttum ótal gæðastundir saman á kvöldin uppi í sófa að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Í gegnum tíðina höfum við átt svo mörg skemmtileg samtöl um lífið og tilveruna, ástina og í raun allt milli himins og jarðar. Það var yndislegt að upplifa ástríkt samband afa og ömmu. Þau voru alltaf svo góð hvort við annað og ég á erfitt með að sjá afa án ömmu. Vertu sæl amma mín. Ég syrgi þig en góðu minningarnar og þakklætið eru sorginni yfirsterk- ari. Þú hefur markað líf mitt sem og okkar allra í fjölskyldunni og sá sem auðgar líf annarra hefur vissulega lifað góðu og þýðingar- miklu lífi. Elsku amma ég bið Guð að geyma þig. Takk fyrir samveruna, skiln- inginn, gleðina og umhyggjuna. Saknaðarkveðjur. Þín nafna, Ólöf Sif Ólafsdóttir og fjölskylda. Við viljum minnast elskulegrar ömmu okkar með nokkrum orð- um. Við munum ávallt minnast þess hve það var notalegt og hlý- legt að koma heim til ömmu og afa, bæði á Fáfnisnesið og seinna í húsið við Kringluna. Þar hefur okkur alltaf verið tekið opnum örmum og boðið upp á kaffi og með því. Olla amma var mjög fær í eldhúsinu og gerði hún meðal annars bestu kjöt- og blómkáls- súpuna, plokkfiskinn og pipar- kökurnar. Hún var mjög nýjunga- gjörn og fengum við að smakka nokkrar nýjungar fyrst hjá ömmu, meðal annars mango chut- ney-fisk. Mikið er til af uppskrift- um frá ömmu sem við notum, mik- ið var oft gott að geta bjallað og fengið ráð um hina og þessa mat- seldina. Þegar við vorum krakkar fannst okkur mjög gaman að fá að leika með slæðurnar hennar ömmu og oft var mikið fjör á Fáfnisnesinu þar sem neðri hæð- inni var breytt í fimleikasal og við krakkarnir fengum að hlaupa um og vera með læti og hamagang. Við ferðuðumst töluvert með ömmu og afa, við fórum flest sum- ur í veiðiferðir með þeim norður í Hrútafjörð. Það var kannski ekki mikið veitt en alltaf gaman að vera saman og margt brallað, t.d. farið í berjamó. Einnig eigum við ógleymanlegar minningar um ut- anlandsferðir með þeim, meðal annars okkar fyrstu Spánarferð. Við borðuðum saman nánast vikulega, ýmist heima hjá ömmu og afa eða hjá mömmu og pabba þar sem alltaf var desert í boði. Okkur finnst ómetanlegt að börnin okkar hafi fengið að kynn- ast og njóta samverustunda með langömmu sinni – þau lýsa henni sem góðri, fallegri og fínni konu sem ávallt var til í að dekra þau með góðgæti eins og piparkökum. Amma var mikil fjölskyldukona sem hélt vel utan um sitt fólk, hún var hjartahlý og hafði gaman af því að tala fallega um og segja frá afrekum og góðum eiginleikum sinna fjölmörgu afkomenda. Amma var alltaf falleg og vel til fara, hún hafði gaman af því að spá í tískuna og fylgdist vel með nýjustu straumum. Heimili þeirra afa hefur alltaf verið smart og fal- legt og staður þar sem okkur líður vel. Hennar verður sárt saknað í okkar fjölmörgu samverustund- um og hefðum sem hún hefur átt svo stóran þátt í að skapa og á sama tíma kennt okkur gildi þess hversu mikilvægt það er að hlúa að og rækta sambönd við sína nánustu. Hvíl í friði, elsku amma okkar – við munum geyma fallegar minn- ingar um þig í hjarta okkar. Hildur Pála, Inga Rán, Atli Freyr og Illugi Þór Gerðu- og Gunnarsbörn. Við munum þær góðu stundir sem við áttum með þér hvort sem það var heima fyrir, í sumarfríi, veiðiferðum, utanlandsferðum með stórfjölskyldunni eða í boð- um og veislum. Í Skerjafirðinum vorum við ná- grannar á uppvaxtarárum okkar systra og sællar minningar var það ósköp notalegt að vita af ömmu og afa í næsta húsi. Amma átti alltaf til góðan mat og sætindi og var því ekki óvinsælt hjá okkur systrum að fara í heimsókn yfir götuna á Fáfnisnesinu. Þar var gott að vera og áttum við það til að fara oft á dag til að fá snarl, lesa bækur og spjalla um daginn og veginn. Einnig var ósköp notalegt að gista hjá þeim og þá kom ber- lega í ljós hversu lík önnur okkar var ömmu sinni sem fór oft seint að sofa og naut þess að sofa út í ró- legheitum. Amma átti ótal margar fallegar slæður og nutum við systur og all- ar frænkurnar góðs af því og héld- um ófáar tískusýningarnar fyrir þau hjón. Amma var líka alltaf mjög fín til fara og vissi oftar en ekki af bestu útsölunum og rák- umst við ósjaldan á hana í Kringl- unni sem endaði oft með kaffiboði hinumegin við götuna. Eitt af því sem amma hefur kennt okkur er hversu mikilvægt það er að eiga áhugamál, hvort sem það tengist matargerð, tísku, bíómyndum eða íþróttum. Við þekkjum ekki margar ömmur sem vita allt um öll þau íþróttamót sem í gangi eru og vilja tala um leikinn. Svo var líka alltaf jafn notalegt á námsárunum erlendis að fá hringingu frá ömmu síðla kvölds í gegnum skype, þegar hún var orðin ein á fótum á heimilinu og ekkert að spá í tímamismun- inn. Þú lékst stórt hlutverk í lífi okkar og allra í fjölskyldunni og mun þín verða sárt saknað. Við minnumst þín með gleði, hlátri og góðum minningum og verðum æv- inlega þakklátar fyrir allan þann tíma sem við áttum með þér. Hvíl í friði, elsku amma. Þínar Margrét og Bryndís. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 ✝ Þórunn Ólafs-dóttir fæddist 16. júní 1932 í Reykjavík. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. september 2019. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Guð- jónsson vélstjóri og Emelía Einars- dóttir. Bróðir henn- ar var Brynjólfur Ólafsson, f. 1928, d. 1990. Þórunn giftist 11. apríl 1959 Magnúsi Oddssyni vélstjóra, f. 14.10. 1934, d. 7.4. 2014. Börn þeirra: 1) Hörður Sigurgeirsson, f. 24.10. 1955. Hans kona Matt- hildur Sonja Matthíasdóttir. annarat. Börn Odds: Ólafur Magnús, hans sonur Valtýr Nökkvi og Hörður Þór, f. 29.9. 2008, d. 12.9 2013. Dóttir Met- hiku er Pannee Tortun. 3) Ólaf- ur Magnússon, f. 29.8. 1960, maki Wai Tipson. Börn Rangsan Wongkhamjan, Leó Ólafsson og Magnús Þór Ólafsson. 4) Magn- ea Lovísa Magnúsdóttir, f. 25.6. 1967. Hennar maður Stefán Kjartan Kristjánsson. Börn, a. Kristján Stefánsson, hans kona Jóhanna Halldóra Hinz, barn Stefán Kjartan. Hennar börn: Matthildur Magdalena og El- ísabeth Elva. b. Þórunn, c. Magnús. Þórunn vann um árabil hjá Vinnuveitendasambandi Íslands og í iðnaðarráðuneytinu. Útför fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 23. septem- ber 2019, klukkan 13. Sonur Harðar er Ingi Þór, hans kona Ingibjörg Ása Júl- íusdóttir. Börn þeirra: Styrmir Þór og Júlíus Þór. Börn Matthildar Sonju: a. Sigrún Jóhann- esdóttir, maki Val- geir J. Birch. Börn a. Karl Anton og Valgeir Þór. b. Re- bekka Jóhann- esdóttir, börn Sonja Marie, Innika Sjöfn og Kolbrún Tinna. c. Matthías Már Jóhannesson, maki Katla Steinþórsdóttir. Börn: Patrekur Már og Ragnar Már. 2) Oddur Magnússon, f. 26.1. 1959, maki Methika Suv- Elsku mamma. Það er komið að kveðjustund. Margs er að minnast, eingöngu fallegar minn- ingar. Þú varst alin upp á Grett- isgötu 72 við ást og öryggi harð- duglegra forelda ásamt Billa bróður þínum. Þrjú systkini dóu í fæðingu, öll fyrirburar. Eftir hefðbundna skólagöngu og gagn- fræðapróf fóruð þið tvær vinkon- ur til Svíþjóðar, fyrst í skóla og svo vinnu. Tveggja ára ævintýri fyrir ungar stúlkur af Íslandi. Þegar þú komst heim kynntistu pabba og brátt stækkaði fjöl- skyldan og þið festuð kaup á lítilli kjallaraíbúð á Grundarstíg. Þá herjuðu berklar á fjölskylduna. Það eru ekki mörg ár síðan þú sagðir mér frá því hversu erfitt líf- ið var þegar berklar herjuðu og þú þurftir að ganga Grundarstíginn og tilkynna um berklasmit með okkur þrjá bræðurna heima veika og pabba á Vífilsstöðum. Við bræðurnir brögguðumst en pabbi náði sér aldrei þrátt fyrir tveggja ára vist á Vífilsstöðum. Þá var gott að eiga ömmu að og við fluttumst á Grettisgötuna. Tryggð þín og stuðningur við pabba var aðdáunarverður, pabbi hafði gott hjartalag en glímdi við veikleika sem hafði mikil áhrif á okkur öll. Hann talaði oft um það í seinni tíð að stóra lánið í lífinu hefði verið að giftast mömmu. Kannski voru seinni árin þau bestu og yndislegt að sjá hve góð þið voruð hvort við annað. Þegar ég var 12 ára fór ég með pabba til London vegna hjarta- gallans. Þú sagðir þá að allt myndi ganga vel, en ég vissi að þú varst jafnkvíðin og ég. Ég sá það í tár- unum. Þegar ég kom heim og var að jafna mig varst þú til staðar. Þegar erfið unglingsárin tóku við varstu til staðar. Þegar skap- brestir leiddu mig í ógöngur varstu til staðar. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur öll, systkinin. Þegar við vorum rúmlega tvítugir var ég heima hjá Óla bróður á Mánagötu og þú hringdir og spurðir hvort við ætluðum ekki að koma í sunnudagslærið. Nei, við vorum að skemmta okkur að hætti ungra manna og máttum ekki vera að því. Þú lést það ekki stoppa þig, komst með niðursneitt læri á tveimur djúpum diskum með álpappír yfir, komst við í búð og tveggja lítra kók keypt. Dreng- irnir voru búnir með blandið. Þér þótti vænt um vinnustað- ina, bæði VSÍ og iðnaðarráðu- neytið. Þar kynntist þú góðu og skemmtilegu fólki. Þitt aðals- merki hefur ávallt verið þar sem annars staðar; heiðarleiki og orð- varkárni. Seinna þegar Hörður Þór litli drengurinn minn dó reyndi ég að fela sorg mína fyrir þér en ég held þú hafir vitað hvernig mér leið. Þú sagðir þegar ég sjálfur var lítill drengur með ærsl og óþekkt: ég þekki mitt fólk. Þá taldi ég sjálfsagt að eiga mömmu með endalausa ást og þolinmæði. Þegar ég varð eldri gerði ég mér grein fyrir að svo var ekki, þess vegna er söknuður minn blandaður þakklæti. Oddur. Þórunn Ólafsdóttir Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlár ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Nýr minningarvefur á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.