Morgunblaðið - 23.09.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019
40 ára Hrönn er Hafn-
firðingur. Hún er
íþróttafræðingur frá
Kennaraháskólanum,
með meistaragráðu í
íþróttasálfræði frá
Bandaríkjunum og við-
skiptafræðigráðu frá
HR. Hún starfar sem umsjónarkennari í
Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Hún er í fag-
teymi Skíðasambands Íslands og starfar
með skíðafélögum og Sundsambandi
Íslands.
Sonur: Sigþór Meldal Óskarsson, f.
2017.
Foreldrar: Árni Brynjólfsson, f. 1945,
rennismiður, búsettur í Hafnarfirði, og
Herdís Matthildur Guðmundsdóttir, f.
1948, d. 2017, skrifstofumaður.
Hrönn
Árnadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Margir fá snilldarlegar skyndi-
hugmyndir, en þú ert ein/n af þeim fáu
sem kunna að láta þær þróast áfram.
Hugsaðu um heilsuna.
20. apríl - 20. maí
Naut Varastu að gera nokkuð það sem
getur valdið misskilningi um fyrirætlanir
þínar. Sjálfstraust snýst m.a. um það að
hafa ekki áhyggjur af skoðunum annarra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu það eftir þér að staldra
við og njóta ávaxta erfiðis þíns. Leitaðu
tækifæra til að tjá væntumþykju þína.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hafðu trú á getu þinni til að
skapa. Stutt ferðalag gæti gert kraftaverk
fyrir þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það getur stundum verið erfitt að
spá í fyrirætlanir annarra. Ef þú hefur
fengið neitun á einhverju er þetta frábær
dagur til að reyna aftur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Að líta inn á við fær mann til að
gera sér grein fyrir ýmsu. Mundu að
seinna kemur að þér að endurgjalda
greiða.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gættu þín í samtölum við ættingja
og ástvini, þú gætir sagt of mikið án þess
að ætla þér það eða krítað liðugt alveg
óvart. Gott er að vita hverju maður áorkar
einn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að gefa þér tíma til
þess að styrkja þau tengsl við aðra sem
eru þér einhvers virði. Dagurinn hentar
vel til viðskipta þar sem þú átt auðvelt
með að telja aðra á þitt mál.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Skipuleggðu tíma þinn mjög
nákvæmlega. Dagurinn í dag hentar lík-
lega ekki fyrir stefnumót.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að endurskoða dag-
skrá þína því þú hefur hrúgað of mörgum
verkefnum á daginn. Notaðu ímyndunar-
aflið betur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ákveðni þín vekur aðdáun
vinnufélaga. Rómantíkin birtist upp úr
þurru í lífi þínu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert svo kappsfullur að þér
hættir til að sýna öðrum óþolinmæði.
Láttu aðra vita hversu vænt þér þykir um
þá.
H
refna Ösp Sigfinns-
dóttir er fædd í
Reykjavík 23. sept-
ember 1969. Hún ólst
upp í Kópavogi til
fjögurra ára aldurs en þá flutti hún
ásamt foreldrum sínum til Edin-
borgar þar sem þau stunduðu fram-
haldsnám í eitt ár.
„Eftir heimkomuna fluttum við
austur í Gnúpverjahrepp þar sem
faðir minn var sóknarprestur og
móðir mín var kennari við grunn-
skólann og kenndi m.a. mér og vin-
um mínum. Þarna eignaðist ég
marga af mínum bestu vinum. Þeg-
ar ég var 16 ára fluttum við suður
og aftur í Kópavoginn. Við bjuggum
líka í eitt ár Bandaríkjunum þar
sem foreldrar mínir fóru í enn frek-
ara nám, pabbi sérhæfði sig í að
verða sjúkrahúsprestur og mamma
lærði tölvunarfræði.
Það var gott að alast upp í sveit-
inni, ég var mikið í hestum og á
margar góðar minningar úr út-
reiðartúrum. Ég var tíu ára gömul í
vist tvö sumur í röð til systur
mömmu minnar norður á Akureyri
og passaði börnin hennar þrjú. Í
sveitinni vann ég ýmis störf og var
m.a. í sveit á Ásum í Gnúpverja-
hreppi hjá þeim prýðishjónum
Höllu Guðmundsdóttur og Viðari
Gunngeirssyni. Ég sótti síðan í að
fá að fara í bæinn og vinna fyrir afa
minn sem stofnaði BYKO, vann ým-
is störf hjá honum m.a. í málningar-
deildinni, pípulagnadeild, timbur-
sölu og síðan á skrifstofunni.“
Hrefna fór í Menntaskólann við
Hamrahlíð, varð stúdent 1989 og
fór síðan í Háskóla Íslands og út-
skrifaðist viðskiptafræðingur 1994.
Strax eftir útskrift úr háskóla fór
Hrefna að vinna hjá fjármálafyrir-
tæki og hefur allar götur síðan unn-
ið í þeim geira. 1994-1998 vann hún
hjá Fjárvangi sem þá hét Skandia;
1998-2007 vann hún hjá Kauphöll
Íslands, síðast sem yfirmaður
skráningarsviðs, en á þeim tíma
voru 70 fyrirtæki skráð í Kauphöll-
inni; 2007-2010 vann Hrefna hjá
Arev og var sjóðsstjóri tveggja
einkafjármagnssjóða, Arev N1 og
Bjargar. Frá 2010 hefur Hrefna
starfað hjá Landsbankanum, fyrst
framkvæmdastjóri Eignastýringar,
en 2012 var skipulagi bankans
breytt og er hún núna fram-
kvæmdastjóri Markaða, sem snúa
að alhliða fjárfestingabanka-
þjónustu, og sér um allt lífeyris-
sjóðaframboð bankans.
Hrefna hefur verið í stjórn hjálp-
arsamtaka í Suður-Afríku í mörg ár
og síðan kom hún að stofnun fé-
lagasamtaka sem heita IcelandSIF
www.icelandsif.is en hún var einn af
stofnendum þeirra samtaka og
stjórnarformaður fyrstu árin.
„Áhugamál mín eru skíði en við
höfum mikið verið á skíðum með
krökkunum okkar bæði svig- og
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum – 50 ára
Fjölskyldan Hrefna og Böðvar ásamt börnunum og tengdadóttur við útskrift Kristínar frá MR í vor.
Prestsdóttir í fjármálageiranum
Vestfirsk sæla Hrefna brá sér á brimbretti við Selárdal í sumar. Hjónin Hrefna, Böðvar og hinn sex ára gamli Lubbi.
30 ára Keli er tón-
listarmaður og
trommari með meiru.
Hann hefur búið í
Reykjavík allt sitt líf en
ferðast heimshorna á
milli með hljómsveit
sinni Agent Fresco.
Hann hefur einnig sinnt tónlistarkennslu
í rúman áratug og er þekktur fyrir frá-
bært skopskyn.
Maki: Esther Þorvaldsdóttir, f. 1989,
kynningarstjóri.
Systir: Birta Guðjónsdóttir, f. 1977, lista-
maður og sýningarstjóri.
Foreldrar: Ragnheiður Elfa Arnardóttir, f.
1956, félagsráðgjafi, og Guðjón Ketils-
son, f. 1956, listamaður. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Hrafnkell Örn Guðjónsson
(Keli)
Til hamingju með daginn
Akureyri Maísól Mjöll
Júlíusdóttir fæddist 25.
janúar 2019 kl. 19.54.
Hún vó 3.460 g og var
50 cm löng. Foreldrar
hennar eru Thelma Björk
Sævarsdóttir og Júlíus
Fannar Arnarsson.
Nýr borgari