Morgunblaðið - 23.09.2019, Side 24

Morgunblaðið - 23.09.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 dag. Ég er virkilega stolt af því. Það var ekki auðveldasta ákvörðunin að fara í Val á þeim tímapunkti því liðið hafði hafnað í 8. sæti árið áður. Við fórum saman í þetta verkefni, leik- menn, þjálfarar og fólkið í kringum okkur, að koma liðinu aftur á toppinn. Þar sem það á heima. Ég er svo stolt að hafa fengið að vera partur af því,“ sagði Margrét Lára þegar Morgun- blaðið spjallaði við hana á Hlíðarenda. Þar sem lið Keflavíkur var þegar fallið bjuggust fæstir við því að Valur myndi lenda í vandræðum með að tryggja sér efsta sætið. Jafnteflið á Kópavogsvellinum í næstsíðustu um- ferð fór langleiðina með að tryggja liðinu Íslandsbikarinn. Þegar Hall- bera skoraði glæsilegt mark með föstu skoti utan teigs strax á 11. mín- útu gegn Keflavík var ekki útlit fyrir annað en að Valskonur myndu landa titlinum af öryggi. Það er hins vegar töggur í Kefla- víkurliðinu sem tókst að búa til spennu í síðari hálfleik og minnka muninn í 3:2 eftir að Valur komst í 3:0. Heyra mátti á mörgum á Hlíðar- enda sem hliðhollir eru Val að þau sjá á eftir Keflavík úr deildinni. Liðið stoppaði aðeins eitt sumar í efstu deild en sýndi í mörgum leikjum að það átti fullt erindi. Enda ekki bein- línis algengt að nýliðar í deildinni vinni KR 4:0 og Stjörnuna 5:0 eins og Keflavík gerði í júní. Nú blasir það verkefni við Keflvíkingum að halda þessum leikmannahópi saman. Óvissa ríkir um hvort hópurinn liðist í sund- ur eða ekki og þjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson er með lausan samning. Berglind fékk gullskóinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í Árbæn- um. Hún skoraði 16 mörk í deildinni og tryggði sér gullskóinn. Valsararnir Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jen- sen gerðu það einnig en í fleiri leikj- um en Berglind sem tók þátt í 17 leikjum Breiðabliks. Morgunblaðið/Hari Meistarar Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Elín Metta Jensen fagna sigri. Meistarar án taps  Valur hélt Breiðabliki fyrir aftan sig með sigri á Keflavík Á HLÍÐARENDA Kristján Jónsson kris@mbl.is Valskonur tryggðu sér á laugardag- inn Íslandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu eftir níu ára bið. Liðið var óhemju sigursælt um tíma og varð meistari fimm ár í röð frá 2006 til 2010 en hafði ekki unnið síðan. Valur vann Keflavík 3:2 í lokaumferðinni og fór í gegnum Íslandsmótið án taps. Það gerði Breiðablik einnig en Valur fékk 50 stig og Breiðablik 48 en Blikar burstuðu Fylki 5:1 í lokaumferðinni. Margrét Lára Viðarsdóttir er fyr- irliði Vals en hún varð síðast Íslands- meistari með Val árið 2008. Hún lék lengi erlendis og varð landsmeistari bæði í Svíþjóð og Þýskalandi. „Það er langt um liðið en ég kom heim fyrir fjórum árum. Þá var Valur ekki besta liðið á Íslandi, langt frá því. Mig langaði að hjálpa félaginu til að komast á þennan stað sem það er í Liverpool vann 15. leik sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær er liðið lagði Chelsea á Stamford Bridge, 2:1. Liverpool er strax komið með fimm stiga forskot á toppnum og virðist óstöðvandi. Hvorki Mo Salah né Sadio Mané skoruðu í leiknum og Liverpool hefur oft spilað betur, en þrátt fyrir það tókst liðinu að vinna á erfiðum útivelli. Helstu keppinaut- arnir í Manchester City niðurlægðu Watford á heimavelli, 8:0. City hefur þegar tapað fimm stigum á leiktíðinni og ef fram heldur sem horfir gæti það reynst of mikið þegar upp er staðið. Það gengur lítið hjá Manchester United. Liðið lék afleitlega í 0:2-tapi á útivelli gegn West Ham. United er aðeins með tvo sigra og er tíu stigum á eftir Liverpool. Arsenal missti niður tveggja marka forskot gegn Watford í síð- ustu umferð en bætti upp fyrir það með 3:2-sigri á Aston Villa. Villa komst í 2:1 í seinni hálfleik og var Arsenal auk þess manni færri. Þrátt fyrir það tókst liðinu að snúa taflinu sér í vil. Ítarlegri umfjöllun um enska boltann má nálgast á mbl.is/sport/ enski AFP Fimmtán Liverpool er með fullt hús stiga eftir 15. sigurleikinn í röð. Fær eitthvað stöðvað Liverpool? Pepsi Max-deild kvenna Valur – Keflavík........................................ 3:2 Selfoss – ÍBV ............................................ 2:0 Fylkir – Breiðablik................................... 1:5 Stjarnan – KR........................................... 3:1 Lokastaðan: Valur 18 16 2 0 65:12 50 Breiðablik 18 15 3 0 54:15 48 Selfoss 18 11 1 6 24:17 34 Þór/KA 18 8 4 6 29:27 28 Stjarnan 18 7 2 9 21:32 23 Fylkir 18 7 1 10 22:39 22 KR 18 6 1 11 24:35 19 ÍBV 18 6 0 12 29:44 18 Keflavík 18 4 1 13 30:41 13 HK/Víkingur 18 2 1 15 12:48 7  Valur er Íslandsmeistari en Keflavík og HK/Víkingur falla. Upp koma Þróttur R. og FH. EM U17 kvenna Undanriðill í Hvíta-Rússlandi: Frakkland – Ísland................................... 0:3  Frakkland og Ísland fara bæði áfram í milliriðil keppninnar. England Everton – Sheffield United .................... 0:2  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton. Burnley – Norwich.................................. 2:0  Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley. Leicester – Tottenham ............................ 2:1 Manchester City – Watford .................... 8:0 Newcastle – Brighton .............................. 0:0 Crystal Palace – Wolves .......................... 1:1 West Ham – Manchester United ............ 2:0 Arsenal – Aston Villa ............................... 3:2 Chelsea – Liverpool ................................. 1:2 Staðan: Liverpool 6 6 0 0 17:5 18 Manch.City 6 4 1 1 24:6 13 Leicester 6 3 2 1 8:5 11 Arsenal 6 3 2 1 11:10 11 West Ham 6 3 2 1 8:7 11 Bournemouth 6 3 1 2 11:10 10 Tottenham 6 2 2 2 12:8 8 Manch.Utd 6 2 2 2 8:6 8 Burnley 6 2 2 2 8:7 8 Sheffield Utd 6 2 2 2 7:6 8 Chelsea 6 2 2 2 12:13 8 Crystal Palace 6 2 2 2 4:7 8 Southampton 6 2 1 3 6:9 7 Everton 6 2 1 3 5:9 7 Brighton 6 1 3 2 5:8 6 Norwich 6 2 0 4 9:14 6 Newcastle 6 1 2 3 4:8 5 Aston Villa 6 1 1 4 6:9 4 Wolves 6 0 4 2 7:11 4 Watford 6 0 2 4 4:18 2 B-deild: Millwall – QPR ......................................... 1:2  Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 69 mín- úturnar með Millwall. Frakkland Nice – Dijon .............................................. 2:1  Rúnar Alex Rúnarsson var á vara- mannabekk Dijon.   Valur – Keflavík 3:2 1:0 Hallbera G. Gísladóttir 11. 2:0 Lillý Rut Hlynsdóttir 56. 3:0 Margrét Lára Viðarsd. 61. 3:1 Sveindís Jane Jónsd. 67. 3:2 Sophie Groff (víti) 70. MM: Hallbera Guðný Gísladóttir (Val), Sveindís Jane Jónsdóttir. (Keflavík) M: Ásgerður S. Baldursdóttir (Val), Dóra María Lárusdóttir (Val), Margrét Lára Viðarsdóttir (Val), Natasha Anasi (Keflavík), Þóra K. Klemensdóttir (Kefla- vík) Dómari: Valdimar Pálsson, 8. Stjarnan – KR 3:1 1:0 Shameeka Fishley 17. 1:1 Gloria Douglas 26. 2:1 Birna Jóhannsdóttir 63. 3:1 Shameeka Fishley 71. M: Shameeeka Fishley (Stjörn- unni), Diljá Ýr Zomers (Stjörn- unni), Birta Guðlaugsdóttir (Stjörnunni), Camille Bassett (Stjörnunni), Gyða Gunnars- dóttir (Stjörnunni), Betsy Hass- ett (KR), Þórunn Helga Jóns- dóttir (KR), Grace Maher (KR) Dómari: Gunnar Helgason, 8. Fylkir – Breiðablik 1:5 0:1 Karólína Lea Vilhjálmsd. 4. 0:2 Berglind Björg Þorvaldsd. 8. 0:3 Berglind Björg Þorvaldsd. 40. 0:4 Alexandra Jóhannsdóttir 60. 1:4 Sæunn Ríkharðsdóttir 70. 1:5 Berglind Björg Þorvaldsd. 72. M: Brigita Morkute (Fylki), Lovísa S. Erlingsdóttir (Fylki), Berglind B. Þorvaldsdóttir (Breiðabliki), Karólína L. Vil- hjálmsdóttir (Breiðabliki), Krist- ín Dís Árnadóttir (Breiðabliki), Hildur Antonsdóttir (Breiða- bliki) Dómari: Arnar Þór Stefánss., 9. Selfoss – ÍBV 2:0 1:0 Selma Friðriksdóttir 3. 2:0 Hólmfríður Magnúsdóttir 33. M: Kelsey Wys (Selfossi), Anna María Friðgeirsd. (Sel- fossi), Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi), Karitas Tómasdóttir (Selfossi), Magdalena Reimus (Selfossi), Hólmfríður Magn- úsdóttir (Selfossi), Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV), Emma Kelly (ÍBV) Dómari: Óli Njáll Ingólfsson, 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.