Morgunblaðið - 23.09.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.09.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir HANDBOLTI Ívar Benediktsson Bjarni Helgason Jóhann Ingi Hafþórsson Afturelding hefur áfram fullt hús stiga í Olísdeild karla í handknattleik eftir sigur á lánlausum leikmönnum Fram, 25:23, á Varmá í gærkvöldi í viðureign þar sem Framliðið var sterkara lengst af. Það dugði þeim Safamýrardrengjum skammt og þeir sitja enn á botni deildarinnar án stiga en geta þó huggað sig með að framfaramerki eru á leik þeirra. Hvort sem þeim er nú huggun í þeirri staðreynd eða ekki. Fram var nánast án undantekn- inga með yfirhöndina í viðureigninni á Varmá í 45 mínútur. Mest var for- skotið fimm mörk. Aftureldingarliðið virtist miður sín lengi vel og leik- menn gerðu sig seka um einföld mis- tök í sóknarleiknum. Þegar á leið hrifu hins vegar breytingar á sókn- ar- og varnarleik liðsins. Sjö manna sóknarleikur Mosfellinga reyndist Framliðinu þrautin þyngri að leysa auk þess sem 5/1-vörn heimamanna olli gestunum búsifjum, svo slæmum að þeim féll nánast allur ketill í eld um tíma. Mosfellingar nýttu tæki- færið, sneru taflinu við og náðu að hanga á forskotinu eins og hundur á roði á endasprettinum. iben@mbl.is Markvarsla Stephens ekki nóg Haukar sluppu með skrekkinn þegar liðið tók á móti Stjörnunni í úrvalsdeild karla í handknattleik, Ol- ísdeildinni, á Ásvöllum í Hafnarfirði í þriðju umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 23:20, en Garðbæingar leiddu með fjórum mörkum í hálf- leik. Haukar spiluðu hreinlega illa fyrstu fjörutíu mínútur leiksins og sóknarleikur liðsins var langt frá því að vera til útflutnings. Leikmenn voru hægir, sóknirnar mjög tilvilj- unarkenndar og skotin slök. Grétar Ari Guðjónsson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson komu sínu liði inn í leikinn á ögurstundu. Garðbæingar voru fínir í fyrri hálfleik en í þeim síðari dró mikið af liðinu. Varnarleikurinn var hins veg- ar góður mestallan leikinn og Steph- en Nielsen langbesti maður vallarins með 21 skot varið. Ákvarðanatakan í seinni hálfleik var alls ekki góð í sóknarleiknum og þar tapaðist leik- urinn. Sigur Hauka var ósannfærandi og ef þeir hefðu verið að mæta betra liði hefðu þeir aldrei farið með sigur af hólmi, einfaldlega vegna þess að það vantaði allan hraða í liðið. Það sem vantaði einna helst upp á hjá Garðbæingum í gær var reynsla til þess að klára dæmið. Þá klikkuðu lykilmenn á ögurstundu eins og þjálfari liðsins benti blaðamanni á í viðtali eftir leik. bjarnih@mbl.is Meistararnir gáfust ekki upp Valur og Selfoss mættust á laugardag í fyrsta skipti síðan Sel- foss sló Valsmenn sannfærandi úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda eftir 27:27-jafntefli í skemmtilegum leik. Valur komst mest sex mörkum yfir í seinni hálfleik, en eins og oft áður neituðu Selfyssingar að gefast upp. Þeir komust yfir í lokin, en Vals- menn náðu að jafna 20 sekúndum fyrir leikslok. Leikurinn var jafn framan af en um leið og Hreiðar Levý Guðmunds- son leysti óvenjuslakan Daníel Frey Andrésson af í markinu náðu Vals- menn undirtökunum. Hreiðar lokaði rammanum og Valur fékk auðveld mörk hinum megin í kjölfarið. Það má hins vegar ekki slaka á gegn Sel- fossliðinu. Haukur Þrastarson er kominn í enn stærra hlutverk eftir að Elvar Örn Jónsson hvarf á braut. Haukur virðist njóta þess, því hann tók hvað eftir annað af skarið í sókn- inni og skilaði boltanum í netið þar sem Hreiðar Levý komst hvergi nærri því að verja. Selfoss er eins og óstöðvandi lest þegar liðið kemst í réttan gír. Bæði lið eru með þrjú stig eftir þrjá leiki, sem er ekki alslæmt, en þau vilja meira. Leikmenn og þjálf- arar beggja liða voru svekktir í leiks- lok. johanningi@mbl.is Afturelding á sigurbraut gegn lánlausu Framliði  Garðbæingar nýttu ekki tækifærið  Jafntefli hjá Val og Selfossi Morgunblaðið/Hari Hittinn Birkir Benediktsson skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum fyrir Aftureldingu í sigri á Fram. Þrjú lið eru með fjögur stig eftir tvær umferðir í Olísdeild kvenna í handbolta. Eins og við var að búast unnu Fram og Valur tvo fyrstu leiki sína, en Stjarnan er einnig með tvo sigra. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum fyrir Stjörnuna og skoraði tíu mörk í 26:23-sigri á KA/Þór á heimavelli í eina leik gærdagsins. Þórey skoraði átta mörk í fyrsta leik og byrjar með látum. Martina Corkovic og Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoruðu fimm hvor fyrir KA/Þór. Á laugardag vann Fram sannfær- andi 32:17-sigur á ÍBV. Fram skor- aði níu af tíu fyrstu mörkunum og var ekki að spyrja að leikslokum eftir það. Eins og oft áður var Ragnheiður Júlíusdóttir drjúg fyrir Fram með sjö mörk. Nýliðar Aftureldingar stóðu lengi vel í Val á útivelli, en staðan í hálfleik var 16:12, Val í vil. Vals- konur bættu í og unnu að lokum sannfærandi 28:18-sigur. Valur fékk skell gegn Fram í meistara- keppninni í byrjun tímabils en hef- ur síðan þá endurheimt Lovísu Thompson og Díönu Dögg Magnús- dóttur. Allt annað er að sjá til Vals þegar þær eru með. HK náði í fyrstu stig sín með 27:23-sigri á Haukum á heimavelli. Hin 17 ára gamla Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sjö mörk fyrir HK, sem er með tvö stig eins og ÍBV og eru þau í 4. og 5. sæti. Haukar, KA/Þór og Afturelding eru án stiga. Afturelding mætir Fram í næstu umferð og Haukar mæta Val. Það getur því verið eitt- hvað í að neðstu liðin komast á blað. johanningi@mbl.is Stjarnan gæti bland- að sér í baráttuna Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Læti Þórey Anna Ásgeirsdóttir byrjar Íslandsmótið með látum. HANDBOLTI Olísdeild karla Valur – Selfoss ...................................... 27:27 Fjölnir – KA.......................................... 25:32 Haukar – Stjarnan ............................... 23:20 Afturelding – Fram.............................. 25:23 Staðan: Afturelding 3 3 0 0 83:72 6 Haukar 3 3 0 0 77:67 6 ÍR 2 2 0 0 68:54 4 ÍBV 2 2 0 0 57:47 4 Valur 3 1 1 1 70:67 3 Selfoss 3 1 1 1 87:92 3 KA 3 1 0 2 82:79 2 FH 2 1 0 1 56:55 2 Fjölnir 3 1 0 2 78:90 2 HK 2 0 0 2 49:55 0 Fram 3 0 0 3 60:72 0 Stjarnan 3 0 0 3 66:83 0 Olísdeild kvenna Fram – ÍBV........................................... 32:17 HK – Haukar ........................................ 27:23 Valur – Afturelding .............................. 28:18 Stjarnan – KA/Þór ............................... 26:23 Staðan: Fram 2 2 0 0 70:46 4 Valur 2 2 0 0 59:41 4 Stjarnan 2 2 0 0 51:45 4 HK 2 1 0 1 50:54 2 ÍBV 2 1 0 1 32:45 2 Haukar 2 0 0 2 45:52 0 KA/Þór 2 0 0 2 52:64 0 Afturelding 2 0 0 2 31:43 0 Meistaradeild karla Barcelona – Celje Lasko..................... 45:21  Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Barcelona. París SG – Pick Szeged ...................... 30:25  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ekki mörk fyrir PSG.  Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki í leikmannahópi Pick Szeged. Aalborg – Zagreb ................................ 30:20  Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannahópnum. Veszprém – Kiel .................................. 31:37  Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki fyrir Kiel. GOG – Medvedi .................................... 38:31  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 1 mark fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson 1. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot. Þýskaland Magdeburg – RN Löwen .................... 28:32  Alexander Petersson skoraði 2 fyrir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið. Lemgo – Füchse Berlín....................... 26:31  Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir Lemgo. Flensburg – Leipzig ............................ 30:22  Viggó Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Leipzig. Leverkusen – Bietigheim ................... 21:29  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Leverkusen. Neckarsulmer – Oldenburg ............... 25:31  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Neckarsulmer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.