Morgunblaðið - 23.09.2019, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019
Aldís Arnardóttir
aldisarn@gmail.com
Nýverið opnaði Ingunn Fjóla Ing-
þórsdóttir innsetninguna You are the
Input í Galerie Herold í Bremen í
Þýskalandi. Verkið byggist á kerfis-
bundnu mynstri í rými sem gestir
geta raskað með snertingu sinni og
nærveru. Með hreyfingu áhorfandans
birtast ný sjónarhorn, rammar snú-
ast og kúlur á gólfinu færast úr stað.
Næsta dag er öllu raðað aftur á sinn
stað og þannig
dvelur verkið í sí-
felldu flæði milli
reiðu og óreiðu.
Galerie Herold
er lítið en öflugt
listamannarekið
rými sem hefur
verið starfandi
síðan 1994 í mið-
borg Bremen.
Galleríið er til
húsa í Künstler-
haus Güterbahnhof, gamalli skrif-
stofubyggingu við aflagða lestarstöð
sem hafði áður það hlutverk að þjón-
usta flutningalestar. Í galleríinu er
lögð áhersla á einkasýningar fram-
sækinna listamanna, bæði innlendra
og erlendra. Þar eru skipulagðar sjö
til átta sýningar á ári, en í tengslum
við þær eru oft haldnir fyrirlestrar,
gjörningar eða aðrir viðburðir. Í hús-
inu eru einnig fjölmargar vinnustofur
fyrir listamenn og hönnuði.
„Ég tók þátt í lítilli samsýningu í
miðborg Bremen í fyrra með mynd-
listarmanni frá svæðinu, hinni þýsku
Marinu Schulze ásamt Heini Mat-
veinen frá Finnlandi. Í framhaldi af
þeirri sýningu bauðst mér að sýna í
Galerie Herold. Sýningin er því búin
að vera í undirbúningi í tæpt ár,“ seg-
ir Ingunn Fjóla spurð um tildrög
þessarar sýningar. „Þetta er reyndar
í annað sinn sem mér er boðið að vera
með einkasýningu í Norður-Þýska-
landi, en ég var með sýningu í Cux-
havener Kunstverein árið 2008, auk
þess sem ég hef tekið þátt í tveimur
samsýningu í Bremen. Verkin mín
hafa hlotið góðar viðtökur á þessu
svæði og hef ég náð að kynnast mörg-
um áhugaverðum listamönnum og
sýningarstjórum á þessum tíma,“
segir Ingunn Fjóla.
Hárauðar snókerkúlur
„Ég er alltaf að vinna með þetta
þríþætta samband áhorfandandans,
verks og rýmis og hvernig er hægt að
virkja það samband, en í þessari inn-
setningu er ég auk þess sérstaklega
að hugsa um sambandið milli stöðug-
leika og óstöðugleika, reglu og óreglu
eða kaos,“ segir Ingunn Fjóla. Inn-
setningin samanstendur af fimm mis-
breiðum máluðum römmum sem
mynda hvarfpunkt í sýningarrýminu.
Rammarnir eru lauslega festir við
loft og gólf gallerísins og snúast um
miðás ef hreyft er við þeim, á veggj-
um eru einlitir málaðir fletir og glans-
andi rauðir boltar renna eftir gólfinu
sem á hefur verið teiknað rúðunet
með blýanti. „Þetta eru snóker-
kúlur,“ segir Ingunn Fjóla brosandi.
Þær eiga sinn stað á gólfinu og
mynda ákveðið hnit. Áhorfandinn
getur síðan lagt sitt af mörkum og
fært þær til meðan galleríið er opið.
„Það getur bæði gerst viljandi og
óvart, en þegar ein kúla rennur af
stað rekst hún oft í aðra kúlu og svo
koll af kolli. Þá myndast togstreita
milli reglunnar sem ég legg upp með,
þar sem allir þættir verksins eiga
sinn ákveðna stað og óreglunnar sem
kemur með áhorfandanum um leið og
hann fer að leggja sitt af mörkum og
virkja rýmið með athöfnum sínum.“
Í lok dags er öllum hlutum verks-
ins raðað á sinn upprunalega stað,
verkið er núllstillt og á sýningartím-
anum tekur það stöðugum breyting-
um sem byggjast á þessu flæði sem
myndast með aðkomu áhorfandans í
rýminu. Áhorfandinn getur þannig
leikið sér að breytingu verksins og
um leið sjónarhornsins.
Virkjun áhorfandans
– Þú hefur áður gert verk þar sem
áhorfandinn má snerta verkið og
færa hluta þess til í rýminu, eru
áhorfendur alltaf tilbúnir til að gera
það?
„Já, ég hef bæði gert verk þar sem
áhorfendur mega snerta verkin þann-
ig að einhver atburðarás fer af stað
og einnig verk sem hafa verið raf-
knúin og tengd hreyfiskynjurum. Þá
hafa áhorfendur sett verkin af stað
eingöngu með hreyfingu og nærveru
sinni án þess að um beina snertingu
hafi verið að ræða.“
Henni finnst áhugavert að gera
áhorfendur að þátttakendum og
hreyfiafli í verkunum, „og ég hef ekki
upplifað annað en að fólk hafi tekið
þessu vel,“ segir Ingunn Fjóla. Spurð
um hvort samskiptamáti samtímans
hafi þar einhver áhrif, svarar Ingunn
Fjóla: „Við lifum á tímum þar sem
gagnvirkni er í raun alls staðar, hvort
sem það er hurðin á versluninni sem
opnast sjálfkrafa fyrir þér eða vafr-
inn í tölvunni sem lagar allt að þínu
áhugasviði og skoðunum. Gagnvirkni
og þátttaka í myndlist er kannski
eðlilegt viðbragð við þeim tímum sem
við lifum á.“
Uppbrot kerfa
– Verkin þín ramba gjarnan á
mörkum innsetninga og málverks þar
sem einhverskonar togstreita eru
undirliggjandi, hvað er það sem dríf-
ur þig áfram í þinni listsköpun?
„Já, það má segja að málverkið sé
grunnurinn sem verkin mín eru
sprottin úr. Ég hef mikið verið að
velta fyrir mér möguleikum mál-
verksins, þanþoli og takmörkunum,
auk tengsla við aðra miðla. Ég elska
að mála, en hinn tvívíði flötur mál-
verksins hefur mér fundist takmark-
andi og því hef ég leitast við að teygja
verkin út í rýmið þar sem hægt er að
upplifa þau frá mismunandi sjónar-
hornum,“ segir Ingunn Fjóla. Hún er
mjög upptekin af fagurfræði og
skynjun áhorfandans í verkum
sínum, „og með því að gera verk sem
þarf að hreyfa sig um til að skoða
finnst mér ég ná að virkja áhorfendur
á líkamlegan hátt,“ segir hún.
„Við sem manneskjur erum alltaf
að kanna heiminn í gegnum líkama
okkar og skynfæri og ég tel hina fag-
urfræðilega upplifun vera mjög mikil-
væga í því samhengi. En varðandi
togstreituna, þá held ég að hún sé á
persónulegum nótum, hún tengist
minni eigin þörf fyrir að hafa allt í röð
og reglu á sama tíma og ég er í raun
frekar kaotísk manneskja, ég er mjög
utan við mig og hugsanir mínar eru á
stöðugu flökti. Mér finnst oft erfitt að
ná utan um allt það sem er að gerast
og í raun bara að skilja heiminn.
Hlutir breytast svo hratt í dag, það er
alltaf verið að koma fram með nýjar
kenningar og nýjar staðreyndir sem
úreldast jafnóðum. Við höfum ýmis
kerfi, skilgreiningar og tæki til að
hjálpa okkur að halda utan um hlut-
ina og skilja heiminn, en á sama tíma
veitum við þessum kerfum stöðugt
viðnám.
Við erum sífellt að gagnrýna,
endurhugsa og breyta, það er eðli
manneskjunnar og án þess væri eng-
in framþróun. En að sama skapi get-
ur verið erfitt að fóta sig í heimi sem
er sífellt að breytast. Ég held að
verkin mín endurspegli þessa tog-
streitu á þann hátt að þau byggjast
oft á ákveðnu kerfi sem ég bý til og
svo í raun uppbroti eða viðnámi gegn
þessu kerfi. Sumir hlutar verkanna
eru mjög stærðfræðilega útpældir,
nákvæmir og stífir á meðan aðrir
hlutar eru háðir tilviljunum.
Í þessu tiltekna verki eru sumir
fletir eintóna, geómetrískir og reglu-
bundnir á meðan aðrir eru málaðir á
lífrænni og meira flæðandi hátt. Auk
þess byggist allt verkið á ákveðnu
grunnmynstri, en hreyfing boltanna
og rammanna brýtur mynstrið á
ófyrirséðan hátt,“ segir Ingunn Fjóla
að lokum en sýning hennar You are
the Input stendur til 13. október.
Í sífelldu flæði milli reiðu og óreiðu
Innsetning Verkið samanstendur af fimm römmum sem mynda hvarfpunkt í sýningarrýminu. Þeir eru lauslega festir við loft og gólf gallerísins og snúast
um miðás ef hreyft er við þeim, á veggjum eru einlitir málaðir fletir og glansandi rauðir boltar renna eftir gólfinu sem á hefur verið teiknað rúðunet.
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir sýnir innsetningu í Bremen Rammi utan um kaótíkina „Ég er
alltaf að vinna með þetta þríþætta samband áhorfandans, verks og rýmis,“ segir Ingunn Fjóla
Ingunn Fjóla
Ingþórsdóttir
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
GÆÐA BAKKAMATUR
Sjá heimasíðu
www.veislulist.is
Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins,
bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Í yfir 40 ár hefur Veislulist
lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskaran
matreiðslu.
Hádegismatur
d
MisMUnAndi
RéTTiR AllA dAGA
viKUnnAR
EldUM EinniG fyRiR
MöTUnEyTi