Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 6
Nils Arne Eggen, hinn frá-bæri þjálfari Rosenborgarí Þrándheimi í knatt- spyrnu karla til margra ára, sagði mér einu sinni í spjalli yfir kaffi- bolla á Lerkendal, heimavelli liðsins: „Hermundur, þú veist að ég skil á milli viðhorfs og að- gerða hjá ein- staklingum. Þú veist að viðhorf er að hafa ákveðna skoðun á hlutum. Til dæmis að mér finnist að maður eigi að gera þetta til að ná þessu atriði. En að- gerðir er að raunverulega fram- kvæma hluti sem maður hefur tal- að um. Í Rosenborg vil ég hafa fólk sem sýnir aðgerðir í verki. Fólk sem framkvæmir það sem það talar um.“ Þegar Ola Listhaug, prófessor í stjórnmálafræði og fyrrverandi deildarforseti þeirrar deildar við Norska tækni- og vísindaháskól- ann í Þrándheimi (NTNU), var spurður að því hvernig deildin hefði náð svona frábærum árangri í birtingu vísindagreina í virtum alþjóðlegum tímaritum, svaraði hann: „Þegar ég ræð akademíska starfsmenn í stöður skoða ég ein- göngu hvað þeir hafa gert á sínum vísindaferli. Þannig að góð fer- ilskrá með margar birtingar er lykilatriði því að eitt aðalmarkmið okkar við NTNU er að gera góðar rannsóknir.“ Í þessu felst að það er ekki nóg að tala um að efla birtingar í al- þjóðlegum tímaritum, það þarf að framkvæma. Í tilfelli Ola var það að ráða fólk sem hafði sýnt að það kann að rannsaka. Eða eins og einn félagi minn sagði: „Að verða góður í rannsóknum er eins og að vera þátttakandi í afreksíþróttum.“ Á bak við bæði afreksíþrótta- menn og framúrskarandi vís- indamenn liggur mikil þjálfun og vinna. Við erum að tala um fólk sem hefur framkvæmt það sem það ætlaði sér. Mismunur milli viðhorfa og að- gerða kemur mjög greinilega fram þegar skoðuð er lestrarkennsla hér á landi. Fólk sem maður ræðir við segir að við verð- um að sjálfsögðu að bregðast við því slæma gengi sem hefur einkennt lest- ur ungs fólks síðustu árin (númer 27 af 33 þjóðum). Það sýnir jákvætt viðhorf. Þegar skoðað er hvað virtar alþjóð- legar rannsóknir sýna að séu mik- ilvægustu þættir þess að efla lestr- arkunnáttu og lesskilning kemur eftirfarandi í ljós:  Þjálfun – það að lesa bækur og margar bækur hefur mikið að segja fyrir lesskilning.  Áhugi – að ná að kveikja áhug- ann.  Áskoranir – að fá réttar áskor- anir. Hvernig náum við að skapa áhuga og fá börn og unglinga til að lesa margar bækur og gefa þeim réttar áskoranir og skapa flæði? Jú, með því að hafa góðar lestrarbækur með mismunandi erf- iðleikastigi – sem passa áhuga stelpna, stráka og beggja kynja. Þá kemur að aðgerðum. Höfum við fengið inn í íslenska grunnskóla bækur eins og finnast annars stað- ar á Norðurlöndum með 11 erf- iðleikastigum og 20 bækur á hverju stigi? Nei, því miður. Þann- ig að hérna er ekki samasemmerki milli viðhorfa og aðgerða. Viljum við sem ráðamenn, kennarar, for- eldrar/forráðamenn, afar og ömm- ur ekki gera eitthvað í þessu? Kýlum á það! Kýlum á það! Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundur@ru.is ’Mismunurmilli viðhorfaog aðgerða kemurmjög greinilega fram þegar skoðuð er lestrarkennsla hér á landi. AFP Nelson Mandela barðist gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og varð forseti landsins. Hann fylgdi viðhorfum sínum eftir með aðgerðum. HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019 Ég hef aldrei skilið fólk sem miklar fyrirsér allar framkvæmdir og lagfæringarheima hjá sér. Frestar því endalaust, venjulega með þeim afleiðingum að allt fer í enn meira vesen og tjón. Hjá mér er þetta einfalt. Þegar eitthvað bilar hjá mér þá fæ ég mér kaffi, kíki á það í rólegheitum, reyni mögulega að átta mig á vandamálinu og hringi svo í tengdaforeldra mína fyrir norðan og spyr hvenær þau komi næst í bæinn. Ég verð nefnilega að viðurkenna að eini raunverulegi hæfileiki minn er að setja sam- an IKEA-húsgögn. Og ég er ekki einu sinni neitt sérlega góður í því. Þegar kemur að flóknari hlutum, á borð við flísalögn, pípu- lagnir, rafmagn, skápafestingar og að hengja upp myndir, þá er ég vita gagnslaus. Í raun er hlutverk mitt í þessum framkvæmdum helst að fara reglulega í BYKO að sækja hluti sem ég veit hvorki hvernig líta út né virka. En þá kemur sér vel að eiga góða tengda- foreldra. Þau koma í bæinn og svo hefur þetta sinn gang. Tengdapabbi byrjar yfirleitt á því að segja að þetta sé allt ómögulegt og handónýtt. Þá gef ég honum venjulega hálf- tíma og spyr hann svo aftur. Þá skal það ekki bregðast að þetta er sko ekkert mál og hann getur ekki beðið eftir því að byrja á þessu. Mér varð hugsað til þessa fyrirkomulags þegar ég las frétt um að enn ein borgar- framkvæmdin hefði spólast einhver hundruð milljóna framúr áætlun. Og allir voru svaka- lega hissa. Skildu bara ekkert í þessu. Þetta átti bara alls ekki að kosta svona mikið. Mögulega datt mér þetta líka í hug þegar ég las frétt um framkvæmdir á Hverfisgöt- unni. Eins og þær ganga verðum við öll löngu dauð þegar hægt er að ganga þurrum fótum yfir götuna. Og að sjálfsögðu allir farnir á hausinn sem treysta á að fá eitthvert fólk í viðskipti. Hver man líka ekki eftir hinu frábæra Orkuveituhúsi, sem manni skilst að sé meira eða minna ónýtt eftir röð bráðsnjallra hug- mynda á borð við að leggja parket á blauta steypu. Meira að segja ég veit að það er ekki í lagi. Þetta á alls ekki bara við um borgaryfir- völd. Ég sá nýlega frétt þar sem áætlað var að lagfæringar (takið eftir: lagfæringar) á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg myndu kosta á annan milljarð króna. Altso meira en þús- und milljónir! Það kostar 300 milljónir bara að koma því í „viðunandi horf“. Hvað sem það þýðir. Nú velti ég því bara fyr- ir mér hvort hið opinbera eigi enga tengdaforeldra? Þekki virkilega engan sem getur reddað þessu fyrir lítinn pening á meðan hið opin- bera skottast sjálft í BYKO? Ég sé fyrir mér samtal tengdaforeldra minna fyrir framan Hegningarhúsið: Tengdapabbi: Þetta er nú meira andskot- ans draslið. Það er ekkert hægt að gera. Best bara að rífa þetta gargan. Tengdamamma: Nei, nei. Er ekki hægt að laga þetta aðeins? Byrjum bara rólega. Hálftíma síðar: Tengdapabbi: Þetta er ekkert mál. Við reddum þessu. Tengdamamma: Er nóg að við klárum þetta eftir helgi? ’Ég verð nefnilega aðviðurkenna að einiraunverulegi hæfileikiminn er að setja saman IKEA-húsgögn. Og ég er ekki einu sinni neitt sérlega góður í því. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Tengdaforeldrar hins opinbera Árlega vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir nú Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu í tíunda sinn. Framúrskarandi fyrirtæki hafa sterkari stöðu en önnur, eru traustir samstarfsaðilar og betur í stakk búin að veita góða þjónustu til framtíðar. Sjáðu hvaða fyrirtæki skara fram úr á creditinfo.is FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI HAFA STERKARI STÖÐU Í KRAFTI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.