Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 22
Getur haft áhrif á lífs- hlaup kvenna Nýjar rannsóknir sýna að konur sem fá meðgöngueitrun lifa allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Stofnaður hefur verið Face- book-hópur þar sem konur deila sögum sínum, lýsa yfir áhyggjum og vilja opna umræðuna um þenn- an hættulega sjúkdóm. Læknir segir heilbrigt líferni geti komið í veg fyrir ótímabærum dauða af völdum hjartasjúkdóma, sem er stundum fylgifiskur sjúkdómsins. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019 LÍFSSTÍLL Þrjú til tíu prósent mæðra fá eitthvert formaf meðgönguháþrýstingi eða -eitrun, aðsögn Evu Bjarkar Úlfarsdóttur læknis, en um 4.000 börn fæðast hér á landi á hverju ári. Má því áætla að 120 til 400 konur greinist árlega á Íslandi. „Það er misjafnt hversu alvar- leg meðgöngueitrunin er hjá kon- um og aðeins örfáar fá alvarleg- ustu einkennin,“ segir Eva. „Það eru ákveðnir áhættuþættir; til dæmis er meiri áhætta hjá frumbyrjum, eldri mæðrum (> 40 ára), konum með háþrýsting fyrir meðgöngu, konum sem þjást af of- fitu, sykursýki, konum með ýmsa bólgu- og sjálfs- ofnæmissjúkdóma og hjá þeim sem hafa fengið meðgöngueitrun áður. Einnig í fjölburaþungunum, við tæknifrjóvgun, þegar meira en tíu ár líða á milli meðgangna og þegar saga er um með- göngueitrun í fjölskyldunni,“ segir Eva og tekur fram að oftast greinast konur snemma og alvar- legir fylgikvillar eru fátíðir, enda gott mæðraeft- irlit hér á landi og mæðradauði á Íslandi með því minnsta í heiminum. „Þegar áhættuþættir eru til staðar er konum boðin meðferð með hjartamagnýli frá 12. til 36. viku meðgöngu. „Þannig er hægt að minnka líkur á snemmkominni meðgöngueitrun og vaxtarskerð- ingu fósturs.“ Frekari rannsókna er þörf Eva segir margt enn á huldu varðandi sjúkdóm- inn. „Þetta er mjög flókinn sjúkdómur og það er mjög margt sem við vitum ekki. Sjúkdómurinn getur birst aðeins sem vægur háþrýstingur og upp í að hafa áhrif á mörg líffærakerfi eins og nýru, lifur, hjarta, lungu, blóð, heila og tauga- kerfi o.fl. Eftir þörfum er blóðþrýstingsmeðferð beitt auk annarra stuðningsmeðferða en eina lækningin er að fæða barn og fylgju. Það er mik- ið verið að rannsaka meðgöngueitrun í dag en frekari rannsókna er svo sannarlega þörf.“ Huga skal að heilsunni Eva segir það engar nýjar fréttir að konur sem fengið hafa meðgöngueitrun séu í aukinni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma seinna á lífsleið- inni. „Þetta hefur verið vitað í mörg ár. Við vitum ekki alveg orsök og afleiðingu; hvort það að fá meðgöngueitrun sé vísbending um að konan hafi veikleika í æðakerfinu en líkur benda til þess að það að fá meðgöngueitrun, og þá sérstaklega al- varlega, geti valdið skemmdum á innra byrði æð- anna sem eykur þar með líkurnar á hjartasjúk- dómum,“ segir hún. „En hver og ein kona er ekki tölfræðin. Það sem þessar konur geta gert er fyrst og fremst að hugsa um heilsuna; huga að þyngdinni, hreyfa sig, ekki reykja, drekka hóflega og borða hollan mat. Og að passa sig að láta fylgjast með blóð- þrýstingi, blóðfitum og blóðsykri reglulega,“ seg- ir Eva og segir hún að við útskrift þessara kvenna sé þeim ráðlagt að panta tíma hjá heim- ilislækni eftir um tvær vikur svo hægt sé að skipuleggja eftirfylgd. Mjög flókinn sjúkdómur Eva Björk Úlfarsdóttir Kvensjúkdóma- og fæðingarlæknirinn Eva Björk Úlfars- dóttir ráðleggur konum sem fengið hafa meðgöngueitrun að láta fylgjast með sér árlega, sérstaklega blóðþrýstingi. Meðgangan gekk mjög vel ogþað var ekkert að. En á 36.viku kom í ljós í mæðra- skoðun að ég var komin með bullandi meðgöngueitrun,“ segir Aníta og man vel eftir þessum degi. „Blóðþrýstingurinn var hár og mikið prótín í þvagi og mikill bjúgur. Ég fann ekkert fyrir því að ég væri veik. Ég var send beint á spítala í rannsóknir og var þar yfir nótt. Morguninn eftir kom fæðingarlæknirinn inn til mín og sagði þau hafa fengið úr blóðprufunum sem sýndu að nýrun og lifrin væru hætt að starfa eðlilega. Hann sagðist þurfa að setja mig af stað strax þennan dag. Ég var engan veginn tilbúin í fæðinguna og jólin á næsta leiti. Svo var þetta líka fyrsta barn þannig að ég var stressuð, en ég hafði meiri áhyggjur af heilsu barnsins heldur en minni,“ segir Aníta og segir ljósmæður hafa sagt hana það langt gengna að barnið væri tilbúið að fæðast. Fékk samviskubit „En hann fæddist með vanþroskuð lungu og þurfti að fara í öndunarvél. Það var áfall líka. Hann fór á vökudeild og ég eyddi jólunum á spítala, en sjálf var ég á gjörgæslu í þrjá daga,“ segir Aníta og segist í raun ekki hafa gert sér grein fyrir hversu veik hún var. „Ég vissi ekki einu sinni að ég væri á gjörgæslu,“ segir hún. Aníta segir læknana hafa haft áhyggjur af því að hún fengi krampa en sem betur fer gerðist það ekki. Aníta fékk svo að fara heim með drenginn þann 3. janúar. Vissulega hafi reynslan reynt á hana og hún upp- lifði í byrjun samviskubit og segir að sér hafi fundist líkami sinn hafa brugð- ist drengnum. Hún segist hafa komist yfir það fljótlega og vissi auðvitað að meðgöngueitrun gæti komið fyrir allar konur. Þrátt fyrir erfiðleika við brjóstagjöf hefur allt gengið þeim í haginn og litli snáðinn dafnar vel. Hætta á hjartasjúkdómum Aníta segir sér hafa brugðið þegar hún heyrði af nýjum rannsóknum þar sem kom fram að konur sem hafa fengið meðgöngueitrun lifa skemur en aðrar konur. Hún segir mjög gott að stofn- aður hafi verið Facebook-hópur og segir það vera góðan vettvang til að skiptast á skoðunum og fá upplýsingar. „Það var alltaf talað um að eftir fæð- inguna væri allt búið og það væri nóg að fara einu sinni á ári í blóðþrýstings- mælingu. Það er ekkert nóg,“ segir hún og segist vilja fá betri eftirfylgni. „Það er ekki gaman að heyra að maður gæti orðið hjartasjúklingur í framtíðinni en ég fór beint til heim- ilislæknisins og ræddi þetta við hann.“ Á gjörgæslu í þrjá daga Aníta Margrét fékk slæma meðgöngueitrun og þurfti sonur hennar, Arnar Þór Egg- ertsson, að fara strax í önd- unarvél. Hann braggaðist fljótt og er í dag sprækur drengur. Morgunblaðið/Ásdís Aníta Margrét Aradóttir, 37 ára móðir, fékk alvarlega meðgöngueitrun í lok árs 2018.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.