Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 12
SKÓLI FYRIR ALLA? 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019 menna úthlutun fjármagns. Við myndum hins vegar jafnframt úthluta fjármagni til barna sem þurfa viðbótarstuðning. Að mínu viti verð- ur það seint þannig að öll börn falli inn í sama hóp og sömu fjárhagsúthlutun,“ segir Ragnar. „Á Íslandi eru um 17% nemenda með form- legar greiningar. Ég er ekki á því að það verði að greina ákveðinn hóp barna til þess að tryggja að hann fái rétta þjónustu. En ekki er endilega þörf á að greina alla sem fara í dag í gegnum slíkar greiningar heldur frekar auka skimanir. Þetta gæti fært til fjármagn til auk- ins stuðnings því greiningar eru dýrar og auk þess myndu biðlistarnir styttast. Þess vegna þurfum við kannski að breyta fjármagnskerfi okkar á þann hátt að auka sveigjanleika innan kerfisins. Að þegar barn kemur inn í skólann sé hægt að mæta því án þess að það sé með formlega greiningu. Því miður eru börn stund- um látin bíða eftir þjónustu þangað til grein- ingin liggur fyrir. Þetta er ekki réttur skiln- ingur á lögunum því samkvæmt þeim á barn rétt á þjónustu með eða án greiningar,“ segir Ragnar. Lífið er ekki Facebook Ársæll Már Arnarsson, prófessor við mennta- vísindasvið Háskóla Íslands, sem hefur rann- sakað líðan og heilsufar barna og ungmenna, segist oft velta fyrir sér hvort þessi áhersla á greiningar í íslensku menntakerfi sé af hinu góða. Þegar barn sem á í erfiðleikum fær greiningu verður barnið, foreldrar og allt nær- umhverfi barnsins fegið. Að vita hvað amar að. En að það þurfi svo oft að bíða eftir greining- unni til að eitthvað sé gert til þess að styðja barnið sé slæmt fyrir alla. Ekki bara viðkom- andi barn heldur einnig skólasystkini, kennara og fjölskyldu. „Getum við ekki hugsað: Við þurfum að breyta einhverju og skoða þarfir barnsins án þess að það sé greint með sérþarf- ir. Greining er orðin töfraorð og í einhverjum tilvikum skiptir hún öllu en í flestum tilvikum held ég að það sé ekki aðalatriðið heldur miklu frekar að bregðast við vanda barnsins. Stund- um getur ástandið verið tímabundið, til að mynda þunglyndi. Þetta er hluti af miklu stærra samhengi og við eigum að horfa á ein- staklinginn, ekki einhvern stimpil. Lífið er ekki leikur og við erum öll gölluð. Við þurfum að vinna með þessa galla og takmarkanir sem við höfum en þetta er bara hluti af því að vera manneskja og við megum alveg vera alls kon- ar. Lífið er ekki Facebook. Ef við tökum kvíða sem dæmi þá er hann í flestum tilfellum bara eðlileg tilfinning. Þegar ég var að alast upp þekkti ég engan kvíðinn krakka. Maður heyrði bara af örfáum full- orðnum sem voru slæmir á taugum. En auðvit- að var fullt af kvíðnum krökkum á þessum tíma, þau höfðu bara ekki orð til að lýsa þess- ari tilfinningu. Við finnum öll fyrir kvíða og hann er alls ekki slæmur svo lengi sem hann verður ekki alltof mikill hluti af okkur. Eitt af stóru verkefnunum í lífi hverrar manneskju er að takast á við sinn innri mann og þar á meðal kvíða og er hluti af þroska manns,“ segir Ár- sæll. Leggja til breytingar Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að greiningar séu að sjálfsögðu nauðsynlegar en færa mætti þjónustuna meira í ráðgjöf og stuðning inn á gólfið líkt og kennarar hafa ósk- að eftir og þannig sjái sérfræðingar barnið í því ljósi sem það er allan daginn. En læknis- fræðilega módelið okkar gengur út á það að barnið fer í biðröð eftir greiningu og síðan við- tal kannski mörgum mánuðum síðar. Eitt af því sem Evrópumiðstöðin leggur til er að leggja áherslu á að draga úr formlegum kröf- um um greiningu. Þær hafi oft leitt til þess að helsta leiðin til að veita nemendum sem eiga erfitt uppdráttar í skóla viðeigandi aðstoð er að flokka þá í samræmi við greinda þörf. 7.069 komur á göngudeild BUGLs Foreldrar barna sem annaðhvort hafa fengið greiningu eða bíða greiningar sem blaðamaður hefur rætt við að undanförnu segja stöðuna al- varlega. Að bíða án þess að fá þá aðstoð sem kerfinu er ætlað að veita þeim. Börn geta ekki beðið. Þrátt fyrir að allir virðist sammála um að úrbóta sé þörf breytir það ekki því að börn bíða á annað ár eftir greiningum. Bið eftir greiningum hjá Greiningar- og ráð- gjafarstöðinni er 18 mánuðir en flest þeirra barna sem vísað er á Greiningarstöðina eru með samþættan vanda, þroskafrávik og ein- hverfu. Bið eftir greiningu er allt að 14 mán- uðir hjá Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (ÞHS). Hún veitir þjón- ustu vegna barna sem glíma við frávik eða aðra erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan. Sinnt er greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna raskana hjá börnum að 18 ára aldri. Hjá ÞHS er börnum með ADHD sinnt en þangað koma einnig börn með aðrar rask- anir. Hjá Brúarskóla, sem er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum, eru 12 börn á bið- lista, flest á unglingastigi, og 90 börn bíða þjónustu hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Allt eru þetta börn sem þurfa meiri stuðning en meginþorri barna. Í fyrra voru 7.069 komur í þjónustu á göngudeild BUGLs, sem er töluverð aukning frá því áður. Eins kom BUGL að 15 samráðsteymum hið minnsta á stórhöfuðborgarsvæðinu með heilsugæslu, félagsþjónustu og skólaþjónustu. Í gegnum þau hafði BUGL aðkomu að um 900 börnum í fyrra, að sögn Guðrúnar Bryndísar Guðmundsdóttur yfirlæknis. Á sama tíma er skólaforðun að verða alvar- legt vandamál en samkvæmt könnun velferð- arvaktarinnar má gera ráð fyrir að um 1.000 börn á grunnskólaaldri glími við skólaforðun eða um 2,2% nemenda. Meðal helstu ástæðna skólaforðunar nefna skólastjórnendur andlega vanlíðan nemenda eins og kvíða og þunglyndi og erfiðar aðstæður á heimilum þeirra. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, segir að ekki liggi fyrir nákvæmlega hversu mörg börn sé um að ræða og það þurfi að kortleggja og ekki síður hverjar séu helstu ástæður þess að þau sækja ekki skóla. Í kjölfarið þurfi að setja samræmdar verklagsreglur um það hvernig brugðist sé við þannig að mannrétt- indi barna séu virt. Mikilvægt sé að hafa mun skýrari mynd af vandanum og grípa til ráðstaf- ana en það sé mjög alvarlegt ef einhver hluti barna mæti lítið sem ekkert í skóla. Námsmat á mannamáli Eitt af því sem bæði kemur fram í úttekt Evr- ópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir og í samtölum blaðamanns við skóla- fólk og foreldra er að oft sé óljóst hvers sé krafist af kennurum varðandi námsmat og fyr- ir foreldra að fá upplýsingar á mannamáli um stöðu barna sinna í námi. Sumir foreldrar kvarta undan of ítarlegum og illskiljanlegum upplýsingum þar sem mismunandi litir eru notaðir til að segja til um færni. Aðrir kvarta yfir að fá litlar sem engar upplýsingar um stöðu barna sinna og að stundum skorti jafnvel á samræmi milli viðmiða milli kennara innan sama skóla. Á sama tíma kvarta kennarar yfir því að hæfni- og matsviðmiðin í aðalnám- skránni séu oft of flókin og of víðtæk. Það sé Hlutfall nemenda með greiningar í Evrópulöndum Heimild: European Agency Statistics on Inclusive Education Drengir Stúlkur Ísland Litháen Slóvakía Belgía Tékkland Malta Noregur Eistland Portúgal Ungverjaland Finnland Kýpur Króatía Írland Þýskaland Danmörk Sviss Ítalía Pólland Holland Frakkland Spánn Svíþjóð Meðaltal 10,9% 5,5% 8,6% 4,5% 7,2% 4,4% 6,1°% 3,2% 5,9% 2,9% 5,7% 2,3% 5,5% 2,6% 5,4% 2,6% 4,7% 2,9% 4,8% 2,5% 5,1% 2,2% 4,6% 2,3% 4,0% 2,2% 4,4% 1,7% 3,6% 1,9% 3,7% 1,4% 2,5% 1,4% 2,3% 1,0% 2,2% 1,2% 2,4% 0,9% 2,2% 0,9% 2,0% 1,0% 0,6% 0,4% 3,0% 1,5% ’Getum við ekki hugsað: Viðþurfum að breyta einhverjuog skoðað þarfir barnsins án þessað það sé greint með sérþarfir? Greining er orðin töfraorð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.