Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 2
Af hverju Klikkuð menning? Klikkuð menning er haldin til að fagna 40 ára afmæli Geðhjálpar, félags sem vinnur að því að bæta hag fólks með geðrænan vanda og aðstandenda þeirra. Geðhjálp ætlar því að halda fjögurra daga gleðihátíð til að sýna fjölbreytileikann í geðrænum áskorunum; bæði sem upplifun og einnig sem uppsprettu listrænna hæfileika. Hver er hápunktur hátíðarinnar? Á laugardeginum verður mest um að vera út um allt, og þá ekki síst í Hafnarhúsinu. Þar verður alþjóðlegt málþing þar sem gestir hátíð- arinnar, Arnhild Lauveng frá Noregi og Mary O’Hagan frá Nýja- Sjálandi, halda erindi auk Kára Stefánssonar. Eftir það verða klikkaðir tónleikar þar sem GDRN, Flóni, Högni Egils og Milda hjarta bandið með Jónas Sig í fararbroddi munu halda uppi sturluðu stuði. Fyrir hverja er hátíðin? Klikkuð menning er fyrir alla, í öllum skilningi. Allir viðburðir hátíðarinnar eru ókeypis og öllum er boðið. Viðburðirnir eru líka það fjölbreyttir að eitthvað áhuga- vert mun passa sérhverjum aldri og áhugasviði. Ég skora á fólk að kynna sér dag- skrána og finna viðburð sem leyfir því að tengja við eigin reynslu og ástvina sinna, en líka að uppgötva nýja hlið á geði sínu og tilfinningum. Eða bara hafa gaman. Hvernig hefur gengið að skipuleggja Klikkaða menningu? Betur en ég bjóst nokkurn tímann við, því það vilja einfaldlega allir vera með. Þess vegna eru á hátíðinni frábærir listamenn, þekktir og minna þekktir, allir með gíf- urlega áhugavert framlag; sína sýn á heiminn, listina og geðið. Það er mikil vakning í samfélaginu um geðheilsu og geðræna erfiðleika. Við höfum öll geðheilsu, sumt fólk góða, annað slæma. Það hefur lengi þurft að byggja þessa brú á milli þessa fólks, og núna virðast allir vera tilbúnir í verkið. Hvað er svo framundan í vetur? Í vetur munum við orna okkur við allar skemmtilegu minningarnar sem munu verða til á þessari hátíð. Hinu góða starfi Geðhjálpar í geðheilbrigðismálum verður auðvit- að haldið áfram af fullum krafti undir stjórn nýja framkvæmdastjórans okkar, Gríms Atlasonar. Ég ætla að reyna að sannfæra hann um að sniðugt sé að halda Klikkaðri menningu á lofti og býst við að það verði auðsótt. Eitthvað klikkað mennningarlegt gerist því í vetur. En við byrjum á þessari hátíð – sjáumst öll! Morgunblaðið/Eggert HILDUR LOFTSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Ertu bara með þrennar gallabuxur sem þú notar alltaf?“ Einhvern veg-inn svona hljómaði hneykslaður félagi minn þegar hann komst að þvíað annar ætti bara þrennar gallabuxur sem hann gengi í dagsdaglega. Enn hneykslaðri varð hann þegar hann frétti að maður dirfðist að ganga í þeim sömu tvo daga í röð. Slíkt væri nánast guðlast. Sá gallabuxnafátæki tók þó skýrt fram að hann notaði ekki sömu ofanmittisflíkina tvo daga í röð. Hann vildi nú ekki gera sig að fífli. Lengi hefur maður vitað að það er í raun félagslegt sjálfsmorð að ganga í sömu flíkinni fyrir ofan mitti tvo daga í röð. En af hverju? Hvaða al- heimslögmál segir að maður megi ekki mæta í sama bolnum í vinnuna tvo daga í röð. Mjög ólíklegt er að hann sé orðinn skítugur, nema sá sem klæðist bolnum eigi í miklum vandræðum með svitakirtlana, nú eða sé gjarn á að missa matinn niður á sig. En svo fór ég að hugsa hvort þetta væri ekki bara allt í hausnum á manni. Hvenær pælir maður í því hverju fólk klæðist, hvað þá man í hverju viðkomandi var í gær eða daginn þar áður? Og ef maður pælir mikið í því er þá ekki ráð að hætta því? Það er víst um nóg annað að hugsa í þessum blessaða heimi. Það er eins og einhvers staðar í sögu vestræns samfélags höfum við sam- mælst um að bannað sé að klæðast sömu fötunum tvo daga í röð og enginn hafi mótmælt því, bara fylgt hjörðinni eins og þetta væri fullkomlega eðlilegt. Ég ætla ekki að frýja mig ábyrgð þar enda líður mér hálfóþægilega og er ein- staklega var um mig ef ég slysast til að fara í sömu fötin tvo daga í röð. Ég viðurkenni þó að ég stelst til þess ef félagsskapurinn er allt annar tvo sam- liggjandi daga. Ég mæti einstöku sinnum í sömu fötunum í vinnuna á mánu- degi og ég var í daginn áður. Er það einstaklega frelsandi. Ég tek þó undir að fólk geti ekki valsað um í sömu fötunum dag eftir dag án þess að blikka auga. Á endanum fara fötin að lykta og þar kemur önnur óskrifuð regla inn í dæmið; það má ekki segja neinum að hann lykti illa. Kannski er það ástæðan fyrir því að umtöluð regla komst á. Svo enginn lendi í því að lykta illa má enginn mæta í sömu fötunum tvo daga í röð. Ég er allavega orðinn dauðþreyttur á þessari vitleysu. Illa lyktandi og frjáls Pistill Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’Hvenær pælir maður íþví hverju fólk klæð-ist, hvað þá man í hverjuviðkomandi var í gær? Og ef maður pælir mikið í því er þá ekki ráð að hætta því? Anna Helga Gylfadóttir Það er svo ótrúlega margt. Eins og að mála og gera upp gömul húsgögn. SPURNING DAGSINS Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Kristján Sveinsson Ferðast um á mótorhjóli. Mekkín Daníelsdóttir Vera með kærastanum. Noel Karopka Æfa taekwondo. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Haraldur Jónasson Vakning um geðheilsu Hildur Loftsdóttir er verkefnastjóri Geðhjálpar en í tilefni 40 ára afmælis Geðhjálpar verður hátíð- in Klikkuð menning haldin dagana 19.-22. september. Dagskrá hátíðarinnar má finna á Klikkud.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.