Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 19
S teinunn býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Eiríks Stefánssyni og son- um þeirra Snorra, Trausta og Flosa sem eru 14, 13 og 10 ára. Steinunn stofnaði skartgripafyrirtækið Hring eftir hring fyrir tíu árum og hefur reynt að byggja upp og þróa fyrirtækið þannig að það geti verið vettvangur fyrir fleiri hönnuði og listamenn en hana sjálfa. „Ég hef sem sagt haft þá atvinnu síðustu ár að hanna skartgripi en langmestur tími minn fer þó í allt hitt sem fylgir vörumerkinu og því að reka eigið fyrirtæki.“ Steinunn Vala segir stílinn á heimilinu ein- kennast af því að vera fínlegur, fallegur, litrík- ur, skapandi og skemmtilegur. „Ég hef alltaf heillast af vönduðum hlutum og vel mér hluti sem ég sé fyrir mér að ég geti átt lengi. Ég vil frekar eiga fáa, endingargóða hluti en mikið af drasli. Það fer fátt meira í taugarnar á mér en skran. Þegar ég skoða hluti hugsa ég um hvað- an þeir koma, horfi á efniviðinn, liti og form.“ Steinunn segir efniviðinn skipta afar miklu máli hvort sem um er að ræða fatnað, hluti fyrir heimilið eða eitthvað annað. „Ég kýs leður, við, ull, silki, leir, gler og málma fram yfir gerviefni. Ég er áhugasöm um liti og litasamsetningar, tek eftir litum allt í kringum mig og er oft að máta þá við aðra liti. Oft heillast ég meira af líf- rænum formum og pínulítið skrítnum frekar en einföldum og stílhreinum formum. Ég er til dæmis líklegri til að setja saman ósymmetríska hálsfesti en symmetríska. Handverk hefur alltaf heillað mig og ég kikna bókstaflega í hnjánum og fæ lítinn sting í hjartað þegar ég sé fallega unnið handverk, mannshöndin gefur alltaf eitt- hvað alveg sérstakt auka.“ Karakter heimilisins Fjölskyldan flutti á heimilið fyrir fjórum árum og aðspurð hvort þau hafi farið í framkvæmdir eða breytingar á rýminu segir Steinunn heimilið einungis hafa breyst smátt og smátt eftir að fjölskyldan flutti inn. „Nú er vinnuaðstaðan mín hér heima og þeim flutningum fylgdu hirslur og vinnuborð sem kallaði á breytingar á heimilinu. Við fengum okkur nýverið sjónvarp eftir að hafa verið án þess í mörg ár og þá fannst okkur mik- ilvægt að eiga á móti því sófa sem við gætum öll legið saman í og horft á kvikmyndir og þætti. Strákarnir hafa stækkað og heimilið er rýmra en áður svo um þessar mundir erum við að leita okkur að eigulegu og stóru borðstofuborði, þannig að við getum vandræðalaust tekið á móti vinum okkar og stórfjölskyldunni í mat.“ Spurð hverju sé mikilvægast að huga að við innréttingu heimilisins segir Steinunn Vala þarfir heimilisfólksins skipta lykilmáli. „Feg- urðin felst að miklu leyti í þessum sannleika um heimilisfólkið og gefur heimilinu fallegasta kar- akterinn að mínu mati. Svo má alltaf punta og raða fallega til að fegra heimilið sitt enn frekar.“ Hlutir með sögu í eftirlæti Aðspurð hver sé eftirlætishlutur Steinunnar á heimilinu segir hún þá hluti sem fylgir saga, jafnvel dýrmæt reynsla og minningar í uppá- haldi. „Eins og í hljóðfærum sona minna sem mér þykir afskaplega vænt um þó ég eigi þau ekki. Það tók okkur langan tíma að finna bláa sjónvarpssófann sem við notum mikið um helg- ar svo mér þykir svolítið vænt um hann núna. Brúni kertastjakinn sem amma mín átti og var áður partur af rafmagnsstaur verður alltaf dýr- mætari og dýrmætari í mínum huga og ljósi Safari-stóllinn sem mamma mín á og ég fæ að hafa heima hjá mér, er líka í sérstöku uppáhaldi enda hefur hann verið til frá því ég man eftir mér og mér nægir að horfa á hann til að muna eftir foreldrum mínum ungum, mömmu að prjóna, langömmu minni undir ullarsjali og mörgu öðru fólki sem mér var og er kært,“ út- skýrir hún og bætir við að það sé ekki þar með sagt að hún gráti hluti sem brotna eða glatast. „Ég spara þá ekki heldur nýt þeirra eins vel og lengi og ég get með því að nota þá sem mest.“ Meðvitaður kaupandi „Ég kaupi bæði notað og nýtt og er meðvitaður kaupandi. Ég reyni af fremsta megni að versla á Íslandi og lít á hver kaup sem stuðningyfirlýs- ingu við verslunina og hönnuðina,“ útskýrir Steinunn Vala, spurð hvar hún versli helst inn á heimilið. „Flest af þeim húsgögnum sem við höf- um keypt okkur glæný hef ég fundið í Epal. Sú verslun er í miklu uppáhaldi hjá mér því þar eru á boðstólum vönduð og vel hönnuð húsgögn og gjarnan í fínlegri kantinum sem höfðar til mín, oft getur maður valið úr góðu úrvali lita og áklæða sem mér þykir líka mikill kostur. Svarta sófann, sófaborðið og stólana, píanóið, borð- stofuborðið og stólana alla í kringum það keypt- um við notaða í Góða hirðinum og í gegnum sölusíðuna Bland.is.“ Marga skrautmuni heim- ilisins hefur Steinunn Vala einnig fundið í Góða hirðinum, litla kertastjaka og vasa, og svo fylg- ist hún alltaf með Ólöfu Jakobínu og því sem hún er að selja í Portinu og víðar því hún er ein- staklega góð í að finna fallega hluti sem hún sel- ur svo áfram. Spurð hver sé uppáhaldsstaður Steinunnar á heimilinu segir hún tvo staði í miklu eftirlæti: „Litla stofan okkar, en þar er gott að sitja og spjalla við vini og fjölskylduna sína, leggja sig með bók eða stara út um gluggann og njóta út- sýnisins sem er ómetanlegt. Hinn staðurinn er baðkarið okkar. Heitt bað við kertaljós, með baðsalti og þvottapoka er eitt af því dásamleg- asta sem til er í mínum huga.“ Fallegir munir og skemmtilegir litir setja svip sinn á heimilið. Steinunn Vala segist alltaf hafa heillast af vönduðum hlutum. Blái sófinn er úr Epal og þar nýtur fjölskyldan notalegra stunda saman. Eldhúsið einkennist af fallegum mun- um og persónuleika. Eldamennska er í miklu eftirlæti hjá fjölskyldunni. 15.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.