Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 17
it-skjalið ógurlega, og töldu að Yellowhammer (gul- tittlingur) myndi dauðrota Boris því að engum manni gæti dottið í hug að fara úr ESB án útgöngusamn- ings eftir birtingu þess! Og þá yrði sjálfhætt við út- göngu, því að ESB hefur neitunarvald um útgöngu- samninginn, því að breska þingið hefur þegar fellt hann þrívegis. En þetta skjal er ekki spádómur um það sem lík- legast er til að gerast. Embættismönnum var falið af stjórn May að búa til skjal um „worst case scenario.“ Það átti að setja saman skjal um allt það versta sem mönnum gæti dottið í hug að gæti gerst, ef allt færi á versta veg! Þegar stjórn Jóhönnu og Steingríms sagði Íslend- ingum hvað myndi gerast ef ekki yrði sagt já við Ice- save þá var ekki verið að tala um „worst case scen- ario“ heldur var látið eins og óhugnaðurinn sá væri það sem væri næsta víst að myndi gerast. Gultittlingaskítur En gultittlingaskjalið var teiknað upp með sömu for- skrift og notuð er við handritsgerð hryllingsmynda, en varð samt ekki neitt neitt. Björn Bjarnason rekur 10 punkta úr skjalinu: Í þeim fyrsta segir: „Komið getur til fjölda funda með og á móti útgöngu og gæti orðið „uppnám“ í þjóðlíf- inu.“ Hvað með það? Slíkir fundir eru þegar haldnir reglulega í landinu. Í Frakklandi hefur verið kveikt í bílum og húsum og lögreglan grýtt vikulega og hún svarar með tára- gasi og er þó Macron ekki á leið án útgöngusamn- ings úr ESB. Gaman væri að sjá „worst case scen- ario“ um það. En töluliður tvö sem Björn Bjarnason nefnir er auðvitað skelfilegur: „Dagurinn eftir útgöngu er föstudagur sem er yfirvöldunum ef til vill óhagstætt. Auk þess kunni að vera vetrarfrí í skólum.“ Þarna er verið að lýsa worst case scenario númer tvö!!!! Bæði föstudagur og vetrarfrí í skólum. Í gær var föstudagurinn 13. á Íslandi og sjálfsagt víðar og ríkisstjórnin, sem þó er skelfingu lostin yfir öllu, sagði ekki af sér. En kannski hefur ekki verið vetrarfrí og það gert útslagið. Svo var það liður númer 6: „Verðbólga eykst „um- talsvert“. Þetta bitni á eldra fólki sem nýtur minni félagslegrar aðstoðar vegna minnkandi þjónustu.“ Englandsbanki spáði óðaverðbólgu ef menn segðu já við útgöngu fyrir þremur árum. Hún er ekki kom- in enn! Og sjö: „Bretar sem ferðast til ESB-landa kunna að sæta auknu eftirliti á landamærum þeirra!“ Eftir 11. september 2001 hafa allir þeir sem ferðast upplifað slíkt. En í „worst case scenario“ segja menn að „tafir kunni að verða á landamær- um“. Og lokapunkturinn, þessi númer 10 hlýtur að minna vana menn á hættuna á kjarnorkustríði í kalda stríðinu: „Viðbúnaður almennings og fyrir- tækja vegna þess sem gerist við útgöngu án samn- ings verður lítill og minnkar enn vegna óvissu um hver er stefna stjórnvalda auk þess sem menn eru orðnir langþreyttir á talinu um aðferð við útgöngu.“ „Þetta er ófögur lýsing,“ segir Björn. Já, menn gerast gamansamir. Aðrar ógnarspár og skelfingar í þeim liðum sem ótaldir eru sýnast ekki heldur vera hjálplegir mál- stað óttans. Þær snúast aðallega um vöruflutninga yfir Ermarsundið. Ian Duncan Smith þingmaður, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins, gerði það sem skelfingarnefndin hefði átt að gera. Hann ræddi við gagnaðilann hinum megin sundsins og bar spárnar um tafir upp við þá. Í ljós kom að þar höfðu menn á þessum þremur árum unnið sína heimavinnu og gert sínar athuganir og ekkert, EKKERT, benti til að tafir yrðu aðrar og meiri eftir útgöngu en eru að jafnaði nú. Það sem vantar Það eina sem manni þykir vanta í þessar spár væri liður 11. „Verði farið út án útgöngusamnings gæti Pence varforseti komið í heimsókn í hálfan dag og umferðaröngþveiti verða í öllum borgum Bretlands og standa í þrjá mánuði, einkum ef það væri starfs- dagur í skólum.“ Skýringin á því að May birti ekki þessa skýrslu sem hún pantaði er augljóslega sú að það reyndist ekkert vera í henni. Þegar beðið var um það á þingi Bretlands að þessi skýrsla óttans yrði birt þá var það gert. Á Íslandi er augljóst að helstu forystumenn lands- ins keyptu fullyrðingar um það að fylgdu þeir ákvæðum EES samningsins og höfnuðu fullgildingu ákvæðis sem að almenningur er á móti, þá yrði samningurinn að engu! Það þarf að vísu ótrúlega trúgirni til því ekki er fótur fyrir þessari kenningu. En þingið hlýtur að krefjast þess að öll gögn og rök- stuðningur „hinna andlitslausu“ sem hræddi börnin verði birt. Þeir sem töldu þess rök góð og gild og létu þau duga til þess að skipta um skoðun á umdeildu máli geta ekki verið á móti því að birta rökstuðninginn. Fyrst hann var svona öflugur ætti hann að vera til þess fallinn að afla meiri skilnings á afstöðu sem enn sætir mikilli tortryggni, sem mun einungis fara vax- andi eftir því sem tímar líða frá, og þegar ljósar verður hvers vegna í ósköpunum þetta var gert. Það verður bara verra að bíða. Það er þekkt. Morgunblaðið/Hari ’ Skýringin á því að May birti ekki þessaskýrslu sem hún pantaði er augljóslega súað það reyndist ekkert vera í henni. Þegar beðið var um það á þingi Bretlands að þessi skýrsla óttans yrði birt þá var það gert. 15.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.