Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Síða 13
raunaverkefni með þessum nemanda og tveimur öðrum þar sem þeir voru að vinna með við- eigandi verkefni. Í vor voru um- sjónarkennarar við Hörðuvalla- skóla beðnir um að benda á nemendur sem falli í hóp bráð- gerra nemenda og komu upp 12 nöfn af miðstiginu. Í kjölfarið fengu kennarar fræðslu um þenn- an hóp og mikilvægi þess að þeir væru ávallt með verkefni við hæfi. „Við hjá Hörðuvallaskóla vor- um svo heppin að foreldrar þessa drengs höfðu samband við stjórn- endur skólans vegna námsleiða hans því að við fórum þá að skoða þessi mál sérstaklega hjá okkur og leita að leiðum til að koma til móts við þennan hóp. Í kjölfarið fórum við að velta fyrir okkur Nemendur sem vinna sjald-an eða aldrei með verk-efni við hæfi fá oft skóla- leiða sem jafnvel verður að skólaforðun eða síðar brottfalli úr skóla. Það er dýrt fyrir sam- félagið og skaðlegt þessum ein- staklingum, segir Anna María Þorkelsdóttir, kennsluráðgjafi við Hörðuvallaskóla. „Ég held að það mikilvægasta varðandi bráðgera eða snjalla nemendur sé að þar sem þeir eru oft fljótir að nema, þurfi þeir ekki að sýna fram á þá hæfni mörgum sinnum. Það er leiðigjarnt að vera alltaf að vinna með eitthvað sem maður kann. En ég er alls ekki hlynnt því að viðbrögð skólans eigi að vera að færa viðkomandi á milli ára. Bráðger nemandi er kannski mjög klár á sumum sviðum, að- allega þar sem áhugi hans liggur, en það þýðir ekki að hann sé framar jafnöldrum á öllum svið- um. Ég held að til þess að skóla- kerfið geti komið til móts við alla sé best að það séu hópar í kring- um verkefni (nema fyrir tíma eins og bekkjafundi) sem eru unnin þvert á aldursstig, eftir hæfni hvers og eins,“ segir Anna María. Í fyrra höfðu foreldrar drengs í fimmta bekk samband við skólann þar sem hann var ekki jafn áhugasamur um námið og hann hafði verið áður. Hann var komin með bullandi skólaleiða. Í ljós kom að hann vantaði bara verk- efni við hæfi. Hún segir að í kjöl- farið hafi skólinn farið í til- þessum nemendum á unglinga- stigi sem við upplifum að séu með námsleiða og veltum fyrir okkur hvort í þeim hóp séu einhverjir nemendur sem hefðu grætt á því að svona úrræði hefðu verið í boði fyrir þá. Það eru ýmsar birtingar- myndir námsleiða og við þekkjum að hegðunarvandamál geta líka bent til þess að námsefnið sé of létt eða jafnvel of þungt. Stundum verður lítill tími til annars í skól- um en að slökkva elda og úrræði til að vinna dýpra með uppá- komur fá ekki nægt svigrúm. Spurð frekar út í drenginn í fimmta bekk segir Anna María að hún hafi byrjað á að kenna honum á tvíundarkerfið sem hann greip strax. Næst tóku þau fyrir gríska snillinga, þar á meðal Pýþagóras. Til þess að hún gæti aðstoðað hann þurfti hún að rifja upp Pýþagórasarregluna sem gildir um tengsl hliða í rétthyrndum þríhyrningi. „Dæmin sem ég bjó til fyrir hann leysti hann um leið þannig að ég sá að ekki liði á löngu þangað til ég yrði uppi- skroppa með verkefni fyrir hann. Þessi nemandi sem kom fyrst til mín er mikill fræðimaður og hugsuður. Hann ákvað í gegnum þetta verkefni okkar að gera You- Tube-myndbönd til að kenna öðr- um og auka áhuga á efnafræði. Við létum hann fá kennslubók sem er notuð á unglingastigi og honum fannst eins og við hefðum gefið honum jólagjöf. Hann las bókina spjaldanna á milli og var eftir það kominn miklu lengra en við sem vorum að vinna mest með honum,“ segir hún en tveir aðrir klárir nemendur á miðstigi voru til viðbótar í þessu tilraunaverk- efni. Það er alltaf hætta með bráð- ger börn þegar þau hafa eitthvert sérstakt áhugasvið að þau hafi ekki neinn til þess að ræða við. Við vorum aftur á móti svo heppin að í skólanum starfaði ung kona sem var að ljúka lífeinda- og sam- eindalíffræði í háskólanum og hún var til í að spjalla við þennan nemanda um verkefnið og að- stoða hann. Dagurinn sem þau hittust er besti dagur þessa nem- anda frá því hann hóf nám í grunnskóla að hans sögn. Loksins fékk hann einhvern til að spegla sig í,“ segir Anna María. Besti dagur skólans Anna María Kortsen Þorkelsdóttir, kennsluráðgjafi í Hörðuvallaskóla, segir að þau hafi verið svo heppin að foreldrar drengsins höfðu samband vegna skóla- leiða hans. Hann hafi fengið ný tækifæri þar sem hæfileikar hans fá að njóta sín. Morgunblaðið/Hari 15.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Hvergi í íslenska skóla-kerfinu eru jafn mörgbörn sem búa á heim- ilum þar sem annað tungumál en íslenska er talað og í Fellaskóla eða 80-90% af nemendum skól- ans. Mörg þeirra eru fædd hér á landi og hafa aldrei búið annars staðar en annaðhvort báðir eða annað foreldrið er af erlendu bergi brotið. Sigurlaug Hrund Svavars- dóttir, skólastjóri Fellaskóla, segir að á hverju ári komi nýir nemendur í skólann sem eru ný- komnir til landsins. Í haust eru þeir 14 talsins. „Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur en alltaf áskor- un,“ segir hún en rúmlega 330 nemendur eru 1. til 10. bekk í Fellaskóla. Síðast þegar Sigurlaug taldi voru töluð 26 tungumál við skól- ann en það er mjög breytilegt á milli ára. Hún segir að mikil fjöl- breytni sé innan hópsins en öll kennsla fari fram á íslensku. „Auðvitað er það áskorun að fá hóp nýrra nemenda í skólann sem talar enga íslensku en starfsfólk skólans er mjög vant því að taka á móti ólíkum hóp- um. Nemendum með annað tungumál á heimili hefur fjölgað í íslensku skólakerfi og þetta hefur breyst hratt. Til marks um það var ég fengin til að flytja er- indi um sérstöðu Fellaskóla árið 2004 en þá voru 7% nemenda frá heimilum þar sem annað tungu- mál var talað,“ segir Sigurlaug. Að hennar sögn eru flestir skólar í Reykjavík orðnir þjálf- aðir í að taka á móti börnum af erlendum uppruna. Skólarnir eru eðlilega misvel í stakk búnir til þess og það sama á við um kenn- ara og annað fagfólk sem starfar innan skólanna. „Í Fellaskóla hefur alltaf verið fjölbreyttur nemendahópur allt frá því skólinn var stofnaður árið 1972. Þessi skóli er alltaf í þróun og við verðum alltaf að bregðast við raunveruleikanum eins og hann er. Ég segi stundum að hér sé unnið kraftaverk á hverjum einasta degi og oft á dag því fag- fólkið hér er með góða reynslu af starfi með fjölbreyttum hóp barna,“ segir Sigurlaug. Skóladagurinn lengri en annars staðar Fyrsti og annar bekkur í Fella- skóla eru með lengri skóladag og samþætt skóla- og frístund- astarf sem er ólíkt því sem gengur og gerist í flestum öðr- um skólum. Verkefnið heitir 1, 2 og Fellaskóli. Þau byrja klukkan 8:20 alla morgna en boðið er upp á hafragraut klukkan átta. Skóla- og frí- stundastarfi lýkur klukkan 15:40 og eftir þann tíma geta foreldrar greitt fyrir frístund barnsins. Sigurlaug segir að Reykja- víkurborg geri þetta til að styðja við þennan nemendahóp enda borðleggjandi að þegar nemendahópurinn er jafn fjölbreyttur og raun ber vitni í Fellaskóla þarf hann meiri stuðning en aðrir. „Barnið er hér á daginn og í mörgum til- vikum stærsta hluta vökutímans og ég tel eðlilegt að önnur kerfi sem koma að stuðningi við barn- ið geri það hér. Þessi lengda við- vera er mikilvægur hluti af lífi barnanna og gefur færi á að þau séu lengur í íslensku mál- umhverfi á degi hverjum og meira íslenskunám fari fram en annars væri. Þetta er lykilatriði og algjörlega frábært að mínu mínu mati,“ segir Sigurlaug. Ekkert eitt sem gildir fyrir alla, segir Sigurlaug en í Fellaskóla starfar gott og reynslumikið starfsfólk og nemendahópurinn er ótrúlega flinkur í að taka á móti nýjum krökkum og yfirleitt eru börn viðurkennd hér eins og þau eru. Sigurlaug segir að skól- inn og starfsfólk hans vilji skapa öllum nemendum skólans sömu tækifæri og öðrum nemendum í Reykjavík. „Vissulega höfum við gott bakland en ég held að til framtíðar þurfum við að gera betur. Að hugsa þetta aðeins öðruvísi. Eins og er í dag er ís- lenskukunnátta lykillinn að öll- um tækifærum til menntunar á Íslandi. Ég vildi sjá að við vær- um að styðja börn alveg niður í leikskóla að ná tökum á íslensk- unni. Íslenskan er það tungumál sem er notað í samfélaginu og bara lítið brot nemenda sem get- ur nýtt sér framboð á námi í framhaldsskóla á ensku. Við verðum að vanda okkur við það sem samfélag og skólakerfið þarf að stíga út úr gamla ramm- anum með því að breyta starfs- háttum og kennsluháttum. Ég held að það sé til góðs fyrir öll börn,“ segir Sigurlaug. Tala 26 tungumál Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla, segir að skólakerfið þurfi að stíga út úr gamla rammanum með því að breyta starfs- og kennsluháttum. Morgunblaðið/Hari ekki vinnandi vegur að skrá þetta allt skil- merkilega fyrir hvern og einn nemanda á sama tíma og þeir eigi að sinna sínu helsta verkefni – að kenna. Að sögn Lilju er verið að skoða þessi mál og greinilegt að vinna þurfi betur í framkvæmd- inni. Gerð var könnun á innleiðingu á aðal- námskrá grunnskóla frá 2011 og 2013 með það að markmiði að skoða hvernig skólum hefur gengið að innleiða námskrána og verða niður- stöður nýttar til að fara í úrbætur, m.a. hvað varðar bætta innleiðingu og skýrari framsetn- ingu aðalnámskrár í námsmati. Að því verður unnið í samstarfi ráðuneytisins og sveitarstjórn- arstigsins. Eitt af því sem Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, segir er að miðstýringin sé of lítil í íslensku menntakerfi og mikið frjálsræði. Það sé eitt af því sem verði að skoða við gerð nýrrar menntastefnu. Lilja segir nauðsynlegt að endurgjöf skóla- kerfisins verði gerð skýrari og margir hafi kvartað yfir breytingunni úr tölustöfum í bók- stafi og að allir, hvort sem það eru skólar eða heimili, séu á sömu blaðsíðu þar. „Ég er hlynnt samræmdum könnunarprófum en þau þurfa ekkert endilega að vera byggð upp eins og þau eru í dag. Ég tel að þau stuðli að jöfnuði í kerf- inu og gefi góða mynd af því hvar börnin standa í námi og eins í samanburði við önnur börn. Samanburðurinn getur verið erfiður og ég skil mætavel að það séu ekki allir sáttir við hann en ég held að hann sé eitt þeirra tækja sem hægt er að nota til að sjá hvar skórinn kreppir og bregðast við með snemmtækri íhlutun í stað þess að missa allt of stóran hóp út úr framhaldsskólunum,“ segir Lilja. Eru að verða til tvö kerfi, almenna kerfið og sérkerfið, inni í grunnskólanum? Morgunblaðið/Hari Ítarlegri viðtöl við viðmælendurna verða birt á mbl.is næstu daga auk fleiri viðtala um grunnskólakerfið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.