Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 31
Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Skv. Landlækni þurfa allir að taka inn D-vítamín allt árið þar sem nægilegt magn fæst ekki úr daglegri neyslu matvæla og sólskin er af skornum skammti. Góð gæði á góðu verði! D-VÍTAMÍN FYRIR TENNUR, BEIN OG ÖFLUG ÓNÆMISKERFI 4 mánaða skammtur Kynning Minni líkur á endurteknum sýkingum Blöðrubólga og síendurteknar þvagfærasýkingar eru afar hvimleiðar. Bio Kult Pro-Cyan er háþróuð þrívirk formúla sem hefur hjálpað fjölmörgum sem glíma við þetta vandamál. Pro-Cyan inniheldur virka innihaldsefnið PAC-A sem er að finna í trönuberjum og eru vísbendingar um að dagleg inntaka geti dregið verulega úr endurteknum sýkingum. Hrönn Hjálmarsdóttir Óþægindi í þvagfærum er eitthvaðsem margir þekkja en sýkingaf völdum þarmabaktería er lang algengasta orsök blöðrubólgu og þá sérstaklega hjá konum. Af hverju fáum við blöðrubólgu Í daglegu tali er oftast talað um þvagfærasýkingar sem blöðrubólgu en ástæða þessara sýkinga er að bakteríur, sem oftast eru E. Coli bakteríur, komast í þvagið gegnum þvagrásarop og fara að fjölga sér í þvagblöðrunni. Þrátt fyrir að líkaminn sé þannig hannaður að hann ver okkur gegn flestum bakteríum, þá geta þessar varnir brugðist. Algengast er að við fáum sýkingu í neðri hluta þvagfæranna, þ.e.a.s. í þvagrás og blöðru en svo geta þær náð lengra upp og alveg upp í nýrun sem er orðið mun alvarlegra. Brunatilfinning og tíð þvaglát Þvagfærasýkingar geta verið einkennalausar en þegar svo er ekki geta einkennin verið: n Tíð þvaglátaþörf n Brunatilfinning við þvaglát n Erfitt að losa þvag, kemur í litlum bunum n Þvagið virðist skýjað/gruggugt n Litað þvag n Sterk lykt af þvagi n Verkir geta verið fyrir ofan lífbein Konur frekar en karlmenn Helstu ástæður þess að konur eru mun útsettari fyrir þvagfærasýkingum en karlar eru m.a.: Lífræðilegar. Styttri þvagrás en hjá karlmönnum og því styttra fyrir bakteríur að komast uppí þvagblöðruna og þvagrásarop þeirra liggur nálægt endaþarmsopinu. Kynhegðun. Konur sem eru kynferðislega virkar hafa meiri tilhneigingu en aðrar til að fá sýkingar. Nýjir bólfélagar geta líka aukið hættuna. Ákveðnar tegundir getnaðarvarna: Konur sem nota hettuna eru líklegri til að fá þvagfærasýkingu sem og konur sem nota sæðisdrepandi krem. Breytingaskeið. Eftir breytingarskeiðið dregur úr estrogenframleiðslu sem veldur breytingu á þvagfærum og gerir þau útsettari fyrir sýkingum. Forvarnir og meðhöndlun Þegar vægari þvagfærasýkingar (í neðri hluta þvagfæra) eru meðhöndlaðar í tíma, eru fylgikvillar litlir sem engir. Ýmislegt er hægt að gera til að minnka líkurnar á því að fá sýkingu í þvagfærin og koma hér nokkur ráð: n Drekka nægan vökva, helst vatn. Þannig verður þvaglosun tíðari sem veldur því að bakteríur skolast út áður en þær nálgast blöðruna. n Drekka trönuberjasafa. Þrátt fyrir að ekki séu til rannsóknir sem sýna að hann sé fyrirbyggjandi, getur hann ekki skaðað. n Kvenfólk ætti að þurrka sig í áttina frá þvagrásaropinu og aftur að endaþarmsopinu til að forðast að bakteríur frá endaþarminum fari í þvagrásina. n Hafa þvaglát strax eftir samfarir. n Forðast vörur sem hugsaðar eru fyrir kynfærin á kvenfólki. Þetta eru t.d. svitalyktarsprey og mögulega sápur og önnur efni sem geta valdið ertingi. n Velja getnaðarvarnir af kostgæfni. Einkaleifisvarið innihaldsefni í Bio Kult Pro-Cyan Í Pro-Cyan eru 2 örverustofnar: L. acidophilus PXN 35 & L. plantarum PXN 47 og hefur reynslan sýnt að þeir séu verulega bakteríudrepandi og geti hamlað vöxt E. Coli og Enterococcus faecalis sem eru algengasta orsök þvagfærasýkinga. Cranmax®er einkaleyfisvarin vinnsluaðferð á trönuberjum þar sem tryggt er að öll virk efni trönuberjanna séu til staðar og einnig að þau lifi af ferðalagið gegnum meltingarvegin til að tryggja hámarks upptöku. Virka innihaldsefnið PAC-A sem finnst eingöngu í trönuberjum hefur verið rannsakað frekar og benda niðurstöður til þess að inntaka á 36mg daglega geti dregið töluvert úr líkum á endurteknum sýkingum. Það er einnig góð vísbending um að stærri og frekari rannsókna sé þörf. Í Pro-Cyan erum 500 mg af Cranmax® sem inniheldur 36mg af PAC-A. A-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og viðhaldi eðlilegrar slímhúðar en heilbrigð slímhúð veitir vern gegn utanaðkomandi bakteríum. Þessi þrívirka blanda örverustofna, A-vítamíns og trönuberjaþykknis hefur reynst mörgum vel. Hvort sem um er að ræða sem fyrirbyggjandi meðferð eða gegn vægum sýkingum sem eru á byrjunarstigi. Pro-Cyan hentar sérstaklega vel fyrir ófrískar konur og mega börn einnig taka það en þá er mælt með hálfum skammti. Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.