Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019 Fólk í sveitum landsins stendur í fjárragi þessa dagana, fer í göngur, á fjall og dregur fé í dilka í réttunum. Í dag rétta Flóa- og Skeiðamenn í Árnessýslu, og má vænta að fleira fólk en fé sé í réttunum, sem eru efst á Skeiðunum og eru í túnfæti bæjaþyrpingar nokkurrar. Frá þeim bæ er sömuleiðis kominn mikill og þekktur ættbogi, sem segir af í nokk- urra binda ritverki. Hver er bærinn? MYNDAGÁTA Morgunblaðið/Sigurður Bogi Réttir kenndar við hvaða bæ? Svar: Hér er spurt um Reyki á Skeiðum. Þaðan er komin Reykjaætt og ættbogi Eiríks Vig- fússonar bónda og dannebrogsmanns (1757-1839) og kvenna hans tveggja; Ingunnar Ei- ríksdóttur og Guðrúnar Kolbeinsdóttur. ÞRAUTIR OG GÁTUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.