Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 10
SKÓLI FYRIR ALLA? 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019 V ið þurfum að vera tilbúin að fjár- festa í menntakerfinu og gæta þess að mikilvægasta starfsfólk- inu okkar, kennurunum, sé umb- unað og þeir starfi við góðar að- stæður. Við keppum að því að starfsumhverfi kennara á öllum skólastigum verði framúr- skarandi,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Ásókn í kennaranám hefur stóraukist en allt stefndi í að það myndi vanta 2.300 kennara til starfa ár- ið 2030. Hún segir að þetta eigi að vera samvinnu- verkefni alls samfélagsins og þar sé enginn undanskilinn. „Álagið hefur aukist í breyttu samfélagi og við verðum að vera þátttakendur í því að móta framtíð barna og ungmenna. Ekki varpa ábyrgðinni alfarið á skólann heldur á þetta að vera verkefni okkar allra. Þannig náum við bestum árangri,“ segir Lilja sem hef- ur ekki farið leynt með þá skoðun sína að kennarastarfið sé mikilvægasta starfið í ís- lensku samfélagi. Að sögn Lilju hafði hún meðal annars í huga finnsku aðferðina þegar hún tók við starfi menntamálaráðherra en megininntak hennar er að umbætur á skólakerfum snúist um að skapa ungu fólki ákjósanlegar aðstæður til að verða áhugasamir námsmenn, ánægðir ein- staklingar og skilningsríkir og hugmyndaríkir borgarar. „Lykillinn að því að skólakerfið sé framúr- skarandi er að fólk geri sér grein fyrir þessari miklu auðlind, kennurunum. Þetta byggist allt á þeim. Við þurfum að taka afstöðu til alls kon- ar erfiðra siðferðislegra spurninga á næstu misserum. Til þess verðum við að vera með samfélag sem er vel upplýst og getur rýnt sér til gagns. Niðurstöður PISA-könnunarinnar árið 2015 sýndu að 29% íslenskra drengja væru í lægstu hæfniþrepum prófsins og gætu ekki lesið sér til gagns. Annað sem kemur fram í PISA er mikil fækkun afburðanemenda og að nemendum með litla getu hefur fjölgað. Haustið 2015 var sett af stað þjóðarátak um læsi og núna ætlum við að skipa fagráð í stærðfræði. Við verðum að taka stærðfræðina sömu tökum og við erum að taka lesturinn,“ segir Lilja, sem er mjög hlynnt lesfimipróf- unum sem lögð eru fyrir þrisvar yfir veturinn í grunnskólum landsins. „Ég vil að við förum í svipaðar aðgerðir í stærðfræði þannig að þrisvar yfir veturinn geti foreldrar og börn fylgst með í stærðfræði. Stærðfræðilæsi hefur hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið í PISA árið 2003. Af hverju er þetta svona? Þetta er alvarlegt og ekki boð- legt. Ég hef verulegar áhyggjur af stöðu Ís- lands í samanburði við önnur ríki, ekki endi- lega hvaða stig við erum að fá heldur hver staða okkar er í samanburðinum,“ segir Lilja. Menntun er mannréttindi Skóli án aðgreiningar snýst um grundvall- aratriði, það er að menntun er mannréttindi. Öll umræða um skóla án aðgreiningar verður að ganga út frá þessari sýn okkar um að menntunin eigi að vera fyrir alla en síðan er mismunandi hvernig við skipuleggjum hana, segir Gunnlaugur Magnússon, lektor við há- skólann í Uppsölum, en Íslendingar hafa fest í lög að allir eigi rétt á menntun. Flestir líta á menntun án aðgreiningar sem rétt hvers og eins nemanda. Í samræmi við það er talið eðlilegast að allir nemendur sæki al- menna skóla og stunda 98,5% barna á grunn- skólaaldri á Íslandi nám í almennum skólum. Hlutfallslega færri nemendur eru í sérskólum og sérúrræðum á Íslandi en víðast annars staðar í Evrópu. Á sama tíma eru formlegar greiningar á sér- þörfum nemenda á Íslandi langt yfir meðallagi OECD-ríkjanna en um 17% íslenskra grunn- skólanema eru með greiningar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem unnin var af sérfræðingum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir: Úttekt á fram- kvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands njóta tæplega 30% grunnskólanemenda sér- kennslu og stuðnings til náms og er meirihluti þeirra með formlega greiningu. Eitt af því sem sérfræðingar Evrópumið- stöðvarinnar benda á er að menntakerfið í heild sé almennt vel fjármagnað en endur- hugsa þurfi ráðstöfun fjármuna þannig að það styðji betur við stefnuna um menntun án að- greiningar. Ef litið er til OECD-ríkjanna var Ísland í sjötta sæti yfir framlög ríkja til menntamála sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu árið 2016. „Þegar fólk segir að skóli án aðgreiningar sé falleg hugmynd en hún virki ekki þá er fólk að tala um að setja nemendur inn í bekk án þeirra úrræða sem þeir þurfa á að halda. Ekki að tala um að breyta skólastarfinu. Það eru eiginlega allir sammála um að það er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að taka nemanda sem þarf á aðstoð að halda og setja hann inn í bekk án aðstoðar. Allt aðrar forsendur eru í litlum hópum en í stórum bekkjum og það eru alltaf einhverjir nemendur sem ekki ráða við þessar stóru bekkjardeildir. En við eigum ekki að fórna hugmyndinni um skóla án aðgreiningar vegna þess að ein útgáfa af henni virkar ekki. Við verðum að leita leiða til að bæta stöðuna í stað þess að henda hugmyndinni, segir Gunn- laugur. Tvö kerfi inni í grunnskólanum Ragnar Þorsteinsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að þró- unin hafi verið sú að við höfum ef til vill mynd- að tvö kerfi inni í grunnskólanum. Almenna kerfið þar sem um 75% nemenda eru en jafn- framt sérkerfi með um 25% nemenda. „Fræðin segja okkur að því betur sem gert er í almenna kerfinu þeim minni sé þörfin í sérkennslunni. En við höfum að einhverju leyti tekið þá stefnu að þrengja þetta almenna norm hér og stækka sérkennsluna. Ef vel ætti að vera ætti þessu að vera öfugt farið. Í dag er það þannig að pen- ingarnir fara frekar í sérúrræðin en ekki inn í almenna kerfið. Þetta hefur þær afleiðingar að fleiri leita inn í sérkennsluna. Ef horft er á grunnskólann sem heild, þá er hann tiltölulega vel fjármagnaður en peningarnir fara aftur á móti ekki þangað sem þeir myndu nýtast best. Verkefni okkar er að breyta þessu á þann hátt að mögulega 85-90% nemenda falli undir al- Skóli án aðgreiningar snýst um grundvallaratriði, það er að menntun er mannréttindi. Morgunblaðið/Hari Börn geta ekki beðið Eitt af því sem á að gera til þess að bæta stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði er að taka stærðfræðina sömu tökum og lesturinn. Stærðfræðilæsi hefur hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið í PISA árið 2003. Mjög er kvartað yfir flóknum og illskiljanlegum hæfniviðmiðum í aðalnámskrá og segir menntamálaráðherra greinilegt að vinna þurfi betur í framkvæmdinni. Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menning- armálaráðherra segir að lykillinn að fram- úrskarandi skólakerfi sé að fólk geri sér grein fyrir hinni miklu auðlind kennurum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.