Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 29
einhver heimur sem ekki er búið að
finna alveg út hvernig eigi að láta
ganga upp.“
Einstaklingurinn ber
ábyrgðina
Hver þáttur þáttaraðarinnar tekur
fyrir ákveðið viðfangsefni en öll
tengjast þau ástarsamböndum á einn
eða annan hátt. Þá eru þessi þrjú við-
fangsefni sem nefnd hafa verið skoð-
uð; reynslusögur, álit sérfræðinga og
leikin atriði auk þess sem stað-
reyndum sem aðstandendur þátta-
raðarinnar öfluðu í rannsóknarvinn-
unni að baki hennar er varpað fram.
Kolbrún segir einstaklinginn sjálf-
an vera rauða þráðinn í gegnum alla
þáttaröðina. „Við erum svo gjörn á að
kasta ábyrgðinni á makann okkar;
hann á gera þig glaðan, koma þér á
óvart, vera rómantískur og svo fram-
vegis. En þegar við tökum viðtöl við
allt þetta fólk varð þráðurinn sá að þú
þarft sjálfur að vera í toppstandi til
að makinn þinn viti hvað kemur þér á
óvart eða geri þig glaðan,“ segir hún
og nefnir að skortur á samskiptum sé
oftast ástæða þess að eitthvað fari úr-
skeiðis í samböndum.
Kolbrún segir alla geta tengt við
efni þáttarins. „Það hafa allir gert
mistök, allir verið klaufalegir og allir
orðið afbrýðisamir. Það hafa allir
misst „kúlið“,“ segir hún og bætir
við: „Þegar fólk er á þessum stað að
skilja og hefja nýtt líf eru flestir sam-
mála um að þar kann enginn al-
mennilega að takast á við hlutina. Við
förum yfir það hverjar eru reglurnar.
Máttu hafa myndir af fyrrverandi á
Facebook-veggnum en ekki inni í
stofu hjá þér? Hvar eru línurnar í
þessu nýja umhverfi sem við lifum
við? Við veltum öllum þessum stein-
um.“
Dóra Jóhannsdóttir og
Máni Arnarson leika í
nýjum þáttum um ástina.
Ljósmynd/Sagafilm
Þær Kolbrún Pálína
Helgadóttir og Krist-
borg Bóel Steindórs-
dóttir lögðust í mikla
rannróknarvinnu
fyrir þættina.
Ljósmynd/Silla
15.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
JÓKER Joaquin Phoenix segist hafa
byrjað að missa vitið er hann undirbjó
sig fyrir hlutverk sitt sem Jókerinn í
samnefndri kvikmynd sem kemur út í
byrjun næsta mánaðar. Phoenix, sem
hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyr-
ir að taka undirbúninginn heldur alvar-
lega fyrir kvikmyndirnar sem hann leik-
ur í, léttist töluvert fyrir hlutverkið. „Það
er víst þannig að það hefur áhrif á sálar-
tetrið og maður fer að missa vitið þegar
maður missir svo mikla þyngd á svo
skömmum tíma,“ sagði Phoenix
við ET Canada.
Missti næstum vitið
Phoenix túlkar
Jókerinn í
nýrri mynd.
BÓKSALA 4.-10. SEPTEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Svört perla Liza Marklund
2
Stórhættulega stafrófið
Ævar Þór Benediktsson/
Bergrún Íris Sævarsdóttir
3 Þú og ég alltaf Jill Mansell
4
Húsið okkar brennur
Greta Thunberg / M. Ern-
man / B. Ernman / S. Thunberg
5 Verstu börn í heimi 3 David Walliams
6 Sú sem varð að deyja David Lagercrantz
7 Sapiens Yuval Noah Harari
8 Til í að vera til Þórarinn Eldjárn
9 Tónheyrnarverkefni vinnubók
10
Iceland Visual Explorer
Guide
Chris McNab
1 Sólmundur Þórdís Þúfa Björnsdóttir
2 Krossfiskar Jónas Reynir Gunnarsson
3 Nikki kúr Guðmundur Óli Sigurgeirsson
4 Gráskinna Arngrímur Vídalín Stefánsson
5 Samdrykkjan Platon
6 Barn náttúrunnar Halldór Laxness
7 Þorpið Ragnar Jónasson
8 Kópavogskrónika Kamilla Einarsdóttir
9 Norrænar goðsagnir Neil Gaiman
10 Dyr opnast Hermann Stefánsson
Allar bækur
Innb. skáldverk & hljóðbækur
Þessa dagana er ég að glugga í
nokkrar bækur. Raddir frá
Tsjernóbíl (1997) eftir hvítrúss-
neska nóbelsskáldið Svetlönu
Alexievich ber þar hæst. Frá-
sagnarstíll hennar í lýsingum á
hamförunum er einstakur.
Hryllilegt raunsæi. Hispurslaus
gagnrýni á samfélagskerfi og
breyskleika, en engu að síður er
texti hennar
nánast ljóð-
rænn, nánast
óraunveruleg-
ur. (Maður
hálfpartinn
skammast sín
fyrir ostal-
gíuna). Hvers-
dagsleg vanda-
málin eru
ógurlega smávægileg þegar
maður les frásagnir þeirra sem
hafa verið reknir frá heimilum
sínum vegna tveggja heimsstyrj-
alda og stærsta kjarnorkuslyss
mannkynssögunnar.
Nýlega las ég svo tvö verk eft-
ir þýska leikskáldið Önju Hilling.
Það er mikilvægt að halda sér
ferskum í evrópsku samtíma-
leikhúsi, sér-
staklega ef
maður er ný-
útskrifaður
sviðslistanemi.
Anja er að
mínu mati eitt
mest spenn-
andi leikskáld
síðasta ára-
tugar og
myndi ég lýsa verkum hennar
sem einhverskonar nútíma-
harmleikjum. Svaka drama,
skerandi texti en mikill leikur
að formi og frásögn. Verkin sem
ég las voru Monsun (2005) og
Schwarzes Tier Traurigkeit
(2007) – hennar þekktustu verk.
Mér finnst
eins og alltof
fáir lesi leikrit
sér til yndis.
Leikskáld eru
oftar en ekki
mun
skemmtilegri
pennar en
aðrir höf-
undar, þau hafa mun færri orð
til þess að moða úr. Ekkert er
leiðinlegra en
skáld með mál-
æði.
Eins og fólk er
flest (2018) eftir
írsku skáldkon-
una Sally Roo-
ney er síðan síð-
asta ritið á
þessum lista.
Bókina hef ég
ekki lesið en var yfir mig hrifinn
af síðasta verki hennar, Okkar á
milli (2017).
Sjaldan hefur
jafnungur höf-
undur skotist á
stjörnuhim-
ininn. Full af
hlýju, ólíkt fyrr-
nefndum verk-
um. Mikilvægt á
haustin. Smá
hlýja. Það má
stundum hafa
smá kósí, svo lengi sem maður
er meðvitaður um það. Lífið er
nefnilega ekki bara kósí, það er
líka Tsjernóbíl.
ADOLF SMÁRI ER AÐ LESA
Lífið er Tsjernóbíl
Adolf Smári
Unnarsson er
leikstjóri og
rithöfundur.