Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019 Kristin Sigfríður Garðarsdóttir Ólöf Erla Bjarnadóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Obergljót Veislan á heima í Hörpu Rými sem henta fyrir hverskyns tilefni Nánar á harpa.is/veislur Ég hef stundum á það minnsthve mikil áhrif það hafði ámig þegar ég sótti frétta- mannafund í Kaupmannahöfn með öllum forsætisráðherrum Norður- landanna skömmu eftir morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráð- herra Svíþjóðar. Hann var skotinn til bana á götu í Stokkhólmi í febrúarlok árið 1986 en undir árs- lok það ár tók ég við sem frétta- maður Sjónvarps á Norðurlöndum með aðsetur í Kaupmannahöfn. Ég var því „okkar maður“ á þessum fréttamannafundi for- sætisráðherranna. Ekki man ég eftir því sem þar var sagt nema einu sem aldrei hverfur mér úr minni. Úr sal kom eftirfarandi spurning: Hér eruð þið, allir for- sætisráðherrar Norðurlandanna. Ekki er langt síðan einn úr ykkar röðum var myrtur á götu úti. Hverju sætir að hér er ekkert ör- yggiseftirlit, engin vopnaleit, allt öllum opið? Ég man ekki hver það var sem svaraði fyrir hönd hópsins en svarið var á þessa leið: Við erum fulltrúar opins lýðræðis og látum ekki þvinga okkur til að gerast eftirlitssamfélög. Stutt svar en áhrifaríkt. Þrungið merkingu. En svo var byrjað að loka. Á Ís- landi þekkjum við það vel. Op- inberar stofnanir, mörg fyrirtæki, Alþingi, ráðuneyti, fjölmiðlar, ekki allir en margir, urðu smám saman líkari öryggisfangelsum en þeirri þjónustu- og fyrirgreiðslu- starfsemi sem þeim er ætlað að vera. Nú geri ég mér grein fyrir því að stundum hafa þeir hlutir hent sem hugsanlega hefði verið hægt að fyrirbyggja með lokunum og eftirliti. En það eru undantekning- arnar og þær eiga ekki að stjórna því hvort opnu samfélagi verði lokað og því nánast læst. Þetta voru skilaboðin í Kaupmannahöfn undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Í mínum huga eiga þau enn erindi. Og svo er það hitt að fyrr má nú rota en dauðrota. Spurningin er þá hvort ekki sé einmitt dauðrotað með fyrirliggj- andi byggingarkröfum um neðan- jarðarbyrgi við Lækjargötuna í tengslum við Stjórnarráð Íslands. Nú skil ég það vel að þjóð- aröyggisráð vilji geta lokað að sér þegar grunnstoðin í öryggiskerfi Íslands – aðildin að NATÓ – er til umræðu. Þar er eflaust rætt um sitthvað sem ekki þolir dagsljósið. En það er annað og meira sem hangir á spýtunni. Greinilega stendur til að útbúa eins konar stjórnstöð í gereyðingarstríði. Húsnæðinu verður skipt upp í mismunandi öryggissvæði og verð- ur hæsta stig öryggis í sérstöku fundarherbergi fyrir þjóðarörygg- isráð sem verður í kjallara húss- ins: „Fundarherbergi þjóðarör- yggisráðs (Ö3) verði (gluggalaust) í kjallara, með öruggri tengingu við flóttaleið,“ segir í tilkynningu og enn fremur, að gætt verði að því að möguleikar verði á flótta- leiðum vegna sprenginga og ann- arra utanaðkomandi ógna. Þá verði öryggisgler sett í allar hliðar byggingarinnar. Í þjóðaröryggisráði sitja, auk forsætisráðherra, dómsmálaráð- herra og utanríkisráðherra svo og ráðuneytisstjórar samsvarandi ráðuneyta, ríkislögreglustjóri, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og tveir þingmenn. Fram hefur komið að þessi hópur hafi haldið nokkra fundi, ýmist í brynvörðu húsnæði á „varn- arsvæðinu“ á Keflavíkurflugvelli, eða „öryggisvottuðu“ húsnæði í Reykjavík. En eins og Sjáseskú einvaldur í Rúmeníu gæti hafa sagt þegar hann réttlætti (sem hann nátt- úrlega aldrei þurfti að gera) áform um flóttaleiðir frá sinni „stjórn- stöð“ í Búkarest: Allur er varinn góður! Sjáseskú var hins vegar ekki lengra kominn með flóttaleiðir sín- ar en svo að hann gat ekki flúið niður í jörðina heldur í þyrlu upp í loftið þegar mótmæli gegn honum urðu óviðráðanleg. Okkar þjóðaröryggisráð sér væntanlega ekki fram á að þurfa að flýja eigin þjóð heldur vera til taks fyrir hana í stjórnbönker við Lækjargötuna komi til gereyðing- arstríðs. Hættan er náttúrlega sú að það kæmi að litlum notum að hafa þessa vösku sveit á neyð- arfundi í kjallaranum við Lækj- argötu ef þjóðinni hefði þegar ver- ið eytt utan hinna öryggisvottuðu veggja. Spurning hvort ráðherr- unum og ráðuneytisstjórunum, lögreglustjórum, öðrum stjórum og þingmönnunum tveimur þætti ekki betra þegar allt kemur til alls að taka örlögum sínum með okkur hinum utandyra? En hvað veit maður. Við öll dauð en þjóð- aröryggisráð á fundi Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Okkar þjóðar- öryggisráð sér vænt- anlega ekki fram á að þurfa að flýja eigin þjóð heldur vera til taks fyrir hana í stjórnbönker við Lækjargötuna komi til gereyðingarstríðs. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Hari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.