Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 23
Getty Images/iStockphoto
15.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Ég var í raun með skilgreindameðgöngueitrun í öllum mín-um meðgöngum en í fyrstu
meðgöngunni var ég veikust. Gall-
inn við meðgöngueitrun er sá að
stundum yfirsést læknum hún því
konum líður oft ekkert illa. Þegar
ég var ólétt að mínu fyrsta barni
var ég 26 ára og var hreystin upp-
máluð. Ég var ekki með sterku ein-
kennin; háan blóðþrýsting, prótín í
þvagi og bjúg samtímis og því fór
þetta framhjá læknum,“ segir Dóra
sem lenti svo í hátt í tveggja sólar-
hringa fæðingu sem endaði með
krömpum, sem eru alvarlegustu ein-
kenni sjúkdómsins.
„Öll meðferð við meðgöngueitrun
kvenna á meðgöngu felst í því að
koma í veg fyrir að konan fái
krampa. En ég fékk þarna mjög
slæma krampa strax eftir að dreng-
urinn fæddist og maðurinn minn
fékk nánast taugaáfall, en ég fór
beinustu leið á gjörgæslu og sá ekki
drenginn fyrr en sólarhring síðar,“
segir hún.
„En þetta fór allt saman vel og
það var hugsað vel um mig í síðari
meðgöngum.“
Tómlæti lækna
Dóra segist ekki hafa verið í eftirliti
þrátt fyrir að hafa fengið með-
göngueitrun fjórum sinnum. „Ég
fékk aldrei þá ráðgjöf,“ segir Dóra
en yngsti sonur hennar er tíu ára.
Hún segir að sér hafi brugðið
mikið þegar sú frétt fór í loftið ný-
lega að sjúkdómurinn gæti haft
áhrif á lífshlaupið og jafnvel stytt
lífið.
„Mér brá. Og það sama gildir um
vinkonu mína Elínu Eiríksdóttur
sem fékk líka mjög alvarlega með-
göngueitrun. Við töluðum saman og
okkar viðbrögð voru að stofna þenn-
an hóp. Það er mjög áhugavert að
sjá hvað mörgum konum brá mikið
og hvað margar konur komu í hóp-
inn og sögðu sínar sögur. Þar má
líka finna sögur um alls kyns eftir-
köst og tómlæti lækna og aðila inn-
an heilbrigðisgeirans. Það er engin
eftirfylgni og engin ráðgjöf. Það
þyrfti að vera eftirlit og skýr ráð-
gjöf en þessar konur þurfa að passa
enn betur upp á heilsuna en aðrar,“
segir Dóra og segist sjálf ekki hafa
heyrt af aukinni hættu á hjartasjúk-
dómum fyrr en nú.
„Það þarf fyrst og fremst að
hlusta betur á konur og leggja
meiri áherslu á rannsóknir og eft-
irfylgni. Auðvitað á fullorðið fólk að
bera ábyrgð á sjálfu sér en það þarf
að fá fræðsluna. Því þessi alvarlegi
sjúkdómur hefur áhrif á konur í
miklu meira mæli en bara á með-
göngunni sjálfri.“
Fékk aldrei neina ráðgjöf
Dóra Magnúsdóttir var fjórum sinnum greind með meðgöngueitrun. Hún telur að bæta
megi fræðslu um sjúkdóminn og stofnaði því Facebook-hóp.
Dóra Magnúsdóttir stofnaði ásamt vinkonu sinni Facebook-hópinn með-
göngueitrun-umræður. Tæpar 400 konur hafa skráð sig í hópinn.
Morgunblaðið/Ásdís
Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá
Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemmamorguns og lent í
Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri
í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur
matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu.
Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefánsdóttur
leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega
um sögu Kaupmannahafnar.
Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla
Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um
kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften.
Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið
breytt í „Juleland“ á Aðventunni.
Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavnmeðan hljómsveit
Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil
stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll
síðdegis og flug til Íslands um kvöldið.
Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson
Bókanir og nánari upplýsingar eru hjá Hótelbókunum
í síma 499-2960, netfang hotel@hotelbokanir.is. Ferðirnar eru
í samstarfi við Félag eldri borgara í Reykjavik en öllum opnar.
AÐVENTUFERÐIR
ELDRI BORGARA TIL
KAUPMANNAHAFNAR 2019
1. ferð: 17.–20. nóvember – FÁ SÆTI LAUS
2. ferð: 24.–27. nóvember – UPPSELT
3. ferð: 01.–04. desember – UPPSELT
4. ferð: 08.–11. desember – FÁ SÆTI LAUS
Verð: 128.700 kr. á mann í tvíbýli.
Aukagjald v/gistingar í einbýli er 23.900 kr.
Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting,
m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir,
kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá.
Farþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina og einnig
er hægt að greiða hluta ferðar með punktum.
Gist er á hinu glæsilega
Hotel Skt. Petri 5* sem
er staðsett í miðborg
Kaupmannahafnar.