Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019 LÍFSSTÍLL ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK Brynhildur býður blaðamanni inn í nota-legt horn í stofunni og nær í kaffi í fal-legum bolla. Á veggjum má sjá gamlar ljósmyndir af afkomendunum en Brynhildur á fimm börn og fjöldann allan af barnabörnum. Hún er rúmlega níræð en ber aldurinn vel. Brynhildur segir að þegar fréttir bárust í síð- asta mánuði af nýjum rannsóknum varðandi meðgöngueitrun hafi hún lagt við hlustir, enda lenti hún sjálf í erfiðri lífsreynslu árið 1949. „Ég hafði aldrei heyrt um að með- göngueitrun gæti haft áhrif á mann löngu síð- ar og jafnvel stytt líf kvenna. Það var ekkert talað um neitt á þessum tíma. Bæði var minna vitað og svo var lítið rætt við sjúklinga um þeirra veikindi,“ segir Brynhildur og segist ánægð með að nú sé umræðan að opnast. Var aldrei lögð inn Brynhildur rifjar upp sína reynslu af með- göngueitrun. „Ég var um tvítugt en ég hafði áður misst fóstur alla vega tvisvar. Ég var mjög veik eftir fósturlátið og áfallið sem því fylgdi. Ég missti óskaplega mikið blóð,“ segir Brynhildur sem fékk meðgöngueitrun á meðgöngu en hún varð barnshafandi stuttu eftir seinna fósturlátið. „Ég var nú ekki vel hress fyrir þegar ég fékk meðgöngueitrun. Ég fann að ég var ekki alveg eins og ég átti að mér að vera þannig að ég fór til heimilislæknisins en þá var ég rétt að gera mér grein fyrir því að ég væri ófrísk. Hann sagði strax við mig: „Þú ert með með- göngueitrun og átt að leggjast strax inn.“ Þetta var mikið áfall af því ég hafði lent í svo slæmu áður varðandi fósturlátin að ég sagði upp vinnunni eins og skot. Ég fór upp á spít- ala og lét vita af þessu en þá var verið að opna nýja fæðingardeild og nýr læknir að koma. Mér var sagt að koma seinna og ég kom aftur og aftur en var aldrei lögð inn. Ég kom þarna vikulega en mér leið orðið ansi illa,“ segir Brynhildur sem var svo heima hjá sér þegar hún fékk krampa og missti meðvit- und. Mátti hlusta á messuna „Mamma kom að mér þar sem ég lá rænulaus á gólfinu og ég var með alveg rosalega krampa. Það var hringt á sjúkrabíl en ég vissi ekkert af þessu þar sem ég var meðvitundar- laus. Ég man smá úr sjúkrabílnum en datt svo út aftur,“ segir Brynhildur og segir móður sína hafa verið æfa. „Hún réðst á lækninn og sagði að þetta væri allt honum að kenna að hafa ekki tekið mig inn strax þegar það hefði verið ráðlagt, þarna löngu áður,“ segir hún. „Þarna er ég komin fjóra, fimm mánuði á leið líklegast,“ segir Brynhildur sem var síðar flutt á aðra deild þar sem hún lá næstu mán- uði. „Ég man ég spurði lækninn af hverju ég væri ekki látin fæða en hann sagði að það þyrfti að bíða eftir að barnið dæi. Og þarna var ég látin bíða og bíða. Svo komu þeir til mín eitt kvöldið og sögðu að barnið væri dáið,“ segir Brynhildur og segir drenginn hafa fæðst and- vana daginn eftir, þann 21. apríl árið 1949, en hann var þá tæpar tíu merkur. „Hann var settur í kistu hjá gamalli konu en þeir vildu ekki að ég sæi hann. Útförinni var útvarpað og ég man að það var komið með út- varp til mín á spítalann og ég mátti hlusta á messuna.“ Ég var bara fyrir Þú hefur ekki fengið að kveðja? „Ég fékk ekkert. Það var ekki rætt við mig um neitt; ekki veikindin eða hvort það væri einhver von að barnið gæti lifað. Það var ekki sagt eitt orð við mig. Ég var bara fyrir.“ Brynhildur segist hafa verið í hálfgerðu móki í marga mánuði og hafi í raun ekki fengið áfall þrátt fyrir allt. „Ég held ég hafi verið orðin tilfinningalaus því ég var hálf út úr heiminum. En ég var voðalega reið út í lækninn, ég man það. Mér fannst mér ekki hafa verið sinnt þarna í byrj- un, heldur var mér sagt að fara heim og lesa bók sem heitir Hvíld er góð. Ég var einmitt að teygja mig eftir þessari bók þegar ég byrjaði að fá krampa.“ Var voðalega reið út í lækninn Brynhildur var greind með meðgöngueitrun á fyrstu vikum meðgöngunnar árið 1949 en var ekki lögð inn fyrr en hún fékk krampa og missti meðvitund. Barnið fæddist mánuðum síðar andvana. Morgunblaðið/Ásdís Brynhildur J. Bjarnarson gleymir aldrei reynslu sinni af meðgöngueitrun þó að liðin séu rúm sjötíu ár. Hún lá veik í marga mánuði á spítala þar til hún fæddi andvana dreng. Nú þegar hafa yfir 360 konur skráð sig í Facebo- ok-hópinn „meðgöngueitrun-umræður“. Þar deila þær sögum og áhyggjum sínum. Hér má líta lítið brot af því sem liggur þessum konum á hjarta. „Það þarf svona þrýsti- hóp til að ýta á heilbrigð- iskerfið að styðja við konur eftir fæðinguna!“ „Það væri svo gott að geta leitað eitthvert eftir ráðgjöf og stuðningi!“ „Var komin með heila- bjúg og læknar óttuðust blóðtappa. Ég man lítið eftir þessum dögum.“ „Mér finnst enginn hafa hlustað á mig nema mamma og nú þremur ár- um eftir fæðinguna koma þessar rannsóknir fram.“ „Ég velti fyrir mér hvort hægt væri að fá sjúkraþjálf- un eða frekara eftirlit eftir fæðingu. Mér finnst að minnsta kosti að við ættum að þrýsta á það.“ „Það sem mér finnst pínu einkennilegt og upplifi út frá þeim lestri að með- göngueitrun er eins og fár- veikur alkóhólisti inni á heimilinu, allir í þorpinu vita af honum (heilbrigð- iskerfið) en það má enginn ræða þetta eða upplýsa vegna meðvirkni.“ „Mér finnst það segja sig sjálft að hafa eftirfylgni með manneskju eftir að hún er búin að liggja hálf- dauð inni á spítala eftir fæðingu.“ „Orð eru til alls fyrst og umræðan þörf. Ég vona að hún lognist ekki stax út af og nái eyrum lækna og annars heilbrigðis- starfsfólks.“ „Þessar fréttir um alvar- leika meðgöngueitrunar og áhrif hennar á heilsu og lífslíkur þeirra kvenna sem fá hana voru svolítið eins og að fá blauta gólftusku í andlitið.“ Blaut tuska í andlitið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.