Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2019 Þ að er ekkifrétt að bréfritari sé ekki tölvunörd og ekki tæknilegt afreks- menni. En þar sem ekkifréttir hafa sífellt meiri fyrirferð í fjölmiðlum gerir lítið til að bæta þessari við. Ójafn leikur Frá því að hann fékk afdrep í Hádegismóum hefur gengið á ýmsu í slagnum við tölvurnar en á þessum tíu árum sem liðin eru hefur samlyndið þó orðið skaplegt. Uppteknir tölvusnillingar móans eru því sjaldnar truflaðir af þessum eina manni, oftast með vandamál langt fyrir neðan virðingu sérfræðinga. Maðurinn, sem í þessu tilviki var vandamálið en ekki tækið, álpaðist forðum í forsetaframboð, og varð hann þá tölvulegur einstæðingur í nokkrar vik- ur. Þá brá svo við að þegar hann ætlaði að senda tölvupóst, sem hann var þá í fullum færum til, sat allt fast. Skilaboðin sem tölvan endurtók í síbilju voru um að tölvupóstskassinn væri fullur. Bréfritari tók sig til og henti póstum og gekk mjög nærri tölvutilveru sinni og týndi ýmsu sem hann vildi ekki missa. En ekkert gekk. Fyrst engu tauti varð komið við tölvuna var sent neyðarkall á snillingana í Hádegismóum. Þeirra við- brögð voru að tífalda umfang hólfsins til bráða- birgða svo það ætti að duga heilu herfylki. En tölvan tók ekki sönsum. Þegar málið var skoðað kom í ljós að tölvan hafði verið hökkuð og hlaðið inn í hana slíku magni af ruslpósti að hún kafnaði. Það fór ekki á milli mála að einhver arfavitlaus hakkari hafði lítið betri dómgreind en frambjóðandinn varðandi þá hættu sem stafaði frá honum í þessum kosningum og því gripið til örþrifaráða. Ekkert svo illt … En þetta varð þó „blessun í dulargervi“ því að þar með festust eða forskrúfuðust allir fordómar bréfrit- ara um tölvur svo kirfilega að þeim verður varla haggað á þeim tíma sem kann að gefast til þess. Hann lætur því núna framkalla þær myndir og þau bréf sem mestu skipta. Og það þekkja margir á sjálfum sér að það fylgir því alveg sérstök tegund af sælu þegar að fordómar manns og meinlokur fá stuðning úr óvæntri átt. Góður samstarfmaður á langri leið, sem nú er horfinn í hin eilífu veiðilönd, hafði á því illan bifur ef svartur köttur þveraði leið hans, til dæmis þegar hann gekk til vinnu. Kæmi sú staða upp lagði hann stundum á sig krók sem gat skipt kílómetrum til að komast fyrir köttinn. En einu sinni var hann þó svo seinn fyrir að hann réði ekki við það. „Og það stóð heima,“ sagði hann. „Ekki þremur vikum síðar lenti kona hans á nýjum bíl í aftanákeyrslu í órétti, að vísu í öðru hverfi, sem breytti þó ekki meginnið- urstöðunni.“ Þessi samstarfsmaður, var talinn mesti rökhyggjumaðurinn af öllum á skrifstofunni, nema að þessu leyti. Sjálfur hefur bréfritari í rúm 65 ár beðið guð um að hjálpa sér í hvert sinn sem hann hnerrar og hjálpa öðrum í nærumhverfinu sem hnerra. Og þar sem þetta virðist hafa dugað er ekki tekin áhættan af því að hætta, enda hefur þjóðin verið með þennan erindrekstur við Guð síðan beiðnin bar svo ríkulegan ávöxt í svarta dauða. En fyrir himna- föðurinn hlýtur þetta að vera áreiti og jafnvel plága sérstaklega þegar kvefið og hóstinn herjar mest. En á móti kemur að hér á fámenn þjóð í hlut. Ólæknandi hræðslupúkar En óttaköstin sem ákveðin tegund af mönnum verð- ur heltekin af þegar að skiljanleg rök vilja alls ekki eiga samleið með þeim er þó enn erfiðara að botna í en bænakvakið út af hnerranum. Umræðan um orkupakkann stóð stutt, þótt hún teygðist töluvert yfir almanakið. Þeir sem gengu er- inda þeirra sem gáfu fyrirmælin um að innleiða til- tekna tilskipun, ræddu málið sárasjaldan og aldrei efnislega. Þeir sem áttu formsins vegna að vera í forsvari virtust algjörlega ófærir um það og stögl- uðust því á innihaldsslausum klisjum sem útlits- hönnuðum sjónarmiða var borgað af almenningi fyrir að sníða ofan í þá. Fyrst snerust þær um það að málið sem þeir höfðu ekki sett sig inn í væri algjört smámál. Næst kom þreytta tuggan um að þau rök sem meirihluti þjóðarinnar ætti samleið með „stæðust ekki skoðun“. En sú skoðun fór aldrei fram svo að séð væri. Hvorug þessara aðferða gekk upp. Að lokum endaði málatilbúnaðurinn með því að segja að EES-samningurinn myndi fara út um þúfur yrði þetta „smámál“ ekki samþykkt. Vandinn er sá að það er sjálfur grundvöllur samn- ingsins að Ísland geti hafnað slíkum tilskipunum, al- gjörlega að eigin mati. Gæti þjóðin það ekki hefði lagasetningarvald Alþingis verið flutt úr landi sem ekki stæðist stjórnarskrá. Margoft var um það spurt hvað menn hefðu fyrir sér um það að EES-samningurinn hryndi ef „þetta smámál“ yrði ekki samþykkt. Enn hefur ekki komið svar við því. Einhver marktækur hlýtur þó að hafa sett fram slíkar hótanir. Varla hafa þær verið fabú- leraðar í heimilisiðnaði. Og það ömurlega er að það var á grundvelli þessa hræðsluáróðurs sem málið var afgreitt, svo lítilfjör- legt sem það er. Málið var rekið áfram á óttanum. Þekkt atferli Þetta sláandi dæmi einkennir umræðu víðar um þessar mundir, þegar önnur og veglegri rök finnast ekki. Í Bretlandi nægir að benda á hina „ógnvænlegu hættu“ sem fylgja á því að Bretar fari út úr ESB án „útgöngusamnings“. Jafnvel sæmilega heiðvirðir menn, sannfæra sig um að betra væri að svíkja þjóðina um útgönguna sem hún ákvað, heldur en að taka svo háskalega áhættu. Lengi vel var draugatalið látið duga, rétt eins og í dæminu hér heima fyrir. En kannanir sýna að breska þjóðin kaupir það ekki. Þá var það að fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Theresu May lak skjali sem kallað er Yellowhammer document“ um þær hamfarir sem skyllu á ef út- göngusamningur yrði ekki samþykktur. Ráðherrann sem lak skjalinu sagði að hann gæti ekki verið sá sem lak því að skjalið væri dagsett 2. ágúst, eftir að Johnson varð forsætisráðherra. En þann dag hafði hann aðeins verið í embætti í 10 daga og augljóst að slíkt „grundvallarskjal“ hefði ekki verið samið á einni viku! En það var athyglisvert að hinir sömu sem létu óbirta hræðsluuppskrift kýla úr sér allan kjark hér heima, fölnuðu og supu hveljur þegar þeir sáu brex- Bjart er yfir birtingu gagna Reykjavíkurbréf13.09.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.