Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 Að framsögum loknum verða pallborðsumræður framsögumanna. Forvarnir og endurhæfing – lykillinn að velferð Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 3. október 2019 kl. 13.30-16.00. Dagskrá 13.30 - 13.40 Setning málþings Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna 13.40 - 13.50 Ávarp formanns velferðarnefndar Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður 13.50 - 14.05 Geðrækt á samfélagsgrundvelli – vellíðan fyrir alla Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis 14.05 - 14.20 Forvarnir, snemminngrip og endurhæfing í fíknsjúkdómi Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ 14.20 - 14.35 Lífsstíll og krabbamein – hvað getum við gert? Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Ph.D. í lýðheilsuvísindum hjá Krabbameinsfélaginu 14.35 - 14.50 Lengur heima – um mikilvægi dagþjálfunarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna 14.50 - 15.05 Spornum við örorku vegna vefjagigtar – sýn Þrautar ehf. Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Þrautar – Miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Pétur Magnússon Helga Vala Helgadóttir Sigrún Daníelsdóttir Valgerður Rúnarsdóttir Jóhanna Eyrún Torfadóttir María Fjóla Harðardóttir Sigrún Baldursdóttir Fundarstjóri Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Síldarfrysting er nú í fullum gangi hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórs- höfn og er þar unnið á vöktum allan sólarhringinn. Vel gekk að manna vertíðina, en alls starfa nú um 120 manns við frystingu og í bræðsl- unni. Vertíðin hófst í fyrstu viku ágúst, sem er nokkuð seinna en venjulega, og var makrílfrysting fram í miðjan september en þá tók síldin við. Ekki náðist að klára allan makrílkvóta Ísfélagsins og er töluvert eftir af síldarkvótanum. „Hér á Þórshöfn er nú búið að taka á móti um fimmtán þúsund tonnum af síld og makríl það sem af er vertíð,“ sagði Siggeir Stef- ánsson, framleiðslustjóri hjá Ís- félaginu, „það er tiltölulega stutt á miðin núna en skipin hafa verið á veiðum nálægt Borgarfirði eystri svo það er aðeins um átta tíma sigl- ing hingað í löndun.“ Aðallega er verið að flaka og „flapsa“ síldina, en þar er átt við að síldarflökin hanga saman á roðinu, ólíkt þeirri flökuðu sem er roðlaus, og er misjafnt eftir mörkuðum eftir hverju er óskað.“ Vinnslan hefur gengið vel að sögn Siggeirs, síldin er spriklandi feit og fín og búið er að skipa út um 8.000 tonnum af makríl og síld. Fram undan er enn ein útskipun því flutningaskip er á leiðinni. Síld- in fer einkum á markað í Póllandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu. Tvö skip Ísfélags Vestmanneyja sem sjá vinnslunni á Þórshöfn fyrir hráefni, Heimaey og Sigurður, en eitt uppsjávarveiðiskipið, Álsey, var selt í vor. „Það er fínt að fá góða makríl- og síldarvertíð núna því engin loðnu- vertíð var í vetur og eru menn vissulega uggandi yfir því hvort sama ástandið verður næsta vetur, það er mjög alvarlegt ef loðnan bregst tvö ár í röð,“ sagði Siggeir Stefánsson, sem eins og fleiri bind- ur vonir við öfluga haustvertíð. Haustvertíð gengur vel og frysting í fullum gangi Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Annríki Heimaey VE siglir inn í höfnina á Þórshöfn með síldarfarm og á sama tíma er verið að landa spriklandi feitri og fínni síld úr Sigurði VE.  Síldin sprikl- andi feit og fín Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til Reykjavíkur í síðustu viku eftir 50 daga leiguverkefni í Noregi. Umtalsverðar tekjur fengust af leigu skipsins en á móti kemur að ekki var hægt að nota það í kortlagn- ingu hafsbotnsins í ágúst eða haust- rall vegna leigunnar, segir á heima- síðu Hafrannsóknastofnunar. Skipið lagði úr höfn 6. ágúst og sigldi til Tromsö í Noregi, þar sem norskir vísindamenn voru teknir um borð. Fyrst var farið í um 20 daga karfaleiðangur og að honum loknum komið aftur til hafnar í Tromsö. Skipt var um áhöfn að miklu leyti, vistir teknar og nýr hópur norskra rannsóknamanna steig um borð og haldið í grálúðuleiðangur í aðra 20 daga. Skipið fór allt norður á 80. breiddargráðu og hefur skipið aldrei farið svo langt norður áður. Leiðangrarnir tókust vel, en þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem skipið er leigt til Noregs um þetta leyti árs. Árni Friðriksson hélt í loðnuleiðangur síðasta laugardag. Aldrei svo langt norð- ur á bóginn  Umtalsverðar leigutekjur Veitur óska nú eftir tilboðum í fyrsta áfanga innviðaverkefnis fyrir hleðslu á rafbílum í Reykjavík. Sam- kvæmt útboðsgögnum snýst verkið um að koma upp innviðum fyrir hleðslustöðvar rafbíla á níu stöðum víðsvegar í Reykjavík, en tilboðum skal skilað eigi síðar en kl. 14 þann 15. október í gegnum útboðsvef Orkuveitu Reykjavíkur. Verkefnin, sem byrjað verður á nú í ár og stendur í þrjú ár, felur í sér að komið verður upp hleðslum fyrir rafbíla við 30 starfsstöðvar Reykja- víkurborgar, 20 hleðslur á ári næstu þrjú árin verða settar upp eftir ábendingar frá íbúum og þá munu Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur stofna sjóð sem út- hlutað verður úr til húsfélaga fjöl- býlishúsa sem hafa sett upp hleðslu- búnað fyrir rafbíla á sínum lóðum, að því er segir um innviðaátakið á heimasíðu Orkuveitunnar. Vilja tilboð í hleðslu- stöðvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.