Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 End of Sentence er fyrstakvikmynd íslenska leik-stjórans Elvars Aðalsteinsí fullri lengd. Myndin hefst í fangelsi í Alabama, þar sem krabba- meinssjúk móðir kemur til að hitta son sinn Sean í hinsta sinn. Skömmu eftir andlát hennar er Sean sleppt úr haldi og faðir hans, Frank, kemur að sækja hann. Hann tjáir Sean að síð- asta ósk móður hans hafi verið að þeir dreifðu ösku hennar yfir stöðuvatn á Írlandi. Sean er tregur til að fara í þessa ferð með föður sínum, sem hann hefur megnan ímugust á. Að lokum slær hann þó til og feðgarnir halda af stað í ferðina. Sean og Frank eru afar ólíkir. Sean er kaldur, karlmannlegur og harður af sér en Frank er ljúfur, vinalegur og eilítið lúðalegur. Það má samt halda því fram að Frank sé líka kaldur, hann er í það minnsta mjög bældur og varfærinn, vill ekki hleypa neinum ná- lægt sér. Sean er vanur að taka það sem hann vill, enda fór hann í fangelsi fyrir að taka bíla ófrjálsri hendi, en Frank lætur vaða yfir sig því hann er afskaplega átakafælinn. Eðli málsins samkvæmt þurfa feðgarnir því að læra sitthvað hvor af öðrum til þess að þróast persónulega og ná jafnvægi. Eins og gengur og gerist í vega- myndum snýst leikurinn um að af- hjúpa persónurnar hægt og bítandi eftir því sem líður á ferðina, sem er hér gert af útreiknaðri nákvæmni. Sagan er þétt og áhugaverð, samtölin vel skrifuð og leikararnir virkilega fínir, sérstaklega John Hawkes sem túlkar Frank með glæsibrag. Stund- um er fléttan nokkuð tilviljanakennd en þó ekki svo mjög að maður detti út úr atburðarásinni. Myndin líður örlítið fyrir að vita ekki alveg hvaða tón hún vill setja. Hún hefur áferð glæpamyndar, lita- leiðréttingin er myrk og grágræn líkt og í skandinavískum krimma en myndin er síður en svo glæpamynd. Í raun er þetta gamandramatísk vega- mynd en þó missir hún af vissum tækifærum til þess að negla niður grínvinkilinn, hún er full af skemmti- lega vandræðalegum augnablikum og samtölin eru gjarnan kómísk en samt er eins og húmorinn skili sér ekki al- veg. Sömuleiðis er tónlistarvalið fremur undarlegt og hentar stemn- ingunni misvel. End of Sentence er gott byrjenda- verk. Kvikmyndataka Karls Ósk- arssonar er reglulega fín, leikarar góðir og persónusköpun þannig að út- koman er áferðarfögur, hjartnæm og mannleg kvikmynd. Little Joe er hluti af austurríska fókusnum á RIFF í ár. Myndin er eft- ir Jessicu Hausner, sem hefur vakið athygli síðustu ár fyrir myndir á borð við Amour Fou og Lourdes og fjallar um Alice sem vinnur á hátæknilegri rannsóknarstofu sem þróar nýjar plöntur. Nýjasta sköpunarverk henn- ar er rautt blóm sem framkallar lykt sem gerir fólk hamingjusamt. Hún nefnir blómið ástúðlega í höfuðið á unglingssyni sínum Joe og kallar það „litla Jóa“. Hún brýtur reglur rann- sóknarstofunnar og tekur eitt blóm með sér heim og gefur Joe. Blómið gerir Joe mjög glaðan en hegðun hans breytist líka og brátt fer Alice að gruna að blómið sé ekki allt það sem það er séð. Sagan er mögnuð, frumleg og heillandi. Myndin leikur skemmtilega með klassískt hrollvekjustef, sem er að nota andsetningu eða umskipt- ingslega hegðun sem myndhverfingu fyrir kynþroska kvenna (þetta er lík- lega þekktast úr The Exorcist og áhugasamir geta lesið frekar um þetta í bók Barböru Creed, The Monstrous Feminine). Hér er það ungur drengur sem á í hlut, sem set- ur þetta sígilda minni í nýtt sam- hengi. Það er reglulega freistandi að lesa Little Joe sem feminískt verk. Bæði Alice og aðrar konur í myndinni þurfa t.d. að glíma við það að þeim sé ekki trúað og þær eru vændar um geð- veiki, sem er þekkt aðferð til að smætta orðræðu kvenna og kallast gaslighting á ensku. Myndin er al- gjört hlaðborð fyrir skilningarvitin, sviðsmyndin og búningarnir eru stór- kostlegir, klippingin er snjöll og kvik- myndatakan algjörlega óaðfinnanleg. Rammar og myndavélahreyfingar styðja söguna óhemjuvel og eiga mik- inn þátt í þeirri spennuþrungnu og undarlegu stemningu sem ríkir í myndinni. Tónlistin hnýtir þetta svo allt saman, en hún er eftir hinn jap- anska Teiji Ito. Þessi mynd er tví- mælalaust einn af hápunktum hátíð- arinnar í ár. Þvílík negla! Þróun tegundanna Góðir Logan Lerman og John Hawkes standa sig vel í End of Sentence. Bíó Paradís - RIFF End of Sentence bbbmn Little Joe bbbbb End of Sentence Leikstjórn: Elvar Aðalsteins. Handrit: Michael Armbruster. Kvikmyndataka: Karl Óskarsson. Klipping: Guðlaugur Andri Eyþórsson, Kristján Loðmfjörð og Valdís Óskarsdóttir. Aðalhlutverk: John Hawkes, Logan Lerman, Sarah Bolger. Ísland, Írland og Bandaríkin, 2019. 94 mín. Little Joe Leikstjórn og handrit: Jessica Hausner. Kvikmyndataka: Martin Gschlacht. Klipping: Karina Ressler. Aðalhlutverk: Emily Beecham, Ben Whishaw, Kit Connor. Austurríki, 2019. 105 mín. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Negla „Þessi mynd er tvímælalaust einn af hápunktum hátíðarinnar í ár. Þvílík negla!“ segir í rýni um Little Joe. Little Joe verður sýnd í Bíó Paradís 4. okt. kl. 23.15. End of Sentence er sýnd í Háskólabíói. Guðbjörg R. Tryggvadóttir sópran og Guðmundur Karl Eiríksson barítón koma fram á hádegistón- leikum í Hafnarborg í dag kl. 12 ásamt píanóleikaranum Antoníu Hevesi. Tónleikarnir bera yfir- skriftina Karlaveldi og munu söngvararnir flytja, bæði saman og í sitt hvoru lagi, vel valdar aríur eftir Verdi. Vel valdar aríur eftir Verdi í Karlaveldi Æfing Listamennirnir á æfingu fyrir tónleikana í gær. Stofnfundur félags sem lagður hefur verið grunnur að, undir heitinu Arfur Þorsteins frá Hamri, fer fram í kvöld í Iðnó á annarri hæð og verður húsið opnað kl. 19.30. Mark- mið félagsins er að sýna arfleifð Þorsteins ræktarsemi sem og þeim menningararfi sem hann tók í fang sér, að því er fram kemur á fésbókarsíðu viðburðarins. „Með verkum sínum fann hann og skapaði ótal tengsl á milli hefða og nýsköpunar, og með því móti varð hann einn af fremstu nútímahöfundum tungumáls sem á sér merka sögu og stendur nú frammi fyrir miklum áskor- unum,“ segir þar um skáldið. Fundurinn hefst klukkan 20 og stendur í um klukkustund. Þorsteinn frá Hamri Sýna arfleifð Þorsteins ræktarsemi Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is HVARSEMÞÚERT SAMSTARFSAÐILI Öryggiskerfi 09:41 100%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.