Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019  Færeyska liðið HB staðfesti á Fa- cebook-síðu sinni í gær að Heimir Guðjónsson muni yfirgefa liðið eftir leiktíðina en Heimir hefur stýrt liði HB undanfarin tvö ár. Heimir gerði HB að færeyskum meisturum í fyrra og í síð- asta mánuði varð liðið bikarmeistari undir hans stjórn. Fram kemur í færslu á facebooksíðu HB að Heimir muni halda heim til Íslands og taka við nýju starfi. Ólafur Jóhannesson er hættur störfum hjá Val og talið að Heimir taki við af honum í vikunni.  Íslandsmeistarar KR hafa samið við Emil Ásmundsson til þriggja ára en hann kemur til liðsins frá Fylki. Emil er 24 ára gamall og hefur spilað með öll- um yngri landsliðum Íslands. Hann fór ungur að árum til enska liðsins Brig- hton en gekk að nýju til liðs við Fylki, uppeldisfélag sitt, þar sem hann spil- aði 19 leiki með Árbæjarliðinu í Pepsi- deildinni í fyrra og skoraði í þeim fjög- ur mörk. Á nýafstöðnu tímabili kom Emil við sögu í átta leikjum í deildinni og skoraði eitt mark.  Knattspyrnudeild Víkings Reykja- víkur hefur samið við framherjann Helga Guðjónsson um að leika með félaginu næstu tvö árin. Helgi, sem er tvítugur, skoraði 19 mörk í 25 leikjum fyrir Fram í deild og bikar í sumar. Hann varð markahæstur í Inkasso- deildinni ásamt Pétri Theodór Árna- syni með 15 mörk. Helgi á að baki sjö landsleiki fyrir U16 og U17 ára landslið Íslands.  Góð byrjun Sveins Jóhannessonar og Arnars Birkis Hálfdánssonar hjá SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik heldur áfram en í gær vann liðið 28:25-útisigur í Árósum. Liðið hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjunum og er í 2. sæti með 8 stig.  Valdís Þóra Jónsdóttir hafnaði í 57. sæti á Estrella Damm Mediterranean Ladies Open-mótinu á Evrópumóta- röðinni. Fór Valdís illa að ráði sínu á lokahringnum. Hún var í 36. sæti fyrir hringinn en lék á níu höggum yfir pari og féll niður um tæp 30 sæti. Hún lék á samanlagt 15 höggum yfir pari.  Daninn Lars Olsen lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Færeyinga í knattspyrnu þegar undankeppni Evr- ópumótsins lýkur í nóvember. Olsen hefur stýrt færeyska landsliðinu frá árinu 2011. Í 53 leikjum hafa Fær- eyingar unnið 8 leiki undir hans stjórn, gert 7 jafntefli og hafa tapað 38. Fær- eyingar eru án stiga í undankeppni EM. Þeir mæta Möltu og Rúmeníu í næsta mánuði og leika svo við Svía og Norðmenn í nóvember.  Ólafur Andrés Guðmundsson, fyr- irliði sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad, er tilnefndur sem leik- maður 3. umferðar í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Ólafur átti frábæran leik með Kristianstad þegar liðið tapaði fyrir pólska liðinu Wis- laPlock á úti- velli 36:29. Ólafur skor- aði tólf mörk úr fjórtán skotum og var lang- markahæsti leikmaður sænska liðsins. Eitt ogannað HLÍÐARENDI/AKUREYRI Bjarni Helgason Einar Sigtryggsson ÍBV er með fullt hús stiga í úrvals- deild karla í handknattleik, Olís- deildinni, eftir dramatískan tveggja marka sigur gegn Val í Origo-höllinni á Hlíðarenda í fjórðu umferð í gær. Leiknum lauk með 27:25-sigri ÍBV en staðan var jöfn, 25:25, þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og í hvert skipti sem Valsmenn náðu þriggja til fjögurra marka forskoti tókst Eyjamönnum alltaf að svara og jafna metin. Kári Kristján Kristjánsson kom Eyja- mönnum yfir, 26:25, þegar 30 sek- úndur voru til leiksloka. Valsmenn brunuðu upp í sókn, köstuðu bolt- anum klaufalega frá sér, og Eyja- menn skoruðu síðasta mark leiksins. ÍBV hefur oft spilað betur en liðið gerði í gær. Varnarleikurinn var ágætur á köflum en markvarslan í fyrri hálfleik var sama og engin og þar lá munurinn á liðunum. Eyja- menn lentu hins vegar nokkrum sinnum undir í leiknum en alltaf sýndu þeir karakter og komu til baka. Í hvert sinn sem liðið fékk hins vegar tækifæri til þess að ná afger- andi forskoti fóru leikmenn liðsins illa að ráði sínu í hverju dauðafærinu á fætur öðru. Valsmenn voru klaufar að tapa leiknum. Þeir voru með frumkvæðið nánast allan tímann og Daníel Freyr Andrésson var magnaður í fyrri hálf- leik. Í raun var með hreinum ólík- indum að Valsmenn hafi ekki klárað dæmið á fyrsta hálftímanum. Sókn- arleikur liðsins var hins vegar hug- myndasnauður í seinni hálfleik og hægur. Þá köstuðu Valsmenn bolt- anum frá sér allt of oft og það ein- faldlega má ekki gegn jafn öflugu liði og ÍBV. Eyjamenn sitja á toppi deildar- innar með fullt hús stiga, líkt og ÍR og Haukar. Það sýnir í raun styrk liðsins í dag að geta mætt á Hlíðar- enda, tekið tvö stig, en samt spilað illa. Byrjun Valsmanna á Íslands- mótinu í ár eru í einu orði sagt von- brigði. Að sama skapi vinnur enginn titla í september og Valsmenn geta huggað sig við það að það er nóg eftir af mótinu. Átta mínútur dugðu ÍR Toppliðið í Olís-deildinni í hand- bolta, ÍR, fór til Akureyrar í gær og spilaði gegn KA. Leikurinn var jafn og æsispennandi þar til í stöðunni 17:16 fyrir KA. Þá var eins og öll dekk á KA-kerrunni hefðu punkterað og ÍR skoraði átta mörk í röð. Gerði þessi kafli út um leikinn og ÍR vann að lokum þægilegan sigur, lokatölur 33:27. Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun, jafnt á nánast öllum töl- um og liðin skiptust átta sinnum á að taka forustuna. Markverðirnir voru að verja nokkrum sinnum með til- þrifum svo segja má að leikurinn hafi boðið upp á spennu og flotta takta. Seinni hálfleikurinn var rétt fimm mínútna gamall þegar ÍR hreinlega sló öll vopn úr höndum KA-manna. Var hreinlega átakanlegt að sjá hvernig KA-menn eyðilögðu fyrir sér leikinn með óskynsamlegum skotum og hræðilegum sóknarleik. Mark- vörður ÍR varði aðeins eitt skot á þessum lykilkafla í leiknum svo ekki var það hann sem dró tennurnar úr KA-mönnum. Vörn ÍR var ansi áköf á þessum leikkafla og skilaði hún nokkrum þægilegum hraðaupphlaupsmörkum. Annars voru það reynsluboltarnir Björgvin Hólmgeirsson og Sturla Ás- geirsson sem voru allt í öllu hjá ÍR. Varnarmenn KA réðu ekkert við Björgvin en hann virtist geta skorað þegar honum sýndist. Sigurður Ingi- berg varði vel í fyrri hálfleiknum en hafði minna að gera í þeim síðari. KA-liðið var ansi brokkgengt. Áki Egilsnes dró vagninn í fyrri hálf- leiknum en þá voru margir að skora. Áki komst lítt áfram í seinni hálf- leiknum en hann og Patrekur Stef- ánsson skoruðu þó slatta af mörkum eftir að allt var komið í óefni. Jovan Kukobat varði lítið og stórskyttan Tarik Kasumovic var alveg heillum horfin. Þessir lykilmenn verða að gera betur fyrir KA ef liðið á að vinna leiki. ÍBV og ÍR byrja afar vel  Eyjamenn unnu á Hlíðarenda  Mikil spenna undir lok leiksins  ÍR-ingar halda sínu striki  Eru með fullt hús stiga eins og ÍBV eftir sigur á Akureyri Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stopp „Þú ferð ekki lengra,“ gætu Eyjamenn verið að segja við Ými Örn Gíslason á Hlíðarenda í gær. Fara þarf þrjá áratugi aftur í tím- ann til að finna jafn litla stigasöfn- un hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni eftir sjö umferðir. United og Arsenal skildu jöfn, 1:1, í lokaleik 7. umferðar á Old Trafford í gærkvöldi eftir fjörugan leik. United er með 9 stig eftir leikina sjö og fara þarf aftur til tímabilsins 1989-1990 þegar United var með 7 stig eftir fyrstu sjö leikina. United hafnaði þá í 13. sæti en varð reynd- ar bikarmeistari og var það fyrsti titillinn sem liðið vann undir stjórn Sir Alex Fergusons sem tekið hafði við í nóvember 1986. Scott McTominay kom United yf- ir með fallegu skoti utan teigs í gær en Pierre-Emerick Aubameyang vippaði yfir David de Gea og jafn- aði á 58. mínútu. Arsenal er í 4. sæti deildarinnar með 12 stig. „Við erum Manchester United og verðum að vinna leiki sem þennan. Strákarnir verða að taka við sér og gera betur. Við erum saman í þessu sem lið og verðum að bæta okkur,“ sagði De Gea. kris@mbl.is AFP Fögnuður Granit Xhaka og Bukayo Saka, leikmenn Arsenal, fagna marka- skoraranum Pierre-Emerick Aubameyang á Old Trafford í gær. Versta byrjun United í deildinni í þrjátíu ár Vésteinn Hafsteinsson bætti í gær skrautfjöður í hatt sinn sem þjálfari þegar lærisveinn hans, Daniel Ståhl frá Svíþjóð, varð heimsmeistari í kringlukasti karla á HM í Katar. Fréttin var efsta frétt á sænskum netmiðlum í gærkvöldi og þar var Vésteinn einnig til umfjöllunar. Hann viðurkenndi í samtali við Af- tonbladet að hann hefði sjálfur ver- ið mjög taugaóstyrkur þegar spennan var sem mest og varla get- að horft. Tilfinningarnar brutust fram hjá Vésteini þegar nið- urstaðan lá fyrir og hann grét gleðitárum í sjónvarpsviðtali. „Ég hef aldrei séð hann gráta fyrr,“ sagði heimsmeistarinn sjálfur, Daniel Ståhl, í samtali við sænska fjölmiðla. Ståhl fékk silfurverðlaun á HM 2017 en einnig á EM 2018. Nú komst hann skrefi lengra og kast- aði 67,59 cm í úrslitum í gær. Er það fimm cm styttra en Íslandsmet þjálfarans. Vésteinn sagði við Aftonbladet að Ståhl hefði ekki kastað vel í úrslitunum en sagði það sýna mikinn styrk að landa gullinu engu að síður. „Afreks- íþróttir snúast um líkamlegt at- gervi og tækni en einnig andlegan styrk,“ sagði Vésteinn en hann hef- ur áður þjálfað heimsmeistara. Greg Kanter frá Eistlandi naut leiðsagnar Vésteins þegar hann varð heims- og ólympíumeistari 2007 og 2008. Gærdagurinn var góður fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM því Norðmenn fengu einnig gull- verðlaun þegar Karsten Warholm kom fyrstur í mark í 400 metra grindahlaupi. Warholm er aðeins 23 ára gamall en hann hljóp á 47,42 sekúndum. kris@mbl.is Skrautfjöður bættist í hatt Vésteins Farsælir Daniel Ståhl og Vésteinn Hafsteinsson á góðri stundu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.