Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Jötunheimar eru sá leikskólisem hefur náð hvað mest-um árangri með því aðnota Lubbaefnið þvert á skólastarfið. Hafa verið rútuferðir þangað til að líta augum ævin- týraheim Lubba sem starfsfólkið hefur skapað. Í hljóðanáminu Lubbi finnur málbein, er íslenski fjárhundurinn Lubbi í aðal- hlutverki en hann dreymir um að læra að tala og leitar að mál- beinum sem falin eru víðs vegar um landið með aðstoð barnanna. „Við höfum unnið með Lubba und- anfarin sjö ár og það hefur reynst mjög vel,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir, leikskólakennari í leikskólanum Jötunheimum, en hún er ein þeirra sem ætla nk. fimmtudag á tíu ára afmælisfagn- aði Lubba bókanna í Gerðubergi, að segja frá hvernig hún hefur nýtt Lubbaefnið í skólastarfinu. „Ég byrjaði að taka þetta upp hér í Jötunheimum eftir að við fór- um nokkrar á námskeið í hljóð- anámi Lubba á haustþingi 2012. Mér fannst þetta áhugavert efni og langaði að nota það. Bókin um Lubba gengur út á að kenna hljóð- anám í þrívídd, það eru tákn, hljóð og geisladiskur með hreyfimynd- um. Við erum ekki að kenna börn- unum bókstafina sjálfa, heldur hljóð bókstafanna, enda segja fræðin að það hjálpi til þegar að beinni lestrarkennslu kemur. Börnin eru ótrúlega fljót að til- einka sér ákveðin tákn sem þau gera með fingrum og höndum fyrir hvert hljóð, þau eru jafnvel búin að læra táknið áður en þau læra að segja hljóðið.“ Börnin kenna Lubba sjálf Þórdís segir að börnin séu af- skaplega hrifin af íslenska fjár- hundinum Lubba, og því sé auðvelt að ná til þeirra í gegnum hann. „Við leggjum þetta þannig fram að þau eru ekki að læra hljóðin og táknin, heldur eru þau að kenna Lubba, þau eru ger- endur. Við köllum þetta Lubbast- undir hjá okkur, við höfum til dæmis búið til hljóðabingó og fleira og svo fær Lubbi alltaf bein- ið sitt til að naga. Fyrstu tvö árin erum við einvörðungu að vinna með hljóðin, og inn í það spilast aðrir þættir í hljóðkerfisvitund barnanna. Það er grunnurinn. Þeg- ar lengra er komið, hjá elstu börn- unum í leikskólanum sem eru 5 ára og verða 6 ára, þá eru flest þeirra farin að hljóða sig í gegnum heilar setningar. Þá tökum við þetta á hærra stig og kennum Lubba að ríma og að finna and- stæður og fleira. Við notum hund- inn sem sagt áfram af því að börn- in þekkja hann. Í vetur ætlum við til dæmis að fræða Lubba um heimabæinn hans, sem hjá okkur er að sjálfsögðu Selfoss, af því að börnin búa hér, þó svo að Selfoss komi hvergi við sögu í bókinni. Við kennum Lubba til dæmis um alls- konar hljóð og sögu sem Selfoss býr yfir, til dæmis hljóðin í Ölfus- árbrú og fleira. Við staðfærum þetta og höfum þróað þetta hér í Jötunheimum með okkar hætti. Þegar flotta viðbótin í efninu kom út fyrir nokkrum árum, hljóðsmiðj- urnar, tókum við því fagnandi en við hér í Jötunheimum vorum þá þegar að hluta til búnar að búa svipað til sjálfar,“ segir Þórdís og hlær. Hún segir að Lubbakennslan verði til þess að börnin komi vel undirbúin í grunnskólann þegar þau kveðja leikskólann og færast yfir á næsta skólastig. „Við sjáum það á niðurstöðum í þeim prófum sem við leggjum fyrir okkar leikskólabörn, sem kallast Hljóm 2 og gefur vísbend- ingu um lestrargetu. Þau koma mjög vel út úr þeim prófum. Lubbi er elskaður og dáður hér í Jötun- heimum.“ Lubbi er bæði elskaður og dáður Mun fleiri börn en áður verða læs áður en þau út- skrifast úr leikskólanum Jötunheimum á Selfossi. Þar á stóran þátt hljóða- nám Lubba sem er skap- andi vinna með mál, tal og læsi. Þórdís Guðrún hefur leitt það starf. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson Þórdís Hér er hún með Lubba í fanginu sem að sjálfsögðu klæðist lopapeysu eins og íslenskum fjárhundi sæmir. Höfundar bókanna Lubbi finnur málbein og Hljóðasmiðja Lubba, Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir, báðar talmeinafræð- ingar, ætla að fagna 10 ára útgáfu- afmæli nk. fimmtudag, 3. okt., í Gerðubergi kl. 9-16. Af því tilefni verður haldið námskeiðið Lubbi í leikskólastarfi og tenging við grunnskóla: Hagnýtar og skemmtilegar hugmyndir fyrir alla sem vilja efla sig í vinnu með Lubba. Á námskeiðinu munu leik- skólakennarar m.a. greina frá hvernig þeir nýta Lubbaefnið. Lubbi Þórdís og samstarfsfólk hennar hafa lagt mikið í að gera efnið með Lubba skemmtilegt og aðgengilegt fyrir börnin og kunna þau vel að meta það og eru fljót að læra hljóð og tákn. Barnakuldaskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is Verð 8.995 Stærðir 19-26 Jakkapeysur Str. S-XXL bleikt, dökkgrátt og svart Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 6.900.- Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.