Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019
Elfar Árni Aðalsteinsson, framherji KA, var besti leikmaðurinn í 22. og síð-
ustu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta sem leikin var á laugardaginn,
að mati Morgunblaðsins. Elfar Árni skoraði þrennu fyrir KA í 4:2 sigri á
Fylki og skoraði þar með 13 mörk á tímabilinu, aðeins einu marki minna en
markakóngur deildarinnar, Gary Martin. Þetta var önnur þrenna Elfars í
deildinni, en hann gerði þá fyrri fyrir KA gegn Víkingi frá Ólafsvík í ágúst
2017. Hann náði fyrr á tímabilinu markameti KA í efstu deild af Þorvaldi
Örlygssyni og hefur nú skorað 27 mörk fyrir Akureyrarliðið í deildinni.
Besti ungi leikmaðurinn var valinn Alex Þór Hauksson, miðjumaður
Stjörnunnar, en hann skoraði eitt mark og lék vel þegar Stjarnan vann ÍBV
3:2. Hann fékk þar með þessa útnefningu í annað sinn á tímabilinu. Síðasta
úrvalslið tímabilsins, úr 22. umferðinni, má sjá hér fyrir ofan. vs@mbl.is
Elfar bestur í 22. umferðinni
22. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2019
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-5-2
Hannes Þór Halldórsson
Val
Steven Lennon
FH
Kennie Chopart
KR
Arnór Sveinn
Aðalsteinsson
KR
Sölvi Geir Ottesen
Víkingi
Elfar Árni Aðalsteinsson
KA
Kwame Quee
VíkingiNökkvi Þeyr
Þórisson
KA
Alex Þór
Hauksson
Stjörnunni Andri Adolphsson
Val
Björn Daníel
Sverrisson
FH
23
2 4
23
3
4
4
4
Erik Hamrén opinberar
landsliðshópinn á föstudaginn
fyrir leikina gegn heimsmeist-
urum Frakklands og Andorra í
undankeppni Evrópumótsins en
leikirnir fara fram á Laugardals-
vellinum 11. og 14. þessa mán-
aðar.
Það verður fróðlegt að sjá
hvort Birkir Bjarnason og Emil
Hallfreðsson verða valdir í hóp-
inn en þeim hefur enn tekist að
finna ný lið eftir að hafa yfirgefið
félög sín í sumar.
Það leynist engum að Birkir
og Emil eru góðir fótboltamenn
og hafa þjónað íslenska landslið-
inu vel í gegnum árin en getur
Hamrén varið það að velja leik-
menn sem eru í lítilli sem engri
leikæfingu í landsliðshópinn?
Bæði Birkir og Emil komu við
sögu í síðustu leikjum landsliðs-
ins í undankeppninni sem voru á
móti Moldóvu og Albaníu. Birkir
var í byrjunarliðinu í báðum leikj-
unum og skoraði eitt mark í sig-
urleiknum á móti Moldóvu en
Emil kom inn á sem varamaður í
þeim leik en var í byrjunarliðinu á
móti Albaníu.
Mér fannst áberandi í leikn-
um á móti Albönum þar sem
Birkir og Emil voru báðir teknir
af velli í síðari hálfleik að þá
skortir leikæfingu og sérstaklega
fannst mér Emil eiga erfitt upp-
dráttar enda langt um liðið síðan
hann spilaði með félagsliði.
Þá verður spennandi að sjá
hvort Birkir Már Sævarsson verði
kallaður aftur inn í hópinn sem
hægri bakvörður, sem var vand-
ræðastaða í leiknum við Albani.
Birkir hefur sjaldan stigið feil-
spor með landsliðinu og er enn
þá besti kosturinn að mínu mati.
Næstbesti kosturinn er Davíð
Örn Atlason sem hefur spilað svo
vel með Víkingum.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
Bestu leikmenn liðanna 2019
(22) – fjöldi leikja Samkvæmt -einkunnagjöf Morgunblaðsins
Kristinn Jónsson (19) 18
Óskar Örn Hauksson (22) 18
Finnur Tómas Pálmason (17) 11
Kennie Chopart (20) 11
Pálmi Rafn Pálmason (22) 10
KR 126
Höskuldur Gunnlaugsson (20) 14
Andri Rafn Yeoman (19) 11
Damir Muminovic (21) 10
Aron Bjarnason (10) 9
Guðjón Pétur Lýðsson (21) 9
Breiðablik 110
Hallgrímur Mar Steingrímsson (22) 16
Elfar Árni Aðalsteinsson (20) 13
Almarr Ormarsson (20) 9
Callum Williams (17) 8
Hallgrímur Jónasson (12) 6
KA 97
Haukur Páll Sigurðsson (19) 10
Andri Adolphsson (21) 10
Birkir Már Sævarsson (22) 10
Ólafur Karl Finsen (12) 9
Hannes Þór Halldórsson (19) 9
Valur 96
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (19) 17
Ásgeir Marteinsson (20) 13
Birkir Valur Jónsson (21) 11
Atli Arnarson (18) 10
Björn Berg Bryde (17) 9
HK 111
Tryggvi Hrafn Haraldsson (22) 15
Einar Logi Einarsson (19) 11
Marcus Johansson (19) 11
Óttar Bjarni Guðmundsson (20) 10
Stefán Teitur Þórðarson (20) 9
ÍA 95
Steven Lennon (19) 13
Guðmundur Kristjánsson (19) 11
Björn Daníel Sverrisson (22) 11
Brandur Olsen (19) 10
Jónatan Ingi Jónsson (21) 9
FH 103
Alex Þór Hauksson (19) 14
Hilmar Árni Halldórsson (22) 14
Þorsteinn Már Ragnarsson (20) 9
Eyjólfur Héðinsson (19) 8
Haraldur Björnsson (22) 8
Stjarnan 103
Sölvi Geir Ottesen (20) 15
Ágúst Eðvald Hlynsson (21) 11
Guðmundur Andri Tryggvason (16) 9
Kári Árnason (10) 8
Halldór Smári Sigurðsson (21) 8
Víkingur 102
Helgi Valur Daníelsson (20) 11
Kolbeinn Birgir Finnsson (13) 10
Daði Ólafsson (19) 10
Valdimar Þór Ingimundarson (21) 10
Geoffrey Castillion (19) 9
Fylkir 99
Elias Tamburini (22) 11
Marc McAusland (22) 10
Gunnar Þorsteinsson (20) 9
Vladan Djogatovic (21) 9
Josip Zeba (22) 8
Grindavík 83
Víðir Þorvarðarson (21) 9
Gary Martin (12) 8
Telmo Castanheira (21) 7
Halldór Páll Geirsson (15) 6
Matt Garner (16) 5
ÍBV 66
snemma sumars og er nú með 257
leiki fyrir félagið í deildinni. Marka-
metinu náði hann af Ellerti B.
Schram í haust og er kominn með 63
mörk fyrir KR í deildinni.
Óskar varð jafnframt annar leik-
maðurinn í sögunni til að spila 300
leiki í efstu deild, á eftir Birki Krist-
inssyni, og leikirnir eru nú orðnir
309 samtals fyrir KR og Grindavík.
Mörkin eru 75 og Óskar er orðinn
fjórtándi markahæsti leikmaðurinn í
sögu deildarinnar.
Ásgeir Börkur varð þriðji
Ásgeir Börkur Ásgeirsson miðju-
maður úr HK varð í þriðja sæti í ein-
kunnagjöfinni með 17 M. Ásgeir
Börkur, sem er 32 ára gamall, kom
til Kópavogsliðsins frá Fylki, þar
sem hann hafði spilað mestallan fer-
ilinn, og var í lykilhlutverki sem
varnartengiliður. Nýliðarnir í HK
komu mjög á óvart í deildinni og
varnarvinna og reynsla Ásgeirs
Barkar á miðjunni var þeim ákaflega
mikilvæg.
Hér fyrir ofan má sjá heildarnið-
urstöðuna úr M-gjöfinni 2019 þar
sem tilgreindir eru fimm bestu leik-
mennirnir í hverju liði deildarinnar,
samkvæmt henni.
Á síðunni til vinstri er síðan ellefu
manna úrvalslið Morgunblaðsins,
byggt á M-gjöfinni, ásamt tíu vara-
mönnum. Íslandsmeistarar KR eiga
flesta leikmenn í úrvalsliðinu, fjóra
talsins. KR var það lið sem fékk
langflest M samanlagt á tímabilinu
og jafnframt eina liðið í deildinni
sem náði því að vera með fimm leik-
menn sem fengu 10 M eða meira.
18 M Óskar Örn Hauksson.
17 M Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Morgunblaðið valdi besta leik-
manninn eftir hverja umferð úr-
valsdeildar karla í fótbolta í sumar
og jafnframt besta unga leikmann-
inn.
Alls hlutu 22 leikmenn útnefn-
inguna besti leikmaðurinn, einu
sinni hver og öll tólf liðin í deildinni
áttu fulltrúa í þeim hópi.
Í valinu á besta unga leikmann-
inum urðu hins vegar fjórir tvívegis
fyrir valinu. Það voru Jónatan Ingi
Jónsson úr FH, Kolbeinn Þórðarson
úr Breiðabliki, Finnur Tómas
Pálmason úr KR og Alex Þór
Hauksson úr Stjörnunni. Þar var
miðað við leikmenn sem eru fæddir
1998 og síðar og gjaldgengir í 21-
árs landsliðið.
Eftirtaldir hlutu útnefningarnar
í hverri umferð deildarinnar fyrir
sig:
Besti leikmaðurinn:
1 Sam Hewson, Fylki
2 Óskar Örn Hauksson, KR
3 Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA
4 Ásgeir Marteinsson, HK
5 Josip Zeba, Grindavík
6 Hannes Þór Halldórsson, Val
7 Damir Muminovic, Breiðabliki
8 Ólafur Karl Finsen, Val
9 Þórður Ingason, Víkingi
10 Aron Bjarnason, Breiðabliki
11 Hákon Ingi Jónsson, Fylki
12 Andri Adolphsson, Val
13 Ásgeir B. Ásgeirsson, HK
14 Kristinn Jónsson, KR
15 Guðjón Pétur Lýðsson, Breið.
16 Arnþór Ari Atlason, HK
17 Brandur Olsen, FH
18 Geoffrey Castillion, Fylki
19 Morten Beck Guldsmed, FH
20 Gary Martin, ÍBV
21 Hilmar Á. Halldórss., Stjörn.
22 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA
Besti ungi leikmaðurinn:
1 Jónatan Ingi Jónsson, FH
2 Júlíus Magnússon, Víkingi
3 Kolbeinn Þórðarson, Breiðab.
4 Bjarki Steinn Bjarkason, ÍA
5 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA
6 Kolbeinn Þórðarson, Breiðab.
7 Finnur Tómas Pálmason, KR
8 Valdimar Ingimundarson, Fylki
9 Birkir Valur Jónsson, HK
10 Valgeir Valgeirsson, HK
11 Finnur Tómas Pálmason, KR
12 Daði Freyr Arnarsson, FH
13 Kolbeinn B. Finnsson, Fylki
14 Guðm. A. Tryggvason, Vík.
15 Alex Þór Hauksson, Stjörn.
16 Alfons Sampsted, Breiðabliki
17 Brynjólfur Willumsson, Breið.
18 Hörður Ingi Gunnarsson, ÍA
19 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA
20 Jónatan Ingi Jónsson, FH
21 Aron Dagur Birnuson, KA
22 Alex Þór Hauksson, Stjörn.
Þeir bestu í
hverri umferð
fyrir sig
Fjölþjóðlegt lið
Paris SG sem í
gær dróst á móti
Breiðabliki í 16-
liða úrslitum
Meistaradeildar
kvenna í fótbolta
átti ellefu leik-
menn í átta
landsliðum á
heimsmeist-
aramótinu í Frakklandi í sumar.
Þá á PSG fjóra leikmenn í
franska landsliðinu sem mætir Ís-
landi í vináttulandsleik í Nimes á
föstudagskvöldið. Það eru Kadidia-
tio Diani, Grace Geyoro, Marie-
Antoinette Katoto og nýliðinn Perle
Morroni.
Frægust erlendu leikmannanna í
PSG er fyrirliðinn Formiga frá
Brasilíu, en hún er 41 árs og setti
met í sumar með því að leika í sjö-
unda skipti í lokakeppni HM. Meðal
hinna eru Nadia Nadim frá Dan-
mörku, Sara Däbritz frá Þýska-
landi og Irene Paredes frá Spáni.
Markvörðurinn Christiane Endler
frá Síle er talin ein sú allra besta í
heiminum.
PSG vann Braga frá Portúgal 7:0
í 32ja liða úrslitunum en seinni leik-
urinn endaði 0:0. Fyrri leikurinn
verður í París 16.-17. október og sá
seinni á Kópavogsvelli 30.-31. októ-
ber. vs@mbl.is
Fjölþjóðlegt
lið PSG gegn
Blikunum
Formiga