Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 32
Framleiðslufyrir-
tækið Join Motion
Pictures leitar að
strákum á aldrinum
13-16 ára fyrir aðal-
hlutverk nýrrar kvik-
myndar leikstjórans
Guðmundar Arnars
Guðmundssonar sem ber vinnu-
heitið Berdreymi. Myndin mun
fjalla um hóp unglingsstráka í út-
hverfi Reykjavíkur sem upplifa sig
utangarðs og nota ofbeldi til þess
að leysa deilumál sín. Doorway
Casting sér um leikaravalið og
hvetur alla stráka, hvort sem þeir
hafa reynslu af leiklist eða ekki, til
að senda tölvupóst sem inniheldur
skýra portrettmynd, nafn, aldur og
hæð, með leyfi forráðamanns, á
netfangið casting@doorway.is.
Leitað að 13-16 ára
strák í aðalhlutverk
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 274. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Svínn Daniel Ståhl varð varð í gær
heimsmeistari karla í kringlukasti á
HM í Katar en þjálfari hans er Vé-
steinn Hafsteinsson. Ståhl hafði áð-
ur fengið silfurverðlaun á HM og EM
en aldrei gull á stórmóti. Hann virð-
ist nú vera til alls líklegur á ÓL á
næsta ári. Gert Kanter sem varð
heimsmeistari í greininni árið 2007
var einnig þjálfaður af Vésteini. »26
Lærisveinn Vésteins
varð heimsmeistari
ÍÞRÓTTIR MENNING
Kristinn Jónsson úr KR var besti
leikmaður úrvalsdeildar karla í
knattspyrnu keppnistímabilið 2019
samkvæmt M-einkunnagjöf
Morgunblaðsins. Hann var jafn fé-
laga sínum úr Íslandsmeistaraliði
KR-inga, Óskari Erni Haukssyni, en
spilaði færri leiki. Heildaruppgjör
M-gjafarinnar er
að finna á íþrótta-
síðum í þar sem
sjá má fimm bestu
leikmennina í
hverju liði fyrir sig
ásamt ellefu
manna úrvals-
liði Morgun-
blaðsins og
tíu vara-
mönnum. »
24-25
Kristinn Jónsson
bestur í deildinni 2019
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sýningin Letur og list var opnuð í
Galleríi Gróttu í bókasafni Sel-
tjarnarness á Eiðistorgi fyrir helgi
og verður til 20. október. Þar sýna
hjónin Ragnar Gylfi Einarsson og
Guðlaug Friðriksdóttir bókbindarar
listbókband, áhöld og annað til bók-
bandsgerðar og Þorvaldur Jónas-
son kennari sýnir meðal annars
ýmsar tegundir leturs. „Það er vel
við hæfi að sýna hvernig bækur eru
búnar til og sögu leturs í bóka-
safni,“ segir hann.
Þorvaldur fæddist í Ólafsvík og
bjó þar til 15 ára aldurs. Hann seg-
ir að Þorgils Stefánsson kennari
hafi mótað skriftaráhugann í
bernsku og Guðmundur Í. Guð-
jónsson, skriftarkennari og höf-
undur skriftarbóka, hafi bætt um
betur í Kennaraskólanum. „Þar
fékk ég dellu fyrir skrift og
skriftargerð,“ segir hann, en Þor-
valdur fór síðan í framhaldsnám í
skrift og myndlist til Óslóar. Hann
var meðal annars skriftar- og
myndmenntakennari við Réttar-
holtsskóla í 44 ár, stundakennari
um tíma við Kennaraskóla Íslands
og Kennaraháskóla Íslands og hef-
ur starfað við skrautritun og mynd-
skreytingar í áratugi. „Ég hef alltaf
verið viljugur við að útbreiða fagn-
aðarerindið.“
Tölvurnar taka yfir
Skrift á undir högg að sækja.
Þorvaldur bendir á að á árum áður,
þegar auglýst hafi verið eftir fólki í
hin ýmsu störf, hafi verið óskað eft-
ir eiginhandarumsókn. „Þá réð
jafnvel úrslitum hvernig menn
skrifuðu,“ segir hann. Fólk hafi
staðið misjafnlega að vígi, því þótt
flestir hafi lært að skrifa hafi þjálf-
unin ekki verið eins. „Sumir gátu
aldrei viðhaldið skriftinni og þess
eru mörg dæmi að í lok sendibréfa
hafi sendandi afsakað skriftina eða
párið.“ Nú sé hins vegar aldrei
minnst á svona kunnáttu, enda nán-
ast öll skrif unnin í tölvum. „Þarna
vantar meðalhófið. Fólk verður að
geta skrifað nafnið sitt og einfaldan
texta skammlaust, en lengri hand-
skrifaðir textar eru sjaldséðir sem
hvítir hrafnar. Á árdögum tölv-
unnar stóð í atvinnuauglýsingum
„tölvukunnátta nauðsynleg“ en
enginn minnist á það lengur enda
þykir hún sjálfsagt mál. Enda er
svo komið, blessunarlega, að hægt
er að sitja fyrir framan tölvu og
skrifa ævisöguna með tveimur
fingrum, en áður veigruðu margir
sér við því vegna þess að þeir skrif-
uðu svo illa. Auk þess má fá skraut-
ritaðan texta út úr tölvunni!“
Þó að handskrift sé á undanhaldi
finnst Þorvaldi snautlegt ef ekki er
lögð rækt við hana. „Jafnvel send-
ing jólakorta verður að láta undan
fyrir kveðjum á netinu, en fallegt
letur vekur engu að síður alltaf at-
hygli. Sem betur fer er víða áhugi á
skrift og skrautskrift, ég bý að
góðri þjálfun og held áfram á þess-
ari braut á meðan ég titra ekki!“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gallerí Grótta Þorvaldur Jónasson, Guðlaug Friðriksdóttir og Ragnar Gylfi Einarsson á sýningunni.
Handskrift hverfandi
Þorvaldur Jónasson vekur athygli á skrift og skrautskrift
Ragnar Einarsson og Guðlaug Friðriksdóttir sýna bókband
Á ENDANUM
VELUR ÞÚ
COROLLU
VERÐUR
ÞÚ HEPPINN
ÁSKRIFANDI
sem verður dreginn út 16. október?
Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru
með í leiknum. Hér má sjá valkostina
sem einn af áskrifendum okkar fær
að velja um þegar hann fær að gjöf
nýja og glæsilega Toyota Corolla.*
Fylgstu með.
*Heppinn áskrifandi fær að velja á milli Corolla Hatchback,
Corolla Touring Sports og Corolla Sedan; þriggja glæsilegra
Hybrid-bíla með 1,8 lítra vél í Active-útfærslu.