Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, húsið sem þjóðskáldið og presturinn Matthías Jochumsson lét reisa og hýsir nú minningarsafn um hann. Reikna má með því að hús- ið verði auglýst til sölu á næstunni. Helstu ástæður fyrir því að vilji er til að selja húsið er að það hefur ekki nýst síðustu árin vegna lélegs að- gengis. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu, segir að aðgengi að húsinu sé svo slæmt að Akureyrar- bæ sé ekki stætt á því að bjóða upp á starfsemi í því. Þá hafi bærinn áhyggjur af því að húsið fari illa vegna langvarandi notkunarleysis. „Kannski getur einhver annar fund- ið flöt á því að nýta það á einhvern hátt,“ segir Hilda Jana. Bendir hún á að húsið sé friðað. Áberandi í bæjarmyndinni Sigurhæðir eru sögufrægt hús og áberandi í bæjarmyndinni. Séra Matthías lét byggja það árið 1903. Það stendur í brattri brekku skammt frá Akureyrarkirkju. Auk Matthíasarstofu var árum saman efnt til ýmissa viðburða í húsinu og var skrifstofuaðstaða á efri hæðinni leigð skáldum og fræðimönnum til skapandi skrifa. Bærinn keypti bókasafn Steingríms J. Þorsteins- sonar prófessors og hefur það verið til afnota fyrir notendur skrifstofu- aðstöðunnar. Sigurhæðum var lokað vorið 2017 vegna framkvæmda. Þeim er löngu lokið en húsið hefur ekki verið opnað aftur. Aðgengi að húsinu er um stíg frá kirkjutröppunum og um tröppur upp hlíðina. Akureyrarbær telur ekki unnt að lagfæra stígana þannig að þeir verði færir fötluðum eða fólki sem á erfitt með gang, ekki síst á snjóþungum dögum. Gísli Sigurgeirsson, sem var um tíma umsjónarmaður Sigurhæða, telur það fyrirslátt hjá bænum. Telur hann lagfæringar mögulegar en þær kosti þó væntanlega sitt. Áform um sölu Sigurhæða voru fyrst sett fram í starfs- og fjárhags- áætlun Akureyrarstofu fyrir árið 2020. Nú hefur stjórn Akureyrar- stofu ákveðið að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið bæj- arins að húsið verði sett í sölu. Hilda Jana segir að þótt málið hafi ekki verið rætt formlega í bæjarstjórn eða bæjarráði viti bæjarfulltrúar af því. Veit hún ekki annað en sátt sé um söluna. Ef húsið selst eru áform um að gera sögu þess og séra Matt- híasar skil með öðrum hætti, til dæmis með söguskilti. Áforma sölu á Sigurhæðum  Minningarsafn um Matthías Jochumsson á Akureyri hefur verið lokað um tíma  Akureyrarbær treystir sér ekki til að vera með viðburði þar vegna slæms aðgengis  Sala hússins komin á dagskrá Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Akureyri Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju. „Þetta veldur mér miklum von- brigðum og er vanvirðing við þá hugsjónamenn sem lögðu mikið á sig við að safna fyrir kaupum á hús- inu,“ segir Gísli Sigur- geirsson, sem sá um Sig- urhæðir um tíma. Frammá- menn í bænum söfnuðu fé hjá einstaklingum og fyrirtækjum til að kaupa neðri hæð hússins og söfnuðu munum til að koma þar upp safni til að halda minningu Matthíasar á lofti. Það var opnað 1961. Þar er stór hluti bókasafns skáldsins, skrifborð hans og stóll. Síðar gáfu samtökin bæn- um hæðina til varðveislu en bær- inn keypti síðar efri hæðina. Gísli segir að því miður hafi starfseminni ekki verið sinnt nógu vel síðustu árin. Sú kynslóð sem þekkti til Matthíasar sé gengin og ekki hafi verið gert nógu mikið til að kynna hann fyrir yngri kynslóðinni. „Það er reynsla mín að fólk hefur áhuga á að sækja áhugavert menn- ingarstarf ef það er í boði.“ Vanvirðing við hugsjónamenn GÍSLI SIGURGEIRSSON Gísli Sigurgeirsson Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu á fundi borgar- stjórnar í dag um samflot og sam- ferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar er Jórunn Pála Jónas- dóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins. Tillagan hljómar þannig: „Borgar- stjórn Reykjavíkur samþykkir að nýta forgangsakgreinar fyrir al- menningssamgöngur í Reykjavík jafnframt sem samferðabrautir fyrir þá sem fjölmenna í bíla í samfloti, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð með bættri nýtingu.“ Markmiðið með tillögunni er að minnka umferð- arteppur á höfuð- borgarsvæðinu. Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að með svo- nefndum sam- ferðabrautum yrði lögð áhersla á að flytja sem flesta á milli staða á hverjum tíma en ekki sem flesta bíla. Forgangs- akreinar fyrir almenningssamgöng- ur, sem hingað til hafa aðeins verið fyrir strætó, leigubíla og forgang- sakstur, yrðu þá einnig nýttar af öðr- um ökutækjum með þrjá eða fleiri farþega. Minni útblástur og mengun „Tillagan hvetur með jákvæðum hætti til þess að fólk sem ferðast með bílum verði í samfloti og fellur því vel að þeim markmiðum að bæta um- ferðina og flæði allrar umferðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að minnka útblástur og mengun,“ segir m.a. í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að áætlaður kostnaður við framkvæmdina liggi ekki fyrir. Hann yrði þó hverfandi vegna þeirra forgangsakreina sem þegar eru til staðar. Framkvæmdatíminn yrði jafnframt styttri og ávinningur kæmi strax í ljós. Samkvæmt tillögunni yrði um- hverfis- og skipulagssviði borgarinn- ar falin útfærsla á framkvæmdinni, í samráði við Vegagerðina. Leggja til samflot í bíla í borginni  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stinga í dag upp á samferðabrautum Jórunn Pála Jónasdóttir Háskólinn í Reykjavík, HR, býr að skýrri stefnu og styrkri stjórn sem styður þarfir íslensks samfélags og hvetur til öflugs rannsóknar- starfs. Þetta kemur fram í út- tekt Gæðaráðs ís- lenskra háskóla á gæðum náms við HR sem birt var á vefsíðu Stjórnar- ráðsins í gær. Úttektin er hluti af skipulegu eftirliti Gæðaráðs með gæðum ís- lenskra háskóla. Í eftirlitinu er lögð áhersla á nemendur, námsumhverfi og prófgráður, að því er fram kemur í frétt Stjórnarráðsins. Í úttektinni er tekið fram að nem- endur í HR hafi mikinn áhuga á námi sínu og starfsfólk veiti náms- framvindu nemenda jafnframt tals- verða athygli. Ráðið telur helst að tvennt þurfi að bæta innan HR, það „að tryggja aðkomu stjórnenda faglegra eininga að hönnun og skipulagi innra gæða- kerfis og styðja við starfsþróun aka- demískra starfsmanna“, segir í fréttinni. Ráðið starfar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Markmið þess er meðal annars að bæta kennslu og rannsóknir innan íslenskra háskóla og tryggja sam- keppnishæfni þeirra á alþjóðavett- vangi. HR býr að skýrri stefnu  Gæðaráð birtir úttekt á námi í HR Háskólinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.